Gjallarhorn - 16.12.1904, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 16.12.1904, Blaðsíða 2
138 OJALLARHORN. Nr. 35 lagði hyrningarsteininn að er nú að komast í framkvæmd, því sú bryggja er eins nauðsynleg fyrir þenna bæ eins og bátahöfn og skipakví út með firði verður nauðsynleg fyrir sjávarútveg okkar Eyfirðinga á sínum tíma og í nánustu framtíð. Ritstj. »N1«. hefir víst ætlað með þessum línum í minn garð að reyna að gera mig hlægilegan fyrir að eg hafi með grein minni stutt skipakvíar- málið í Oddeyrarbót sem eg sé þó andstæður (eins og satt er). En sú fyndni hans kemur í koll honum sjálf- um svo hann fyrir það verður áð at- hlægi allra heilvitra manna sem hugsa um málið, því hér er ekki í raun réttri framar um neina skipakvíarbyggingu að ræða fyrst um sinn. Samkvæmt úr- skurði — mjög heppilegum — stjórnar- innar þarf fyrst að skoða alla staði sem um gæti verið að ræða við Eyja- fjörð, áður en ákveðið er hvar skipa- kvíin skuli sett. Eg vil því biðja menn að virða ritstjóra þessum til vorkunar þó hann ekki gæti sagt rétt frá þess- um framfaramálum bæjarins. Maðurinn er nýlega kominn hingað, en veitir víst ekki af að hafa tímann fyrir sér til að hljóta fyrstu einkunn fyrir frásögn at- burðanna. Leikirnir. I gömlum guðsorðabókum er skýrt frá að lausnarinn og yfirboðarar hans hafi ekki neina skömm á þó menn skemti sér á einn eða annan hátt, sem meinlaus er talinn og nákvæmar er tiltekinn þar. Akureyringar eru gleðimenn talsverðir og alveg á sömu skoðun, og til meinlausra leikja telja þeir »Heimkomuna« sem sýnd hefir verið nokkurum sinnum í leikhúsinu hér, og alt af fyrir troðfullu húsi af áhorfendum. Leikritið er meinlaust — víst er um það — og leikendurnir leysa hlutverk sín afardásamlega af hendi eftir dómi þeirra sem álit sitt hafa látið í Ijósi um það að þessu. Raunar ríkir nú | það lögmál hér að ljótt sé að lasta náungann og má vera að það ráði ! nokkuru í með hólið sem hér í bæ hnígur hnausþykt og hunangi blandið um athafnir allra manna ofan á að | minsta kosti. Smá-athugasemdir sem heyrast um handasýningu og Iófanudd leikenda og þessháttar »kæki«, eru að eins í laumi og ekki ætlaðar til þess að komast fyrir fjöldans eyru, heldur sagðar hér og þar undir »fjögur augu«. Eg hefi lallað í leikhúsið öli þau kvöld sem »Heimkoman« hefir verið þar á boðstólum, og alt af hefi eg haft gaman af að horfa á hvernig leik- endur hafa leyst þar hlutverk sín af hendi. Af karlmönnum í leiknum met eg Ólaf kaupmann Eyjólfsson mest og hans hlutverk tel eg líka bezt til fallið að geta leyst vel af hendi. Á- horfandinn hlýtur að bera virðingu fyrir greifanum, sem hefir verið rek- inn úr herdeiid sinni — ungur aðals- maðurinn — vegna spilaskuldar, sem hann gat ekki goldið, eu sem svo af eigin rauileik hefir orðið aftur sjálf- stæður maður, sem getur í hjarta sínu hlegið að öllum þeim uppskafn- ingum, sem mæta honum á Kfsgötunni, og boðið þeim