Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 31.01.1904, Blaðsíða 2

Ingólfur - 31.01.1904, Blaðsíða 2
14 INGÓLFUR [31. jan. 1904]. vald stjórnandans, en ofstjórn er óstjórn. Góð ósk er það þessu landi að margir geti sér slíkan orðstír sem hann að mak- legleikum. licikjavík 27/i 1901 Bjarni Jónsson frá Vogi. Bréf um þrælavinnu, Kæri vin; við höfum verið ósamþikkir um landsmál nú um hríð, en ekki dregur saman með okkur firir greinina í siðasta Ingólfi. Mér er óskiljanlegt að þú skulír ekki skilja, hvað það er áríðandi firir okkur hérna að kunna að hlíða og það verður þú þó að játa að á þegnskilduvinnunni mundum við læra það. Það er víst alveg rétt sem Hermann sagði, að ættjarðarástin mundi glæðast við það að vinna svona í þarfir ættjarðarinnar endurgjaldslaust. Og hugsaðu þér alla þá vegi s?m til irðu eftir nokkur ár. Vinsamlegast þinn einlægur Þorsteinn Þorskabítur. E. S. Þú virðist ekki heldur skilja til fullnustu það „demokratiska“ í því að kot- ungssonurinn og ráðgjafasonurinn búa í sama tjaldi. En það tel ég þíðingarmest. sami Þorst. Þorsk. * o * * Þorskabítur minn sæll, vel má ég það skilja að þér er full nauðsin að læra hlíðni, — hlíðni við lög heilbrigðrar skinsemi. Þá er þú hefur náð svo miklum sálarþroska, mun hvert barn geta fært þér heim sanninn um það, að engri þjóð verður kend hliðni með nauðungarlögum. Eru hér næg dæmi þess, að ill lög spilla löghlíðni manna, en út ifir mundi þó taka, ef sú vanvirða lægi fir- ir oss íslendingum að gerast þrælar fastir á fótum í voru eigin laudi. Veit ég raunar að slíkt má eigi verða, en minuast skildu Hún- vetningar þess að velja betri löggjafa næst. Kinnir þú löghliðni við rétta hugsun, þá mundir þú það hafa séð firir löngu að etig- inn löggjafi eikur ættjarðarást landsmanna með því að gera þeim afarkosti og hefta frelsi þeirra. Því að frelsið er frömuður þeirrar kendar og als góðs og er það sama eðlis og ljósið og gleðin. Sá maður mun margfalt meira gagn gera er vinnur ættjörð sinnifrjáls og sjálfkrafa, en hinn sem rekinn er til verks ins sem sauður í kví. Frjáls maður elskar þann málstað er hann vinnur firir, því meir sem hann vinnur meir, þrælkaður maður hat- ar málstaðinn því meir sem hann þarf meira að þræla firir honum. Þú minnist á vegina. Þeir irðu ekki mikl- ir eða góðir, því að íæstir kinnu neitttil vinn- unnar og inuu nauðugir. En tillagan er beinn vegur að framtíðarhugsun löggjafans. Þetta er einn hluti hennar: Breiður og mindarlegur vegur á Mírunum upp í Huappa- dalinn. Að báðum hliðum vegarins stendur blómi íslensku þjóðarinnar og rembist við að bera sína þreittu vegavinnulimi eins og dansk- ur heragi heimtar. Því að nú er vegurinn vígður. Stóri bróðir kemur í broddi filking- ar og siðan skrælingja félagið. Ætlar það upp að Rauðamel að skoða ölkelduna, hvort eigi muni þar arðs von af Atlantshafsei þess. Þá hrópa allir Islendingar einum inunni: hú^a! og Húnvetningar þeir sem þar eru staddir kippa i kápuna hans stóra bróður og segja: Engum er Hermann líkur. Þessi lög eru hans verk. Húnaþing er ekki i vand- ræðum, meðan það hefur hann!“ Það væri ekki ofverk sonum vorum að riðja þenna fagra veg til framtíðarlandsins. Ritstj. Fyrirspurnir. Þessum spurningum hefir Ingólfur verið beð- inn að svara: 1. Hvernig á að undirbúa reit, sem á að sá í grasfræi? 2. Hvernig á að sá og hvað snemma? 1. Undirbúningur reitsins er nokkuð mis- jafn, eí'tir því hvernig jarðvegur það er, sem um er að ræða, en jarðvegurinn þarf að vera hæfilega þurr og mildinn þegar sáð er í hann grasíræi; bletturinn þarf og helst að vera af- girtur eða á annan hátt varinn firir átroðn- ingi af skepnum. Sé jarðvegurinn blautur þarf að birja á því að þurka hann með skurðum eða lokræsum. Réttast er að plægja óræktar jörð upp með grasrót og best væri að gjöra það firri part sumars svo grassvörðurinn rotni sem first, en verði því nú ekki komið við, þá verður að gjöra það á þeim tíma sem heit- ast er. Sé plægt í firsta sinn að vorinu til? er engu sáð í flagið það sumarið, en það mundi flíta