Huginn - 05.12.1907, Blaðsíða 3

Huginn - 05.12.1907, Blaðsíða 3
H U G I N N 51 póstsafnið bauð þegar 50000 mörk fyrir umslagið, en franskur auðmaður bauð 75000 franka og keypti hann þau. (Eftir Dahjeim), Járnbrautir. Kínverjar auka járnbrautir i mesta ákafa. Þeir eru nú byrjaðir á lengstu brautinni, 1300 stikuþúsundir (rastir, kílometer). Japanar hafa lagt járnbraul um suðurhlutann af Mandsjúríu og kostað afarmiklu til. Þeir hafa t. d. beðið um vörur til liennar frá Vesturheimi fyrir 4000000Ö kr. Pappír. Sem stendur eru 4292 pappírsverk- smiðjur á jörðunni og í þeim (5218 vélar. í Eng- landi eru brúkuð 13 pund af pappír á mann, í Banda- ríkjunum 11 lh pund, í Frakklandi tæplega 8V2, í Ítalíu 4, í Austrríki og Ungarn 4, á Spáni tæp 2 og 11/2 í Rússlandi. — Er þetta mælikvarði á menningu þjóðanna. Tóbakseyðsla heinisins. Ekki er það neitt smáræði sem notað er af tóbaki í heiminum eftir því sem nýútkomnar skýrslur Bandaríkjastjórnarinn- ar sýna. Skulu hér taldar þær 12 þjóðirnar sem mestu eyða: Bandamenn eyða árlega 440 000 000 pd. eða 5,40 pundum á livert inannsbarn í landinu, Pjóð- verjar 201 753 000 (3,44), Rússar 150 244 000 (1,10), Frakkar 84 392 000 (2,16), Bretar 88 378 000 (1,95), Austarrikismenn 78 775 000 (3,02), Ungverjar 47 905 000 (2,42), Belgir 44 373 000 (6,21), ítalir 34 542 000 (1,05), Mexikanar 1 887 000 (1,39), Kanadabúar 15 400 000 (2,74), Egjálfubúar 10 158 000 (2,5£). Þetta verður til samans 1209678000 pund eða 2,79 pd. að meðaltali á hvert mannsbarn þessara þjóða. (Eftir Das Wissen tiir Alle)r Fraktúruletur er nú að ganga fyrir Ætternis- stapa hjá oss íslendingum, sem var eina letrið á bókum fram til skamms tíina, en er nú lagt niður. Hin uppvaxandi kynslóð er því að verða ólæs á það, og er það næsta illa farið, að geta eigi lesið bækur á sinni eigin tungu, og eigi samhljóða þeim kröfum tímans, sem rætt er og ritað svo mikið um í blöð- unum, um almenna mentun í landinu. En liverju er þetta að kenna? Þar til liggur það svar: að börn- um er ekki kent það jafnframt latnéska letrinu. Pví er og einnig slept í stafrófskverunum, sem ætti þó ekki að vera, því ætti og að fylgja smágreinar til æfinga. Gotneskt letur, sem er að mestu sama kyns, hefir síra E. Briem tekið upp í stafrófskver sín, sein- ast 1904, hefir hann því ætlast til þess að börn lærðu það; enda ætti þegar að taka upp kenslu þess aftur. Heyrt höfum vér að vantað hafi í letrið t. d. ð, en það sýnist hægt. Það sýnir vottinn að í Njálu, Kmh. 1772 er stungið ð á þess stöðvum. Ð mætti og steypa í stafrófið eigi síður en aðra stafi. Kröfur tímans sýnast heimta það, að letrið væri tekið upp aftur. L. A. F réttir. Fréttabréf frá fréttaritara »Hugins« í Winnipeg A. J. Johnson. Úr bréfl frá fréttaritara í Foam Lake-bygð í okt. Uppskera byrjaði liér ekki fyr en í annari viku mánaðarins (sept.) og hveiti var ekki fullvaxið, og hefir skemst meira og minna af frosti. Bygg og hafrar er allgott. Tíðin óstöðug og vætusöm og köld allan sept. að lieita mátti. G. J. Bíldfell hefir kcypt þriskivél og ætlar að brúka hana á þessu hausti. Ákveðið er að leggja járnbraut í gegnum þessa ný- lendu, og er það fagnaðarefni fyrir alla nýlendubúa. Úr bréfi frá Quill Lake-bygð. Sash. 30. okt. Hveiti hefir frosið hér svo mikið að það mun ekki teljast meira en til 4. ílokks, þrátt fyrir afar- hátt hveitiverð; mun því meðalverð ekki fara fram úr 50 c. bush. (60 pd.). 