Gjallarhorn - 16.12.1904, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 16.12.1904, Blaðsíða 1
GJALLARHORR Útgefandi: JöN STEFÁNSSON. NR. 35. Jóanes Patursson stórbóndi í Kirkjubæ á Færeyjum er það sem >Gjh.« flytur hér mynd af. Hann situr á þingi Dana sem fulltrúi Færeyinga og hefir átt mikinn og góð- an þátt í framförum þeim, er hafa orðið á Færeyjum á síðari árum. Islending- um er hann mjög hlyntur og vill styðja að þvi að meiri kunningsskapur og við- skifti takist með þeim og Færeyingum en verið hefir til þessa. -------- Myndin, sem hér er af íslenzkum kvenbúningi, var í dönsku tímariti í vetur sem leið. Er þar sagt að íslenzku stúlkurnar séu bæði fallegar og tign- legar, þegar þær hafi skreytt sig þeim skrúða, en ekki er búningnum hrósað fyrir að hann sé þægilegur eða þarf- legur heilsu kvenfólksins. — Ekki er þess getið af hverri mynd þessi sé og geta nú lesendur »Gjallarhorns« spreytt sig á að þekkja blómarósina. Akureyri, 16. desember 1904. J'orusta stjórnarirmar. Eftir /J/'araaskips-timburmeistaraÆ'/yzfl/'Si’o//. III. Qáfahöfn og skipakoí. Ef að svo verður, sem margir álíta og flestir vona, að skipastóll eigi hér framtíð fyrir höndum, er enginn vafi á, að skipum fjölgar ekki síður út með firðinum en hér f bænum, og eins er það vafalítið, að ekki mundu skipaeigendur út með firði, fara að flytja skip sín inn í annað eins íshús eins og Akureyrarhöfn vanalega er á vetrum. Eins og eg hefi áður tekið fram er þörfin á skipakví hér nú sem stendur ekki mikil, því skip þau sem til eru nú eru svo lítil að hæglega má setja þau öll á land, sem er bezta og ódýrasta meðferðin í skip- unum yfir vetrartímann. En menn ættu að hafa hugfast að reyna að slá tvær flugur í einu höggi. Ef bátahöfn væri gerð á góðum stað út með firði, ætti hún um leið að vera skipakví, svo að ef einhverjir stóreignamenn eða »speku- lantar« hér vildu kaupa svo stór skip að ókleyft væri að setja þau á land, ættu þeir að geta geymt þau í henni yfir veturinn. Ekki þyrftu þeir skipa- eigendur heldur að finna að þó hægt væri að nota hana um leið fyrir báta- höfn. Þá yrðu fleiri sem bæru kostn- aðinn við kvína eða höfnina. — Eg geri nefnil. ráð fyrir að reynt mundi verða að láta hana bera sig sjálfa og yrði viðhaldskostnaðinum þá jafnað niður á þá er notuðu hana. Þegar fyrst var talað um skipakví hér á Akureyri, lögðu skipin öll út héðan um sama leyti og var þá ekki ókleyft að saga þau út úr ís, ef þau hefðu frosið inni, þegar allar skips- hafnirnar gátu unnið að því í einu. Nú er þetta breytt, því t. d. í vetur er ráðgert að skipin leggi af stað fyrst í febrúar, seint í febr. og í marz og apríl eftir atvikum. Um þessi tímabil er höfnin vanalega lögð sterkum ís, og sjá allir hvílíkt erfiði það væri fyrir fáa menn í einu að saga skip og skip út úr ísnum má- ske mílu vegar eða meira. Menn á- líta nú, ef til vill, að eg geri ofmikið úr íshættunni hér á höfninni, en eg skal benda á, að í lögreglusamþykt Akureyrar, II. kafla, 20. gr., sem er samin af úrvals gáfnagörpum bæjarins, eru sett ákvæði um umferð á ísnum á höfninni, og ætti það að vera góður stuðningur máli mínu. Það er annars undarlegt hvað nokk- urir menn halda fast fram skipakví hér. Það er eins og þeir veiti því enga eftir- tekt hvernig tímarnir breytast. Nú um skeið hefir verið aflalaust með öllu hér á innfirðinum og afleiðingin er sú, að allir duglegustu sjósóknarar flytja sig yfir sumartímann svo langt út með firðinum sem þeim er unt með úthöld sfn og halda þeim út þaðan, en svo þegar haustar verða þeir að flytja heimleiðis og leggjast upp í rúm, því hvergi er trygg höfn, sem þeir geta geymt báta sína í þar ytra, og þeir eru heldur ekki svo stórir eða sterk- ir, að hægt sé að halda þeim úti í haustveðrum. Er þar því ein sönnun þess, hve hörmulegt hneyksli það væri ef skipakví yrði bygð hér við fjörðinn ef að hán eklti verður sett á þeim stað þar sem almenningur getur haft hennar full not. Þegar fyrst var talað um skipakví hér var eg