byrginn eftir eigin geð- j þótta. Ólafur skilur hlutverk sitt til fulls og leýsir það því vel af hendi. Páll Jónsson kennari leikur gamla Heinecke, óhreinlyndan, ómentaðan og bæklaðan aumingja, sem álftur sjálfan sig vera »gamlan heiðursmann«, en sem sleppir aldrei neinu tækifæri til að nfða náungann, þegar hann heyrir ekki til, og hepnast Páli mjög vel að sýna þær snöggu breytingar, sem eðli slíkra manna heimtar. Halldór læknir Gunnlaugsson hefir svo litla »rullu« í þessum leik, að ómynd má heita að slíkum snilling og hann er í leik- kunstinni skyldi vera fengin hún til meðferðar, en vel fer hann auðvitað með hana sem við var að búast. V. Knudsen verzlunarstjóri hefir örðugast hlutverk þar sem hann leikur Robert Heinecke, heimkomna soninn. Er sú persóna gerð svo frá höfundarins hendi, að áhorfendurnir eru ærið ósammála um hvernig réttast sé »að taka hana«, en þó þykir þeim flestum Knudsen færa hana á þann veg að lítt sé lastanlegt. Þykir mér honum helzt ábótavant í að geðshræringarnar sem hann á að komast í hvað eftir annað lýsa sér ekki sem bezt á málfæri hans, en aftur á móti mjög vel í hreiíingum • og látbragði. Ludvig Sigurjónsson stud- ent og Páll Halldórsson verzlunarmaður leysa báðir hlutverk sín fremur laglega af hendi en þó þykir mér sitt að hvorum. Páll gerir sig »merkilegan« um of, þar sem Kurt talar við systir sína, og Ludvig hættir til að gera fullmikið að ýmsu spaugi til þess að gefa því er hann segir frekari áherzlu, en það j hefir hann sýnt hér áður að Ieikara- j hæfileika hefir hann ekki litla. Kvenfólkið sem leikur í leik þessum ! segja menn að sízt standi að baki karl- mannanna í leiklistinni og er eg því áliti alveg samþykkur. Frú Svafa Jóns- dóttir leikur Leonoru dóttir auðugu hjónanna »í framhúsinu«, sjálfstæða og mentaða stúlku, sem fer sínu fram við hvern sem í hlut á og hefir megna andstygð á yfirdrepskap og auðæfamonti, sem ríkir í húsi for- eldra hennar. Sú persóna þykir mér langbezt sýnd af öllum persónum leikritsins. Allar hreyfingar hennar eru eðlilegar og óþvingaðar, ekkert fálm eða hik á neinni þeirra en þó lýsir sér í þeim svo mikill nettleiki, að aldrei verða þær grófgerðar þó hún í bræði segi foreldrum sínum til syndanna út af meðferð þeirra á elsk- huga hennar, eða velji bróður sínum ýms bituryrði. Málrómurinn er þýður °g þægilegur og lýsir geðshræringum hennar mjög vel — víða afbragðsvel, — framburðurinn er skýr og áherzlurnar góðar. Ungfrú Friðrika Valdemarsdóttir kemur einnig mjög eðlilega og óþvingað fram á Ieiksviðinu og er hvergi smeik í að láta í ljósi meiningu sína um eitt og annað, en ekki hefir hepnast að breyta andliti hennar svo, að hæfi í útliti kvenvargi þeim er hún leikur. Ungfrú Margrét Valdemarsdóttir hefir hlotið maklegt lof fyrir leiklist sína að undanförnu og einnig ferst henni hér vel að sýna Ölmu, unga stúlku fallega en fátæka, sem komist hefir í kunningsskap við fjörugan