Gjallarhorn


Gjallarhorn - 19.04.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 19.04.1911, Blaðsíða 2
52 OJALLARHORN. V. • • •-* -• • •♦•••••••• «»•»->-» ♦ ♦ ♦ ♦ •■ ♦ ♦ •■ • • • •••♦••••••••••♦•• ^♦♦-^ ^* •♦♦•^♦•» ••••••••• • • • • • • • • • Laglegar sumargafir, t. d. Reykjarpípur, vindla- og vindlingahylki. Ennfremur vindla í stærri og smærri kössum. Fæst í Tóbaksverzlun Jóh. Ragúelssonar. ;Alþingi. Rvík. 19. apríl. Bannmálið. Efri deild samþykti í gær, að frésta bannlögunum í þrjú ár. Breytingartillaga frá Lárus H. Bjarnason um frestun í eitt ár feld. Talið líklegt að tillaga Lárusar nái samþykt í neðri deild. Stúdentafélagfið hefir sent al- þingi áskorun um að veita Good- Templurum engan styrk, þar sem þeir hafi sent þinginu hótanabréf, um kosningaáhrif. Ritstjóri Gjallarhorns, Jón Stef- ánsson fór með Ingólfi 13. þ. m. á leið til Reykjavíkur. Ráðgerir hann að koma aftur um miðjan maí n. k. Eggert Stefánsson annast ritstjórn blaðsins þann tíma. Ur ýmsum áttum. Oullnámur eru fundnar í Egiftalandi. Gullið mikið. Fólksaðstreymi byrjað. Morð. Kona ein í smábæ nálægt Hamborg drap nýskeð 5 börn, er hún átti. Þegar hún hafði lokið því, ætlaði hún að skera sjálfa sig á háls, en það mistókst, svo hún lifir. Qeðveikismeðal. Þýzkur prófessor hefir fundið upp meðal við geðveiki. Meðalið reynist vel. Því er sprautað inn í blóðið. Flugslys. Um miðjan marz s.l. lagði loftskipið »Albatros« upp frá Turin. Þegar það var komið í 2800 álna hæð, féll það niður, án þess að við nokkuð yrði ráðið. Það kom niður í þéttum skógi, er tók svo mikið út fallinu, að allir 6 farþegarnir sluppu með lítil meiðsli. Þetta er hæst fall, er menn hafa sloppið lifandi frá. Columbia eru fundnar mjög auðugar demantsnámur. Berlín hefir borgað 300,000 kr. í vetur fyrir snjóflutning af götum borg- arinnar. Pjófnaður. Við margarínsverksmiðju Otto Mönsteds f Khöfn hefir nýlega orðið vart við talsverðan þjófnað, og sterkar lfkur fyrir að framið sé af verk- smiðjufólkinu. 4 vinnendur þegar fast- settir. Hvalveiðasekt. Norðmaðurinn Alfred Nielson frá Vallö við Kristjaníufjörð hefir nýskeð verið dæmdur í 5000 kr. sekt fyrir hvalveiðar skamt frá Hauga- sundi. Dýr hestur. Hestakynbótafélagið »Mesinge« á Fjóni hefir nýskeð keypt hest fyrir 15,500 krónur. Svartidauði. í febrúarmán. s. 1. dó 88,500 manns úr honum á Indiandi. Nýflugvélagerð. UppgötvarinnHiram Maxim, flugmennirnir Graham White og Blériot hafa í félagi fundið upp nýja flugvélagerð, til hernaðar sérstak- lega ætlaða. Flug með 12 farþega. Flugmaðurinn Sommer í Mouzon flaug síðast í marz með 12 farþega á flugvél sinni í einu 800 metra langan veg. Hafís er sagt að sé kominn inn á Vopnafjörð og Seyðisfjörð. Ennfremur kvað vera nokkr- ir jakar utarlega á Eyjafirði, Skemtifundur í sveit. í gömlu sögunni sögðu þær Asa og Signý: »Fussum svei. Helga er farin að skauta sér.« Sagan endurtekur sig. »Fussum svei,« segja þær, blómarósirnar í kaupstaðn- um, og blása þungan. »Ó hvað það er »vemmilegt« að vera að »snakka« um það í blöðunum þó sveitadónarnir látist vera að leika ,ball‘.