Höfuðstaðurinn - 09.12.1916, Blaðsíða 4
HÖPUÐSTAÐURINN
eitthvað failegt en orðin dóu á
vðrum hans við þá sjón sem þar
bar fyrir augu hans.
María sat náfðl á stóinum, en
alt í kring um hana var fjöldi bréfa
á yfð og dreif.
Hann stóð rólegur og reyndi að
bera sig borginmannlega. Hann
hneigði sig og sagði:
— Hvað er þaö sem að þér
gengur, María?
Hún stökk upp af stólnum með
leiftrandi augum, en reiðin og æs
ingin yfirbuguðu hana svo fyrst í
stað, að hún gat engu oröi uppí
komið.
— Það er svívirðilegt, æpti hún
loksins.
— Hvað? spurði hann rólegur
og setti sig í þær stellingar eins
og hann stæði fyrir ljósmyndara
og stakk hægri þumalfingrinum í
vestisvasann.
Hún lauk upp, þreif kortið og
sagði:
— Það ert þú, sem hefir sent
þetta kort.
Sfeinert varð dd'auður í andliti
eins og skóladrengur sem staðinn
er að verki.
— Já, það er vi3sulega eg, sagði
hann hálf hátt.
— Það var nú víst á þann eina
hátt að þú gast fengið mig, sagði
hún með takmarkalausri fyrirlitn-
ingu.
— Þú hefir rétt fyrir þér María,
það var eina ráðið, af því aö eg
elskaði þig svo mikið að eg gat
ekki án þín verið.
— Þakka þér fyrir, sagði hún
kuldalega.
Nú sá Steinert til fulls hvar kom-
iö var.
— Kæra ”María, byrjaði hann
mjúkmáll, þú skalt ekki taka þér
þetta nærri, skeð er skeð og því
v erður ekki breytt. Sé liðsforinginn
ekki trúlofaður nú þegar þá mátt
þú vera viss um það, að ekki líð-
ur á löngu áður en hann verður það.
— Jæja, þú heldur það, sagöi
hún í sama fyrirlitningarróm.
— Já, það er eg viss um. En
veðrið er svo gott úti og vagninn
bíður viö dyrnar, bráðum siglum
við góðan byi út fjörðinn og drekkj-
um öllum leiðindahugsunum í glasi
af kampavfni,
— Nei, eg er búin að fá nóg
af þínu kampavíni, sagði hún
reiðulega. Okkar félagsskap er nú
Iokið.
Steinert stóð bæði undrandi og
óttasleginn og virti hana fyrir sér.
Hún var svo töfrandi fögur í reiði
sinni að hann vildi ekki fyrir öll
heimsins gæði missa hana nú.
mótoúxvxv.
SöHum \>ess vevfesm‘v?\atv He$\r
$»\t vrt Hvvatxvat, getut Hún a$$ve\tt
i uoHHta mótota \ toH ma\máuaHat Jtam
$$vc \>aH aem \>e^ar ev pauUH.
Pantanir verða að
koma nú þegar.
Clementz & Co. 1
Fljóttekinn gróði
Það er ekki einungis dýrtíðin
og erfíðleikarnir sem henni fylgja,
sem ófriðurinn hefir bakað Norð-
urlöndum. Hann hefir líka hrúgað
saman þeim auðæfum meðal vor
að slíkt hefir aldrei áður þekst.
Um miðjan október síðastl. var lagt
inn í norska »Privat« banka um
11000 miljónum kr. meira, en bank-
arnir höfðu að geyma, áður en
ófriöurinn hófst 1914. Svipað er
að segja um Danmörku.
Nær 10. hluti danskra jarða var
veðsettur öðrum löndum, en nú er
skuld þessi nær goldin, Danir hafa
innleyst ríkisskuldabréf f öðrum
löndum, svo mörgum miljónum
nemur.
