Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 21.12.1916, Blaðsíða 4

Höfuðstaðurinn - 21.12.1916, Blaðsíða 4
'æatú HÖ^UÐST AÐURINN Frh. frá 1. síðu. 1903, 1905 og 1907 og var forseti neðri dedilar á þing- unum 18Q7 og 1899. Voru búnaðarmálin og menta- málin aðaléhugamál hans á þingí. þótti hann einn af mikilhæfustu þingmönnum og framúrskarandi samvinnu- þýður á þingi sem annarstaðar. Formaður Búnaðarfélags íslands var hann 1900— 1907 og s ðan altaf i stjórn félagsins. Einnig var hann formaður milliþinganefndarinnar í búnaðarmálum, sem skipuð var árið 1604. í 18 ár sat hann í bæjarstjórn Reykjavíkur (1888 —1906) og vann þar mikið að umbótum á barnaskóla Reykjavíkur, auk margvíslegra annara mála. Eg kyntist þ. B. fyrst veturinn 1883— 1884, Var hann þá nýkominn frá Kaupmannahöfn sem kandidat og var þann vetur stundakennari í latínuskólanum. Kom hann þar fram sem hið gáfaða, lipra og ástúðlega glæsimenni, er hafði góð tök á ungum mönnum. Til hlítar kyntist eg honum ekki síðar fyr en hann var orðinn biskup. Reyndi eg þá hve ljúft honum var og eðlilegt að standa í persónulegu sambandi við presta sína með bréfaskriftum. Voru bréf hans jafnan ein- kennileg, stutt og kjarnyrt og engum orðum eytt að ó^örfu en ávalt ástúðleg og yfirlætislaus, eins og hann var sjálfur í allri framgöngu. Helstu æfiatriði þórhalls biskups eru annars þessi: Hann er fæddur að Laufási í Suður þingeyjarsýslu. For- eldrar hans voru sálmaskáldið Björn próf. Halídórsson og kona hans Sigríður Einarsdóttir. — Gekkárið 1871 í lærða skólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 1877 með I. einkun. Gekk á háskólann í Kaupmannshöfn og varð kandidat í guðfræði 23. janúar 1883 með I. einkunn. Vígðist að Reykholti 18. maí 1884 og var jafnframt settur prófastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Hafði næsta ár brauðaskifti við séra Guðmund Helga- son prest á Akureyri, en var þar að eins sumarlangt, því að haustið 1885 var hann settur 1. kennari við prestaskólann og fékk veitingu fyrir því embætti 1886. Fardagaárið 1889—1890 þjónaði hann ásamt embætti sínu dómkirkjubrauðinu með séra Stefáni Thorarensen. í ársbyrjun 1894 var hann settur og 30. jan. s. á. skipaður forstöðumaður prestaskólans. — Riddari af Dannebrog varð hann 9. des. 1902, en dannebrogsmaður 31. júií 1906. Prófessorsnafnbót var honum veitt 9. ág. 1907. — 16, sept. 1887 kvongaðist hann Valgerði Jóns- dóttur bónda á Bjarnastöðum í Bárðardal, fósturdóttur fyrv. bankastj. Tryggva Gunnarssonar. Hún andaðist 28. jan. 1913. Fulltíða sonur þeirra, Björn bústjóri hjá föður sínum, andaðist í sumar. En 3 af börnum þeirra eru á lífl: Síra Tryggvi, prestur til Hestþinga í Borg- arfjarðarprófastsdæmi, nú settur dócent við háskólann, Svava, kona Halldórs skólastjóra Vilhjálmssonar á Hvanneyri og Dóra, heitmey Ásgeirs Ásgeirssonar, cand. theol., er nú dvelur við framhaldsnám erlendis með styrk frá Háskóla Islands. I ávarpskveðju sinni til prestanna á nýársdag 1909 komst þórhallur biskup meðal annars svo að orði: »Skoðanir manna á kirkju- og trúarmálum hljóta jafnan að vera töluvert mismunandi, þar sem andlegt frelsi er og einhver lífshreyfing. Og reynum þá umfram allt að skilja hverir aðra, áöur en vér dæmum hverir aðra“. þessi orð hygg eg að einkenni vel iunderni þórhalls biskups. Hann vildi skilja aðra, en var ekki fljótfær í dómum um aðra. Umburðarlyndið og frjálslyndið ein- kendi hann öðru fremur, ásamt viðkvæmri lyndiseink- unn. Kom viðkvæmnin oft iram í tali hans og þá ekki síður í ræðum hans, einkum í tækifærisræðunum, sem oft þóttu ágætar. 20. des. 1916. S. P. Sívertsen. í dag opna eg undírrituð s ö I u b ú ð í húsi mínu Lauga- vegi 24 C, Verður þar margt að sjá og úr mörgu að velja: Allskonar ÁT-CHOCOLADE. SUÐU CHOCOLADE: Consum og fleiri tegundir. BRJÓSTSYKUR — CARAMELI.UR CONFECT — Ailskonar KÖKUR MJÓLK í dósum (Lybbys). Besta mjóikin í borginni. VINDLAR margar tegundir. CIGARETTUR margar teg. MUNNTÓBAK NEFTÓBAK skorið. KERTI — SPIL ÖL og GOSDRYKKIR og ótal margt fleira. # Hver vili ábyrgjast að þér náið f þann rélia hlut tli JÓLANNA ef þér dragið lengur að líta inn f fjölskrúðugustu sesr JÓLA-SÖLUNA f bænum. Komið heizt fyrri hiuta dags þá er minst ösin. Virðingarfylst. Kristín Hagbarð. Öræfaljóð eftir Einar P. Jónsson fást í Bóka- búðinni á Laugavegi 4. SKfni 1 iríksson i HÚSNÆÐI I Útgefandi Þ. Þ. Clementz. Prentsmiðja Þ. Þ. Cíementz. 1916. J Herbergi vantar einhleypan mann nú þegar. Afgr. vísar á.

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.