Huginn - 05.12.1907, Blaðsíða 1

Huginn - 05.12.1907, Blaðsíða 1
I. árg. Kaupendur Hugins iforiö svo vel aö atliuga aö þeir einir fá kaupbæti blaösius: SUJIARGrJÖF «sí ÆRIMGJA, sem liafa borgaö blaöiö fyr- ir nýár. /////// / / / I Umboðsver/lun N Blöndahl Sj Einarsson, | Lœkjargata 6. Reykjavík. ^ Lífsskoðanir. Framli. 2. Trústndd lífsskoðun. Alnienn lífsskoðun í lok miðalda. Lífsskoðanir eru ótal margar, og þó má rekja þær allar til tveggja, sem liggja til grundvallar. Það er lifsskoðun bigð á trú og lífsskoðun bigð á rök- semdum. Lífsskoðanír, sem liiggjast á trú, eru og margskonar, þótt þær eigi grundvallaratriði sameig- inleg. Eins eru hinar margvíslegar, þótt þær eigi sammerkt í því að rökstuðja. Mun nú verða líst einni aí hverjum flokki, er sína glöggvasta mismun- inn. Af þeim, er á trú biggjast, skal hér líst lífsskoð- un miðaldanna og hún borin nokkuð saman við trústudda lífsskoðun vora nú á dögum. En af rök- studdum lífsskoðunum verður valin skoðun vísinda- manna nú á dögum. Trúarbrögð vor segja að takmark mannsins sé að lifa sæll um eilifð og dírka guð. í firstu kristni var þetta þó bundið því skilirði, að hlítt væri kær- leiksboðorðinu. En er frá leið, fóru menn að leggja meiri áherslu á triina. Þá komu og fram ímsar skoðanir um, hverju trúa skildi. Rómverska kirkjan varð að lokum ofan á; hennar trúar og lífsskoðun útrímdi öðrum. Til þessa þurfti víða manndráp og stirjaldir, en ofan á varð hún. Upp frá þessu heimt- ar þessi kirkja, að allir trúaðir menn filgi þeirri lífs- skoðun, sem páfinn og aðrir mikilsmetnir guðsmenn firirskipuðu. Og hún heimtaði með odd og egg að allir væru rétttrúaðir. Drotnaði hún með harðri hcndi ifir hugsunarfrelsi manna og vakti einkum iíir skilningi þeirra á trúarlærdómonum. En smámsam- an hættust við þá aðrar kenningar, sem sumar voru frá kirkjunnar þjónuin en hún lagði samþikki á. Var þeim skipað til sætis með ritningunni og mátti enginn vefengja þær. Varð af þessu öllu sú lífsskoð- un, er einráð var í norðurálfunni á miðöldunum, Það var trústudd Hfsskoðun og stóð óhögguð fram í lok fimtándu aldar. Nú- skulu talin aðalatriði hennar í svo fám orð- um sem framast er unt: Guð skapaði heiminn með almættisorði sínu. Hann lét jörðina vera heimsmiðju, en utan um liana gerði hann tiu himna. Istur þeirra var eldhimininn (empyreum) og hreifðist hann ekki. Þar bír guð sjálfur og tignustu englar hans. Þar er firirmind als, sem á jörðu er, en all fullkomið. Þangað má ekkerl óhreint koma. Næstur eldhimni er kristalshiminn og snist hann (primum mobile) og slíkt hið sama hinir átta. Næstur fyrir innan kristalshimin er himinn Reykjavík 5. des. 1907. xa. ti>i. Eggert Claessen yfirréttarmálaflutningsmaður LœhJargBtn 1S. 15. Venjulega lieima kl. 10—11 og \ i—5. Talsími 16. Minnisblöð 0 ni.jðg þörf eign 0 fást í Söluturniiuim. Verð: 5 Jim-n. Bjarni Þ. Johnson yfirréttarmálafiutningsmaður Heima kl. 12—1 Pósthússtræti 14 (vestustu norðurdyr). Fataefni frá »Silkeb. Klæde- fabrik« eru sterk, falleg og ódýr. Verksmiðjan tekur ull og uUartuskur. Fljóta og á- reiðanlega afgreiðslu annast umboðsm. verksmiðjunnar Gísli Jónsson, Lv. 24. Sveinn Björnsson yfirréttarmálaflutningsmaður Kirlijustrœti ÍO. Heima kl. 10'1%—lVI* og 4—5, Talsími 53. J öla-Bazaar Edinborgar verðuropuaður Pöstudaginn 6. des. kl. 11 um morgnninn. Hr. Jónas H. Jónsson yfirsmiður hinna skrautlegu Þingvalla- skóla í sumar sem leið, hefir úlbúið og prýtt Bazaar-salinn. Orð- stírinn sem hann gat sér fyrir fráganginn á konungsskálanum er næg trygging fyrir því, hvernig útbúnaðurinn á Basaar-salnum muni vera. En þótt útbúnaðurinn á salnum sé smekklega af hendi leystur, þá er óhætt að fullyrða, að ekki standa munirnir sem á Baazarnum eru skrauti og prjTði salsins að neinu leyti að baki. Munið eftir tímanum kl. 11 föstudag’smorg'uninn. fastastjarnanna. Þá draga hinir nöfn sin af reiki- stjörnunum, en til þeirra töldu menn þá sól og tungl. Istur þeirra, en næstur fastastjarnahimni, er Saturns- himinn. Þá kemur