Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 09.12.1916, Blaðsíða 1

Höfuðstaðurinn - 09.12.1916, Blaðsíða 1
HO FUÐ S TAÐURINN 72. tbl. Laugardaginn 9. desember. 1916 Símskeyti írá útlöndum. Frá fréttarítara Hðfuðstaðarins. Kaupra.höfn 8. des. Bandamenn hafa lagt hafnbann á Grikkland. Lloyd George myndar nýtt ráðuneyti. Rúmlega þriðjungur Rúmenfu er nú f óvina hðndum, Bjarni Bjöensson endurtekur kveldskemtun sína í síðasta sinn í kveld klukkati 9 í Bárunni* Höfuðstaðurinn er bezta blaðið. Hvergi er betra aö auglýsa en f >Hðfuöstaðnum«. »Höfuðstaðurinn« flytur alls konar fróðleik, kvæði og stökur, og tvær sðgur, hvora annari betri. Kaupið þvf Höfuðstaðinn. HÖFUBSTAÐURIWN Háskólinn f dag: Jón Jónsson docent: Saga fsl. kirkjunnar, kl. 7—8. Bjðrn M. Olsen próf.: Bók- raentasaga fsiendinga, kl. 5—6. Jóla- og nýárskortin, sem Friðfinnur Guðjónsson hefir gefið út, er öllum kærkomin send* ing. Á þeim eru fjöldamörg fs- lensk erindi og heillaóskir. f siðasta sinn skemtir Bjarni Bjðrnsson í kvðld i Bárunni. Mun verða húsfyllir hjá honnm, eins og undanfarandi kvöld. Isbjörninn. f gær og í fyrradag var verið að taka fs á Tjörninni, fyrir »Is- bjðrninn.. Sykurbirgðir. Það er haft eftir manni úr Qrindavík, sem var hér í bænum í gær, að Einar bóndi í Qarðhúsum hafi getað selt sveitungum sfnum nægar sykarbyrgðir fyrir 110 aura kílóið. Einnig hefði hann talsvert af öðrum nauðsynjavörum fyrir sinn hrepp. Það er sagt. Sú fregn gengur hér um bæinn, að kaupmenn hér muni lúra á tals- verðum sykurbirgðum þó hann fá- ist ekki keyptur. Hvort þetta er satt veit enginn, En ef það skyldi vera satt, er hugsanlegt að þeir selji hann fyrir jólin, með jólaverði. Botnfa fór frá Leith í fyrradag, áleiðis hingað, Botnvörpungur kom inn f nótt með fisk f ís, verður hann fluttur yfir í »Are* >am fer með hann til útlanda. Haustvertfðin austanfjalls hefir orðið óvenju góð. Verið talsverður fiskur þegar á sjó hetir gefið. Um sfðustu helgi var róiðá Eyrarbakka, fékst þá frá 27—50 í hiut. Sjálfstæðið. Einkennilega rituð grein bitrist f »Landinu< f gær um flokka- skiftingu á þingi, þar er þvf hald- ið fram að hin gamla skiftingu flokkanna, Heimastjórn og Sjálf- stæðismenn eigi að halda áfram á alþingi, vegna þess að þjóðin eigi ekki að hœtta að deila sín á milli um réttindi landsins, fyr en fsland hafi öðlast fullveldi út á við eða eins og blaðiö kemst að orði, að sjáifstæðismálinu hef- ir verið til fulls ráðið til lykta. Þessi merkilega fastheldni við sjálfstæðis nafnið sem hefir svo oft boriðj^sigur^úr býtum við kosningar^fyrir þá menn er hafa nefnt sig sjálfstæöismenn, fer of langt með blaðið. Allir munu óska þess aðjsem fyrst og jafn- vel þegar fyrir löngu væri afmáð greining flokkanna á þingi f þvf málefni sem varðar aðstöðu fs- lands út á við. Flestir sem hafa lesið sögu hins endurreista alþingis munu hafa furðað sig á, hve langlffsú deiia hefir verið og hve mikið pólítiskt þroskaleysi þingið hefir getað sýnt með framhaldi hennar. En »Landið< bœtir því við f »leiðaranum« sem fer rétt á und- an samkomu aiþingis að það sé ekki trúlegt að »þjóðin sé svo gæfusneidd* að ekki verði borist hér á banaspjótum út at þessu máli, sem allir vita að tæplega getur unnist fram til sigurs fyr þing og þjóð hafa staðið þar lengi í einhverju með sama mál- stað. Þjóðvaldsmaðnr. Heimsstyrjöld neðansjávar. Stálið — verkfræðin — hugvit- ið, þetta þrent er það sem hefir breytt útliti heimsins mest, og það er þessi sama þrenning, sem nú ler höndum um jörð vora, svo að hriktir í öllum samskeytum. Það þarf enga framúrskarandi skarpskygni til að sjá það, að frá ágústbyrjun 1914 hefir þetta þrent lagt grundvöllinn undir Surtarloga ófriðarins. En sá sem spáð hafði neðansjávarorustum og hemaði, mundi hafa verið talinn fól eitt og fífl. Fiæðimenn og tölvitringar heimsins mundu hafa sannað þetta með voldugum tðlum og útreikn- ingi að slíkt gæti aldrei komist f framkvæmd. En einn gáðan veðurdag kemifr ka'bát'úr öslandi írá W lhelmshafen og inn geenum C ib'aUarsu'd. — Hat n t'eriu' enn fram ng plægír h n«r sö u ík> ö dm Marmarabats- ins. Fyrsti kapttulmn í sk Idsögti J"les Vern , er orðinn veru'rikt og Þýzkaland héu á ram sögi'nni og hún er rituð með blóði. Lusitania var fyrirsögnin á öðrum kapitulan- um, »Falaba« á þeim þriðja o. s. frv. Sögunni er enn haldið áfram, þrátt fyrir allan »Nótu« hátíöleik Wilsons, norður í íshafi við Marm- arastrendur, norskum skipum er sðkt hópum saman og skipshafn- irnar ofurseldar hörmungum íshafs- ins. Jafnvel við strendur Ameríku rísa voldugar vatnssúlur í háaloft og tundurskeyti kafbátanna sökkva þar fjölda skipa. Það er engin til- viljun, heldur er þar fylgt föstum reglum. Það var ekki undravert þó bæði þeir er í ófriðnum voiu og þeir sem utan við stóðu yrðu hissa og spentu upp augun. Neðansjávar- hernaðnrinn er ekki lengur neinn skáldskapur, beldur blóðidrifinn rautiveruleiki. Kafbátahernaðurinn viö Amerfkustrendur hefir vakið ó- hemju æsingar þar f landi. Sumir geta þess til að kafbátahernaðurinn þar muni einskonar ógnun frá hálfu Þjóöverja til Ameríkumanna til að herða á sáttaumleitunum þeim, er Ameríkumenn þykjast hafa með höndum. Annars er þessi kafbátahernaður sem nú er rekinn og mestum ógn- um veldur víða hvar, aðeins for- spil, — tjaldið ekki dregið upp til fulls enn fyrir harmleik þeim er sýndur verður og enginn veit enn hverjar hörmungar kunna að fylgja — verði ekkert ágengt með‘sátta- umleitanir þær, sem eru í aðsígi, — ófriðarbrjálsemin virðist enn lítt í rénun, þótt eínin þverri til fram- kvæmdanna,

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.