Gjallarhorn


Gjallarhorn - 01.06.1911, Blaðsíða 3

Gjallarhorn - 01.06.1911, Blaðsíða 3
V. GJALLARHORN. 77 Utan úr heimi. Einar Mikkelsen, norðuríshafsfarinn dansk', eru menn hræddir um að hafi farizt, ásamt félaga sínum Ivarsen verk- fræðingi, við ansturströnd Grænlands. Skip þeirra félaga strandaði veturinn 1909 varð mannbjörg af því, en þá sneri öll skipshöfnin heimleiðis, að þess- um tveim undanskildum, sem héldu áfram í leiðangur að leita að líkum Mylius Eiriksens og félaga hans, sem urðu úti í nóvember 1907. Síðan þeir Mikkelsen lögðu f þessa líkaleit, hefir ekkert til þeirra spurzt, og eru litlar líkur taldar til að þeir muni vera á lífi. Stjórnin danska hefir nú sent að leita þeirra félaga og að vita hvort þeir hafi náð til forðabúrsins á Sann- oney. Finnist þeir ekki þar, má telja víst að þeir séu ekki á lífi. Eins og menn muna, kom Mikkel- sen við bæði í Rvík og Patreksfirði, er hann fór í för þessa. Olympisku leikirnir. Oddviti þeirra fyrir árið 1912 er valinn stórkaupm. Leopold Englund í Gautaborg. Englund er formaður »Svenska I- drottsforbundet«, og þykir atkvæða- íþróttafrömuður. Skilnaður ríkis og kirkju. í Portu- gal hafa lög um aðskilnað ríkis og kirkju nú loksins verið samþykt. Hef- ir lengi staðið mikið rifrildi út af því atriði, þar í landi. Lögunum alment vel tekið. + Þórey Guðlaugsdóttir, ekkja Jóns heitins Jónssonar á Munka- þverá, andaðist 17. maí s. 1. á heim- ili Stefáns sonar síns, Munkaþverá. Þórey heitin átti góðan þátt í því, með manni sínum, að »gera garðinn frægan* og var viðbrugðið rausn og híbýlabrýði þeirra hjóna alla stund, meðan þau bjuggu. Börnum sínum komu þau og prýðis vel til manns. Meðal þeirra er eru Stefán bóndi á Munkaþverá, kvæntur Þóru Vilhjálms- dóttur bónda Bjarnasonar á Rauðará við Reykjavík. Jarðarför Þóreyjar sál. fór fram að Munkaþverá á þriðjudaginn var að við- stöddu fjölmenni. LeiOarbinu ætlaði Stefán Stefánsson annar þingm. Eyfirðinga að halda í gær á Þverá, fyrir Öngulstaða- og Hrafnagilshreppa, en það fórst fyrir vegna þess að enginn mætti. Möðruvellir i Hörgárdal. Á það höfuðból flytur nú búferlum Eggert Davíðsson sýslunefndarmaður í Krossanesi. Aðkomumenn i bænum. þessa dagana: Síra Björn Björnsson í Laufási, síra Bjarni Þorsteinsson Siglufirði, Carl Sæmundsen stórkaupm. Sig. Fanndal verzlunarstj. Haganesvík, Jón Árnason bóndi á Vatni á Höfðaströnd. Nýtt í EDINBORG. Mysuostur 0,25. Tvíbökur 0,40. Ósætt kex 0,50. Skraatobak (Aug.) 2.70. Umbúðapappír 0,10 pd. Karbólsápa 0,09 stk. Stangasápa 0,18 pd. Gaddavír 7,75 (50 pd. rúlla). Skóffur 1,45. Göngustafir frá 0,55 — 3,65. Flibbar frá 0,45. Stólarúmstæði 14,50,20,50,22,50. Ferðatösk- ur ágætar frá 2,75. Ferðakistur. Legghlífar frá 3,25 o. m. m. fl. Forsög Gerpulveret Fermenta og Di vil finde at bedre Gerpulver fiindes ikke i Handelen. Buchs Farvefnbrik, Köbenhavi). Skandinavisk Exportkaffe Surrogat F. Hjort, Köbenhavn. Stgr. Thorsteinsson. Hann varð áttræður 18. f. m. Ýmsir borg- arar Rvíkur gengust fyrir að honum væri haldið samsæti í heiðursskyni, og varð það afarfjölment. Aðalræðu fyrir minni heiðurs- gestsins hélt H. Hafstein, einnig var honurn flutt kvæði af Þorsteini Erlingssyni. Heilla- óskaskeyti drifu og að honum úr öllum áttum. { Múnken í Þýzkalandi kemur út á þýzku minningrrit um Stgr. Thorsteinssón samið af I. C. Poestion. I því verða um fimmtíu þýðingar af kvæðum Stgr., allar eftir Poestion og einnig ritgerðir um þjóðskáldið. Þetta er einn vottur um ræktarsemi I. C. Poestions við íslendinga. Oasnfræðaskólanum hér var sagt upp á þriðjudaginn var þ. 30. maí kl. 12 á hádegi. Voru flestir nem- endur viðstaddir, nokkrir höfðu þegar feng- ið heimfararleyfi. Nokkrir bæjarbúar voru og við skólauppsögnina, en færri en við hefði mátt búast. Skólameistari hélt að vanda ræðu og nemendur sungu fyrir og eftir. — 36 nemendur gengu að þessu sinni undir gagnfræðapróf, 32 piitar og 4 stúlkur og stóðust öll prófið. Hafa aldrei útskrifast jafnmargir síðan skólinn var stofnaður, 23 flestir áður, 1909. Eftir eru í skólanum 75 nemendur og margir hafa þegar sótt um inntöku næsta haust. 