henni fylgjandi, en þá var öðru máli að gegna þar sem skilyrð- in voru þá alt önnur en nú og aflinn og arðsemin þá að mestu hér á inn- firðinum. — Eg hugsaði þá ekki lengra fram í veginn en eftir því sem lengra hefir liðið og eg hefi athugað málið lengur og betur verður mér meir og meir ljóst, að skipakví hér við Akur- eyri hefir nær enga þýðingu fyrir sjávar- útgerð bæjarmanna og því síður Eyfirð- inga, hún styrkir ekki né styður fram- leiðslu okkar úr sjónum á nokkurn hátt. Eyjafjörður er svo langur (c. 8 mílur), að menn hlaupa ekki héðan innan úr fjarðarbotni með skip sín til veiði- skapar þó afli væri utarlega í firðin- um. Astæðurnar móti skipakvínni hér eru svo ótalmargar að eg gæti lengi haldið áfram að telja þær og þær eru orsök til þess, að eg hefi getað skoð- að málið öðruvísi en í gegn um gler- augu hreppapólitíkusa og sannfærst um að sé skipakví bygð hér á hún að vera sem allra yzt í firðinum að hœgt er. Verði hún þar getur hún orðið sjá- varútveg okkar til verulegrar eflingar °g gagns °g þykir mér mjög óeðli- Iegt ef að hún á þeim stað ætti nokkurn mótstöðumann, sem eg vona einnig að ekki verði, heldur meðmæl- endur og stuðningsmenn í öllum átt- um. Álít eg að bæði sýslunefndir Þing- eyjar- og Eyjafjarðarsýslu ættu að taka mál þetta til athugutiar og ekki sízt bæjarstjórn Akureyrar, sem eg þekki til að lætur sér mjög ant um velferð og fjárhagslegan hagnað bæjarbúa í smáu og stóru, og þegar málið væri nægilega undirbúið, ber eg það traust til þings og stjórnar, að það yrði styrkt svo, að því verði vel borgið og til lykta leitt svo sem flestum gæti gagn að orðið. ^ 2. ÁR. Eg hefi haft »forustu ,stjórnarinnar« að yfirskrift fyrir grein þessari því eg tel framkomu hennar í þessu máli mjög lofsverða. Hún verður að hafa víðan sjóndeildarhring og má ekki flana að neinu. Hún verður að athuga hvaða skilyrði eru fyrir hendi, en má ekki einblína — eins og sumir einstaklingar -— á einn blett af eintómri hreppa- pólitík, sem hinn eina rétta útvalda. Henni eiga allir blettir á landinu og allar hafnir við það að vera jafnkærar, Þorgeirsfjörður og Héðinsfjörður eins og »Pollurinn« við Akureyri, og hún verður að gæta þess að hver þeirra njóti alls þess sem hún hefir fram yfir eina eða aðra. Þetta hefir stjórnin gert og megum við Eyfirðingar vera henni þakklátir fyrir það. Nú er undir dugnaði sjálfra okkar komið að við fáum skipakví og bátahöfn á réttum og heppilega völdum stað og fulltrúar okkar — sýslunefnd- ir og bæjarstjórn — á að takast þar forustuna á hendur. Eg hefi skrifað um þetta mál svo hlutdrægnislaust og blátt áfram sem mér hefir verið unt og viljað hafa heill almennings fyrir augum. Lesend- ur mínir verða að dæma um hvernig mér hefir heppnast það. Margt er enn órætt um í sambandi við skipakvína t. d. íshúsbygging sem hefði svo ríf- legan styrk að einhver góður drengur gæti tekið að sér stjórn þess og séð um að næg beita væri þar til fáanleg árið um í kring o. s. frv. Að endingu leyfi eg mér að skora á menn að láta blöðin flytja skoðanir sínar um þetta mikilsverða velferðar- mál, ræða það með sanngirni og at- huga frá sem allra flestum hliðum svo heppileg niðurstaða fáist í því að lok- um. * * * »Norðurland« sem kom í heiminn 3 desbr., fræddi lesendur sína á því með góðgjarnlegu orðavali, að eg með grein minni um skipakvíarmálið hefði orðið til hins mesta stuðnings fyrir byggingu hafnarbryggjunnar hér á Torfunefi. Eg verð nú að segja að mér hefði verið sönn ánægja að heyra þetta hrós um sjálfan mig ef að eitt- hvert merkara blað en »Norðurland« er, hefði flutt það. Raunar tek eg mér nú þetta samt til inntekta þó »N1.« eigi í hlut, því vel er það gert ef að dálítill greinarpartur hefir — eins og blaðið gefur f skin — orðið til þess að hrinda máli f framkvæmd sem jafn- lengi er búið að basla við, eins og þessa bryggjubyggingu á Torfunefi. Annars er mér það mikið ánægju- efni að þessi bryggubygging, sem eg

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.