Gjallarhorn


Gjallarhorn - 03.02.1911, Blaðsíða 4

Gjallarhorn - 03.02.1911, Blaðsíða 4
12 OJALLARHORN. V -#-# # ♦ #-#-# # -#•-#■-#-# #-< ■-#■■■# ■#-#-# # # #-# # # •-#-#-♦-# Akureyrarlíf. i. Skemtun í leikhúsinu. Á sunnudagskvöldið fór eg inn í leikhús, eins og margir aðrir, og ætl- aði að njóta skemtunar þeirrar, er þar átti að fara fram. Eg hafði ekki keypt mér aðgöngumiða að skemtuninni, þar sem eg hafði ekki ákveðið fyr en á síðasta augnabliki, hvort eg færi eða ekki. Eg hugsaði með mér, að eg gæti »keypt mig inn við innganginn,* eins og vant er, þegar um einhverja skemt- un er að ræða í þessu húsi. Eg komst fyrirstöðulaust upp á loft, og ætlaði eg mér að fá sæti á svölunum. Eg hitti dyravörðinn við dyrnar og spyr hann, hvort eg geti ekki fengið »keypt mig inn« á skemtunina bara í þetta skifti. En hann svaraði, að eg geti ekki fengið inngöngu, nema eg hafi aðgöngumiða. Eg svara honum, að eg hafi hann ekki, en vilji fá hann keypt- an. Hann segir, að hann hafi þá ekki til sölu hér, og geti eg því ekki fengið inngöngu, segir jafnframt, að eg hefði getað komið heim til sfn fyr um dag- inn og keypt aðgöngumiða, ef eg hefði ætlað mér að fara; vitaskuld geti hann tekið við I kr. og sent mér aðgöngu- miða á morgun. Eg læt mér þetta nægja og býðst til að borga i kr., °g segb iner s^ sama, hvort eg fái nokkurn aðgöngumiða eða ekki. En hann svarar með ókurteisi, að það sé alls ekki sama, og eg fái nú ekki að fara inn nema eg hafi aðgöngu- miða. Eg var þá búinn að fá nóg af þessu og ætla að ganga burtu, en í (því kallar maður á mig og segir, að eg skuli ekki skifta mér af þessu og koma bara inn. Eg ætlaði ekki að láta það eftir dyraverðinum að ganga meir eftir honum, en fyrir orð þessa manns lét eg tilleiðast og vék mér inn fyrir. Dyravörður ávarpar mig um leið og segir, að það sé þá bezt, að sjá eitthvað af þessari krónu. Eg rétti honum 2 kr. pening. Hann segir, að þetta sé ekki króna, en eg svara hon- um, að það séu þó 2 kr. Hann svar- ar aftur, að eg hefði getað borgað með 1 kr. pening, svo hann hefði ekki þurft að hafa ómak við að skifta. Eg lékk þó loks I kr. til baka og var nú kominn inn, og hafði þá leyfi til að njóta þessarar skemtunar. Var eg nú mikið »spentur«, að fá nú að sjá og heyra. Þegar eg hafði beðið æði stund var tjaldið dregið frá. Maður kom fram og hélt ræðu um tilgang þessarar skemtunar, og var hún eitthvað á þessa leið: 15 menn höfðu komist að þeirri niðurstöðu, að heldur væri hér dauft og dýrðarlítið í þessum bæ, og vildu þeir reyna að bæta úr þvf. Höfðu þvf stofnað til þess, að haldnar yrðu 6 skemtanir í vetur og kostaði aðgangur að þeim öllum 1 kr. fyrir manninn. Ekki var frá því skýrt til hvers ágóðinn gengi, ef nokkur yrði, en aftur á móti var það tekið fram, að þetta væri svo ó- dýrt, að fólk mætti ekki gera háar kröfur, enda væri það undir fólkinu sjálfu komið, hvort það skemti sér eða ekki. Nú byrjaði »ballið«. Það var þá fyrst hornaflokkurinn, sem lék I eða 2 »mis!ukkuð« lög og var klappað vel fyrir. Þar á eftir var lesið upp. Smá- sögur fyrst. Ekkert var gaman að þeim, enda illa lesið, og fóru nú sumir að verða syfjaðir Mér varð litið niður í húsið og sá hvar maður hafði lagt sig út af á öxl konu sinnar, og skein hvítur skallinn á honum, svo eg veit ekki, hvort betur hefir upplýst salinn, skallinn á manninum eða lúxlampinn, sem þó var í góðu lagi í þetta skifti. Þá voru lesnar nokkrar skrítlur, og sofnuðu við það fleiri og fleiri. Svo varð lítið hlé, en alt f einu korna hornin aftur, og hafa þá víst margir vaknað við vondan draum. Eftir þetta varð ekki sveínsamt. Nú var tjaldið dregið fyrir. Menn voru »spentir« fyrir að vita, hvað nú kæmi, en það var þá: 15 mínútna hlé. Mér fanst þetta vera einna skemtilegasti þátturinn. Þar á eftir var leikið lftið leikrit. Ekki fékk fólk að vita hvað leikurinn hét eða hver var höfundur hans, og ekki var skýrt frá, hverjir væru leikendur. Þó mátti þar þekkja Einar Finnboga- son, sem lék þar með list, eins og honum er lagið, líka lék þar Stefán Stefánsson og gerði það fremur vel. Hinir leikendurnir léku yfirleitt allir illa. Þegar þetta var búið þóttist eg vera búinn að fá nóg fyrir krónuna, og fór leiðar minnar, enda var mér sagt, að nú væri ekki annað eftir en »böggla- kvöld og ball á eftir.