Gjallarhorn - 16.12.1904, Blaðsíða 3
Nr. 35
GJALLARHORN.
139
JMýir Kaupendur
að III. árgangi „Gjallarhorns",
sem hefst nú með nýári, geta
fengið í kaupbæti fyrsta og ann-
an árgang blaðsins meðan peir
hrökkva.
Ranglega
eigna sum sunnanblöðin »íslands banka«
upphaf þeirra þæginda, að bankinn sel-
ur ávísanabækur þeim viðskiftamönnum
sínum sem eiga inni hjá honum, svo
að þeir geta gefið út ávísanir upp á
innieign sína f bankanum til borgun-
ar einum eða öðrum og að ávísunin
geti svo gengið millum manna sem
peningar þangað til hún er borguð
út. Utbú landsbankans hér á Akureyri
hefir veitt viðskiftavinum sínum þessi
þægindi sfðan það var opnað og finst
því mörgum hér kynlegt að »íslands
banka« í Rvík sé hrósað mikið sem
innleiðenda og upphafs-gjöranda þæg-
inda þessa sem hann að eins hefir
apað eftir öðrum. a b. Q.
íslenzkir sjónleikir í Khöfn.
Kaupmannahafnar blöðin hrósa mjög
mikið sjónleikum sem Islendingar sýndu
þar um mánaðamótin oktbr. og nóvbr.
s. 1. og er nefnd tvö leikrit »Henrik
ogPernille« og »Trína í Stofufangelsi*
— hvortveggja þýdd á íslenzku, sem
þeir sýndu og »gerðu mikla Iukku«.
Leikendurnir voru : frú Stefanía Jóseps-
son, frk. Elín Matthíasdóttir og hr.
Arni Eiríksson. Syngja blöðin þeim
lof og dýrð öllum, og segja að þeir
með sýningu leikja þessara hafi sann-
að hve íslenzk tunga sé ákaflega vel
fallin til að bera hana fram á leiksviði.
Mikið var talað um að reyna til að
fá leikendur þessa til að leika eitthvert
leikrit á dönsku.
Ur Ijeimahögum.
Heimkoman, eftir Herman Sudermann,
hefir verið leikin hér í nokkur kvöld og
gerður að góður rómur. Aðalpersónan er
maður, sem á unga aldri fór frá fátækum
og umkomulitlum foreldrum og systkinum
(fjölskyldan í „bakhúsinu"). Hann kemur
heim aftur eftir tíu ár, með einlægri ást til
foreldra sinua, en verður þess brátt vís að
tnilli hans og þeina er mikið djúp staðfest.
Lífskoðanir og sómatilfinning — alt er orðið
öðruvísi hjá honum en hjá þeitn. Pegar hann
verður þess vísari að yngri systir hans, sem
honum þykir mjög vænt um, hefir verið
gint til lauslætis af syni húsbónda hans (t
„forhúsinu"), þá getur hann ekki hugsað
sér aðrar móðgunarbætur en hjónaband
eða blóðhefnd, en foreldrar hatts og ætt-
ingjar taka glöð við fjárupphæð.
Flestar aðalpersónurnar eru vel leiknar -
t. d. gömlu hjónin í bakhúsinu (Páll Jóns-
son og Halldóra Vigfúsdóttir). Sonurinn er
vandasamasta hlutverkið og er furðu vel af
hendi leyst (Vilh. Knudsen), sérstaklega þar
sem geðshræringarnar eru ekki mjög miklar.
Yngri systirin er einnig ervitt hlutverk, en
er leikin prýðislega (Margrét Valdemarsdóttir)
- grátur hennar í 3. þætti og samtalið milli
systkinanna þar er ágætt. Vinur sonarins f
bakhúsinu, Trast greífi er einnig leikinn
ntjög laglega (Ólafur Eyjólfsson).
Margar af aukapersónunum eru laglega
leiknar - t. d. dóttirin f forhúsinu; hlut-
verk flestra þeirra eru lítil, en þó ekki
vandalaus. Margir af leikendum tala ekki
nógu skírt.
Fáir munu hafa gagn af að sjá þennan
leik etnu sinni, því að efnið er mikið og
ágætlega úr garði gert af höfundinum.
