Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 28.01.1917, Blaðsíða 2

Höfuðstaðurinn - 28.01.1917, Blaðsíða 2
HÖPUÐSTAÐURINN )^»affffffffffffffv*«wff ::: **&& I HðFUÐSl'AB URIII1 Eg kemur út daglega, ýmist heilt * Sblað árdegis eða hálft blað árdeg- ® is og hálft síðdegis eftir því sem ff g ástæður eru með fréttjr og mikils- g s verðandi nýjungar, < mmmnmmmmmmamm niinvMWMrai« Duglegir drengir }C&Uvaxv & Ötsexv tvaja í tagev*. óskast til að selja jpöfuðstaðinn >M»M<>M»M»M»M< ' Stubbasirtz — óvanalega gott og ódýrt — nýkomið til Kristínar J, Hagbarð, Laugaeg 24 C. Fiskilínur — Netagarn Seglgarn — Umbúðastríga Þakjárn Ljáblöð — Girðingarstaura Grænsápu — Handsápu Þvottasápu — Sóda Blagsóda — Stívelsi Þvottabretti - Gler - Tré. Klemmur Olíuvélar — Primus Ramma — Spegla Peningabuddur Glervörur — ameriskar Leirvörur Rúður í búðargiugga. Undir dularnafni. Eftir Charles Garvice. ---- Frh. Lynforde settist að snæðingi og var forviða á því hver heimsins ósköp hann gat fátið í sig af matnum. Þótti honum hver bitinn öðrum Ijúffengari, og stóð hann á blístri þegar hann var loksins búinn, kveikti sér í pípu og gekk út og ofan að sjó. Þar sá hann öflugan öldu- brjót, sem sjórinu gnauðaði hægt við, en hann gat hugsað sér að þar mundi ganga talsvert á þegar hafrót og ofveður væri. Strandlengjan og sandurinn var mjög aðlaðandi og loftið svo hreint og hressandi, að hann dró andann djúpt og svalg það í sig. Hann gekk eftir fjörunni meðfram sjónum og horfði á þorpið álengdar, og leist honum prýðilega á þetta alt saman. Morguninn eftir vaknaði hann fyrir allar aldir við það, að ein- hver fór syngjandi ofan að sjónum. Fórhann þá á fætur og gekk beinustu leið til sjávar til þess að fá sér bað. Sjórinn var mátulega heit- ur, og synti Lynforde langt úf, enda var hann góður sundmaður. Hann lék ýmsar listir á sundinu og reyndi að kafa til botns, en dýpið var svo mikið þar sem hann var, að honum tókst það ekki, og skaut jafnharöan upp aftur. Sá hann þá, sér til mikiilar undrunar, dökk- hærðan koll standa upp úr sjónum rétt hjá sér. Það var unglingspiltur, sem var að synda þarna aö gamni sínu, eins og Lynforde, og fór hann að hlæja þegar Lynforde varð litið á hann og kallaði til hans: ^Góðan daginn, herra, þetta er gaman, finst yður það ekki ?« »Jú, það er áreiðan!egt«, svaraði Lynforde. » Sjórinn er nærri volgur*. »Við skulum reyna okkur að klettinum þarna*, sagöi strákur. »Eg er'til með það«, svaraði Lynforde, og þutu þeir af stað. Pilturinn hafði ekki róð við Lynforde og hægði hann því á sér, því að hann ætlaði að lofa honum aö komast fratn úr sér. En alt í einu nam pilturinn staðar, rak upp hijóð Og rétti upp annan handlegginn. Lynforde vissi þegar sem var, að hann mundi hafa fengið krampa, og synti til hans. »Það er ekkert«, sagði pilturinn hreystilega, | þó að andlit hans væri afmyndað af syna- drættinum. »Lyftið þér mér upp, eg skal reyna að þyngja yður ekki niður«. »0, þyngdu eins og þér sýnist*, sagði Lyn- ford kæruleysislega. Hann leit til lands, og sá, að þeir voru langt úti, svo að hann bjóst til að þreyta erfitt sund með drenginn í eftir- dragi. Hann náði í handlegg drengsms og hélt honum uppi. »Legstu á bakið«, sagði hann — »þá veröur mér hægra fyrir*. Hann stefndi til lands, en hafði að eins tekið fáein sundtök þegar bátur kom fyrir klettinn. Reri honum stúlka nokkur með löngum og sterklegum áratogum. Hún leit um öxl sér tit sundmannanna og var hræðslu- svipur á audlitinu, en nú kallaði hún glaðlega til þeirra: »Hertu þig, Bert. Nú er öllu óhætt. Eg kem undir eins til þín.