15—16 bush af hveiti liafa verið til jafnaðar af ekrunni, en 40—50 af höfrum. Járnbrautin sem leggja á hér í gegnum ísl. bygðina, verður tilbúin á næsta vori. (Skýrirg: Foam Lake og Quill Lake (frb. fóm- og kvíll, froðuvatns 'og fjarðarvatns) eru stærstu isl. bygðirnar í Sashatshenanfylkinu í Canada og eru nál. 45 milur ensk- ar á breidd. Quill Lake-bygðin er yngri og stærri miklu en Foam Lake bygðin, og hefir verið að byggjast nú á síðustu árum, er nú fullbygð. Land er álitið þar gott og frjósamt, enda mest stunduð akuryrkja. A. J. .!.). Úr fréttabréfi frá Pine Vallejr-bygð (Furudalsbygð) í okt. Þessi litla bygð, sem er í suðausturliorni Mani- tobatýlkis, samanstendur af nálægt 60 búendum. Suðurhlutann byggja Svíar og Norðmenn, miðbikið íslendingar og norðurhlutann Frakkar. Bygðin er 8 ára gömul, hefir enga sveitarstjórn og litlar verkleg- ar frainkvæmdir. Landslagið er ölduinyndað og víða vaxið þéttum skógi, en nokkuð blautlent. Jarðvegur góður og engjalönd víða allgóð. Flestir bændur stunda akuryrkju, auðvitað margir í smáum stil. Sumarið hefir verið óhagfelt að flestu leyti. Rign- ingar altaf við og við, sem mjög hafa hnekt heyskap, svo sumir hafa ekki náð upp nægum heyjum. Hveiti- sláttur hefir einnig gengið seint, vegna votviðra. Upp- skeruhorfur mjög misjafnar. Uppskera garðávaxta einnig mjög misjöfn. Tveir ísl. hafa bygt í sumar myndarlegar byggingar, P. Pálmason og S. Anderson. Félagslíf dauft, nema ef telja skyldi danssamkomur unga fólksins einstöku sinnum. Heilsufar og liðan manna yfir höfuð viðunanlegt, að svo miklu leyti sem eg til veit. Úr bréfi frá Blaime Wash. U. S, A. í okt. Ágæt tíð, sól og sumar á hverjum degi afloft- ast, að eins einstaka sinnum smá regnskúrir. Atvinna hefir verið góð í sumar, og þar af leiðandi velgengni fófks yfir höfuð. Annríki sumarsins er nú að minka. Úr bréfi frú Minneota Minn. U. S. A., 20. sept. Uppskeruhorfur alt annað en glæsilegar í þess- um bygðarlögum. Eftir }>ví sem þegar er búið að þriskja verður uppskeran minni en síðastl. ár, og hefir hún á þeim verið fremur léleg. Afurðir bænda verða í liáu verði, svo verið getur að bændur fái eins mikið í aðra hönd, eins og þegar uppskera er rff- legri. Þrjú síðustu árin hefir verið fremur léleg upp- skera, og valda því hin köldu votviðrasömu vor, sem verið hafa undanfarin ár hvert öðru verra; síðasta vor var þó verst, svo víðar eru hörð og vond vor en á íslandi. Þessi erfiðu ár hafa liaft þær afleið- ingar, að bújarðir hafa fallið drjúgum í verði, enda var það mál manna, að land væri orðið hér of dýrt, 40—60 dollara ekran, en samt er hér gott búland, en svo dýrt, að crfltt er fyrir fátækan mann, ef ekki alveg óldjúfandi, að kaupa bújörð. Heilsufar landa hefir verið gott síðustu misseri. fl 03 bi ð A 0 U 0 O 0) u* 3 O U ■*o yi o o SSl Hiti lO T-ý 00 !