Gjallarhorn


Gjallarhorn - 23.02.1911, Blaðsíða 4

Gjallarhorn - 23.02.1911, Blaðsíða 4
GJALLARHORN. V. 2 2 að margar dugandi konur eru til, sem ekki eru húsmæður. Vill annars ekki ritstj. Ingólfs safna skýrslum um, hve mikið hússtjórn og barnauppeldi hefir hnignað f Reykja- vík, síðan konur þar, fóru að sinna bæjarmálum, það gæti að líkindum gef- ið bendingar um, hve mikil hætta sú er í raun og veru, sem þjóðfélaginu stafar af auknum kvenréttindum. Nei, sú eina hætta, sem eg get hugsað mér að hér sé um að ræða, liggur í því, að ritstjóra Ingólfs og hans líkum tækist að tefja Iramgang kvenréttindamálsins, þangað til konur færu að sækja það af ofurkappi. Skuld. Landssýningin er gott og þarft fyrirtæki og væri óskandi að hún fengi góðar undir- tektir hjá almenningi, svo hún geti orðið sem allra fullkomnust að unt er, eftir okkar litlu efnum. Sérstaklega er það heimilisiðnaður, sem fólk ætti að senda á sýninguna, enda þótt smátt sé og fáskrúðugt. Það verður að tjalda því sem til er, við svona tækifæri. Auðvitað er tíminn orðinn naumur til undirbúnings, með að safna og búa til sýningarmuni. En þess ber að gæta, að þá koma síður fram undantekniugar frá því sem aiment gerist, þegar eitt- hvað er búið til, aðeins til að setja það á sýningu, sem í sjálfu sér er ekkert á móti; en þó er hitt betra að koma til dyranna eins og hver er klæddur og láta munina líta vel út, án undirbúnings. Það sýnir bezt hvað alment gerist. Sama gildir og um af- urðir búanna. Þýðing þessarar sýningar fyrir okk- ur, er fyrst og fremst sú, að við sjáum gleggra hvað okkur vantar, og hvað það er margt sem við í raun og veru gætum gert sjálfir, af þeim hlutum sem við sækjum til útlanda, og hvað mikið við gætum sparað af aurum, sem nú ganga út úr landinu, fyrir þá hluti sem við þörfnumst, auk alls ó- þarfans, sem nemur mörgum þúsund- um. • ♦••« «>»>*•««•••••• PANTIÐ SJÁLFIR Því miður er það satt, sem sagt er, að heimilisiðnaður sé í mikilli hnignun. Ætti sýningin að geta sýnt þess dæmi, hvað éftir er af okkar fornu frægð, sem var fólgin i iðjusemi og dugnaði feðra okkar. Þeir unnu alt hvað aftók, næstum dag og nótt, við að breyta ullinni sinni í hlý og haldgóð vaðmál o. fl.; en nú er öldin önnur. Fólkið virðist vera upp úr því vaxið, að klæðast þeim flíkum, sem unnar eru í landinu. Annað atriðið er það, að sýningin ætti að geta orðið til þess að vekja áhuga manna á viðreisn á heimilisiðn- aðinum og bundist samtökum með. að efla hann og styðja á allan hátt, sem gæti með tímanum orðið undirstaða framfara og betri afkomu almennings, ásamt öðru fleiru. Það er vitanlegt að það er við ramman reip að draga, þar sem hinn útlendi stóriðnaður flóir yfir alla bakka, og samkeppni er lítt hugsanleg, nema að almenningur taki saman höndum og vinni að því í einingu að reisa einhverjar skorður við því. Er vonandi að það takist með tímanum. Agætir hagleiksmenn hafa löngum verið uppi með þjóðinni og eru enn. Ymsar menjar frá fyrri tímum bera vitni um það, í útskurði í tré, silíur- smíði o. fl., að ógleymdum allskonar skrautvefnaði kvenna og útsaumi í fornum stýl, sem nú alment er niður lagt. Hagleikur og snild hinnar íslenzku þjóðar lýstu sér ekki hvað sízt í hin- um undra-fagra kvenbúningi, sem má segja að allur heimurinn dáist að, og sem ætti að haldast við sem síðustu leyfar af sérkennimerkjum íslenzks þjóð- ernis, en sem nú er óðum að hverfa úr sögunni, mörgu.m mönnum til stórr- ar raunar og mikilli minkunar þjóð- inni. Sýningin á einnig að sýna saman- burð á fortíð og nútíð, og mismun- andi kunnáttu í ýmsum héruðum og sýna hvar vér stöndum í menningar- stiganum, f iðnaðarlegu tilliti. Auk þess opnaði hún ef til vill nýja mark- aði á innlendri handavinnu. Iðnaðarmenn yfirleitt er líklega ó- þarfi að áminna í þessu sýningarmáti, FATAEFNI YÐAR beint frá verksmiðjunni. Stórkostlegur sparnaður. Hver maður getur fengið gegn eftir- kröfu, burðargjaldsfrítt, 4 mtr. 130 cm. breitt svart, blátt, brúnt, grænt eða grátt, vel litað fínullarklæði í fallegan og haldgóðan kjól eða útiklæðnað (Spadseredragt) fyrir einar 10 kr. (2/so pr. meter). Eða 3V4 mfr. 135 cm. breiff svart, dökkblátt eða grá- möskvað nýfízkuefni í haldgóð og falleg karlmannsföt fyrir að eins 14 kr. 50 aura. Séu vörurnar ekki eins og óskað er eftir, þá verður tekið við þeim aftur. Þykk ullar- mikil ferðateppi 2x3 al. að eins 5 kr. Gráleit hestateppi mjög þykk 2 x 23/4 al. að eins 4 kr. 50 aura. ^arhus Klædevæveri Aarhus, DanmarK. dcmska smjörlihi er be5h. Biðjií ..