Gjallarhorn


Gjallarhorn - 20.01.1905, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 20.01.1905, Blaðsíða 1
GJALLARHORJn. Útgefandi: JÓN StEFÁNSSON. III, 2. Akureyri, 20. janúar. 1905. Öllum jjeim, sem sýndu okkur hluttekningu sína við lát okkar elsku- lega sonar, og heiðruðu minningu hans með nærveru sinni og á svo margvíslegan hátt við jarðarförina, er fjölda margir hvorki spöruðu fé né fyrirhöfn til að gera sem veg- legasta, vottum við, með hrærðum huga, okkar innilegasta þakklæti. . Akureyri. 16 janúar 1905. Rannveig Laxdal. EggertLaxdal. iri IIIÉ i|iipi iinn II iii iii ■mi«miiiji n nmnr Sleðilegt nýtt ár býður „Qjh.“ öllum kunningjum sín- um og vinskaps-fólki nær og fjær og þakkar fyrir liðna tímann. Það vonast eftir vinsældum góðra manna eins og að undanförnu og vill reyna að vera þeirra verðugt. Aftur á móti vill það ekkert eiga við nein lubbamenni og mun forð- ast þau sem unt er. Arásir vill þáð ekki gera neinum að ósekju, en löngun hefir það sterka til að launa fyrir sig, ef ráðist er að því án or- saka, því lilut sínum vill það halda fyrir hverjum sem er. Annars þykir því illa til hlýða að þylja langa lofgjörð um sjálft sig — hvernig það ætli að verða -- eins og sumra blaða er siður. Ein- ungis vill það taka fram að þau málefni er það tekur til meðferðar mun það ræða eftir beztu sannfær- ingu, eins og að undanförnu, án tillits til þess hver á í hlut, — og það vill vera þjððarinnur blað í öllu tilliti. ■ • ■-—^ o ► -- Skagafjarðardölum í nóvbr. ’04. Fátt er að frétta héðan: Böðin byrjuð hér í sveitinni og blandast í hugum bænda kvíði fyrir henni, ineð hinni miklu heyja- eyðslu sem hún hefir í för með sér og til- hlökkun um að loksins sé lokið öllu böl- vuðu stríðinu og kostnaðinuni sem af lækn- ingakáki fjárkláðans hefir leitt. Vonandi er það, þótt mikið eyðist af heyjum við böð- unina, að veturinn verði ekki svo harður að bændur verði ekki byrgir af heyjum, því nú eru hey með mesta- og bezta móti eftir hið indæla sumar, sem var hér í firðinum, eitthvert hið hagstæðasta er elstu menn muna. Vörður var hafður fyrir óböðuðu fé, hér við Jökulsá f sumar, frá miðjum maí til 18. oktober. Voru 9 menn á verði frá sjó til jökuls, með kr. 3.00 til 4.50 á dag. Er það kostnaðarauki ekki lítill, en það var hið eina rétta úrræði að setja vörðinn, úr því svo var til stofnað að böðun varð ekki lak- ið á vetri yfir alt land. Sem betur fer.mun vörðurinn hafa orðið að tilætluðum notum, að því er eg frekast veit. JCýjar kosningar. Sjá/fkjörið þingmannsefni. Hún kom mörgum á óvart fregn- in, sem sunnanpóstur flutti síðast, að þingmaður Akureyringa væri andað- ur. Að vísu höfðu menn heyrt að hann hefði verið hættulega veikur, en fæstir tnunu hafa ætlað að þessi yrðu endalok sjúkdómsins. Akureyrarbúar eru því þingmanns- lausir nú, en kosning á nýjum þing- manni fer væntan'ega fram í maímátt- uði næstk., þó ekki muni enn þá vera komin nein fyrirskipun um það frá stjórninni. Kjósendur eru farnir að svipast um eftir þingmannsefni og eru ttú alveg sammála utn, eftir því sent vér bezt vitum, að álitlegasta þing- mannsefnið sé maður sá, setn var hér í kjöri á síðasta hausti, sá, sem varð þá í minni hluta. Eins og allir hér vita er það Magnús kaupmaður Kristjánsson. Og það er líka fullkontlega eðli- legt að flestra augu staðnæmist á honutn sem þingmannsefni fyrir kaup- staðinn. Því flestum kjósendum munu í fersku minni skoðanir þær, er hann hélt fram á þingmálafundinum 9. sept. s. 1. — Skoðanirnar sem féllu mönnum svo vel í geð, að fjöldi af kjósendunt úr andstæðingaflokki hatts sögðu eftir fundinn að þeir hefðu kosið ltann, ef þeir ltefðu ekki verið búnir að birtda atkvæði sitt. Og þar sem það mun mega teljast áreiðanlegt að Magnús Kristjánsson, fyrir þrábeiðni margra kjósenda, ætl- ar að gera kost á sér við næstu kosn- ingar, er það varla vafa bundið að hann verður kjörintt fulltrúi bæjar- ins. Meira að segja. Vér álítum að litlar líkur séu til að aðrir en hann verði hér í kjöri, því þó þeir kynnu rtú að vera til rneðal kjósenda hér, sem ekki eru ánægðir með hann, álítum vér að þeir fái engati til að bjóða sig fratn gegn Magnúsi með þeirri vissu sem sá frambjóðandi mætti hafa um það að ná ekki kosningu. Seðlar Landsbankans. Mælt er að seðlar Landsbankans verði innleystir íLandmands- bankanum danska án nokkurra affalla, „ Verzlunannannafélag Akiircyrar" hefir skorað á Magnús Kristjánsson að gefa kost á sér sem þingmannsefni við næstu kosningar og samþykti í einu hljóði til- lögu, sem borin var fram á síðasta fundi þess, um að styrkja hann til kosningar af öllum mætti. Páll amtmaður Briem andaðist í Reykjavík 17. desbr. s. 1. eftir S daga legu í lungnabólgu. Hann var fæddur 19. oktbr. 