Höfuðstaðurinn

Eksemplar

Höfuðstaðurinn - 23.11.1916, Side 2

Höfuðstaðurinn - 23.11.1916, Side 2
HÖFUÐSTAÐURINN Auglvsingum 1 Höfuðstaðínn má skila í Litla búðina eítir kl, 6 siðdegis. Notuð frímerki keypf í Þingholissræti 5. Etna. ----- Nl. »SkjáIfa ásar, Etna hás. til orustu blása tekur« S. B. Þá er eftir 400 melra há vik- urdyngja upp að gfgnum. Pað er því ekki til setunnar boðið ef ferðinni á að vera lokið fyrir sól- ar upprás, en til þess er þó leik- urinn gerður. Múldýrin eru skilin eftir við kofana og nú er lagt af stað fót- gangandi, síðasta spölinn, og maður veður djúpt i smávikr- inu, stundum rennur maður til og öskudyngjan fer á stað með mann, langa leið niður eftir. — Maður verður að sperra út hend- ur og fætur til að lenda ekki undir öskudyngjunni og mann logsvíður í augun og nasirnar af rykinu og gufunni og liggur við köfnun. Eftir stundar klifur og erfiði nær maður upp á tindinn, gíg- barminn, barminn á stóra gaidra- pottinum hennar Etnu. Tylli mað- ur sér upp á hæsta hraunrimann^ blasir við hið fegursta úlsýni.— Hinir ógurlegu gígbarmar sýnast eins og skál utan um geigvœn- legt kolsvart hyldýpi, þar sem eitr- aðir gufumekkir gefa til kynna hin ógurlegu öfl sem leynast í djúpinu. Sólin rís yfir Kalabriufjallgarð- | nn, fögur og skínandi, og maður baðar sig í fyrstu geislum morg- unsólarinnar, en alt hið neðra er hulið húmskuggum næturinnar. Skuggi risafjallsins teygir sig yfir alla Vestur-Sikiley og vor eigin skuggi sést bera við gufu- mekkina og fylgja hreyfingum þeirra- Innan skams er allur hnjúk- urinn farinn að teygja sig upp í geisladýrðina og áður langt um líður, hefir hún einnig náð niður yfir alla eyna og bæjirnir, hvít- málaðir, og hafið blasir við. En nú gerir kuldinn og brenni- steinssvælan vart við sig fyrir al- vöru, svo nú verður að hugsa Skófatnaður er !! ódýrastur í KAUPANGI. § ^ T. d, Verkmannaskór á kr. 11,50. ^ ... ' ‘ Qi TIL HAFNARFJARÐAR fer bifreið kl. 11, 2 og 6 frá Sðluturninum eins og að undanförnu. Afgrelðsla í Hafnarfirði er fluft lil AUÐUNS NIELSSONAR. Pantið far í síma 444 í Reykjavík og í Hafnar- firði í síma 27. M. Bjarnason. Lampar Jóns Hjartarsonar & Co. Tómar steinolíutunnur kaupir Helgi Zoega, Nýlendugötu IO# a5 auc^sa \ Bréf og samninga vélritar G. M. Björnsson Kárastíg 11 (Kárastöðum). TÆKIFÆRISKAUP. FJALLKONUSÖNOVAR sem áður kostuðu 50 a. heftið, verða nú seldir þessa viku á 30 aura í Bókabúðinni á Laugav. 4. til heimferðar í skyndi og á leið- inni niðnr eftir, gefst manni tœki- færi til að sjá og skoða náttúru- undrin, má þar Ifta yfir 1000 eld- gíga hrauka, hingað og þangað. Ferðin upp Etnu gleymist seint, þeim er har.a hafa farið. — E. P. Unnusta úennannsms. Norsk saga. —o— Frh. XVI. Bréf frá Finnlandi. Hálfdán veitti því eftirtekt, að Vilmer var fölur mjög og beygð- ur, Var lítinn hamingjubrag á honum að sjá, þó búast mætti við því gagnstæða. Hann er lík- lega eitthvað bilaður á heilsu, hugsaði Hálfdán, og hélt áfram niður eftir götunni. Ljósakveikir mætti honum þar, var hann að tendra götuljósin og var að því starfi fljótvirkur og mikilvirkur, varð nú bráðum albjart í götunni. Hálfdán hélt enn áfram og var að hugsa um Vilmer, þegar alt í einu sleði kom þjótandi og stað- næmdist rétt hjá honum, steig maður út úr sleðanum og heils- aði Hálfdáni með nafni, var þar kominn Doktor Jórdan. — Komdu með mér, eg hefi fréttir að færa þér. Þeir stigu nú báðir aftur upp í sleðann og héldu á flugferð upp eftir götunni. Hálfdán varð í meira lagi óþol- inmóður og leiddist að bíða eftir því að Doktorinn leysti frá skjóð- unni.

x

Höfuðstaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.