strák og rfkan, og þótt gaman að, svo hún er ekkert á að slíta það félag, þótt bróðir hennar krefjist þess með ákafa miklum og sannfæringarkrafti. Frú Halldóra Vigfúsdóttir leikur afbragðs- vel konu Heinecke gamla, sem virðist eiga að vera af lágum stigum og ekki mentuð, en hvar sem er og hvernig sem stendur á kemur móðurástin í ljós hjá henni, svo hún reynir að bera f bætifláka fyrir krakkana sína á víxl, og það hepnast frú Halldóru ágætlega. Að rfku hjónunum »í fram- húsinu« kveður ekki nærri nógu mikið, og sérstaklega vantar þau það látbragð, sem þau þyrftu að hafa samkvæmt rík- dómi þeirra og rembilæti, sem víða lýsir sér í leikritinu að þau eigi að sýna. Leikur þessi er að ölln samtöldu yfirgripsmestur og vandasamastur þeirra sem hafa verið sýndir til þessa hér í leik- húsinu, og eiga leikendurnir þakkir skyldar fyrir að hafa ráðist í að taka hann til meðferðar. Er meira virði að horfa á slíka leiki, sem sýna eitt og annað merkilegt úr daglegu lífi, held- ur en ómerka smáleiki, sem engin á- hrif hafa og eru flestum gleymdir strax og þeir eru komnir úr leikhús- inu. Ber eg hið bezta traust til leik- félags þessa að það haldi áfram í sömu átt og það er byrjað, og veit eg einnig að það mun ætlun formanns þess (hr. V. Knudsens), sem sérstak- lega hefir sýnt dugnað mikinn og ó- sérplægni að koma sýningu »Heim- komunnar« í framkvæmd. porgnýr ----------------------- Aukaútsvör á Akureyri árið 1905. [Aukaútsvörin frá fyrra ári eru milli sviga til samanburðar ] Ágúst Kr. Guðmundss. verzl.m. (10) 12 Árni Árnason, Hafnarstræti 25 (10) 12 AðalsteinnHaIldórss.,vélastjóri (20) 20 Ásgrímur Guðmundss., skipstj. 10 Axel Schiöth, bakari (16) 16 Ásgeir Pétursson, kaupmaður (20) 25 Anton Jónsson, trésmiður (10) 12 Anna Tómasdóttir, ekkjufrú (20) 30 Bjarni Einarsson, skipasmiður (25) 25 Björn Jónsson, ritstjóri (17) 18 Björn Bjarnarson, Glerárgötu 3 10 Bogi Daníelsson, veitingam. (20) 35 Bebenze, H., skraddari (12) 15 Carl Schiöth, verzlunarstjóri 12 Chr. Havsteens útvegur (70) 60 Davíð Sigurðsson, trésmiður (22) 40 Davíð Ketilsson, kaupmaður 20 Dinesen, G. B. fiskikvíaform. (10) 10 Dahl, H. P. vindlagjörðarm. (12) 14 Danmark, fiskiveiðafélag (50) 50 Eggert Laxdal, kaupmaður (55) 30 EggertEinarss.,gosdrykkjasali (11) 12 Erlendur Sveinsson, skraddari 10 Einar Gunnarsson, kaupmaður 15 Einar Jónsson, málari (12) 15 Einar Einarsson, verzlunarm. 10 Endersen, R., skipstjóri 50 Friðbjörn Steinsson, bóksali (i4) 20 Friðrik Þorgrímsson, úrsmiður 10 Friðrik Kristjánsson, kaupm. (50) 50 Fr. Möller, málari (10) 10 Friðrik Möller, póstafgr.m. 12 Frímann Jakobsson, trésmiður (12) 12 Félagsbakaríið (30) 30 (12) (80) (13) Geir Sæmundsson, prestur (3.5) Halldór Gunnlaugsson, læknir (12) 18 90 10 Guðmundur Vigfússon, skósm. Guðmundur Hannesson, læknir Guðmundur Ólafsson, trésm. Guðlaugur Sigurðsson, skósm. (13) 13 Guðl. Guðmundss., bæjarfógeti 90 Gránufélagsverzlun (275)275 Gudmanns Efterfl. verzlun (185)185 40 12 25 10 25 30 10 20 Halldór Briem, kennari Hallgrímur Einarss., myndasm. HallgrímurDavíðss.,bókhaldari H. Schiöth, kaupmaður H. Jensen, bakari Hlutafélagið »Eyjafjörður« Höepfners verzlun IngólfurBjarnason, sýsluskrifari Joh. Christensen, verzlunarst. Jóhann Ragúelsson, kennari Jóhann Vigfússon, verzlunarst. Júlíus Sigurðsson, útbússtjóri Jón Borgfjörð, söðlasmiður Norðmann, kaupmaður (25) (10) (30) (330)330 Jón Jón Dalmann, myndasmiður 30 50 10 25 35 18 65 10 12 70 10 40 15 20 (200)200 (50) (35) (32) (17) (65) (10) (10) (50) (40) (26) Jón Stefánsson, ritstjóri Jón A. Hjaltalín, skólastjóri Jón Guðmundsson, trésmiður Jónas Gunnarsson, kaupmaður Jónas Gunnlaugsson Jakob Gíslason, kaupmaður J. V. Havsteen, konsúll Jakob Jakobsson, skipstjóri Jósep Jóhannesson, járnsmiður (15) Jósep Jónsson, keyrari Jóhannes Þorsteinsson, kaupm. JóhannesStefánss., verzlunarst. Kristján Sigurðsson,bókhaldari Kristján Markússon Kristján Sigfússon, kennari Kolbeinn Árnason, kaupmaður Kristín Árnadóttir, Brekkug. 13 Lárus Thorarensen, verzlunarst. (15) (12) (18) (20) Magnús Jónsson, úrsmiður (60) Magnús Blöndal, kaupmaður (22) Magnús Kristjánsson, kaupm. (50) Magnús Þórðarson, kaupmaður Metúsalem Jóhannsson, kaupm. (20) Matth. Jochumsson, skáld (28) N. Lilliendahl, kaupmaður (12) Ólafur G. Eyjólfsson, kaupm. (20) Olgeir Júlíusson, bakari (10) O. C. Thorarensen, lyfsali (30) Oddur Björnsson, prentsm.eig. (20) Otto Tulinius, kaupmaður (100)100 10 15 15 20 15 18 10 10 25 15 10 60 30 50 10 30 25 15 15 10 40 30 Páll Þorkelsson, kaupmaður Ragnar Ólafsson, verzlunarst. (22) (3 5) SíldarútvegurChr.Havsteeno.fi. (50 40 35 50 25 25 12 40 10 10 40 20 25 (125)120 IO' (50) 50 (40) 40 (5o) (10) (15) (32) (75) (25) (10) (36) (10) Síldarútv.ogíshúsO.Wathn.erf. Sigurður Sigurðsson, járnsm. Sigurður Sumarliðason, skipst. Sigurður Hjörleifsson, ritst. Sigurður Bjarnason, trésm. Stefán Jónasson, Hafnarstr. 29 St. Stephensen, umboðsm. Stefán O. Sigurðsson, kaupm. Stefán Stefánsson, kennari Snorri Jónsson, kaupmaður Snorri Snorrason, skipstjóri Sigvaldi Þorsteinsson, kaupm. SigtryggurJóhannesson,kaupm. Sigtryggur Jónsson, snikkari Sigmundur Sigurðsson, úrsm. Thorgeir Clausen, nótaform. Verksmiðjufélagið á Akureyri ValdemarGunnlaugsson,skósm. (1 5) Vilhelm Knudsen, verzlunarst. Vigfús Sigfússon, hóteleig. Vésteinn Kristjánsson, skipst. Þorvaldur Atlason, útgerðarm. Þorvaldur Davíðsson, útbússt. Þorvaldur Guðnason, húsm. Þórður Lýðsson Þórður Thorarensen, gullsm. Þóra Kristjánsdóttir, ekkja Aukaútsvör samtals 5,870 Gjaldendur 606. í niðurjöfnunarnefnd eru: Sigurður Sigurðsson, járnsmiður, Friðrik Krist- jánsson. kaupmaður, J. J. Borgfjörð, söðlasmiður, Þórður Thorarensen, gull- smiður, Kolbeinn Árnason, kaupmaður. 75 12 15 30 15 10 (65)100 10 12 20 10 10 18 25 krónur. (25) (18) (25)

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.