Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 03.03.1917, Blaðsíða 2

Höfuðstaðurinn - 03.03.1917, Blaðsíða 2
HÖ*UÐSTAÐURINN Sterkari var eg nú en áöur, þótti mér. Kunni nú betra taumhald á löngun minni. Viljinn orðinn hald- betri og bauð óstýrilátri hvöt byrg- inn. Eg var sloppinn í þetta sinn' Daginn eftir ætlaði eg burtu úr sveitinni, — suður yfir heiði tij langdvalar í fjarlægri bygð. Eg hélt áfram ferð minni. AII- Iangt fram undan sá eg mann á reið. Fremur virtist hann vera að nálgast en fjarlægjast. Hoit bar á milli. Á næstu hæðinni skírðist þetta betur fyrir mér. Sá eg nú , glögt að maðurinn var að koma, — en þetta var kvenmaður á reíð. Eftir vegalengdinni að dæma, sem enn var milli okkar, þótti mér lík- legast að við mundum mætast í hvammi einuro, sem var á þessari leið. Og stóð þetta heima, er eg kom á hvammbrúnina mín megin var hún komin spölkorn ofan hvammbrekkuna hinu megin. Stutt var nú á milli okkar og mátti vel greina hver þar var á ferðinni. Mér hnykti við og var sem kvíði og gleði toguöust um huga minn. Eg einsetti mér að standa nú fast fyrir strauminum, vera fáorður og sitja sem fastast á hesibakinu. »Sæl vertu nú, Guðlaug mín*, sagði eg og rétti henni hönd mína. »Sæll og blessaður, góði minn«, sagði hún og hélt hönd minni fastri. Hinum handleggnum vafði hún um háls mér og teygði sig eftir kossi. Viðhorfiö var örðugt, því bæði vorum við á hestbaki. »Nú er langt síðan við höfum sést, vínur minn«, bætti hún við. »Við stönsum líklega stundarkorn og lölum saman. Enginn hlerar þó hérna eða njósnar, hvað okkur fer á milli«. Hún spratt léttilega úr söðlinum. Enn þá eimdi eftir af æskufjörinu í breyfingum hennar, tólf barna móður, Enn var hún sú kona, sem eg vildi njóta að einhverju. Enn var alt óviðráðanlegt, ginnandi og viösjált. , Eg reyndi að svara henni með traustum, en stiltum áherslum: >Nú má eg engan vegin tefja, verð að halda áfram; ætla mér hálfpartinn yfir heiðina í dag — eða í nótt«, sagði eg og leit á vasaúrið mitt. »Ógn er að heyra til þín, góði minn, þykistu nú ekki vilja virða barnsmóður myndina þína viðtals ofboð litla stund. Það er þó ekki svo oft, sem fundum okkar ber saman, finst mér«. »Of oft þó — alt of oft, Guð- laug mín, því er miöur. Nú er eg ekki raaður fyrir meiru. Vertu blessuð og sæl. — Guð vaki yfir þér og öllum litlu börnunum okk- ar. — Fyrirgefðu mér, — í þetta sinn. Megum með engu móti oftar. — Verð að halda áfram. — Skrifa þér með næsta pósti. — Svona, góða, tefðu mig ekki. — Ekki núna.« Við héldumst í hendur, hún þrýsti hönd mína og hélt henni fastri með báðum sínum. Eg fann að hverju fór. Vissi að þessi sundurlausu orð mfn voru aðeins fálm þess viljaþreks, er var nú að liðast í sundur. Hún horfði fast á míg,‘ Heit og rjóð í framan, eins og ung stúlka. Auðsjáanlega börðust nú þykkja og klökkvi um völdin í huga hennar. »Ó, hvað þetta er kuldalegt, — en hvaö þetta er smánarlegt af þér«, sagði hún loks. »Guð minn góður. — hvernig þú hefir farið með mig, Sveinn. Eyðilagt mig á sál og líkama, — slitið mér út ögn fyrir ögn, svikið af mér heilsu og þrek og ónýtt alla æfi rnína og auðnu. Eg, sem átti þó kost á svo góðu hlutskifti, ait öðrum kjörum, alt öðruvísi manni. Fyrir þig og þinn vilja hefi eg lagt alt í sölurnar, fórnað þér lífi mínu og láni. Og nú þegar þú sérð að ekkert er eftir af mér lengur, sýnir þú mér aðeins helkalda fyrirlitningu. Skamm- ast þín nú fyrir mig og öll börn- in okkar. Ó, guð minn góður!