Gjallarhorn


Gjallarhorn - 01.06.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 01.06.1911, Blaðsíða 1
GJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stefánsson. V, 24. I Akureyri 1. júní. 1911. • • -•-• • • •¦•-• • -• • ¦•-• • •¦•-•- i • • •--•- Hljómleikar. Ungfrú Herdís Matthíasdóttir söng nokkur lög í leikhúsinu á sunnudags- kvöldið og írú Kristín Matthíasson lék undir á slaghörpu. Síra Matth. Joch- umsson las ennfremur upp nokkur kvæði eftir Gerok f íslenzkri þýðingu eftir sjálfan sig. Það var auðheyrt á fyrsta laginu, sem Herdís söng (Solveigs Sang eftir Grieg) að hún söng af list sem áður hefir verið óþekt hér í söng kvenfólks eða ekki heyrst hér áður, enda fór svo að lokum, að söngur hennar í heild sinni vakti almenna aðdáun hjá öllu söngelsku og söngvitru fólkieráhann hlýddi. Jafnbezt söng hún lagið Lor- elei eftir Liszt enda mun ungfrúin hafa valið sér það, til þess að láta heyra, hvers hún væri megnug á sem flestum svæðum söngsins. Það tókst ágætlega. Þess verður og að geta, að allar hreyfingar söngkonunnar á söngpall- inum voru eðlilegar og blátt áfram, lausar við alt hik og fálm eða.tilgerð — og er það mikils virði. Ef eg ætti að leggja mig í fram- króka að finna eitthvað að söng Her- dísar, er það helzt, að söngur hennar hefði þolað meira fjör og léttleik, en hún lagði f hann. Fr'amburður hennar var og einstöku sinnum ekki sem bezt greinilegur, en það mun eiga sér stað hjá flestum, þótt snillingar séu, þegar um erlend tungumál er að ræða. Áheyrandi. Kraks Vejviser. í ár hefir Dr. Krak tekið helztu íslenzkar verzlanir og fyrirtæki sem sérstaka deild upp á leiðarvísir sinn, eða rauðu bókina, eins og hann er almennt nefndur í Danmörku. Árið 1770 gaf Holck — hinn nafn- kunni agætismaður Dana — í fyrsta sinn út leiðarvísir fyrir Kaupmanna- höfn, og var það fyrsta sporið til þessa fyrirtækis, sem nú spennir greipar alt danska ríkið. Engirin vafi er á því, að þetta hefir mikla þýðingu fyrir íslenzk viðskifti við aðrar þjóðir, þvf þannig berast nöfn verzlana og íyrirtækja út á með- al fleiri riianna en á nokkurn annan hátt. Fyrst og fremst er bók þessi nauð- synleg handbók fyrir alla starfandi menn í Danmörku, þar að auki eru keypt mörg hundruð eintök af henni í Þýzkalandi, Englandi, Noregi og Svíþjóð af mö'nnum þeim, sem skipta D. D. P. A. D. D. P. A. Til Kaupmanna og útgerðarmanna. Nú þegar fiskiaflinn fer að byrja, þurfa menn á steinolíu að halda til mótorbátaútgerðar- innar, og ættu því að kaupa hana í tíma hjá kaupmönnum þeim er maður verzlar við og muna þá að taka fram, hvaða olíu maður vill fá. Nú þykir bezta og ódýrasta olían sem til mótora þarf Special Standard White á 22.50 kr. fatið. frá »hinu danska steinolíuhlutafélagi" á Akureyri. Enn fremur eru til margar aðrar teg. með ýmsu verði eftir gæðum. Kaupið því og semjið við undirritaðan um olíukaup áður en þið semjið við aðra. Sylinder- og maskínuolía verður til sölu hjá undirrituðum með mjög góðu verði, frá 12 til 24 aura pundið eftir gæðum. Akureyri 1. maí 1911. Cail F. Schiöth við Danmörku, og utanríkisráðaneytið sér um, að