Gjallarhorn


Gjallarhorn - 08.09.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 08.09.1911, Blaðsíða 2
124 GJALLARHORN. V. Ferð til Færeyja og Noregs. Eftir Maith. Jochumsson. V. Brautin yfir Dofrafjöll. Frá því þessi mikla braut var full- ger fyrir þrem árum, lá mér mikill hugur á að sjá og fara hana. Það hlotnaðist mér, og það um hásum- ar og í heiðríku veðri. Hafði eg gert mér miklar hugmyndir, bæði um stórvirki þetta og útsýn þá hina miklu, er á gæfist að líta. Lýsingu brautarinnar hefi eg látið prenta í „Austra", og skal einungis geta nokkurra aðalatriða, enda á eg, því miður, engar myndir að sýna, þótt flest sé svipur hjá sjón, hvað mynd- ir snertir, en þó eru þær mikilsverð- ar til skilningsauka. Frá því menn hreyfðu fyrst því máli, að leggja járnbraut frá Björgvin þvert yfir Löngufjöll og sameina Upplanda- braut þá, sem búið var að gera upp á Hringaríki frá höfuðstaðnum, og Vorsbrautina, sem búið var að leggja frá Björgvin upp undir öræfi, liðu 30 ár. Ætluðu menn lengi, að slíkt stórræði væri óvitaæði. Smámsaman unnust þó fleiri og fleiri til að sinna málinu, og er þó stórvirkið lang mest að þakka verkfræðingum Norð- manna og því, að stjórnin lagði snemma fé til að fjöllin yrði könn- uð og þeirra miklu farartálmar af vitrum og öruggum mönnum. Loks komst svo langt, að stjórnin tók að sér kostnað og framkvæmd brautar- gerðarinnar; var þá og loks sam- komulag fengið, hvar hábrautina milli bygða, nál. 100 kílómetra veg, skyldi leggja. Nú var tekið til starfa. Lékve hét sá, er settur var yfir smíð- ina, en eftir hann kom Skavlan og loks Esmark. Marga aðra merkis- menn mætti nefna, sem bezt gengu fram, ýmist við brautarlagninguna sjálfa eða voru hvatamenn og for- sprakkar verksins; nægir að nefna ráðherrana LövlancL og Michelsen. Þá fór og jafnframt fram víkkun braut- arsporsins á allri línunni milli Krist- janíu og Björgvinjar, sem áður hafði verið lögð, svo alt var gert í sam- ræmi eftir almennri reglu í öðrum löndum; jók það eitt afarmikið kostn- aðinn. Miðbrautin var byrjuð 1898, en 1908 var verkinu lokið. Marga afreksmenn mætti enn nefna, sem unnu sér ævarandi nafn þessi árin t. d. Rostad; hann réð greftri Graf- ardalsganganna milii Hraundals fyrir ofan Vors og Mýrdals; gengurgíg- urinn gegnum háan háls úr forn- bergi, og er Iengd hans nærfelt míla, og þakið hár fjallháls. Að þeim gíg vann einvalalið norskra verkmanna nótt og dag í 10 ár! Engir aðrir en valdir Norðmenn þoldu þá þraut, þar eð aðfærsla var afar-erfið % hluta ársins, og vistin köld og dauf að vera kviksettur í fjallinu, því þar inni urðu menn að dúsa. Gígurinn Kjötbækur Og Gærubækur fást í bókaverzlun Odds Björnssonar kostaði 3 miljónir kr. Litlu minni gígur er austanfjalls, gegnum háls- inn milli Haddingjadals og Sókna- dals. Alls eru jarðgöng á brautinni 125 að tölu, og á háfjallinu ná gíg- irnir yfir 15 eða 16 rasta veg. Þá er lítið minna stórvirki brýr og yfir- byggingar. Alls voru gerðar 37 stál- plankabrýr og 45 aðrar úr völsuð- um járnbjálkum, og vegna snjóa eru um 25 rastir yfirreftar, (en rimlar til hliða), og „snjóhlífar" gerðar á hálfu lengri leið. Þá hafa verið keypt nokkur bákn, er með eimkrafti þyrla snjó úr lautum og skorningum á fjöllunuin; eru þau bákn bæði afar- dýr og stórvirk, minna mjög vel á tröllkonur þær, sem Napóleon (í sögu Gröndals) hafði til að kveða rímur á stórhátíðum og moka frá mannös og húsum, þegar mikið var um að vera. Öll brautargerðin saup upp eitt- hvað yfir 60 miljónir, enda er braut- in öll jafnmargar mílur á lengd. Fátt um mína daga hefir mér ver- ið meiri forvitni á að sjá en þessa braut; tókst mér það og vel og greiðlega. Gerði