1856 og voru foreldrar hans Eggert Briem siðast sýslumaður í Skagafjarðarsýslu og kona hans Ingibjörg Eiríksdóttir Sverrisson- ar. Páll Briem varð stúdent frá latínu- skólanum í Rvík 1878 með fyrstu ein- kunn, kandídat í lögum frá Hafnar- háskóla með annari einkunn 1883 en tók prófið upp aftur árið eftir og hlaut þá fyrstu einkunn. Stundaði þá íslenzk lög með styrk úr landssjóði um hrtð. Sýslumaður í Dalasýslu 1886, málafærslumaður við yfirréttinn 1887, sýslumaður í RangárTallasýslu 1890 og reisti þá bú að Árbæ í Holtum. Amtmaður í Norður- og Austuranitinu 1894 og þangað til það embætti var lagt niður á síðasta hausti. Flutti þá til Reykjavíkur og varð þar lögfræði- legur gæzlustjóri við Hlutabankann. Hann sat á alþingi sem þingmaður Snæfellinga 1887, 1889 og 1891 og 10. septbr. síðastl. var hann kosinn þingntaður fyrir Akureyrarkaupstað. Páll Briem var sæmdur riddara- krossi dbr.orðunnar 1899 og beiðurs- merki dbr.manna sumarið 1904. Hann var tvígiftur. Fyrri kona hans var Kristín Guðmundsdóttir bónda á Auðnum og átti hann með henni einn son er Kristinn heitir. Sfðari kona hans var Álfheiður Helgadóttir lektors Hálf- dánarsonar og lifir hún hann ásaint fimm börnum þeirra öllúm innan tíu ára aldurs. Er það þungur harmur er þeim hefir borið að höndum, því mælt er að hann hafi verið sérlega umhyggju- samur og ástríkur eiginmaður og heim- ilisfaðir. Hlýtur það að vekja hluttekn- ingu manna nær og fær og það því fremur sem frúin hefir nú á rúmu ári enn fremur orðið fyrir þeirri sorg að sjá á bak systur sinni og tveimur bræðrum. Páll Briern var iðjumaður hinn mesti til allra starfa — má ske meir en kraftar hans leyfðu, því hann var aldrei hraust- ur til heilsu. Örgeðja var hann og til- finninganæmur og hjartagóður að dómi þeirra er þektu hann. Hann var kapp- samur og framgjarn og lét mikið til sín taka um ýmislegt er voru áhuga- mál hans. Voru dómar manna um starfsemi hans á ýmsa vegu, sem oft vill verða, en nú tekur Saga gamla við og mun leggja á þann dóminn um starfsemi hans, sem réttastur og óhlutdrægastur verður. Með pósti suður. Fyrir þann, sem aldrei hefir farið landvegsferð á vetrardegi, þótt alvanur sé sumarferðum, er það ekkert tilhiakk fyrst í stað að leggja upp í minst 12 daga landvegsferð að vetri til, því að það er sitt hvað að fara yfir landið okkar að sumartíma í sólskini og veðurblíðu, þegar alt er skrúðgrænt og allar ár spakar og þægar yfirferð- ar, en í skammdeginu, um hávetur 1' frosti og hríðum, þegar snjór er yfir alt en hver spræna full með krap og jakaburð. En ef slík ferð liggur fyrir manni þá er ekki hægt að hugsa sér betri samfylgd en að vera með póst- inum. Þeir eru flestir afburðar þrek- menn, þaulreyndir í margskonar svað- ilförum, vanir að glíma við höfuðskepn- urnar þótt þær ygli sig, og svo nákunn- ugir vegum og vatnsföllum, að nærri liggur að bændurnir séu það ekki bet- ur hver í sinni landareign. Og þeir eru þar að auki mjög umhugulir við sam- ferðamenn sína. Ferðin gengur því svo þægilega sem unt er, og heldur kýs eg landvegsferð f hreinu, styrkjandi vetrar- lofti en að kúra dögum saman í þröngri og loftillri káetu langt undir skipsþiljum, í sjóróti, sjóveill og lystarlítill. Mesti agnúinn við landvegsferðirnar á vetrum er kuldinn á gistingarstöðunum, í ofn- lausum stofunum, þar sem ekki er hægt að halda hlýju á sér nema með því að vera í yfirfrakka og með trefilinn marg- vafinn um hálsinn, því að vart fær mað- ur að draga sig í baðstofuhlýjuna nema helzt á smábæjunum, en þá líður manhi vel og slær t einn vistarhring við heima- fólkið, en veslings póstarnir þurfa stöð- ugt að gá að hestunum, bera þeim hey og brynna þeim öðru hvoru alla nóttina, og verður þvt oft lítið úr svefni fyrir þeim; en póstarnir hirða meir um það að hestunum líði vel en þeim sjálfum. Það er engin sældaræfi að vera póst- ur og síst hent dugleysingjum, en þó er það merkilegt, að póstinum dauð- leiðist hvfldin heirna á milli ferða og eru þá fyrst í essinu sínu þegar þeir aftur eru komnir upp í hnakkinn og af stað, helzt með sem flesta kofforta- hesta, enda er þá arðsvonin mest. Það er annars gaman að bera sam- an norðan og sunnanpóstin og »stú- dera« mutiinn á þeim. Báðir eru þeir mestu karlmenni og dugnaðarforkar, en

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.