-.m legund'wnar „Sóley’* „Inyólfur" „Hehla"eða Jsofolcf Smjörlikið fce$Y einungis fra: Offo hAönsted h/f. Kaupmannahöfn og/íro'sum i Oanmörku. V þeir ættu sjálfir að finna hjá sér hvöt, að vera með, hver f sínum verkahring, og allir ættu að senda eitthvað, þótt í litlum stýl væri. Að endingu vildi eg óska að nýtt tímabil rynni upp sem allra fyrst, sem leiddi það í ljós, að heimilisiðnaður og iðnaður yfirleitt ykist og efldist í land- inu og fólkið færi að sjá, hvað til síns friðar heyrði í því efni. J. B. Bréfaskrína. »Gamall kunnitigi.« Fyrirlestur Steingr. læknis: »Listin að lengja lífið« er alt of langur fyrir ekki stærra blað en >Gjh.« og því ekki að hugsa fyrir blaðið að útvega sér hann tii birtingar. Annars munuð þér eiga kost á að lesa fyrirlesturinn á prenti, áður Iangt líður, því eitt af stærri tímaritunum ætlar að flytja hann. Ritstj. »Bryndís«. Ritgerðir yðar um »Réttindi kvenna. og »Réttleysi ógiftra mæðra« eru of Iangar fyrir >Gjh.c Auk þess flytur blaðið ekki ritgerðir eða annað, sem það veit ekki trá hverjum er. Ritstj. »Atli skammU. Ríman um bæjarstjórn- ina gengur of nærri einstökum mönnum. Sama er að segja um >Oötulýsingin«. Ritstj. yjðrunnarrekur<. Beið forgefins. Mætti D. 1. Hræðist eftirtímann. Tiltaktu .... stað. Sendu G. L. sem fyrst. Þín Gudó. Þeir sem vilja skrifast á hér í blaðinu og senda bréfin nafnlaus til blaðsins, verða að Iáta borgun fylgja með, 2 aura fyrir orðið. Annars verða bréfin ekki prentuð. Þó vill blaðið ekki skilyrðislaust prenta öll bréf, er því kunna að verða send og verða þá hlutaðeigendur að gefa sig fram til þess að fá borgunina aftur. •••• •••••••••••••••••••••••••••••••••••• Landssyningin 1911. Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík hefir stofnað til landssýningar í Reykja- vík í sumar komandi, og hefst hún 17. Júnf, [á aldarafmæli frelsishet- junnar íslensku, Jóns Sigurðssonar. Iðnaðarmannafélagi Akureyrar hefir verið falið að safna alls konar sýn- ingarmunum, á sýningu þessa, um allan Norðlendingafjórðung. Er það ósk vor og von, að á landssýningunni komi fram í hverri iðnaðargrein og hverskonar handa- og heimilisiðnaði karla og kvenna, svo og bún- aðarafurðir, alt hið bezta, er Norðlingar hafa nú til að tjalda, og sem verða megi landinu til sóma. Verðlaunapeningar úr silfri og bronze verða veittir fyrir bezt gerða iðnaðarmuni. í Apríl og Maímánlði verða sýningarmunirnir fluttir til Reykjavíkur á kostnað sýningarinnar og sýning þeirra eigendum að kostnaðarlausu, nema um mjög umfangsmikla muni sé að ræða. Vilji sýnendur láta selja einhverja sýningarmuni, annast sýningarnefndin í Reykjavík söluna og stendur skil á andvirðinu, gegn 10% sölulaunum. Peir karlar og konur í Húnavatns-, Skagafjarðar-, Þingeyjar- og Eyjafjarð- arsýslum sem hafa í hyggj<u að senda muni eða afurðir á sýninguna, eru vinsamlega beðnir að senda það til einhvers af umboðsmönnum Iðnað- armannafjelags Akureyrar, — á Húsavík: snikkari Páll Kristjáfisson, á Sauðárkróki: snikkari Steindór Jónsson, á Blönduósi: snikkari Friðfinnur Jónsson, — eða til einhvers af oss undirrituðum yfir- nefndarmönnum. í umboði félagsins. Akureyri 17. Febrúar 1911. Jón J. Borgýjörð. Jón Guðmundsson. Karl Sigurjónsson. Oddur Björnsson. Sigtryggur Jónsson. DE FORENEDE BRYGGERIERS EKTA KRÓNUÖL. KRÓNUPILSENER. EXPORT DOBBELT ÖL. ANKER ÖL. Vér mælum með þessum ölfegundum sem þeim fírí ustu skattfríu öltegundum sem allir bindindismenn mega neyfa. MCJ Biðjið beinlínis um: IND. De forenede Bryggeriers Öitegundir. Prentsmiðja Odds Björnssonar,

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.