Huginn - 05.12.1907, Blaðsíða 2

Huginn - 05.12.1907, Blaðsíða 2
5Ö H U G I NN HUGINN kemur út annanhvern fímludag (og oftar), en þá fimtudaga, sem hann kemur ekki út, verða gefnar út y>Ni)jutigar« með nýjustu fréttum, er síðar verða teknar upp í Huginn. I. ár Hugins (til nýárs 1908) kostar kr. 1,75, og fylgja honum gefins til skilvísra kaupanda tímaritin: „SUMAECJJÖF“ (III. ár) með myndum (bókhlöðuverð kr. 0,75) og ,,ÆRIN(j!I“ (I. ár) gamanrit með myndum (bókhlöðu- verð kr. 1.00). Þeir sem borga þennan I. árg. fyrir 15. okt. næstk., fá ritin send ókeypis; þeir sem síðar borga, verða að láta fylgja póstburðargjald þeirra. Þeir sem ekki hafa borgað árganginn fyrir næstk. nýár, fá ekki kaupbætinn. Utgefendnr: Bjarni Jónsson frá Vogi, Miðstræti 8. og Einar Gnnnarsson Tempiarasundi 3. Talsími 160. Afgreiðsln annastTheodór Árnason,Templarasundi3. Talsími i6o. Afgreiðslan er opin kl. 1—2 og 3’ >—6> Knud Berlin ritar 17. nóv. langan ritdóm um bækling Einars Hjörleifssonar »frjálst sambandsland«. Reynir hann þar að bera brigður á rök Jóns Sig- urðssonar, en tekst illa sem von er; því að maður- inn hefir litla þekkingu og hugsar óljóst, eins og mörgum verður, þegar þeim geðjast eklti að sann- leikanum. »Social-Demokraten« ritar um hneiksli í hátíða- haldinu á ísla'ndi í sumar. Á blaðið þar við við- skifti Ásgeirs stórkaupmanns við stjórnina um nafn- bótina (etatsráðsnafnbótina og kaupin á þingmanna- skálanum). — »Augljóst dæmi þess að kaupa má nafnbætur við verði«, segir blaðið. Það hefir þessi niðurlagsorð; Nú væri fróðlegt að vita, hvernig frændi ráðherrans hefir komist að sinni nafnbót. (Frh.). Smápistlar jrá yímeríku eftir A. J. Jolinson (organista í Winnipeg). (Frh.) Það er mín föst sannfæring, að íslenzkir bænd- ur ættu að leggja alt kapp á að efla grasræktina, bæði til að fá meira gras en nú er, og einnig og ekki hvað síst til að geta unnið jörðina með léttu móti, með sem minstum mannafla, á sem styztum tfma. Það'sannast, að grasræktin verður einn hyrn- ingarsteinninn, og hann ekki hvað minstur, undir velferð og hamingju íslands. Jæja, lesari góður. Eg verð að biðja þig fyrirgefningar á þeim útúrdúr sem eg sé, að eg hefi tekið, frá því að lýsa fyrir þér Norður-Dakota nýlendunni, og öllu masinu um hvern- ig mér flnst að landar mínir á Fróni ættu að fara að, til að rækta landið sitt; en nú skal eg aftur snúa mér að því að segja þér áframhald af störfum bændanna hér. Þegar heyskapur er úti er Iítið um vinnu þangað til hveitisláttur byrjar, og er það venju- legast nál. miðjum ágúst. Hveiti og annað korn er slegið með stórum vélum, sem kallaðar eru »bindar- ar«, Þessar vélar skera hveitistöngina (sem oft er 2—4 fet og meira á hæð) niðri undir rótinni og bindur þær svo saman með sterkum tvinna í knippi. Svo setur hún þessi knippi úr sér í garða og eru þau tekin úr þeim, og búnar til úr þeim drýlur. Knipp- in 5—6 reist upp hvert við annað, og er það gert af mönnum sem ganga um akurinn á eftir vélinni. Venjulegast þarf tvo menn á eftir hverri vél til að reisa bindin upp. í þessum drýlum eru bindin látin vera þangað til farið er að þriskja þau (ná korninu úr þeim) og