« En, eg ætla nú samt að segja svo lítið frá einum slíkum fundi. Ekki af því að hann væri neitt tíðindaríkur eða sérkennilegur, heldur vegna þess, að hann getur verið mynd skemtifunda. eins og þeir gerast oft í sveitum. Sveitalífið er sífelt starf og strit. Oft er það ljúft og laðandi en einnig tíðum þungt og þreytandi. En hvernig sem sveitastörfunum annars er háttað, eru þau fyrst og fremst samvinna og sambúð við hina íslenzku náttúru. Hver sveitamaður er—mestan hluta ævinnar—bundinn við náttúruna, heima á kotinu sínu, við dýrin og jurtirnar, steinana og klettana heima. Samkvæm- islífið er honum fjarlægara en kaup- staðarbúanum. Þetta náttúrulíf er vissulega holt og hressandi, fyrir hugsanir og sið- gæði. En það veitir þó ekki alt af fullnægju, samkvœmisþörfin lætur til sín heyra og vill áheyrn fá. Skemtifundirnir eiga að bæta úr þessari þörf. í flestum sveitum, þar sem eg þekki til, eru þeir því haldnir 3—4 á vetri. Þá eru flest alvarleg mál lögð á hylluna, daglegu viðfangs- efnin skilin eftir heima. Söngur og ræðuhöld, dans og glímur alla nóttina. Þessi útlíðandi vetur er áttunda skólaár unglingaskólans á Ljósavatni. Flesta veturna hefir hann verið óska- barn og fjörvaki sveitar sinnar. Nú, þegar skólinn hætti, þótti skólanefnd vel við eiga að gera nemendum síð- ustu stundirnar Ijúfar og minnisstæð- ar. Hún boðaði þvf almennan skemti- fund að Ljósavatni að kveldi 26. mar« þ. á. og skyldi þá skólanum sagt upp. Fundardaginn var veður hið bezta: leikur og gleði um lopt og hauður. Sunnanvíndurinn var að klæða foldina úr vetrarfötunum. Verkið gekk undra fljótt. Vatnið hjálpaði til að þvo alt sem bezt og fága. Sunnanvindurinn var ekkert að hugsa um mannaferðirnar. Það var ljóti á- kafinn í honum. Synirhans: hlákulæk- irnir, voru þó enn verri viðfangs. Það flóði alt í vatni og krapi. Samt sem áður sást hópur við hóp, á móunum, þegar leið að fundartíma. Flestir voru ríðandi, en þó margir gangandi er stikluðu yfir lautir og læki. Að utan og sunnan austan og vestan sást sólin skína á hópana, með marglitar svuntur og sjöl, höfuðföt og yfirhafnir. Heimasæturnar komu fyrst og þeir bændur, sern ekki voru einyrkjar. Fjár- mennirnir komu síðastir; höíðu þó hýst féð með fyrra móti. A flestum bæjun- um voru ekki aðrir heima en smábörn- in og einhver til að hirða kýrnar, enda var nú söfnuðurinn hátt á þriðja hund- rað. Fundurinn var settur kl. 6, síðdeg- is. Það var þegar auðséð, að mann- fjöldi var meiri en svo, að allir gætu hlýtt á ræður f þinghúsinu. ÖIl ræðu- höldin fóru því fram í kirkjunni, einn- ig söngurinn, með samþykki prests og kirkjubónda; dansinn var hafður í þing- húsinu, en viðræður og veitingar í húsum búandans. Fyrst á dagskrá, eða næturskrá, var uppsögn skólans. Tóku þá til máls kennarar skólans: Sigurður Baldvins- son og Eiður Arngrímsson, þá annar prófdómandinn, og loks sagði einn úr skólastjórninni skólavistinni slitið. Nokk- ur lög voru sungin milli ræðanna. Allir töluðu ræðumennirnir skipulega oglýstu skólanum vel: fortíð hans, nútíð og framtíðarhorfum. Engum gat dulist það, að Ljósvetningum fanst talsvert að sér kveía og skóla sínum. Sérstaklega var ræðumönnum tíðrætt um þá vakning er skólinn hefði veitt, nemendum og sveitalífinu. Er þar eigi ókunnugum auðvelt um að dæma, en vel voru Ljós- vetningar vakandi þessa nótt. Þegar þessu var lokið hófst hinn eiginlegi skemtiínnáwc. Dans í þing- húsinu. Fyðla Hjálmars Stefánssonar fylti rúmið sætum ómi. Fæturnir stigu dansinn eftir hljóðfallinu, en þyrluðu einnig upp rykinu. Þá voru gluggarnir teknir úr salnum, en slipsi, skúfar og hárlokkar sveifluðust fyrir hægum gusti, sem Suðri sendi inn um gluggana; hann langaði víst til að vita hvaða kliður þarna væri, svona áþekkur þeim, sem hann hafði vakið um hlfðar og haga. »Harmonikan« lá fyrst lítilsvirt á bekkjarhorni, en fékk þó bráðlega að taka undir með fiðlustrengjunum. Skelfilegt dauðýfli væri sá maður sem ekki dansaði með, í huganum, þegar Hjálmar »spilar« og gólfið dunar eftir hljóðfallinu. Mjóróma pípublástur. Sterk karl- mannsrödd kemur frá dyrum salsins, »Guðmundur á Sandi flytar fyrirlestur í kirkjunni.