Gjallarhorn


Gjallarhorn - 23.02.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 23.02.1911, Blaðsíða 2
20 GJALLARHORN. V. Alþingi. IV. Sfjórnarskrármálið. Jón Þorkels- son og Bjarni frá Vogi báru fram í neðri deild frumvarp til breytinga á stjórnarskránni. Pað má teljast hræri- grautur af ýmsum atriðum úr sam- bandsmálinu og stjórnarskrárfrum- varpi minni hlutans á síðasta þingi, en alt hrært í einn graut og endi- leysu. Við fyrstu umræðu sýndu þeir Hannes Hafstein og Jón Ólafsson rækilega fram á wgötin" í frumvarp- inu og hvernig þar væri hvað á móti öðru. Flutningsmenn þess svör- uðu fáu, en lýstu rækilega yfir því, að þeir flyttu frumvarpið aðeins í sínu nafni, en ekki í samráði við flokkinn (Sjálfstæðisflokkinn sem svo kallaði sig fram að þingi, hvort sem hann heldur þeim titli enn). Að lokum var nefnd sett til þess að at- huga þetta frumvarps-skrípi og þau frumvörp, er fram kynnu að koma um sama efni, því Heimastjórnar- menn kváðust mundu leggja stjórn- arskrárbreytingarfrumvarp fyrir þing- ið. Kosningu hlutu: Sigurður Gunn- arsson, Jón Ólafsson, Jón Þorkelsson, Hannes Hafstein, Ólafur Briem, Jón í Múla, Bjarni frá Vogi. Vantraust á ráðherra. Nokkuru fyrir þing varð það kunnugt að Björn Jónsson mundi verða látinn fara frá embætti og þegar þingmenn komu til Reykjavíkur var tafarlaust farið að bollaleggja um það á hvern hátt hann skyldi látinn fara. Það varð svo úr að árdegis á mánudaginn (20. febr.) var lögð fram svohljóðandi vantraustsyfirlýsing í báðum deildum alþingis: >Neðri (efri) deild alþingis ályktar að lýsa yfir vantrausti sínu á núverandi ráðherra íslands, Birni Jónssyni.« Flutningsmenn í n. d.: Skúli Thor- oddsen, Jón á Hvanná, Jón á Hauka- gili, Benedikt Sveinsson og Bjarni Jónsson. Flutningsmenn í e. d.: Sigurður Stefánsson, Kristján Jónsson og Ari Jónsson. Heimastjórnarmenn og þeir kon- ungkjörnu höfðu áður lýst yfir fylgi sínu við tillöguna og að þeir ætl- uðu að rökstyðja hana við umræð- urnar er hófust þégar á mánudaginn og var svo haldið áfram. Var fyrst ráðgert að atkvæðagreiðsla færi fram í gær, en Björn bað þá þingið um lengri frest og var samþykt að gera það fyrir hann svo vantraustsyfir- lýsingin verður tekin fyrir alvöru til meðferðar á morgun. Er búist við að Björn hafi nú búið sig undir að svara af öllum kröftum og tjaldi nú þeirri vörn sem til kann að vera í málum sínum. Eftir síðustu fréttum er talið víst að 31 þingm. séu fylgjandi vantrausts- yfirlýsingunni. Hinir 9 eru: Björn Jónsson sjálfur sem enn kvað hafa fult traust á ráðherrahæfileikum sín- um, Sigurður Hjörleifsson, klerkarnir Jens í Görðum, Kristinn á Útskál- um, Björn á Dvergasteini, Sigurður í Stykkishólmi og Hálfdán á Breiða- bólsstað, ennfremur Björn á Kornsá og Þorleifur í Hóium. Ólafur Briem þegir ennþá um hvar hann muni verða, en sagt hann muni þó fylgja meiri hlutanum. Fjárlögin. Björn ráðherra lagði fjárlagafrumvarpið fyrir þingið á föstudaginn (17. febr.) og hélt þá dálitla ræðu er gamlir þingmenn segja þá innihaldslausustu ræðu, er fylgt hafi fjárlögunum tll þings, svo hafi hún verið sármögur á alla vegu. Enga tilraun gerði hann einusinni til þess, að gefa nokkurt yfirlit yfir fjárhaginn, eða útlitið framvegis og þóttu það fádæmi. Tekjuhalli á frumv. stjórnarinnar er talinn 12000 kr., en það talið að ná engri átt og sé hann í raun réttri margfalt hærri, en hitt tómar gyllingar, til þess að reyna að draga fjöður yfir fjársóun meiri hlutans. — Lengst dvaldi ráðherra í fjárlagaræðunni við það að réttast væri að færa samkomudag alþingis fram í maí og taldi þar til ýmsar ástæður. Þó kvaðst hann ekki gera það að neinu kappsmáli og mætti þingið ráða því sín vegna. Ný útgjöld eru talin þessi, hin helztu á fjárlagafrumvarpinu: Til Vífilsstaðahælisins 25 þús. kr., til flutningsbrauta í Grímsnesi, Húna- vatnssýslu, Skagafirði og Reykjadal í Þingeyjarsýslu 10 þús. kr. til hvorr- ar brautar, hvort árið, til framhalds Keflavíkurvegar 7 þús. hvort árið, til brúagerða á Hverfisfljóti og Brunná í Skaftafellssýslu 12 þús., til sfma- lagningar frá Borðeyri til Búðardals 14 þús. Alls eru útgjöldin áætluð tæpar 3 miljónir. Bitlingaupphæðum til „Sjálfstæðisflokksmanna" er ekki dregið af. Tekjumegin er slept áfangistollin- um árið 1913. í fjárlaganefnd í neðri deild voru kosnir Skúli Thoroddsen, Pétur á Gautlöndum, Jóhannes bæjarfógeti, séra Eggert, séra Björn, Björn á Kornsá og Sigurður ráðunautur. Landsbankahneykslið. Annan daginn er alþingi starfaði, lögðu þeir Kristján háyfirdómari og Eiríkur Briem, er alþingi hafði kjörið fyrir gæzlustjóra Landsbankans, fram skrif- lega kæru í báðum deildum þings- ins, yfir Birni ráðherra, út af því er hann rak þá frá því starfi. Urðu þegar um það nokkurar umræður og voru nær allar gæzlustjórunum í vil. Verður nú einhvern næsta dag- inn borin upp tillaga til þingsálykt- unar um það, að setja gæzlustjór- ana tafarlaust aftur inn í embætti þeirra við bankann. Neðri deild reið á vaðið með það í gær og heimtaði að sá gæzlustjóri er hún kaus (Eiríkur Brietn) yrði settur tafarlaust inn í embætti sitt. Nefnd var sett í málið og skipa hana: Skúli Thoroddsen, Jón Ólafsson og Jón á Hvantiá. Rannsóknarnefnd á ráðherra. í efri deild bar Lárus H. Bjarnason fram svolátandi tillögu á mánudag- inn (20. febr.). „Efri deild alþingis ályktar að skipa 5 manna nefnd til þess að rannsaka gerðir landsstjórnarinnar í landsbankamálinu og fleiri málum. Nefndin hafi vald til þess að heimta skýrslur munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönnum og ein- stökum mönnum, samkvæmt 22. gr. stjórnarskrárinnar." Þessi tillaga var svo til umræðu í deildinni í gær og stóð þrefið frá kl. 1 —8V2 e. h. Lárus H. Bjarnason tók fyrstur til máls og rakti rækilega allan gang bankamálsins, athugaði þá Thoresamninginn, silfurbergs- námumálið og ýmsar fjárveitingar ráðherra. Var ræðumaður mjög þung- orður en talaði þó stillilega og rök- studdi vel kærur sínar í garð ráð- herra. Varaði erindi hans í nær 2 klukkustundir. Þá stóð Björn ráðherra á fætur og var svo á sig kominn að hann mátti varla mæla vegna skapþyngsla Talaði hann stutta stund og mjög sundurlaust. Sagðist hafa vikið gæzlu- stjórunum frá um stundarsakir, sam- kvæmt heimild landsbankalaganna frá 1885, en ætlað sér að sétja þá inn aftur í embætti þeirra 1. janúar 1910. En þegar að því hefði verið komið, hefðu fulltrúar Landmands- bankatis hótað að slíta viðskiftum við Landsbankann ef það yrði gert, og hefði hann þá eigi þorað annað en skipa nýja gæzlustjóra. L. H. Bjarnason las þá upp dómsástæðu landsyfirréttarins í málinu við ráð- herra út af atsetningunni og sönn- uðu þær að ráðlierrann hafði áður haldið fram alt öðrum ástæðum fyr- ir frávikningunni, væri hann nú orð- inn tvísaga. Kominn í mótsögn við sjálfan sigog gæti engin vitað hvenær hann segði sannara. Ráðherra stóð þá upp, hálfu rauðari í andliti en fyr, og svaraði nokkrum skætings- orðum, en færði engin ný rök fram. Kristján Jónsson háyfirdómari tók þá næstur til máls og sagði sögu árása Björns Jónssonar á Landsbank- ann frá byrjun. Sannaði hann með óhrekjandi rökum, að afsetningin hefði verið afráðin 15. okt. þrátt fyrir það þó þá væri órannsakað um tryggileik víxla og ábyrgðar- lána. Ástæðan hefði verið alt önnur nefnilega þrætan um gerðabókina, er ráðherra hafði skipað bankastjórn- inni að haida án nokkurrar laga- heimildar. Talaði Kristján rólega frainan af ræðutuii en virtist vera orðið heitt í skapi síðast og endaði með þessum orðum: Vér lifum nú undir lögbrotastjórn og dómrofa- stjórn hér á íslandi. Þá kom frain breytingartillaga um að nefndin væri skipuð einungis til þess að rannsaka hag Landsbankans og fylgdi Sig. Hjörleifsson henni, var hún borin upp til atkvæða en feld með 7 gegn 6 atkvæðuin. Þá töluðu enn Ari Jónsson er reyndi að taka svari ráðherra, Steingr. Jóns- son, ráðherra sjálfur og síðast L. H. Bjarnason. Aðaltillagan, um að skipa rann- sóknarnefnd á hendur ráðherra, eins og áður segir, var því næst sam- þykt með 11 samhljóða atkvæðum, en móti því greiddu atkvæði Ari Jónsson og Sigurður Hjörleifsson. I nefndina voru svo kosnir: L. H. Bjarnason. Stefán Stefánsson skólameistari. Sigurður Stefánsson. Ágúst Flygenring og Sigurður Hjcrleifsson. ..Lystigaraur Akureyrar". Ekkjufrú Höepfner í Kaupmannahöfn hefir sent Lystigarðsfélaginu 50 kr. að gjöf. — Nú með vorinu ætla forstöðukonur fé- lagsins að láta byrja fyrir alvöru á því að koma garðinum upp og mun þakklæti allra bæjarbúa fylgja þeim að því verki, Gránufélagið selt. Það mun óhætt að fullyrða að F. * Holme stórkaupmaður hafi nú slegið eign sinni á félagið að fullu og öllu — tekið eignir þess upp í skuld þess við sig og láti það mætast. Þó er sagt að hlutabréfin eigi að borga með .15 kr. hvort þeirra en þau eru 50 kr. að upphæð. Sagt að nýtt félag muni standa á bak við kaupin og sé í því Thor. Tulinius, Chr. Havsteen o. fl. Fyrirlestrar. Matthías skáld Jochumsson hélt nýlega fyrirlestur í Ieikhúsinu um Hallgrím Pét- ursson sálmaskáld, og Steingrímur læknir Matthíasson hélt þar fyrirlestur á laugar- dagskvöldið um sóttvarnir líkamans. MinnisvarOi Jóns Siuurðssonar. Sagt er að Ungmennafélagið hér á Akur- eyri ætli að koma á fót skemtun fljótlega til ágóða fyrir minnisvarða Jóns Sigurðsson- ar. Mælir „Qjh." hið bezta með því að bæj- arbúar fjölmenni á þá skemtun, og eins vonar það að allir, sem félagið leitar til í því augnamiði að starfa að skemtuninni, bregðist vei við og drengilega, svo að menn viti að eitthvað verði að sjá og heyra og sæki því frekar, þó málefnið eitt ætti reynd- ar að vera nóg. Væri vel ef með þessu gæti orðið lagður sem ríflegastur skerfur héðan til minnisvarðans. Kvennaskólinn á Blönduósi. Svo er sagt að ekki verði hugsað til þess að endurreisa hann þar aftur og er það vafalaust vel ráðið. Hann er þar ekki vel settur nema rétt fyrir nærsveitir lcaup- túnsins. Á Ránar slóðum. Nýtt framfarafyrirtæki. Fiski-gufuskipið »SúIan«. Ondvegistíð hefir verið allan vetur- inn að heita má. Þorri byrjaði með blíðviðri og sumarhita, eftir því sem oft gerist. Stundum hefir að vísu verið nokkuð stormasamt, »en þó fært þeim sem karlmenni er«. Englendingar, Frakkar og Þjóðverjar eru hvergi smeikir við vetrarveðrin, leita á fiski- svið íslendinga og ausa þar gullinu upp úr sjónum — og í vetur hefir þeim gefið vel. En þeir koma líka hingað á gufu- skipum og stunda veiðar frá þeim. Reykvíkingar eru farnir að læra af þeim. Þeir fjölga árlega fiskigufuskip- um sínum og sækja sjó alla vetrar- mánuðina með góðum árangri. Útgerð- armennirnir græða fé og fátækir sjó- menn fá góða atvinnu þann tímann »sem ekkert er að gera« engu síður en í »annríkistímanum« að sumrinu. Fjölda manna vegnar betur fyrir það, að Reykvíkingar fara að dæmum dugn- aðarþjóðanna og »sækja sjóinn« á gufuskipum. En Norðlenzku sjómennirnir hafa orðir að fara allrar slfkrar atvinnu á mis. Frá því á haustin og þangað til í marz og apríl hafa þeir verið at- vinnulausir, og orðið að gera sér að góðu flestir að »eta upp sumarkaupið.« Að vísu er talið alveg aflalaust á fiskimiðunum hér fyrir Norðurlandi yfir vetrarmánuðina og því ekki um annað að gera fyrir Norðlendinga en sækja

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.