>" 00 o" O cJ cf •l-+ +4—1—1—(- Veðrátta —< ío co uo io Vindmagn O © lúOOCOiO Vindátt O | CN co 00 Loftvog O l »o -ú ©^ co o' cT oT t>' cT O »0 '-t' 'TÚ co Ol co Grímsstaöir Hiti ©UO^ OO^LQOO^ csf cvf 00 ■rfí' o o - o"' •!•+ +-I--I- + Vcðrátta ■^ r-< OO Tt CO OO OI Vindmagn O CO WOTfMM Vindátt j C'f 00 | TtTf Tf< Loftvog o^uo^ o^cq^uooo co'o o io th'' csf uo C'l CM O O O O O o o 'C >> U 3 Hiti uo^uq o^uqo^cquq r-Tuo' i> cf o co oo' •|‘+ +•!• H—Þ Veðrátta C4 <M TH © CO <00 Vindmagn O CM t> rH CO rH th ^indátt | 00 Loftvog ©© T-f oo cf cf oo' cf of O LO 00 O0 00 CM M Blönduós Hiti Opo CM CO Lff O'O OO CO Veðrátta Tf th 00 00 t+ t+ O0 Vindmagn (NTf O MI> T—t TH Vindátt OO O 00 U0 l> I> HH Loftvog oq C^ <0 O^ CO )H CM O oo' 00 O 00 oo' O uo 00 oo OO CM CM Reykjavík Hiti thth thNO^thN <of of tjT o od od c<f Veðrátta uo uo LOOOIOOOIO Vindmagn O T-H CM O I> CM Vindátt | 00 00 | Tf TJH o Loftvog o^th oo^r^uqoo^Tt^ Tf cf od cf cf icf OKO 00 OO 00 H oi Nóv. © © qj th csf oo T+ uo > co SS §> '■§ i “ 11 á 11 > co 11 co co C3 <M rt T"1 Sj = £ c *o 3 ~ flj 15» B JS * “ ° o W II 0 CO < co CJ « u -ö < Sv * 11 vh II s« •'* O tf c/3 "d O O o o ^ 3 3 ií s. 11 « o ' - • sfl 'u 1 c3 »0 ^ c fl 2 o ■ 3 < 1 c j: 1 3 ^ bC .h 3 C II o u > •• 2: 6 fl h 3 -r M M ^ T""1 -3 &H l! m a > ™ rt Z 3 o XU s II - 3 öO h hc h .2 3 « <2 crt *0 00 ‘§ u - O O lús II ö 2 ií 3 3 3 « ;o2 < J 'c3 s o ► cTCáísíín, *&ataofni, cTöf. — cfllf vanéað. H Ander5ea&5öa. leikfélag Reykjavikur. Nauðsynlegt hverjum manni sem komast vill þurrum fótum um göturnar í bleytu, að eiga skólilífar; en þær fást af ftestum teg. beztar og ó- dýrastar hjá Lárusi G. Lúðvígssyni, Ingólfsstrœli 3. NB. K.auphætir með liverju pai*f ■neöaii endfst. Frænka Charley’s Sunnudagskvöldið 8. des. kl. 8 siðd. í síðasta sinn. Tekið á móti pöntunum í afgreiðslu Isafoldar. Sigurður Magnússon læknir. Miðstrætl 8. Heima ll 11—1 og 5—6. Islenzkir fánar. Smáir . . . kr. 3,00 meðal stœrð . — 8,00 stórir . . . — 12,00 fást á afgreiðslu Hugins. Húsgagnayerzluii Jónatans Porsteinssonar Laugavegi 31 Talsími 04 selur Pliiss-borðteppi með 15° afslœtti að eins næstn viku. Mælir enn fremur með sínum feikna-stóru og margbreyttu birgðum af alls konar húsgögnum og öllu þar að lútandi. Mikið af vörum nýkomið, og mikið kemur með næstu skipum, sem þá verður auglýst. Vegna þess að vinnukrafturinn á vinnustofu minni hefir verið mikið aukinn, get eg afgreitt hverja pöntun ótrúlega fljótt; einnig aimast eg um alls konar bæjarvinnu, þ. e. við Linoleum, gardinur og portiera og íleira. Skoðið liið mikla og um leið ódýra líft-val, ef ykkur vanhagar um citthvað af vörum mínum, því þá eruð þið viss með að fá það sem þið viljið. Virðingarfylst. Jónatan Þorsteinsson.

x

Huginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Huginn
https://timarit.is/publication/187

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.