er það gert með stórri vél, sem hreifð er með annari vél, sem gengur fyrir gufuafli. Við eina þriskivél þurfa 16—18 manns að vinna. Og er vinnan þessi: Sumir flytja hveitið af akrinum að þriskivélinni á vögnum með heygrind ofan á; tveir hestar ganga fyrir. Venjulegast þarf 8 vagna til að hafa við að draga að hverri þriskivél. Aðrir af verkamönnunum fylgja vögnunum eftir á akrin- um, og kasta þeir bindunum úr drýlunum, sem áður eru nefndar upp í grindurnar með »fork« meðan verið er að hlaða vagninn; en maðurinn sem keyrir hestana lagar bindin til og hleður þeim i grindina þar til hún er full, þá fer liann heim að vélinni og losar úr vagninum í hana. Þá eru nokkrir menn heima við vélarnar, t. d. stýrir sinn maður hvorri vél, þriskivélinni sjálfri og gufukatlinum sem knýr hana áfram, þá er og kyndari, og tveir og þrír menn, sem hjálpa til að losa vagnana í þriskivélina. All- oftast draga bændur sjálfir kornið frá vélinni heim f kornhlöður sínar, og eru þeir eigi taldir með reglu- legum verkamönnum við vélina. Þegar hveitið er vel sprottið þriskir góð vél frá 1800—2200 bushel (1 bushel — 60 pund) á dag. Kaupgjald við þriskingu hefir stöðugt farið hækkandi undanfarin ár, er nú orðið 2,50—2,75 doll. á dag og fæði, en vinnutíminn er afar langur, frá kl. 6 árdegis til kl. 9 og 10 síðd., og í þeim tíma að eins 1 kl.t. til miðdegisverðar. Vagnstjórarnir, sem þurfa að hirða hesta sína, þurfa ofan á morgnana kl. 4 til að gefa hestunum, svo hvíldartíminn er ekki langur hjá þeim, en vinna þeirra er dálítið léttari. Vinnutími við hveitisláttinn er styttri, nál. 12 klst., og kaup líka lægra 2,00—2,25 doll. á dag og fæði. Tímalengdin við þrisking er stöðugt að styttast. Áður fyr hafði þrisking staðið yfir 40—45 daga, nú að meðaltali nál. 24 daga, svo það eru ekki neinir óskapa peningar sem hægt er að hafa upp úr þriskingu, þótt kaupið sé allgott.^ Stund- um kemur það fyrir að ekki er hægt að vinna nema tíma úr degi vegna rigningar og er þá verkamönnum annaðhvort gefinn >/3 úr degi, '/2 dagur eða 3/4, enda þótt þeir oft og tíðum hafi unnið 1—2—3 klt. fram yfir þann tíma sem þeir fá kaup fyrir. Fram að þessu hefir alt valdið verið í hendi vinnuveitandans hvað þetta snerti, en nú er það dálítið að breytast. Vinnulýðurinn er ekki alveg eins auðsveipur og undir- gefinn. Sem eðlilegt er, er uppskeran mjög misjöfn. Sumstaðar fá bændur yfir 20 bush til jafnaðar af ekrunni af hveiti, og er það mjög góð uppskera, og 40—50 bush af höfrum; en svo er á öðrum stöðum ekki nema fá bush sem fást af ekrunni, og gerir lítið betur en borga kostnað. Eigendur þriskivélarinnar leggja til fæði og kaup um þriskitímann, en taka svo vissa uppliæð af bændum á hvert bush sem þeir þriskja fyrir hvern þeirra. Vélin sjálf mælir bush- fjöldann. Fæðið er yfirleitt mjög gott sem fólkið hefir um þenna tíma, og er það tilbúið af stúlkum í dálitlu tréhúsi (kari) sem er á hjólum og æfinlega flutt með þriskivélinni hvert sem hún fer. Yfirleitt er fæði sem fólk hefir í þessari nýlendu mjög gott. Lifir það mikið á kjöti, einkum nautakjöti, mjólk og eggjum, því hænsnarækt er mikil á flestum heimil- um. Og