Höfuðstaðurinn

Eksemplar

Höfuðstaðurinn - 24.12.1916, Side 2

Höfuðstaðurinn - 24.12.1916, Side 2
4 HÖPUÐSTAÐURINN Blóððóiarinii. (Eftir Maurice Montegut.) í bæ einum gömlum á Norður- iðndum, var fyrir langa löngu dóm- ari nokkur, Heridal aö nafni. Hann átti ekki nema einn vin, það var læknirinn Vettern. Þeir höfðu þekzt frá barnæsku, og á þeim tíma hafði þeim lærst það að meta hvor annan mikíls. Báðir voru þeir algeriega miskunn arlausir í starfi sínu og Herida) gladdist á kvöldin yfir þeim góðu dögum þegar hann hafði komið einhverjnm mannræfli í gálgann. Þessi kvöld urðu honum hálfu á- nægjulegri ef á gleðina bættist það að Vettern hefði lýst yfir því við einhvern sjúklinga sinna að von- laust væri um hann, en Vettern þekti svo vel auðkenni sjúkdóma að það brást honum aldrei. Þá hlógu þeir í bróðerni við ofnglóðina, ölið varð þá bragð- betra og þá reyktu þeir hálfu fleiri pfpur. Enda var þetta eina gleðin sem öldungarnir höfðu. Þeir höt- uðu lífið af því að þeir þektu það altof vel. Hvorki Vettern né Heri- dal höfðu haft at nokkurri æsku að segja. Annar þeirra leit á kær- leikann sem sjúkdóm og hinn leit á hann sem orsök og uppsprettu hvers konar afbrota, en báðir voru þeir á því að hann væri gjöf frá djðflinum. Báðir voru þeir sköll- óttir, gulir og horaðir, þeir voru að lokum orðnir mjög Itkir vegna langra samvista. Þegar þeir gengu um göturnar þá lögðu börnin á flótta eins og smáfuglahópur undan grjót- hríð og þeir manngarmar, sem litu svo aumlega úi að mönnum dyttu glæpir í hug við að sjá þá, þeir skriðu inn i hreysi sín með bognu baki. Stundum bar það viö, að Vettern tók tali einn eöur annan af þess- um aumkunarverðu mönnum. Hann virti þá fyrir sér frá hvirfli til ilja, vóg þá beinlínis með augnaráði sínu, leiddi þeim fyrir sjónir eymd þeirra, hvað fðlir þeir voru og hve illa þeir iitu út og sagði svo n.eð napurri rödd við fötralega mann- garminn: »Þú ert á háska leið, sonur minn. Eg er læknir fólksins, eg er góður og brjóstgóður, og til þess aö sanna þér það, ætla eg að gefa þér góð ráð án endurgjalds, án þess að ætl- ast til svo mikils sem þakklætis því að eg veit að þú ferð eins fljótt og þú getur og óskar mér þá vafalaust til Vftis. En það gerir ekkert til, eg ]{t á þetta sem kðllun mína. Jæja, sonur minn, eg get svariö þér það að þú verður dauður eftir sex, f hæsta lagi tfu mánuði, et þú hlítir ekki ráðum mínum. En ráð mitt er þetta: Þú verður að sofa 12 stundir í hverjum sólarhring, og á hverjum degi verður þú að botða 5 mál- tíðir — gamalt bordeauxvín, hrátt kjöt — eg skai jafnvei leyfa þér aö borða kúlusveppi, en ekki nema tvisvar í viku. En ostrur verður þú að borða með hverri máltíö ef þér þykja þær góðar. Þú mátt ekki drekka, en glas af genever eða gömlu Cognac á eftir mat bætir meltinguna. Eg gleymdi aö geta þess að þú verður að veita þér skemtanir, miklar skemtanir. Hljóm- leika, leikhús og ferðalög. Eg vildi helst að þú nú þegar legðirafstaö til Ítalíu. Þú sérð vonandi, sonur minn, að máliö er óbrotið, stund- aðu heilsu þína á þennan hátt þá verður þú bráölega hraustur aftur, annars verður þú kominn undir græna torfu í desember og nú er marzmánuður. Hittumst heilir aftur, sonur minn.« Þvínæst Iétu þeir manngarminn standa ráðþrota eftir, og Vettern héit af stað með Heridal, sem ekki gerði annan en að ypta öxlum. »Æringi!« sagði dómarinn við læknirinn. »Hvernig þá það« svaraði Vett- ern, »hef eg máske ekki á réttu að sianda? Maðurinn deyr af eymd, eg hef bent honum á það eina ráð sem getur bundið enda á neyð hans, hann má til með að verða auðugur. Sjáifur verður hann aö firina ráð til þess. En fari svo þá er ekki ósenniiegt að hann fyr eða síðar falli í þínar klær. Eg verð að hafa fyrir öllu, og svo ert þú vanþakklátur*. Heridal komst i betra skap við það að svona vel leit út, og elsk- aði vin sinn enn heitar. Hann tók einnig að virða fyrir sér mannfjöld- ann. Litlu fjðrugu augun hans, litu frá einum til annars, athuguðu svip- inn, andlitsfallið, og jafnvel það hvernig menn tóku augnaráði hans. Ef einhver forðaðist hann, eöa varð á einhvern hátt ringlaður, þá varð hann þegar í stað grunsamlegur. En fyrir geislum af skæru og skötulegu augnaráði, drógu sig i hlé lymskuleg og Ijósfælin augu dómarans, þá tautaði hann í sann- færingarróm: »Gott fólk, gott fólk, mjög gott fólk«. Hver sá, sem gat verið óttalaus við Heridal, varð sannarlega að hafa mikla sjálfsafvitund og vera hafinn yfir allan efa, annaðhvort