K.eflavíkur-\xVnishérað er veitt Þorgrími
lækni Þórðarsyni. — Álitu margir hér að
hann mundi ekki sitja fyrir Halldóri
kandulat Gunnlaugssyni, sem hefir tekið
embættispróf við háskólann með mjög
góðri einkunn, og hefir þar að auki sýnt
margott á þessu eina ári, sem hann hefir
stundað iækningar hér, að hann er mjög
góður læknir.
*Hekla«, söngfélag það, sem Magnús
organleikari og söngkennari Einarsson
hefir verið lífið og sálin f nú um nokkur
ár, hélt samsöng á »Hótel Akureyri« á
fimtudagskvöldið og þótti vel takast. —
Er það miklum örðugleikum bundið fyrir
Magnús að halda félagi þessu saman, því
meðlimir þess yfirgefa það einn og einn
á ári hverju, en nýir koma í staðinn.
Bergstaðir í Húnavatnssýslu eru veittir
kand. theol. Ludvig Knudsen á Húsavík.
Hœstaréttardómur. Þann 26. oktbr. s. 1.,
kvað hæstaréttur upp dóm í útbyggingar-
máli því, sem stjórn Vaðlaumboðs hóf á
hendur Jóni bónda Jónssyni á Munkaþverá
fyrir nokkurum árum. Dómurinn féll þannig
að Jón bóndi var alveg sýknaður af kröf-
um sækjanda málsins og landsjóður íslands
dæmdur til að borga Jóni 200 krónur í
máls kostnað.
Væntanlega flytja »frantsóknarblöðin«
amtmanni Briem verðugan lofgjörðarpistil
fyrir frægðarverk hans í landsins þarfir,
sem hann hafði unnið með að ráða máls-
höfðun þessri.
Síra Oeir Sœmundsson og frú hans urðu
fyrir þeirri sorg 10. þ. m. að sonur þeirra
Sæmundur 5 ára gamall andaðist af blóð-
eitrun, sem orsakaðist af að hann hafði
skorið sig á glerbroti í fingur þar sem
hann var að leikjum með öðrum börnum.
Guðmundur læknir hafði »opererað« hann
en það kom fyrir ekki. Hann var einkar
efnilegt barn.
Lögregluþjónar eru hér ráðnir frá næsta
nýári, Kristján söðlasmiður Nikulásson fyrir
Akurcyri ogDue verzlunarmaðurBenedikts-
son fyrir Oddeyri. Margir fleiri sóttu um
þau störf.
Dok/or Jíiko/a.
Eftir Guy Boothby.
Nú ráðgerir Eastover að fara til
Japan en eg til Honkong. Við erum
reiðubúnir að verða yður til aðstoðar
ef þér óskið, Chung-Yein sömuleiðis,
hann fekk tvær þúsundir dollara fyrir
hjálp sína í þetta skifti.
Eg er með vináttu, yðar
V. Prendergast.«
Þetta er nú gott og blessað sagði
Nikola um leið og hann stakk bréfinu
í vasa sinn. »Nú höfum við fríjar
hendur og í framtíðinni verð eg æðsti
presturinn frá Hankow. A morgun för-
um við héðan áfram leiðar okkar«.
Svo lögðustum við til hvíldar og
sváfum af um nóttina, ária morguns
risum við úr rekkju og bjuggumst til
ferðar.
XI. KAPÍTULI.
Lamaklauslrið.
Fftir að við höfðum fært okkur í
kt'nverskan búning létum við þjóna þá,
sem Nikola hafði útvegað taka til far-
angur okkar og reiðskjóta og svo héld-
um við á stað. Eg varð forviða þegar
eg sá hvað margir við vorum, því fyrir
utan okkur Nikola voru 14 —16 menn
aðrir og þar af helmingur þeirra bú-
inn vopnum. Eg ætlaði að fara að
spyrja Nikola um hverju það sætti,
en hann gaf mér merki um að þegja.
Við héldum svo leið okkar, án þess
nokkuð bæri til tíðinda, þangað til við
sáum gnæfa við himinn yzta skíðgarð
Lamaklaustursins sem við svo nálguð-
ust hægt og hægt. — Eg gat ekki látið
vera að hugsa til þess hvað það mundi
verða sem mætti mér innan þessara
múra. Lfkurnar voru að ætlun minni |
mestar til þess að eg mundi aldrei
hafa neitt að segja af veröldinni utan
þeirra eftir að eg væri sloppinn inn
fyrir þá.