eg mig kunnugan formanni lestarinnar, sem er Hadd- ingi, og skrapp hann ávalt til mín, ef eitthvað nýtt og stórt var að sjá. Því miður sjá augun minst á slíkum vegi og í fyrstu ferð, en þó studdi mig nokkuð tvent: það sem eg hafði lesið og séð af myndum, og þar næst ímyndunaraflið; án þess verð- ur flest af því, sem menn sjá, eins og að reka tunguna út um glugga. Haddingjadalur er yfir 80 rastir á lengd; er hann í fyrstu all-strjál- bygður, grýttur og þröngur; en breikkar og fríkkar, þegar neðar dregur, og verður hið fegursta hér- að og sældarbygð; telzt að hann endi við Krödshérað (við vatnið Kröder); það er vestur af Hringaríki og nær Skíðunni, sem er afar-frjó- söm, austur af hinni víðu Þelamörk. Öll spildan frá Heiðmörk eða botni Oslóarfjarðar og vestur með Vík- inni hét fyrrum einu nafni Vestfold, en fjörðurinn Foldin. Er 17 mílur frá Osló hinni fornu til Túnbergs allmjór fjörður, en verður úr því flói mikill milli Vestfoldar og Aust- uragða að vestan og Austfoldar á móti; þar heita nú Stnálén, en forð- um Borgarsýsla og Ránríki alt suð- ur til Gautelfar. Fyrir austan Heið- mörk (Hedemarken) liggur Rauma- ríki (Romerige), en norður af og fyrir ofan Mjörs liggja Dalirnir (Eystridalur og Guðbrandsdalur). Þeir ná .alt til endimarka Þrænda- laga. Þetta er í fám orðum helztu deilin á Upplöndum austanverðum og Noregs kringum Víkina; en ó- talin eru hin fornu fylki upp frá Mjörs og Hringaríki, en þau eru Þotn, Haðaland og Valdres. Vfir þau fylki liggur hin gamla þjóðleið vestur í Sogn; fór eg þá leið árið 1872 og alt til Björgvinjar; er hún og enn farin og nokkuð á járn- brautum. Járnbraut liggur og sem kunnugt er alla leið frá Kristjaníu yfir Upplönd, gegnum Eystridal til Niðaróss, og er það nærfelt 600 rasta vegur. Til Kongsvinger, skamt austur frá Kristjaníu, liggur og járn- braut, og svo yfir Eiðaskóg til Sví- þjóðar, og víðar eru járnbrautir milli landanna, því frá Upplöndum er leiðin stutt og engin fjöll, en merk- ur stórar víða. Og nú, góðir félag- ar, úr því eg er farinn að þreyta ykkur, sem lítið eða ekkert eða minna en ekkert vitið um Noreg, þá ætla eg að kvelja ykkur dálítið betur og segja frá skiftingu Noregs í heilu líki — eða vitið þið það, að það Iand er þrefalt að stærð við ísland og meir en 25 sinnum mann- fleira; landinu er skift í 6 stifti eða biskupsdæmi, 83 prófastsdæmi, 474 prestaköll, 952 kirkjusóknir (auk kap- ellusókna); þá eru sýslur Noregs eða fógetadæmi 56, 514 héruð, en nokkru færri „lén" eða hreppar; 4 eru þinglög enn frá fornri tíð; lækn- isdæmin eru 157. En svo koma bœ- irnir, alls 60 að tölu, og af þeim eru 20 hafnaþorp (Ladesteder). Flest „lén" eða „héruð" í N. hafa jafn- mikla íbúatölu sem sýslur hjá oss (frá c. 600 upp í 10 þúsund og þar yfir). Stiftin heita: Kristjaníust., Ham- arst., Kristjánssandsst., Björgvinjarst., Þrándheimsst. og Þrumsstifti. Hvert stifti hefir um 300 þús. íbúa og sum miklu fleiri. Bæir N. stækka flestir ár frá ári. íbúar Kristjaníu eru nú um 250 þúsBjörgvin hefir nú um 80 þús., Niðarós um 40 og Staf- angur eins; þar næst kemur Dram- men, Kongsvinger, Friðriksstaður og Friðrikshald, Arendal, Kristjánssand- ur, Álasund og Kristjánssund, allir frá 15 tii 25 þús. íbúa. Tekjur Nor- egs teljast milli 80 og 90 milj. á ári, og má heita, að ríkið sé skuld- laust og þó í uppgangi nálega í öllum greinum. En ekki skal hér fara lengra út í fjárhags- eða at- vinnumál Iandsins að svo stöddu, heldur hverfa þar að, sem áður var frá horfið. Erlendir veiðiþjófar sektaðir. Eins og getið var í síðasta blaði »Gjh.