sakir ætternis síns eða auðæfa, þvf alls síaðar sá hann ílt eitt og aldrei var hann giaður nema þegar hann gat gert ððrum eitthvað ílt. Dag nokkurn komu þeir Heridal og Vettern, auga á mann nokkurn, í þrðngri gðtu; hann kom gang- andi á móti þeim, en göngulag hans var ekki örugt. Hann var sterklegur, gekk berfættur og fata- ræflar hans voru ataðir af óhrein- indum. Hálmst'á voru í hári hans, og báru þau vitni um það, að hann hefði dvalið um nóttina í einhverri hlöðuuni. Sólbrenda andlitið bar vott um það að hann væri einn þeirra sem altaf eru á flækingi, væri lands- hornamaður, sem ráfaði um án þess að hafa nokkurt takmark, einn þeirra, sem rölta um og ráðast á friösama ferðamenn. Hann var með lurk mikinn í annari hendi, ef til vill til þess að styðjast viö, en vafalaust hefir hann að eins miklu leyti haft hann að vopni. Þegar ekki voru orðin nema 100 skref milli hans og þeirra, þá hrökk hann saman. Hann hlaut að hafa þekt þessa 2 menn, sem hann hlaut að mæta eftir nokkur augnablik. Hann leit í skyndi eftir því hvort hann hvergi sæi dyr, glugga, eða einhverja smugu, sem hann gæti skriðið inn í, en hann sá hvergi annað en múr, sem hann ekki komst yfir. Heridal gaf Vetteni ölnbogaskot og sagði: »Nú fáum við góða skemtun — maðurinn þarna þekkir mig og forðast mig. En úr því að hann foröast mig, þá er hann glæpamað- ur, við skulum veiða bráðina!< Maðutinn stóð við og hikaði, — það var engin undankomu von. Hann sneri bakí að þeim og gerði sér upp uppgeröarlátbragö, eins og hann vildi segja: »Eg hef farið skakka Ieið«. bíðan sneri hann við með uppgerðarhægð. Vinirnir tveir höguðu sér alveg efiir því sem hann gerði og fylgdu honum eftir, en létu ekki á sér sjá að hann kæmi þeim minstu vitund við. Maðurinn fór fyrst inn í þver- götu og þaðan inn í aðra götu á bak viö og leit svo aftur. Heri- dal og Vettern hðfðu einnig beygt fyrir hornið og komu inn í götuna. Flækingurinn þorir ekki að hlaupa, því að með því hefði hann komið upp um sig. Hann hélt því áfram, að þvi er virtist meö róleguro svip, hratt en þó rólega. Ná’ægt einum fjórðungi stundar gekk hann úr einni götunni í aðra, gegnum bæ- inn og leit aldrei aftur. Á stóru auðu svæði var vikumarkaður hald- inn, þar hætti hann á það, vegna fólksfjöldans, að Ifta við, rétt f svip, en þegar í stað sá hann kngt í burtu Heridal, sem var að benda Vettern á eitthvað einmitt nálæpt þeim stað þar sem ‘hann sjálftir var. Hann fór aö herða sig. En menn tóku þá aö veita eftirtekt fiótta tötralega flækingsins. Dóm- arinn og læknirinn höfðu slöðugt auga á honum og voru mjðg glað- ir í bragði. Um götur og torg, aðalgötur og þvergötur, brýr og bakka, hljóp maðurinn eins og hundelt dýr, og reyndi að losna við þá, sem eítu hann og koma þeim á villigötur. En þeir eltu hann þrálátlega og hvíldarlaust. Hann muldraði við sjálfannsig: sjá, það er áreiðanlegt, þeir elta mig, dómarinn hefir þekt mig, það er úti um mig. Hann tók fastara utan um lurk- inn og urraði í óöri örvcntingu, með blóðstoknum augum. Nokkr- um augnablikum sföar herti hann afiur upp hugann og sagði við sjálfann sig: »0 nei, það er ekkert annaö en hending — hann hefði látið taka mig fastan fyrir langa löngu — fjórum sinnum hðfum við mætt hermönnum. Maður er altaf hrædd- ur, þegar maður hefir eitthvaö á samvizkunni.* Þessi já og nei, þessi umskifti á von og örvæntingu kvöldu hann ósegjanlega. Eltingaleikurinu stóð yfir í tvær stundir, En þá sagði Vettern vini sinum alt í einu að kominn væri morgunverðartími og Heridal félst á það. En maöurinn hafði þá reynd- ar sezt á stein hundrað skref fyrir framan þá. Hann vilai fá vissu sína og kaus heldur það versta heldur en þessa óvissu. Dómarinn kallaði á þrjá lögreglu- menn, benti þeim á gálgaprýðina og hélt siðan heimleiðis meö Vett- ern. Ráðskonan skammaði þá fyrir það, að þeir kæmu of seint, en þeir skeyttu þvi engu, þeir höfðu skemt sér ágætlega. Maðurinn var hengdur. Heridal, grimma, miskunnarlausa yfirdómaranum, fanst hann vera beittur prettum, ef nokkur sem á- kæröur var, varð sýknaöur. Þegar hann var á sjötugasta ár- inu, hlotnaðist honum mikil gleði. í sömu vikunni voru í umdæmi hans drýgðir fjórir glæpir og á þeim grimdartímum var jafnvel þeim minsta þeirra refsað með lífláti. En til enn meiri gleði fyrir dómarann var það, að meðal þessara fjögra morðingja voru tvcr konur og aö annar karlmannanna var tæpast

x

Höfuðstaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.