«. Frh. Orðlögð átvögl. --- Frh. Svo fóru leikar að hann lauk hverjum mat- arbita, sem á borðinu var og þegar maður sá kom, er telja skyldi þeim trúhvarf, þá hitti hann alla fangana á bæn og voru þeir þess öruggir, að guð mundi forða þeim úr þessari hættu. Ekki varð heldur af þvf, að þeir yrðu líflátnir morguninn eftir, heldur var þeirn skift fyrir tyrkneska höfðingja, sem krossfarar höfðu þá nýiega náð á vald sitt. < Um Pornavel riddara gengur eionig ðnnur saga frá sömu tímum. Hinir vantrúuðu höfðu sent Meheraed-Jússúf pasja til kristnu herbúð- anna í þeim tilgangi að undirbúa friðarskil- málana. Var Pornavel riddari settur andspænis honum við borðið t veizlu þeirri, er sendi- herranum var fagnað með til þess að láta hann ganga úr skugga um, hverjum ofurmennum hinir kristnu hefðu á að skipa. Fékk það honum mikillar undrunar, er hann sá hinn frakkneska aðalsmann tæma hvern diskinn af öðrum og drekka óhemju mikið vín jafnframt. Og með því að greifanum tókst að hrjóða diska sessunauta sinna án þess að sendiherr- ann tæki eftir þá dró Mehemed-Jússúf af því, að allir krossfararnir værn sömu afarmennin og greiddi það eigi all-Iítið fyrir gangi friðar- málauna. Eftirfylgjandi saga er sögð úr þrjátíuára- stríðinu um fótgönguliösmann einn. í her Wallensteins var Ungverji einn í herdeild Tarpinskí ofursta, Baranýéað nafni og kallaður »átvaglið« vegna hins óseðjandi hungurs, sem ávalt ásótti hann. Þennan mann tók Wallen- stein seinna í sína þjónustu og hafði hann til sýnis handa gestum sínum likt og aðrir höfð- ingjar höfðu loddara og trúða. Ungverji þessi beiö bana t áflogum í veitingahúsi nokkru. Hann var krufinn og sást þá að maginn var þrefalt stærri en í öðrum mönnum. Meðal margra fágætra hluta i ráðhúsinu í Amsterdam er einnig geymdur þar maginn úr von Fluyder aðmíráli. Hann var flotaforingi Hollendinga á 17. öld og var öllu kunnari fyrir afskaplegt ofát sitt en frægðatverk fhern- aði. Arfleiddi hann háskólann í Briigge að skrokknum á sér til krufningar og skyldi hann því næst jarðsettur með mikilli viöhöfn. Dr. Lamatrie læknir í Brussel getur þess f riti einu um magasjúkdóma, að maginn úr Fluyder sé ennþá helmingi stærri en í öðrum mönnum þótt nú sé hann orðinn skorpinn allur. Þá hafa konungbornir menn Iöngum verið kendir við ofát margir hverjir. Þannig er það sagt um Ríkarð Ljónshjarta, að þann árstíma sem hann sat fanginn hafi hann á hverjum degi étið eins mikið í cinu og allir fangaverð- irnir til samans, enda varð hann að greiða Hinriki keisara sjötta 10000 mðrk silfurs í kostpeninga auk fjár þess, sem hann varð að gjalda til lausnar sér. Frh.

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.