Höfuðstaðurinn - 21.12.1916, Blaðsíða 1
HOFUÐSTAÐURINN
84. tbl.
Fimtudaglnn 21. desember.
1916
Þorha 11 u r b’skup Bjarnarson.
Fæddur 2. desember 1855,
Dáinn 15. desember 1916
Hann var sjöundi biskupinn yfir öllu íslandi. Herra
Hallgrímur Sveinsson fyrirrennari hans fékk lausn frá
embætti 19. sept. 1908, og var lector þórhallur þá
skipaður biskup. Vígði Hallgrímur biskup hann sunnu-
daginn 4. okt. 1908. þótti það fágæt athöfn, þar eð
biskupsvígsla hafði áður aðeins verið framin tvívegis
alls hér á landi, síðara skiftið á Hólum fyrir 111 ár-
um. Eins og sjá má af þessu, sat herra þórhallur rúm
8 ár^á biskupstóli. En aldursárin urðu rúmlega 61.
Dóu báðir síðustu biskuparnir i sama mánuðinum.
Herra þórhallur 15., en fyrirrennari hans 16. des.
Fyrsta prestastefnan, sem þórhallur biskup boðaði
til, var haldin á þingvöllum 2. til 4. júlí 1909. Var
það góð nýjung og mæltist vel fyrir, enda fundurinn
vel sóttur, 52 prestar ails. Má telja synodusfund þenn-
an merkan kirkjulegan' viðburð, bæði vegna erinda
þeirra, er þar voru flutt, vegna hins ánægjulega sam-
lífs og viðkynningar prestanna, sem þar gat átt sér
stað, og vegna samþykta, er þar voru gerðar. Eru
sumar af þeim samþyktum þegar komnar í framkvæmd,
en aðrar geta að minni hyggju enn verið stjórnmála-
mönnum vorum til leiðbeiningar um vilja kirkjunnar,
eins og samþyktin í aðskilnaðarmáli ríkis og kirkju.
— Næsta prestastefnan var haldin á Hólum í Hjalta-
dal í júli 1910 i sambandi við biskupsvígslu þar. Var
sá fundur einnig ánægjulegur og talsvert veigamikili,
þótt ekki væri til jafns við þingvallafundinn árinu áður.
— Fögnuðu menn alment yfir þessu nýja lífi, er færð-
ist í synodushaldið fyrstu ár herra þórhalls á bisk-
upstóli, og hörmuðu margir hve sumir síðari synodus-
fundir voru daufir og aðgerðalitlir.
Biblíuþýðingin nýja hafði verið aðalverk Hallgríms
biskups. Sat síra þórhallur í nefnd þeirri, sem sett
var til aðstoðar aðalþýðanda gamla testamentisins og
fór yfir handrit hans á vikulegum fundum. Hann var
líka einn af þeim þremur, er þýddu nýja testamentið,
og sat ennfremur i síðari nefndinni, er að nýju end-
urskoðaði það. Hafði hann mikil afskifti af biblíuút-
gáfunni 1912 og vasaútgáfu biblíunnar og nýja testa-
mentisins, er út kom 1914. — S'ðastliðin tvö ár var
hann að þýða apokryfisku bækur gamla testamentisins
með Haraldi próf. Nielssyni og var þeirri þýðingu langt
komlð, ’eftir aðeins Síraksbók. — Við þýðingarstörf
þessi kom að góðu haldi hve ágætur íslenzkumaður
biskupinn var. Mun næmum mönnum á íslenzka tungu
finnast, að ekki sé málið sízt á þeim ritum nýja testa-
mentisins, er hann var aðalþýðandi að. — Ættl öllum
að skiljast, hvílíkur merkisviðburður biblíuútgáfur þess-
ar voru fyrir kirkju vora og hvílíkar þakkir allir þeir
menn eiga skilið, sem að þeim hafa unnið.
Snemma í biskupstíð herra Hallgríms var sett
nefnd til að endurskoða handbókina. Sat þ. B. í þeirri
nefnd og kom helgisiöabók íslenzku þjóðkirkjunnar
út árið 1910 undir umsjón hans, Má áreiðanlega telja
útkomu helgisiðabókarinnar til þeirra viðburða innan
íslenzku kirkjunnar, er marka ákveðin spor í þróun-
aráttina.
Eitt af Barnalærdómskverum þeim, sem nú eru
notuð til fermingarundirbúnings, þýddi þórhallur bisk-
up. það er „Kristilegur barnalærdómur0 eftir Thor-
vald Klaveness, sem fyrst kom út árið 1899.
Árin 1891 — 1897 gaf þ. B. út „Kirkjublaðið, mán-
aðarrit handa íslenzkri alþýðu°. En frá 1906 til dauða-
dags gaf hann út „Nýtt Kirkjublað, hálfsmánaðarrit
fyrir kristindóm og kristilega menning", fyrst (1906—
1907) ásamt séra Jóni Helgasyni núverandi settum
biskupi, en síðan einn. Liggur i augum uppi, að
mikil vinna hlýtur að felast í útgáfu slíkra rita í 18 ár.
Og engum getur dulist, að mikilsvert hefir verið fyrir
kirkju vora að eiga málgagn, er tæki mál hennar tii
meðferðar og stefndi að frjálslyndi og umburðarlyndi,
En það tvent hefir einkent blöð þessi frá fyrstu byrjun
til hins síðasta, Hefir margt þar komið tii umræðu
og blöðin flutt erindi um ýms kirkjuleg mál, sum all-
ítarleg, flutt kirkjulegar fréttir og auk þess mintist
Nkbl. á margt í þjóðlifi voru, sem ekki kom kirkju-
málunum beinlínis við. þótti sumum þetta galli á
blaðinu, en aðrir urðu kaupendur vegna þess hve
margs gætti þar og vegna ánægju þeirrar, er þeir höfðu
af hinni einkennilegu framsetningu og mörgu gáfulegu
ummælum biskupsins. Tilgangur biskupsins með því að
hafa blaðið sem fjölbreyttast mun hafa verið sá, að ná
sem bezt til alþýðunnar, einnig til þeirra, sem ekki
fengjust til að lesa ítarlegar ritgerðlr eða hugleiðingar
um kristileg eða kirkjuleg efni.
En jafnframt því að hið fjölbreytta efni blaðsins
hafði þennan tilgang, bar það einnig vott um hinn víð- •
feðma anda biskupsins. því hann batt ekki hug sinn
við kirkjunar mál eln. Nýtt kirkjublað bar yfirskriftina
„fyrir kristindóm og krlstilega menning". I því vildi
ritstjórnln láta felast, að blaðið ætli að gefa sig að
mentamálum þjóðarinnar og þá sérstaklega að alþýðu-
mentuninni. þar var eitt ai áhugamálum biskupsins.
Unni hann mjög alþýðumentun og notaði hvert tæki-
færi, sem honum gafst. til að vinna mentamálunum
gagn bæði á alþingi og með afskiftum sínum afskóla-
málfim og skólabyggingu í Reysiavík. í þarfir skóla-
anna gaf hann út „Skólaljóð, k\ æðasafn handa ung-
lingum tll að lesa og nema°, og „Fornsöguþættí“, er
hann bjó til prentunar ásamt Palma yfirkennara Páls-
syni. Einnig var hann einn i útgáfunefnd „Lesbókar-
innar°.
í stjórnmálum tók hann mikinn þátt. Var þing-
maður Borgfirðina 1894—99 og 1902—1907. Sat hann
alls á 8 þingum, árin 1894. 1895, 1897, 1899, 1902,
(Frh, i 4. síðo).