8 nýir gengu nú inn í 2. bekk og 1 í 3. bekk. — Aðsóknin virðist fremur vaxandi en minkandi. Verzlunarmannaskólinn. Aðsókn að honum hefir verið meiri en nokkru sinni áður. Á skólanum hafa verið í vetur alls 85 nemendur. Þar af hafa 19 lokið prófi úr efstu deild. Timburfarm fékk verzlun C. Höepfners á laugardaginn var, til hins nýja verzlunarhúss er hún læt- ur byggja. Synodus verður haldinn í Reykjavík seint í þ. m. Biskup talar þar um: skilnaðarkjörin frá sjðnarmiði kirkjunnar. Sklpaferðir. „Vestri" kom hingað aðfaranótt hins 29. f. m., með honum voru margir farþegar. Hann fói aftur vestur eftir í gærmorgun Farþegar: Árni Eiríksson bankaritari og fjöldamargir gagnfræðanemendur. *Stralsund< aukaskip frá „Den Norske Islandsrute" kom hingað um síðustu |helgi. P. Houeland afgreiðslumaður þess félags var með skipinu. Hann dvelur hér á Akur- eyii í sumar. *Ingðlfur« er væntanlegur hingað um hátíðina. Er nú á Austfjörðum. Aðalfundur Rœktunarfélags norðurlands verður haldinn á Hvammstanga 1. og 2. Júlí n. k. Fundurinn byrjar kl. 12 á hádegi. í sambandi við hann verða haldnir fyrirlestrar um búnaðarmálefni. Æskilegt er að sem flestir félagsmenn og fulltrúar búnaðarfélaga mæti á fund- mum. Akureyri 27/s 1911. Kaupið ætíð hið bezta, neftlilega JVlehls BÖKUNARDUFT yTfvývyvTWTyyfTTfVff (Gerpulver). E. Mehls Fabrik, Aarhus. Félagsst/ornin. 4 GÓÐIR HÚSVINIR! Eggjaduft. Möndlu- brauð. Jólakökur. Búðinga duft. E. Mehls Fabrik, Aarhus. MEHL Frestið ekki til morguns að líftryggja ykkur. í febrúarmánuði s. 1. voru keyptar lífsábyrgðir í „Andels-Anstalten" fyrir kr. 1,203,105. bað er ódýrasta og bezta lífsábyrgðarfélagið. „Andels-Anstaiten" heimtar engin auka-iðgjöld af sjómönnum. „Andels-Anstalten" tekur menn í lífsábyrgð með og án læknisskoðunar. „Andels-Anstalten" tekur börn í lífsábyrgð tneð mjög góðuin skilyrðum. „Andels-Anstalten" veitir gjaldfrest á iðgjöldum ef veikindi eða önnur óhöpp bera að höndum, sé beðið um það í tíma. „Andels-Anstalten" starfar á grundvelli samvinnu-félagsskaparins og ber hag hvers einstaklings fyrir brjósti. Líftryggið ykkur í „Andels-Anstalten“. Umboðsmenn: Snorri Jóhannsson, verksmiðjubókari, Reykjavík. Páll Zóphoniasson, kennari, Hvanneyri. Ólafur Sigurðsson, skipherra, Stykkishólmi. Bjarni Loftsson, kaupfélagsstjóri, Bíldudal. Ingólfur Kristjánsson, sýsluritari, Patreksfirði. Jóhannes Proppé, bókhaldari, Pingeyri. Hannes Jónsson, búfræðiskandidat, ísafirði. Björn Magnússon, ritsímastjóri, Borðeyri. Guðjón Guðlaugsson, kaupfélagsstjóri, Hólmavík Jóhannes Stefánsson, verzlunarstjóri, Hvammstanga, Jón Jónsson, héraðslæknir, Blönduósi. Jón Pálmason, verzlunarstjóri, Sauðárkrók. Anton Proppé, verzlunarstjóri, Hofsós. Sigurður J. Fanndal, verzlunarstjóri, Haganesvík. Halldór Jónasson, kaupmaður, Siglufirði. Hallgrímur Kristinsson, kaupfélagsstjóri, Akureyri Páll Sigurðsson, símastöðvarstjóri, Húsavík. Sigurður Jónsson, dbrm., Yzta-Felli. Halldór Skaftason, ritsímastjóri, Seyðisfirði. Aðalumboðsmaður á íslandi: Jón Stefánsson, Akureyri. Umboðsmenn óskast á þeim stöðum, sem þeir eru ekki áður. Umsókn- ir um það sendist til aðalumboðsmanns félagsins.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.