mörg eintök eru send dönskum ræðismönnum og sendiherra- sveitum um allan heim. Það er því ekki ólíklegt að þetta fyrirtæki geti orðið eitt meðal annars til þess að íslenzk verzlun verði greiðari, með því að gera samböndin beinni, og að menn þurfi ekki að eiga alt sitt undir umboðsverzlunum í Kaupmannahöfn. Til þess að íslenzku upplýsingarnar verði sem áreiðanlegastar og þannig gagnlegastar, sendir útgefandinn ís- lenzkan mann árlega kringum landið til þess að safna utanáskriftum þeirra verzlana og fyrirtækja, sem að stærð og almenningsáliti geta komið til greina. Og það álítum vér einn af aðalkostum þessa leiðarvísis, að rit- stjórnin ákveður sjálf hvaða nöfn taka skuli, svo að upplýsingarnar verða þannig trygging fyrir því við hverja sé óhætt að skipta. Lög um breyting á tolllögum fyrir ísland (nr. 37, 8. nóvember 1901). I. gr. tolllaganna orðist svo: Þegar fluttar eru til íslands vörur þær, er nú skal greina, skal af þeim gjöld greiða til landssjóðs þannig: I. Af allskonar öli, límonaði og öðrum samskonar óáfengum drykk- jum, sem ætlaðir eru óblandaðir til drykkjar i,oo kr. af hverjum lítra.' 2. Af allskonar Brennivíni, rommi, kognaki, whisky, arraki og samskonar drykkjarföngum með 8° styrkleika eða niinna af hverjum Iítra kr. I.OO yfir 8° og alt að 12° styrkleika 1.50 yfir 12° og alt að 160 styrkleika 2.00 Af 160 vínanda, sem aðfluttur er til eldneytis eða iðnaðar, og gerð- ur er óhæfur til drykkjar undir umsjón yfirvalds. skal ekkert gjald greiða. 3. Af rauðvíni og samskonar borðvínum (eigi freyðandi), af messuvíni svo og af óáfengum ávaxtavínum, ávaxtasaía og öðr- um óáfengum drykkjarföngum, sem ekki eru talin í öðrum liðum 0.50 4. Af öllum öðrum vínföngum, þar með töldum bittersamsetn- ingum, sem ætlaðar eru óbland- aðar til drykkjar, svo og af súr- um berjasafa (súrsaft) 1.00 5. Af sódavatni 0.02 6. Af bitter-vökva (bitteress- ents), elixfr og þvl.) af '/4 lítra 1.00 eða minni ílátum. Eftir sama hlutfalli skal greiða toll, sé varan aðflutt í stærri ílátum. Séu vörutegundir þær, sem taldar eru í töluliðnum 2, 3 og 4, fluttar í ílátum, sem rúma minna en lítra, skal greiða sama gjald af hverjum 3U lítra sem af lítra í stærri ílátum. 7. Af tóbaki allskonar, reyktóbaki, munntóbaki, neftóbaki og óunnu tó- baki af hverju kílógr. (2 pd.) kr. 2.00 8. Af tóbaksvindlum og vindlingum (cigarettum) af hverju kílógr. kr. 5.20 Vindlingar tollast að meðtöldum pappírnum og öskjum eða dósum, sem þær seljast í. 9. Af óbrendu kaffi og kaffibæti allskonar af hverju kílógr. aur. 30 10. Af allskonar brendu kaffi 40 11. Af sykri og sírópi 15 12. Af tegrasi 100 13. Af súkkulaði 50 14. Af kakódufti 30 15. Af öllum brjóstsykurs- og konfekt-tegundum 80 6. gr. Lög þessi öðlast gildi þann dag, er staðfesting þeirra er birt í B-deild Stjórnartíðindanna. Lögin nr. 3, 30. marz 1909 um bráðabirgðahækkun á aðflutningsgjaldi er úr lögum numin. Ágœí heilsufrœðisrít: 1. Sundhed,Skönhed,Styrke, verð 1 kr. 25 a., 2. Helsebot (tímarit) 1. ár, verð 1 kr., útvegar bókaverzlunOddsBjörnssonar.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.