Jólabasar.
Með »Kong Inge« fékk verzlun kon-
súls Havsteens á Oddeyri ýmsa muni
vel valda og hentuga til jólagjafa og
ennfremur smávegis, fallegt smádót
og sælgæti til að hafa á jólatré og
jólaborð.
Nýbakað brauð
frá Oddeyrarbakaríi (konsúl Hav-
steens) fæst á hverjum degi. í brauð-
búðina eru brauðin látin heit úr ofn-
inum kl. 12 á hádegi.
Kvöldskemturj
verður haldin á hótel Akureyri næsta
miðviloidag. Verður þar sungið, leik-
ið á „piano" og fiðlu og lesin upp
kvæði. Ágóðanum verður varið til
pess að gleðja fátæk börn um jólin.
Ágœfar Jólagjafir!
Þér, ferðamenn og bæjarbúar!
takið eftir að hvergi er betra að
kaupa til jólanna en í búð undir-
ritaðs, sem hefir til sölu ýmislegt
gull- og silfurstáss, 30 — 40 teg. af
úrfestum o. m. m. fl., t. d. kaffi,
export, sykur, tóbak o. fl. o. fl.
Ull og prjónasaumur tekin hœsta
verði móti.
Magnús Þórðarson,
Hafnarstræti 19.
Nýr bakhlaðningur
mjög góður er til sölu með innkaups-
verði. — Ritstj. vísar á.
Yasaúr
hefir fundist. — Ritstj. vísar á finnanda.
Aðvörun.
Eg hefi áður í blöðum ámint
pá, sem lítil eða engin skil hafa
gert á skuldum sínum við verzl-
un mína, en nú aðvara eg hér
með alla pá, sem ekki hafa sint
áminningum mínum að peir verða
að borga skuldir sínar eða semja
um pær hið allra fyrsta, —innan
loka p. m. pví annars neyðist eg
til að ganga lagaveginn, sem liefir
einungis leiðindi og kostnað í för
með sér fyrir skuldunauta.
Mér finst nú að menn ættu
að nota banka-útbúin hér, sem
— eins og kunnugt er — kepp-
ast um að sýna mönnum alúð
og velvild í viðskiftum.
Oddeyri 7. nóvbr. 1904.
J. V. Jfaus/een.
w
heimssýningunni í St. Louis
hefir Alfa-Laval-skilvindan
verið viðurkend sú bezta
í heiminum, í Grahmston
1' Suður-Afríku hlaut hún
fyrstu verðlaun; í Moskva í Rúss-
landi og sýningunni í Hamborg hlaut
hún einnig fyrstu verðlaun.
Alfa-Laval-skilvindan fæst í verzlun
St.Sigurðssonar& E. Gunnarssomr
á Akureyri og hafa þar selst 18 stk.
af henni síðastliðinn mánuð.
íslenzkt smjör
selur fyrir peninga
Jóhann Vigfússon.
j*
Speditör
EmilStephenseii
Kjöbenhavn, Amaliegade 29,
expederer Gods til og fra alle
Pladser i Ind- og Udlandet til
billige gennemgaaende Taxter.
Lagerplads i Frihavnen.
Skip til sölu.
Kutter »Baldur« frá Stavangri, bygður f Svíþjóð árið 1898, 42u/too tons
að stærð brutto, súðbyrtur, en í aprílmánuði st'ðastl. ár var hann stokkbygður
utan yfir í Stavangri, svo hann er mjög vandað og sterkt skip í alla staðL
Góð segl fylgja einnig, 2 akkeri með 30 faðma keðju hvort og eitt varpakkeri,
mikið af köðlum og trássum og 300 faðmar af manilla pertlínu til rekneta-
veiða, nokkur síldarnet og línur og ýmislegt fleira.
Lysthafendur snúi sér til
konsulsJ. V. Ha vsteens
á Oddeyri, sem hefir umboð til að selja skipið og gefur allar nánari upp-
lýsingar.