Höfuðstaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Höfuðstaðurinn - 11.03.1917, Qupperneq 4

Höfuðstaðurinn - 11.03.1917, Qupperneq 4
HÖÍUBSTABOKISH Smjörveröið. Nú mun vera komið að því, að feitmeti sé þrotið, hér í bæn- um. það er að segja hið útlenda smjörlíki. En ef feitarvöntun verð- ur langvinn, verður það mjög tilfinnanlegt fyrir allan þorra bejarbúa. Sagt er þó að eitthvað af ís- lenzku smjöri muni vera fáanlegt. En þó svo sé, mega víst flestir vera án þess, vegna hins afar- háa verðs sem á því er, — 4 kr. kílóið og þar yfir. Smjörlíki hefir verið með líku verði, upp á síðkastið, sem ís- lenzkt smjör var áður, þá það var dýrast, 190 aura kílóið. — þegar litið er á það, hve feit- meti er þýðingarmikið fyrir alla, j og þá einkum fyrir erfiðismenn, er öllum ljóst að svo búið má ekki standa. það var, ef mig minnir rétt, gefið í skyn í einu blaði hér, ekki fyrir löngu síðan, að kaup- menn hefðu komið á þessu háa verði á íslenzku smjöri. grunurinn um að eitthvað sé hæft i þessu, styrkist heldur við það að enginn hefir andmælt þessum sögnum, sem hér er átt við. Ef það er satt, að sveitamönn- um hafi verið boðið svo hátt verð fyrir smjörið, að útsöluverð- ið hér hlaut að verða 4 kr. kílóið, eða þar yfír, fæ eg ekki betur séð, en slík frammistaða sé frem- ur léleg. Og ef kaupmenn eiga hér hlut í grautargerð, er vart hugsandi að það séu þeir, sem í kaupmannastöðu hafa komist úr flokki bænda og afínara alþýðu- manna. En það hefir þó oft reynst svo, að hafi einn eða annar komist úr #kútnum“, hefir stundum virst svo, sem minning liðinna tíma hafi horfið í ginnungagap gleymsk- unnar. — Og ekki er laust við, að mörgum hafi þótt áhrif ófrið- arins mikla gera nokkuð fljótt vart við sig hér, þegar hann hófst. Sennilega hefir tortrygnin þá feng- ið byr undir báða vængi. — Ef sá er nokkur, sem stuðlar að því, að innlend nauðsynjavara hækki í verði fram yfir það sem þörf er á, finst mér að stjórnist af sama hugsunarhætti og þeir sem hafa lagt það ok á heiminn er hann nú stynur undir. þetta mál er svo þýðingarmik- ið, að ekki má ganga fram hjá að rannsaka hvort verð á íslenzku smjöri, eins og það er nú, er sannvirði. Og þessi rannsókn verður að gerast án alls undan- dráttar. — — eitt sinn í þjóðhátíðarræðu, að ekki væri hugsanlegt að matvæla- | vöntun gæti átt sér stað hér í framtíðinni. Gott væri að svo yrði. En svart er framundan nú sem stendur og veitir stjórn vorri líklega ekki af að neyta allra hygginda til að sjá landi og lýð sómasamlega borgið. Lýður. Eg man ekki betur en Guð- Og mundur landl. Björnsson segði Þinglesin afsöl. 1. mars: 1. Einar Einarsson selur 27. f. m. Svavar S. Svavars húsið nr. 32 B við Hveríisg. fyrir 14300 kr. 2. Helgi Bjarnas. selur 21. f. m. Ouðm. Jónss. húsið nr. 50 við Njálsg. fyrir 10500 kr. 3. Stgr. Ouðm.ss. selur 2. mars 1915 húsið nr. 4 (Ásbyrgi) við Kirkjustr. Bergi Rrósinkranss. fyrir 35000 kr. ■ 4.-5. St. Ólafss. selur 29. júní | 1915 húsið nr. 114 við Lvg. j B. Rósenkr. og Bj. selur það | f aftur Tr. Ounn. fyrir4000 kr. 6. Kr. Þorl. gefur 12. þ.m. dótt- ur sinni Valgerði 7a húsið nr. Ó6 við Hverfisg. 7. Matth. Þórðars. selur 2. ág. 1916 firmanu O. Johnson & j Kaaber hálft skipið »Skjold« fyrir 15000 kr. 8. mars: 1. Bæjarstj. selur 1. þ. m. P. J. Thorsteinsson 26 X 3 og 58 x 9 ferm. lóð við nt. 13 við Hafn- arslr. fyrir kr. 5143,50. 2. H. Hafstein selur 27. f. m. j bæjarstj. til breikkunar götu 137x7 ferm. lóð við Oiund- arst. fyrir kr. 694,44. , 3. Sam. Ól. selur 13. f.m. Jósaf. Sig. lóöina nr. 3 við Rauðar árst. fyrir 500 kr. 4. |ónas Jónasson selur 26. júrií 1916 Pípuverksm. hús og lóð við Rauðarárst. fyrir 1200 kr. 5. Gjafasj. J. Arnas. selur l.