* Fiðlan þagnar. Allir hætta að dansa: ös og troðningur í dyrum og gangi. Allir ryðjast út í kirkju; hún fyllist á svipstundu: sæti, kór, gangur og loft- svalir, troðfult af fólki. Guðmundur dvelur lítið eitt. Hann segist vita að sumar konurnar geti átt annsamt inni, við börnin og kaffiveitingar. Mönnum gerist órótt, því fyrirlesturinn á að vera »sá nafntogaði« — skólagöngu- fyrirlestur frá Akureyri — var Guðm. áður búinn að lofa óvægilegum orð- um »af minni komu mun ekki friður standa.« Guðmundur »sté f stólinn* setti hendur og andlit í kviklegar stellingar og kvað við raust. Fyrirlesturinn var árás á menta- prjál þjóðarinnar og hugsanatildur. En fyrst og fremst var hann árás á skól- ana og áhrif þeirra. Dökka hliðin mál- uð með skýrum dráttum. Talaði ræðu- maður mjög í orðskviðum og víðfleyg- um Ifkingum, eins og honum mun títt, alt frá hjarta og tungu og að útigangs- tryppum. Skólarnir gera yfirleitt ilt eitt. Ein- stöku menn fara þó á skóla, svo sterk- ir, sökum ætternis og uppeldis, að þeir koma óskemdir þaðan, og örfáir svo lítið fullkomnari. Fyrirlesarinn minntist lítið á endur- bætur. Hann kvaðst einkum kominn til að brjóta niður, þó drap hann á það að hin fjölbreytta fslenzka nátt- úra, lóurnar og lækirnir, gætu tekið við embættum kennaranna. Fyrirlesturinn stóð yfir hátt á aðra klukkustund. Fáum mun hafa leiðst sá tími. Að fyrirlestrinum loknum var fund- arhlé rúman klukkutíma. Leituðu menn þá uppi ferðatöskurnar og fengu sér hressingar. Eftir þetta var fundurinn tvískiftur. Að öðrum þræði var dansinn stöðug- ur og eirðarlaus í þinghúsinu; hins- vegar söngur, fiðluspil og ræðuhöld í kirkjunni. Menn gátu kosið hverja skemtunina er þeir vildu. Unga fólkið hélt einkum við þing- húsið, þó var kirkjunnnr smám saman vitjað. Skal nú þinghúsið kvatt að fullu, þó þar væri glatt að vera. Er þá þar til máls að taka að Guð- mundur gekk til kirkju á ný, og skor- aði á menn til orðasennu. Hófst að- gangur snarplegur milli hans og Sig- urðar kennara. Ymsir veittu Sigurði lið en aðrir lögðu til beggja handa. En hér fór sem oftar, að Guðmundur reyndist flestum betur að vopnfimi og harðfengi í orðakastinu. Hann fékk enda Benjamín Kidd til að bera með kviðinn á Sigurð hinn ógifta, varð þá lýst sýknu fjölskyldubóndans á Sandi. (Eitt deiluatriðið var um ástir og gift- ingar). Þá varð hlé á deiiunum. Kvað þá við fiðla Hjálmars frá loftsölunum með nýjum tónum, eins og hjá nafna hans forðum eftir leikinn við Örvar-Odd. sátu menn hljóðir og hlýddu á langa stund. Flutti því næst Konráð kennari Erlendsson erindi um vorið, með ýms- um líkingum. Töldu menn erindið stutt °g laggott. Næst var aftur söngur og fiðluspil. Kirkjan tæmdist um stund því athygli manna snéri sér að þinghúsinu og stofu bónda, en þar voru góðir kvæðamenn að kveða »Lágnættið« hans Þorsteins, og fleiri ferhendur með góðum hljóm- fallanda. Nokkrar stúlkur byrjuðu aftur að syngja, úti á kirkjulofti, voru fyrst einar og héldu að enginn heyrði. Kirk- jan hálffull aftur, eftir örlitla stund af

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.