firir rotnuninni ef hægt væri að plægja aptur seinni part sumars, en því verð- ur maður einatt, ímsra orsaka vegna, að sleppa. Vorið eftir, þegar fiagið er ársgamalt, eða undir það, á að frostherfa það, það er að segja, herfa það þegar það er nokkuð farið að þiðna, en þó ekki orðið svo þítt að hnaus- arnir eða plógstrengirnir séu lausir; þá er hægast að rífa þá sundur. Hafi jarðvegurinn verið mildinn og hæfi- lega þurr, væri réttast að bera í hann áburð firsta veturinn og dreifa úr honum, og sá svo höfrum eða biggi í blettinn efrir að búið er að herfa hann vel um vorið. A dagsláttuna þarf' til útsæðis 6 skeppur af höfrum eða 4l/2—5 skeppur af biggi. Má þá búast við allgóðri sprettu af blettinum uin suinarið. Þegar svo búið er að slá og hirða blettinn, þarf að plægja hann eun á ní um haustið. Næsta vor má annaðhvort sá í hann höfrum eða biggi aftur, eða þá rófum og kartöflum, sé jarðvegurinn orðinn svo inildinu. Það er í firsta lagi á þriðja ári að sá megi grasfræi. Hafi jarðvegurinn verið rak- ur, þá tekur undirbúningurinn ifir lengri tima. Jarðveginn má bæta á ímsan hátt. Leir- jörð og mírajörð batnar ef' borinn er á gróf- ur sandur og sandjörð batnar ef borinn er á hana leir. Húsdíra áburður bætir allan jarð- veg. 2. A hverju meðal vori er heppilegast að sá grasfræinu seinni part maímátiaðar; at' því þarf 18 pund á dagsláttu, en best muu vera að sá höfrum með því á sama blettinn, þeim er þá sáð first; 120 pundum á dagsláttu; stráð með hendinni jafnt ifir flagið eftir að það hefir verið herfað vel og jafnað. Hafr- arnir eru herfaðir niður- í moldina og gras- fræinu stráð ifir að því búnu og farið svo ifir blettinn með hrífu á eftir til þess að fræ- ið samlagist moldinni. Um sumarið spretta hafrarnir vel eu grasið lítið. Um haustið, eða firri part vetrar, er áburði eða mold dreift ifir blettinn. Snemma vorið eftir, þegar klak- itin er að hverfa, er valtari dregiun ifir sáð- sljettuna svo að rótin þéttist. Áburðurinn er svo mulinn ofan í eius og á túni. E. H. Jarðarför Jóns Porkelssonar firv. skólastjóra fór fram á föstudaginn. Hófst hún kl. 12 á hádegi. Var þar saman kominn fjöldi manns, einkum fjölmentu lærð- ir menn, enda eru þeir flestir lærisveinar hans. Höfðu þeir gefið fagran silfurskjöld með silfursveig utan um er Erlendur gull- smiður Magnússon hafði gert. Á skjöldinn var letrað nafn og fæðingar og dauðadagur, embætti og nafnbætur og auk þess sömu orð- in sem Ingólfur mintist hans með: Integer vitæ seelerisque purus (þ. e. grandvar og vammlaus). Mesti fjöldi var þar og af öðrum sveigum og voru ímist ritaðar á vísur eða latnesk spakmæli. Þórhallur Bjarnarson hélt húskveðjuna og sagðist vel svo að öllum var indi á að hlíða. Söngfólag stúdenta söng þessar vísur eftir Guðmund skáld Guðmunds- son á undau húskveðjunrii; en Árni Thor- steinsson stírði söngnum. Hafði hann sjálfur gert lagið við vísurnar. Nú syngur hópur þiun hægt og rótt: 0, hjartans þökk fyrir liðna daga! Svo verði fögur og vær þín nótt sem var þín göfuga æfisaga. Nú drúpir hver rós, — þinn dagur ljós er dáinn sem blóm í haga. Það var þín Ijúfasta lífsins þrá að líktra aumum og hjálpa snauðum; því klökkuar margur og byrgir brá, sem burt til grafar þjer fylgir dauðum. Hver vættur þíns lands þjer knýtir kranz úr kærleikans blómum rauðum! Jeg efast mjög um, að gangi’ að gröf jafn góður, vinsæll og hrekklaus maður og þú, sem leiðst yfir lífsins höf sem ljós á braut okkar hýr og glaður. Hve ljúft fannst oss inn við arinn þinn, þar i'illum var griðastaður. Jeg ílyt þjer einlæga ástarþökk frá öllum sveinunum fjærri og nærri. — Þótt sýnist hvílan þín döpur, dökk, í dýrð hún ljórnar og prýði skærri, — því elskunnar rós svo ljúf og ljós sjer lyptir þar björkum hærri. Á eftir húskveðjunni söng það þessar vís- ur, er gert hafði Bjarni Jónsson frá Vogi: Nú minnumst vér klökkir á æsku ár, vor ástfólgni rector, sem hvílir nár. Því seint mun oss gleimast þitt góða starf, er gafst þú oss lifandi menta arf.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.