þ.m. Ól. Jónss. húsið nr. 6 við Bók- hl.st. fyrir 2500 kr. 6. A. Obenh! selur 1. þ.m. Ág.Th. hús og lóð við Orundarst. fyrir 9000 kr. 7. -8. Tr. Ounn. selur 22. f.m. Á. Jónss. húsið nr. 114 við Lvg. fyrir 3800 kr. og Árni gefur aftur dóttur sinni Helgu húsið sama dag. Stnælki, (Úr enskum blööum). Allar loftskeytastöðvar á Spáni á hér eftir að taka undir umsjá ríkisins og á að stjórna þeim af mönnum, sem stjórnin velur til þess. Frá Zurick kemur sú fregn, að kenslu hafi verið hætt í háskólanum í Vínarborg þann 29. febrúar. Er það gert vegna þess, að sökum kolaskorts er ómögulegt að hita upp skólabúsin. Frá Berlín er sagt að þar sé ný- stofnað þýzk-írskt félag, og að í stjórn þess sé meðal annara mikils- metnir frar. Prins Leopold af Prússlandi — frændi keisarans — sem bætti her- þjónustu sökum hjartabílunar, hefír nú boðið sig fram sem sjálfboða- liða, til þess að virina algenga j vintiu í þjónustu n'kisins, þó ekki ! væri annað en að scpa snjó af götunum. Keisarinn hefir samt mótmælt því, að prússneskur prins gerði svo lít- iö úr sér að sópa snjó af götun- um. Odýrar brúkaðar bœkur, innlend- ar og erlendar, af ýnnsu tagi, fást jafnan í' Bókabáðinní á Lauga- veg 4. Skrifborðsstóll óskast til leigu til 15. maí. Fermingarkjóil til sölu með tækifærisverði. Uppl. í Kirkju- stræti 4 (uppi). Útgefandi Þ. Þ. Clementz. Prentsmiðja Þ. Þ. Clemnetz 1917 Fósturdóttlrln 168 — Vanalega reikaði hún fram og aftur um skóginn eða þá hún var niður við sjó- inn í litla bátnum, sem greifinn gaf mér. — Er það satt, að hún hafi stundum sungið vögguljóð og haldið hún væri að hampa barni á höndum sér? Greifafrúin kom naumast upp orðunum fyrir geðshrœr- ingu. — Já, það var ein af ímyndunum hennar, vesalings Matthildar minnar. — Og hver var orsökin til þess að hún varð svona? stamaði greifafrúin. — Æ, góða Oeorgina mín! hvernig get- ur maður bygt nokkuð á óráðshjali sjúkrar sálar? — Þú vilt hlífa mér, Matthildur! — En höggið er fallið — banasárið veitt. Eg þekki orsðkina. — Faðir minn heyrði eg segja það eitt sinn, að »mikið þyldi hjartað áður en það brysti*. Hann vissi ekki að eg heyrði þessi orð, en þau gleymast mér seint, og þau hafa oft hljómað í eyrum mín- um, en eg hefi aldrei, fyr en nú, fundið sennleiksgildi þeirra. Og nú skal eg segja þér nokkuð, Matthildur mín. Bréfin, sem þessi óhamingjusama stúlka bar við hið harmþrungna hjarta sitt, þau hafa frætt mig 169 um alt, —• opinberað méralt, þau hafafært mig að því hyldýpi, sem eg hvorki get né vil rannsaka — get ekki mælt dýpt þess. — En, æ, það er eins óg eitraða gufu leggi upp úr þessu djúpi sem sæki að sál minni — með feigð og dauða.--------- Greifafrúin eingdist sundur og saman af þungum krampakendum ekka. Frú Ehrenberg þótti hörmulegt að horfa upp á þetta, en gat þó ekkert að gert. Hún vissi að slíkur stormur sem þessi, verður ekki lœgður á annan hátt en þann, að hann lægi sig sjálfur, þegar hann hefir eytt sín- um eigin krafti. Hún sat lengi hljóð. — Farðu inn, Matthildur mín, og vittu hvort Gabríel sefur enn þá, bað greifafrúin um síðir. Oreifinn svaf enn og laeknirinn sat við sæng hans. Heldur létti yfir greifafrúnni, er Matthild- ur kom aftur og sagði henni þessar fréttir, en svo sökti hún sér aftur niður í sorgar- djúp hugsana sinna. Þegar hún hafði setið þannig um stund, kallaði hún upp yfir sig alt í einu: — Þú nefndir hana Matthildi. 170 — Já, Georgína mín, hún hét það. — En í bréfunum er hún nefnd Sigríður, — Já, hún hét báðum þessum nöfnum. Greifafrúin andvarpaði þungan, — Nú mátt þú ekki yfirgefa mig, Matt- hildur mín! Nú þarfnast eg þín meira en nokkru sinni áður, ástar þinnar, hluttekn- ingar þinnar og umhyggju get eg ekki án verið, síst af öllu nú —. Eg vil að þú sjá- ir um útför systurdóttur þinnar, færir hana * í líkklæðin og þú skalt vanda þau eins og föng eru á. Þú getur fengið hjá mér alt sem þú þarft og þú skalt setja þyrnirósir í hár hennar, því þær eru sönn mynd af lífi hennar. Sjáðu til, þær eru fagrar, og ylma og anga, en þær fölna og falla von bráðar og þá-------þá er ekki annað eftir en þyrn- arnir — þyrnarnir, sem særa og stinga von* svikna hjartað. — Oreifinn er vaknaður og spyr eftir greifafrúnni. Það var Elísa sem inn kom og flutti frúnni þessi boð. Oreifafrúin stóð upp. — Er eg svo Hk sjálfri mér, að eg geti farið inn til hans? spurði hún lágt og strauk hárið frá enninu. i

x

Höfuðstaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.