Jupitershiminn, en næstur hon- um Marshiminn. Honum næstur er sólarhiminn, en þá sá, er kendur er við Venus, en honum næstur er sá himinn, sem dregur nafn af Merkuriusi. Instur og næstur jörðu er mánahiminn. Jörðin stendur kir en utan um liana snúast næstu himnarnir níu. Þó er það ekki orsakarnauðsin, er þeirri hreifing veldur, heldur er það vilji guðs.' Er sá vilji að visu orsök, en stöðva mundi hann mega liimnana ef hann vildi. Firir því er hér ckki orsakarnauðsin. Alt efni, allir líkamlegir hlutir, er samscll af fjórum frumefnum, jörð, fofti, vatni og eldi. En í efninu bir enginn kraftur og verður það því að fá kraftinn frá guði. Lætur hann því englana, þjóna sína, gera allar þær efnishreiflngar og efnisbreitingar, sem hann vill að verði. Englarnir skiftast í þrjár deildir og eru þrír flokkar í hverri. Ein deildin er uppi í eldhimni, önnur er dreifð um liina níu himn- ana, en þriðja deildin er niðri á jörðu. Englarnir stíra allri heimsrásinni og hreifmgum öllum, þeir láta grös gróa og dír dafna, strauma streyma, ráða firir hagstæðum vindum og veðurbliðu, gróðrardögg og góðu ári og öllu, sem nöfnum tjáir að nefna. Nú mun mörgum þikja eríitt að rekja ástæð- urnar til þess, er aflaga, ef alt er gcrt eftir guðs boði og erindrekar hans stíra heimsrásinni. En sú saga er lil þess, að þegar guð hafði gert alla heimana, þá ofmetnaðist sá engillinn, sem gekk honum næstur að allri atgervi. Það var morgunstjarnan, er Rómverjar kölluðu Lueifer (þ. e. ljósberi, ljósgjaíi). Hann köll- um vér djöful og andskota. Hann fekk í lið með sér engla ur öllum hersveitum himnanna og hóf uppreisn móti guði. En guð sigraðist á honum og varpaði honum og öllum hans filgifiskum niður af himnum og fekk þeim bústað í Helvíti. En það er undir jörðinni. Þessir illu ándar reina að spilla sköpun guðs sem mest þeir geta. Berjast þeir við góðu andana og skekkja því rás viðburðanna eftir megni. Þaðan er öll ófarnan og óáran runnin. (Frh.) »Vort Land«, danskt hlað ritar langa greiii, sem heitir »ísland er viðurkent að vera ríki«. Það er fyrir þá sök, að í lögum um vitagjald af skipum, er svo fyrir mælt, að ráðherra íslands semji um það við stjórnir annara landa. Þetta telur blaðið vott þess, að ísland sé þá talið ríki fyrir sig, og þar sem sagt er »ef þau koma frá útlöndum« þá sé Danmörk talin þar til. Sama rita ýms þýzk blöð. »Hamburger Nach- richten« láta þcss og getið að ráðherra íslands eigi að semja við dönsku stjórnina um vitagjaldið svo sem hverja aðra erlenda stjórn. »Leipziger Tageblatt« tekur og í sama strenginn, en undarlega þykir þvi iilaði við bregða. — »Berliner Tageblatt« ritar um »nýtt ríki í Norðurálfu?« og er það ísland og hygt á hinu sama. »Das deutsche Blatt« ritar samhljóða grein og hefir fyrirsögnina »skilnaður við Dani«. — Samhljóða grein er í »Staatsburger-Zeitung« og enn í »Deutsche Naclirichten«. Öll þessi blöð láta þess getið, að stjórnarblaðið hér heima segi að Hannes Hafstein, ráðherra íslands, hafi aldrei sagt að ísland væri hluti úr konungsrík- inu Danmörk, enda megi ekki það gera. Menn rekur minni til þcss, að nú undanfarið hefir verið talað mikið um afarstórt verzlunarfyrir- tæki, sem þeir Copeland og Berrv ætli að sefja á stofn hér við land. Um það mál verður dönsku blöðunum skrafdrjúgt. »Politiken« sendi mann lil Hannesar Hafsteins að spyrja hann spjörunum úr, en Hannes fer undan í flæmingi, svo að hlaðið er jafnnær. — »Dannebrog« spyr mjög hátíðlega »eiga Englendingar að leggja ísland undir sig?« »Köben- havn« er líka að tala um þetta og telur Hklegt í þessu máli komist bræðrasamvinnan á. — Þýzk blöð rita og um þetta mál. »Deutsche Tageszeitung« ritar langa grein um það, og »Ncue Hamburgische Börsen- halle« liefir og greinarstút um þetta og getur þess um leið, að ríkt verzlunarfélag sænskt ætli að hefja viðskifti við ísland.

x

Huginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Huginn
https://timarit.is/publication/187

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.