« Hallvarður. Tóm sfeinoliuföf kaupir Carl Höepfners verzlun. DE FORENEDE BRYGGERIERS EKTA KRÓNUÖL. KRÓNUPILSENER. EXPORT DOBBELT ÖL. ANKER ÖL, Vér mælum með þessum öltegundum sem þeim ín ustu f skattfríu öltegundum sem allir bindindismenn mega neyta. MQ Biðjið beinlínis um: ÍM D. De forenede Bryggeriers Öitegundir. Fratnvegis verður tómum steinolíufötum veitt móttaka á þriðju- dögum og fimtudögum, í hiisi hins danska steinolíufélags á Oddeyrartanga, frá kl. 11 til 1; að færu veðri, sömu- leiðis verður afhent steinolía á þessum tíma, og eru bæj- armenn vinsamlega beðnir að nota þenna tíma, svo framarlega sem kostur er á. Munið eftir að hjá hinu danska steinolíufélagi eru til átta teg- undir af steinolíu, svo par geta allir fengið steinolíu til hverra af- nota sem vera skal. Akureyri 10. janúar 1911. Carl F. Schiofh. PANTIÐ SJÁLFIR FATAEFNI YÐAR beint frá verksmiðjunni. Stórkostlegur sparnaður. Hver maður getur fengið gegn eftir- kröfu, burðargjaldsfrítt, 4 mtr. 130 cin. breitt svart, blátt, brúnt, grænt eða grátt, vel litað fínullarklæði í fallegan og haldgóðan kjól eða útiklæðnað (Spadseredragt) fyrir einar 10 kr. (%o pr. meter). Eða 3'A mfr. 135 cm. breiff svart, dökkblátt eða grá- möskvað nýfízkuefni í haldgóð og falleg karlmannsföt fyrir að eins 14 kr. 50 aura. Séu vörurnar ekki eins og óskað er eftir, þá verður tekið við þeim aftur. Þykk ullar- mikil ferðateppi 2x3 al. að eins 5 kr. Gráleit hestateppi mjög þykk 2 x 2% al. að eins 4 kr. 50 aura. Aarhus Klædevæveri, Aarhus, DanmarK. Landssíminn. Frá 1. febrúar næstkomandi verður gjald fyrir almenn símskeyti innan lands fært niður í 5 aura fyrir orðið, pó minst 1 króna fyrir hvert skeyti. Blaðaskeyti 2eyri fyrir orðið, joó minst 1 króna fyrir hvert skeyti. Innanbæjarskeyti 2'/2 eyri fyrir orðið, pó minst 50 aurar fyrir hvert skeyti. Símapóstávísanir, 1 króna fyrir hvert skeyti. Upphæðina fyrir hvert skeyti skal ef svo stendur á færa upp í næstu tölu sem deilanleg er með 5. Aukagjald til einkastöðvanna sama og áður. Við gigt, taugaveiklun, móðursýki, bleiksótt, svefnleysi, steinsótt, magakvefi og mörgum öðrum kvillum er Kína-Lífs-Eliksírinn hið eina áreiðanlega nútíðarheilbrigðismeðal, og sem með að- dáanlegum árangri hefir verið notað í mörg þúsund tilfellum. þannig skrifar Oddur M. Bjarnason á Hamri við Hafnarfjörð: Eg hefi í mörg ár þjáðst af magasjúkdómi meltingarskorti, nýrnasjúkdómi, og leitað árangurslaust til margra læfna. Eg reyndi þá Kína-Lífs-Eliksír herra Waldemars Petersens, og eftir að eg hafði tekið inn úr nokkurum flöskum, fann eg að þjáningarnar linuðu að mikl- um mun. GÖMUL KONA, 60 ÁRA, Sigríður Jónsdótfir, Laugarveg 31, Reykjavík skrifar: Eg hefi þjáðst af magasjúkdómi og langvarandi hægðaleysi um rnörg ár, og leitað læknishjálpar, en hið eina rneðal, sem komið hefir mér að verulegum notum, er Kína- Lífs-Eliksír herra Waldeniars Petersens. BRJÓSTVEIKI og TAUGAVEIKLUN. Guðbjörg Hansdóffir, Kárasfig 8, ReykjavíH skrifar: Eg hefi í 2 ár þjáðst af brjósf- og faugaveiklun, og árangurslaust leitað margra lækna, en eftir að eg hefi nú notað 4 flöskur af Kína-Lífs-Eliksír herra Waldemars Pe- tersens, er eg hraustari en eg hefi áður verið um langan tíma. Hinn ekta Kína-Lífs-Eliksír kostar aðeins 2 krónur flaskan. Fœst alstaðar d íslandi. Gætið þess nákvæmlega, að kaupa ekki Eliksírinn, fyr en þér hafið sannfærst um, að flaskan sé útbúin með hinu lögákveðna merki: Kínverji með glas í hendi, ásamt firmamerkinu: V.uldemar Pefersen, Fre- derikshavn, Köbenhavn og merki ^‘p P” í grænu lakki á tappanum. Sé ftaskan ekki þannig útbúin, er Eliksírinn fölsK, einskisvirði og ólögleg effirlíking. PrentsmiBja Odds Björnssonar.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.