« Þarna kom það. Þetta skap, þessi ójöfnuður í orðum og geði höfðu alténd fælt mig frá því aö bindast þessari konu til fulls. Sumt af þessu var aö vísu satt. Slitin var hún, eins og eg sjálfur eftir öll samskiftin. Hilt var aftur á móti ósatt, að hún hefði hafnað betra hlutskifti fyrir minn tilverkn- að. Þvert á móti hafði eg verið varaskeifan í fyrstu og eigi komið til greina, fyr en sýnt var að sá | maður stefndi í aðra átt, sem henni i lék hugur á. Hún hafði slept hönd minni. Gekk hún spölkorn frá veginum, lét fallast niður í grasið og brast í grát. Eg gat með engu mótí þolað síðustu ásökun hennar: að eg fyrirliti hana, skammaðist mín bæði fyrir hana og börnin. Það var svo fráleitt. Mér þótti bæði synd og skömm að skiljast viö hana grátandi, og nú fyrst steig eg af baki. Eg gekk til hennar, settist niður og tók hana mjúkiega í fang mér. • Manstu eftir því, Guðlaug mín, hvernig fyrsta kynning okkar hófst,« sagði eg. »Við vorum bæði ung og fjörug þá. Manstu ekki eftir Blindu-vitleysunni, sem við spiluð- um í rökkrunum svo oft ? — Já, eg vissi að þú biytir að muna það. Ógn var það nú í rauninni til- komulaust og einfaidlegt spil, þó við hefðum dálitla ánægju af því í svip. Við megum hvorugt ásaka annað, Lauga mín, þó að svo hafi skipast að mestöll samskifti okkar yrðu fóm Blinda-vitleysa, ánægjufá og tilgangslítilí. — Við sáíum lengi saman í hvamm- inum og föluöumst við óáreitt af öllum. Hún blíökaðist í skapi. Sólhlý sumargolan lék um okkur, unz kvölda tók og forsælan lædd- ist ofan í brekkuna. Víst var yndi að vera þarna saman í blíðviðrinu, jafn-nákomnum manneskjum. Og hamingjan veit að allar nautnir guídum við fylsta verði. Eg reið á leið með henni heirn undir túngarðinn á Barði, Þar skildum við og sáumst aldrei síð- an. — Guðlaug lést af barnsförum sum- arið eftir. Síðan eru nú 14 ár. Síðasta barnið okkrr dó í fæð- ingunni. Hin 12 lifa öll. Upp og niður fólk, lítið upplýst og fá- kunnandi flest. Hafa og hlotið uppeidi lágt undir loftið, sem oftar vill verða hlutskiíti fátæk- linganna. Hamingjan greiði götu þeirra og leiði þau fram til sæmdar og gagns í þjóðfé'aginu, eftir því sem þrek þeirra og hæfi- leikar leyfa. — O-jæja, örðug var ferðin, dýr- keyptar nautnirnar, stopult yndið, Þrátt fyrir alt, mun eg ávalt miqnast hlýlega þeirrar konu, sem spilaðí við mig svona langt og örðugt spil, sleit sjálfri sér út og dó fyrir aldur fram, mín vegna, að hálfu leyti. Allar góðviðrisstundir lífs míns, helztu geislarnir á fátæktarhjarninu, eru mér komnir frá kvenlegli blíðu hennar. Þiátt fyrir alt og alt. Góðar nætur, Lauga mín. Lausavísur og ýmsir kveðllngar. Eftir O r r a . Fallið þingmannsefni. Orðstý þínum allra snöggvast upp hér skaut um kosningar, að eins til að hrjást og höggvast, — hverfa’ í ámu gleymskunnar. Staka úr bréfí. Flestir lifa, fáir deyja, fæðist barnagnótt. Enn þá langar menn til meyja, er myrkvast tekur nótt. „Stjóraru. Mörg eru völd vors móðurlands, menn þann róður herða, unz stjóri einhvers andskotans öllum tekst að verða. Oangverð erlendrar myntar. Kbh. 1. Bank. Pósthús 100 mörk 59,35 61.00 61.00 Sterl.pund 17.17 17.35 17.40 100 frankar 62.25 63.00 63.00 Dollar 3.62 3.72 3.90 sænsk kr. 108,50 108.50 norsk kr. 102,50 101.50 sraajftg: SKa^aiBafiwKæiKiHBiHanisKsK^iniiff I HðFUDSTADUKIM | hefir skrifstofu og afgreiðslu í S Þingholtsstræti 5. |5 Opin daglega frá 8—8. g* Útgefandinn til viðtals 2-3 og 5-6. jg Ritstjórnar og afgr.-sítni 575. S SPrentsmiðjusími 27. Pósthólf 285. I _ HÖFUBSTADUEIM S5 kemur út daglega, ýmist heilt $ || blað árdegis eða hálft blað árdeg- Œ is og hálft síðdegis eftir því sem Œ 6« ástæður eru með fréttir og mikils- ® verðandi nýjungar, & s

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.