fátæklingar sem að eins lifa á daglauna- vinnu sinni, lifa ólíkt betra lífi úti í nýlendunum en inni í bæjunum og borgunum, t. d. hér í Winnipeg, og mun eg síðar víkja að því. Þegar þrisking er úti á haustin fara bændur undir eins að plægja akra sína, og eru að því látlaust alla daga þangað til frost er komið, svo að ekki er lcngur hægt að vinna vegna þess, enda plægja þeir mest af ökrum sínum á haust- in. Mest plægja bændur akrana sjálfir með sonum sínum og öðrum heimamönnum. Fyrri part vetrar- ins draga þeir hveiti sitt til markaðar í járnbrauta- bæina, og fá þeir það borgað jafnóðum. Meðal- hveitiverð mun vera nál. 60 cents fyrir Jiushelið. Á veturna er lítið að gera annað en hirða gripi. Ein- stöku bændur taka gripahirðingarmenn yfir veturinn og borga þeim frá 16—20 doll. um mánuðinn auk fæðis, en fáir munu vilja gefa sig í það sem annars eiga úrkosti. Það er annað en gamanspaug að kóf- sveita sig við vinnu inni aðra stundina og fara svo út í kuldann hérna — 28—32 stig á R. — hina stundina. Eg hefi þá drepið á helstu störf fólks í þessari ísl. nýlendu, kaupgjald o. fl. Mitt álit er það, að þar sé enginn lífvænlegur vegur fyrir aðra en bændur sem eiga lönd sín. Öll lönd eru þar upp- tekin og komin í afarhátt verð, 2—4 þvis. doll. hvert land (160 ekrur) svo eigi er það heiglum hent að gerast þar bóndi. Auðvitað getur daglaunafólk lifað á vinnu sinni, en það er ekki heldur meira. Vinnu er ekki að hafa nema tíma og tíma af árinu, eins og áður er sagt, og ekki nema mjög lítinn tíma vel borgaða. (Eftir »Vínlandi«). (Frh.) ----- Eftir að Schmitz var endurkosinn árið 1905 gerðist hann miklu djarfari en áður var hann, og réðst nú í stærri gróðafyrirtæki en þau er nú voru nefnd og hann hafði látið sér lynda lil þessa. Þá var það að hann gerðist í laumi félagsbróðir vínsölu- manna nokkurra þar í borginni, er ráku stórsölu- verzlun sem nefndist Hilbert Brother’s Mercantile Company, og hét hann þeim að beita til þess em- bættisvaldi sinu, að láta allar knæpur í borginni kaupa whisky þeirra og engra annara; en fyrirþann greiða lofaði félagið að borga honum 50 dollara af verði hverrar tunnu, sem seld væri, og þeim pening- um átli liann og Tomas nokkur Reagan að skifta jafnt á milli sín. Reagan þessi var lögreglufulltrúi, og honum var á hendur í'alið að beita lögregluvaldi til þess að kúga knæpurnar til að kaupa wliisky þetta, og jafnframt átti hann að vera agent vínsölu- félagsins. Hilbert-félagið rak nú verzlun sína af miklu kappi; keypti whisky-tunnur þúsundum saman af víngerðarmönnum hér eyslra, og borgaði frá 65 til 85 cent fyrir gallónið, og það whisky lét Schmitz og lögreglustjórnin knæpurnar kaupa fyrir þrjá dollara og bálfan fjórða dollar gallónið, að tolli meðtöldum. Enginn veitingamaður þorði að andæfa þessari ein- okun. Schmitz hafði áður svo um lniið, að engum var veitt vinsöluleyfi til lengri tíma en þriggja mán- aða, og þurftu því allir veitingamenn að fá leyfi sitt endurnýjað á þriggja mánaða fresti, og með því móti var einnig hægt að svifta þá leyfinu innan skamms, hvenær sem þeir sýndu nokkurn mótþróa. Þeir keyptu því alfir whisky af félagi borgarstjórans