« var Guðmundur Guðlaugsson, að tilhlutun stjórnarráðsins, sendur til Siglufjarðar til þess að vera þar til aðstoðar Vigfúsi Einarssyni lögreglu- stjóra. — Þriðjudaginn 29. f. m. fékk Guð- mundur botnvörpunginn »Marz« úr Rvík til þess að fara með sig 1' lög- gæsluferð út fyrir Siglufjörð, vestur með Fljótum og víðar. Hittu þeir þá skipin »Herlö« og »Havhesten« að ó- löglegum veiðum, og voru skipstjórar þeirra svo dregnir fyrir lög og dóm, er til Siglufjarðar kom. Var »Havhest- en« sektaður um 400 kr., en »Herlö« um 800 kr. og 30 kr. í málskostnað. Þá hafa og skipin »Heim« og »A1- bion« verið kærð fyrir ólöglega veiði, en dómur verður ekki kveðinn upp gegn þeim fyr en »Fálkinn« kemur og rannsakar mál þeirra, en hans er nú von til Siglufjarðar bráðlega. Bræjrabellð norska. Stjórnarráðið fékk nýlega bréf frá Asche- houg & Co. í Kristjaníu, stærsta bókaút- gáfufélagi Norðmanna, þar sem félagið býður landsstjórninni að gefa Landsbóka- safninu eitt eintak af öllum bókum, sem það hefir gefið út og Landsbókasafnið vill eiga. Tilefnið til gjafarinnar er stofnun há- skóla íslands. Flefir Skúli Thoroddsen ekki farið til Rúðu? Stjórnarráðið lætur rannsaka málið. Rvík 7/s kl. 5 e. h. Út af grun um það, að Skúli Thor- oddsen hafi ekki farið til Rúðuborg- ar, eins og honum var veitt fé til af alþingi, hefir stjórnarráð íslands látið rannsaka málið og spyrjast fyrir uin það í Rúðuborg. »Hotel de la Poste« þverneitar að Sk. Th. hafi búið þar. Sendiherra Dana í Rúðuborg segir, að enginn snefill hafi sést þar af al- þingisforseta íslendinga meðan hátíðin stóð yfir. Kveðst þó sendiherrann hafa spurt um hann á öllum stærri gisti- húsum, ráðstofunni og skrifstofu há- tíðahaldanna, en alstaðar árangurslaust. Sk. Th. gefur ekki aðrar sannanir fyrir því, að hann hafi komið til Rúðu- borgar, en að hann hefir lagt fram til sýnis á »Skrifstofu Sjálfstæðismanna« nafnlausan reikning frá gistihúsi, þar sem hann kveðst hafa búið, meðan hann dvaldi í Rúðuborg. Mag. Guðm. Finnbogason hefir op- inberlega lýst undrun sinni yfir, að hafa ekki orðið var við Sk. Th. í Rúðuborg, þrátt fyrir rækilega leit eftir honum þar. Hann þverneitar og ýmsu, er Sk. Th. segir í »Þjóðviljan- um« um samninga þeirra G. F. um eitt og annað, er til Rúðu kæmi. »Gjh.« leggur ekki dóm á það, sem hér er sagt, en æskilegast væri nú, úr því sem komið er, fyrir hr. Sk. Th., að hann gæti fært óyggjandi sannanir fyrir þvf, að hann hefði farið ferðina alla leið, svo sem ætlast var til, og sjáum vér heldur ekki betur, en að honum hljóti að vera það létt verk. Að hann hafi í raun og veru aldrei komið til Rúðu — því vill »Gjh.« ekki trúa fyr en það verður sannað með fullum rökum. Um það leyti, er hátfðahöldin voru í Rúðuborg f sumar, stóð f einhverju höfuðblaði Kaupmannahafnar (»Nation- altidende*, »Riget« eða »Politiken«) fréttabréf frá Rúðuborg eftir einhvern, er blaðið hafði sent þangað. Vér mun- um ekki í svipinn í hverju blaðinu það var, vegna þess, að vér lásum þau öll á sömu stundu. En áreiðan- legt er það, að þar sagði blaðamað- urinn frá því, að Skúli Thoroddsen hefði verið á hátíðinni fyrir íslands hönd og taldi hann þar upp með ýmsum fleiri frá Norðurlöndum. Það getur ekki verið neinum erfið- leikum bundið fyrir Sk. Th. að taka öll tvímæli af í þessu efni og það á hann að gera tafarlaust. Hitt er annað mál, að svo lýtur út, sem landið hafi lítið gagn eða sæmd haft af ferðalagi hans, og hefði hon- um vafalaust verið í lófa lagið, að gera meir að í þeim efnum, en eftir hann liggur. Rausnarsciaflr. Frú Þóra sál. Kristjánsdóttir frá Stórhóli gaf „Hjúkrunarfélagi Reykjavfkur" 500 kr. (í erfðaskrá sinni). Ásg. Ásgeirsson etazráð gaf Heilsuhælinu 100 kr. nýlega. I

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.