Svo viröist, sem Norðurlönd
standi nú fastari fótum, fjárhags-
lega, en nokkru sinni áður. Slfk
fjárhagsleg viðreisn á jafnskömm-
um tíma, á engan sinn lika í sög-
unni. En samfara þessu aðstreymi
auðæfanna, er líka gffurleg verö-
hækkun allra vörutegunda og gildi
peningamia rýrnar, en við það
verða kjör fátæklinganna ennþá erf-
iðari. Gullstraumurinn hefir að
þessu sinni lent í vösum ýmsra þeirra
manna, sem Iítt hafa áður komist í kynni
við hinn »þétta leir«. Mætti nefna
þess mörg dæmi,
Verkamaður einn í Kaupmanna-
höfn, sem aldrei hefir unnið sér
meira inn en að eins fyrir hinum
daglegu nauðsynjum, hefir haft um
1300—1400 kr. árslaun að jafnaði.
En fyrir skömmu síðan skýrði mað-
ur þessi skattanefndinni frá þvf aö
árstekjur sínar hefðu skyndilega
vaxið og væru nú orðnar 120 þús.
krónur.
Skattanefndin áieit að hér væri
um misgáning að ræða og maður-
inn hefði gefið upp skakkar tðlur,
og hefði skrifað einu núlli um of.
En svo kom maðurinn sjálfur, með
pfpuhatt á höfði og gilda guHfesti
á maganum, og glitrandi gimsteina-
nál í slifsinu. Hann leit á embætt-
ismanninn með breiðu brosi, og
sagði þurlega:
»Já, það er rétt frá skírf, eg hefi
innunnið mér 120 þús. krónur*.
»Hvernig þá«? spurðu altir skrif-
stofuþjónarnir einum munni og
gláptu á hann eins og tröll á heið-
ríkju.
Og maðurinn með pfpuhattinn,
fyrverandf verkamaður, svaraði stutt
og fyndið:
»GuIlasch«!
Svo gekk hann hreykinn á brott.
Annar Kaupmannahafnarbúi, gyð-
ingur, Elfas að nafni, aðeins 19
ára gamall, varö skyndilega vell
auöugur. Hann hafði verið blá-
fátækur og prestur gyðingasafnað-
arins hafðí aumkast yfir hann og
fengið honum í hendur starfa nokk-
urn í samkundunni. En einn góð-
an veöurdag vantaði Elías á sinn
stað. Svo liðu nokkrir dagar og
aldrei kom hann og presturinn var
farinn að óttast að hann mundi
orðinn alvarlega sjúkur. Eitt kvöld
stóð presturinn úti fyrir dyrum á
húsi sínu og reykti vindil, vissi
hann þá ekki fyr en rauð skraut-
bifreið hrein og nam staðar við
hliöiö. Presturinn varð hissa og
ekki minna fyrir það, að niður úr
vagninum sfeig roaður — var Elías
i þar kominn.
! »Góðan daginn Elías«, sagði
presturinn vingjarnlega, »Hvaðan
ber þig að og hvar hefirðu fengið
þessa skrautlegu bifreið léða<?
»Það er mín eigin reið, eg á
hana sjáifur*.
»Þessa bifreið«?
»Já, nú skal eg skýra prestinum
frá öllu saman«, sagði Elfas og dró
upp úr vasa sfnum þrjár banka-
bækur. Eg hefi grætt yfir 200 þús.
krór.ur á skipa hlatabréfum, og þvf
réðist eg í að kaupa þessa reið«,
Þess má geta, að upphæð sú er
hann byrjaði með var um 400 —
segi og skrtfa, fjögur hundruö
krónur. — Fyrir þessa upphæð
hafði hann keypt hluti í óþektu
seglskipa hlutafélagi, sem flutti bann-
vöru. Höfðu hlutabréf þess stigið
í verði á skömmum tfma úr 80 í
1000 prct.
Frh.
i KAUP8KAPUR
Skátabúningur til sölu með
tækifærisverði. A. v. á.
kaupendur Höfuðstaðarins, sem
ekki fá blaðið með skilum, eru
beðnir að gera viðvart á afgreiðsl-
unni, svo hægt sé að bœta úr
þvf. Sfml 575.
Kauplð
Útgefandi Þ. Þ. Clementz
Prentsmlðja Þ. Þ. Clementz. 1916.