og það rftkaði saman peningum. Ruef var að nafninu málaflutningsmaður félags þessa og fékk fyrir það fimm hundruð dollara mánaðarlega. Með þessu bragði einu hefðu þeir félagar grætt of fjár á fám árum, ef engin óhöpp hefðu fyrir komið, en áður en fult ár var liðið varð jarðskjálftinn mikli og öll vínsala bönnuð í San Francisco í marga mánuði. Hilbert- félagið varð gjaldþrota, svo að þ'eir Schmitz og Ruef urðu að láta sér lynda það, sem þeir voru búnir að fá lijá því til þess tíma er sú auðsuppspretta þraut. En í . leyniskjölum félagsins fundu skoðunarmenn eldsábyrgðarfélaganna samninga þá, er það hafði gert við Schmitz, og þannig varð uppvíst um þetta til- tæki hans. En þetta var ekki cins dæmi, svipaðri aðferð beittu þeir félagar í ýmsu öðru; þannig urðu allar knæpur að kaupa öl sitt frá ölgerðarhúsi, er átti Wreden slökkviliðsstjóri, og vindla frá vindlagerðar- félagi, sem Drinkhouse lögreglustjóri átti, og glervöru alla urðu þær að kaupa af félagi, sem tveir aðrir lögreglustjórar áttu mesta hluti i, og frá öllum þess- um félögum fengu þeir ríflega þóknun fyrir hlunn- indin. En þó þessi verzlun væri þeim félögum nota- drjúg meðan hún entist, þá höíðu þeir jafnframt miklu meiri tekjur af spilahúsum og skækjum. Þeir létu lögregluliðið gæta þeirra, vernda alt þeirra at- hæfi og gerðust fjárhaldsmenn þeirra og tóku svo að launum ákveðinn blut af öllum fjárafla þeirra. Stærsta skækjuhús borgarinnar (620 Jackson street) var al- ment nefnt »The Municipal Crib« af því að allir vissu að það var opinber stofnun undir umráðum bæjarstjórnarinnar, og það hús galt Schmitz og Ruef um fjörutíu þúsund dollara á ári, en það var fjórð- ungur af ölluni fjárafla þess. Annað hús af sama tagi borgaði þeiin 440 dollara á liverri viku eða nál. tuttugu og þrjár þúsundir um árið, og að sama skapi fengu þeir peninga hjá öllum hinum smærri. Spilahús Kínverja þar í borginni urðu að gjalda þeim átján þúsund dollara út í hönd í ársbyrjun, og þar að auki þúsund dollara vikulega. Þar fengu þeir sjötíu þús- und dollara um árið. Veðreiðafélög bæjarins guldu þeim tuttugu þúsundir mánaðarléga, þá sex mánuði ársins, er veðreiðar voru haldnar, þar fengu þeir hundrað og tuttugu þúsund dollara á ári. Hve mik- ils fjár þeir hafa aflað sér með lilstyrk lögreglustjórn- arinnar, er seldi hverjum hæstbjóðanda hvert það atvinnuleyfi, er 11111 var sótt, það mun aldrei uppvíst verða, en þeir, sem kunnugastir eru, geta þess til að það hafi numið a. m. k. hálfri miljón dollara um árið. (Meira). Fróðleiksmolar. Tvö frímerki fyrir 75000 franka. Nýlega fanst í gömlum bréfum verzlunarhúss nokkurs í Bordeaux, bréfumslag með tveimur frímerkjum á frá Mauritius, það voru rautt One penny og blátt Two pence stimpl- uð 21. sept. 1847. — Til þessa þekkjast að eins 13 frímerki, af hinum rauðu en 9 af hinum bláu, svo að hér var um mjög mikið dýrindi að ræða. í »Senfs verðlista« eru hin rauðu talin 15000 marka virði og hin bláu 20000 marka virði. Þýzka ríkis-

x

Huginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Huginn
https://timarit.is/publication/187

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.