Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 23.10.1904, Blaðsíða 1

Ingólfur - 23.10.1904, Blaðsíða 1
INGÓLFUR n. ár. Reikjavík, suniiudagiiui 28. okt. 1904. 44. folað. ÞÝZKAR BÆKUR OG BLÖÐ útvegar E. Gunnarsson, Suðurgötu 6, Rvík Langfrjálslindasta lífsábirgðarfélagið á Islandi er og m&rga aðra fugla, vel skotna, kaupir E. Gtunnarsson, Suðurg. 6. „ S T á 1 “. Umboðsmaður: Jens B. Waage. Er sólin Drangabraun signir hinst og svalinn hvíslar í skútum inst við burkna og bergfljettur langar, þá nemur hjarðsveinninn hörpuóm og hreimskæran, töfrandi meiarróm svo bergmála bláfell og drangar. Helga Bárðardöttir. * Frá æskuleikjum á íslandsströnd í ókunn og fjarlæg vetrarlönd hún barst með bilgjunum svölum, sem hetja um skammdegis hörkutíð þar háði við dauðann langvint stríð í úthafs ísreka sölum. Hvar þektir þú barn er bæri þraut sem Bárðardóttirin unga hlaut að standast uns ströndum náði? Hvar visdr þú örlög svo undraköld, svo ægileg, margspunnin nornavöld sem hertu að hennar ríði? Að Qrænlands frostköldu faunastönd bar fleiið íssteifta goðahönd að ættmenna góðum garði. Þar fann hin unga sinn indisdraum þann eina — - hún lét ei breitingastraum eiða þeim hjartgróna arði. Svo leit hún aftur sín æskusvið og ástvin harmþrungin skildi við, en trigðina gullhrein geimdi. Hún söng um vornætur sakuaðarljóð og sat um daga svo föl og hljóð þar fossinn úr fjalli streimdi. Hún undi ekki bigðum — sem Bárðar- ætt — en bjó upp á heiðum í trú og sætt við landvætt og ljósálfa hreina. Hún svaf eins og haukur í hamraþröng og hörpuna stilti um dægur löng. Það var hennar indið eina. Hún skildi hvað lindin í lingi söng og Ijóðin er kváðu vötnin ströng í fjallglúfrum dulardökkum, sem lóunnar sorgblíða sjafnarmál og siguróp fálkans, hvelt sem stál, og grashvísl á grænum bökkum. Hið óbreitta náttúru móðurmál mætti þeim strengjum í hennar sál er hljómanna hreinleik geima. Hún lærði barnung að þíða þá og þeir voru dípri en mönnunum hjá, því átti hún þar aldrei heima. *) Helga Bárðardóttir Snæfellsáss hraktist á hafísjaka til Grænlands, að því er sagan segir. Hún hafði heimþrá mikla og komst til íslands síðar. En hún þíddist ekki menn og hafðist löng- um við einmana um fjöll og firnindi og nam hvergi indi. Við jöklanna svanhvítu jörmunbrjóst var jafnan heiðríkt og veður ljóst og útsínin indisfögur. Þar bjó hún sem drotning í bjargahöll og boðaði þangað vætti og tröll, er sögðu af feðrunum sögur. Mörg heilladis hafði fleium filgt, með fóstra Dofra til íslands siglt og valið um filgsnin á fjöllum; en ljúft var að minnast á liðna tíð, þær lifðu aftur hvern sigur og stríð og hermdu frá atvikum öllum. Oft sat hin frjálshuga fjallamær, er firðina gilti sólin skær með hinsta hátignarljóma, og mændi tregandi í austurátt, hún átti þar handan við djúpið blátt heimkinnis heilaga dóma. Þar risu Dofrafjöll heið og há með hamrastalla og jökulgljá og íeðranna frægu hallir; en bigðin var rænd og báli eidd og bílin hetjunum fornu sneidd, frændurnir flúnir allir. Og fjærst í norðri var fátækt land, með firði djúpa og ægisand við auðnir, óbigð og tinda. Þar lágu þau margþættu minningabönd, sem mannanna lifsgleði, sál og hönd fastast i fjötur binda. Því mændi Helga á hafsins djúp, því hnigu af augum tárin gljúp við endurskin dáinna daga. Svo leit hún nær, á hin fögru fjöll, á fosshvikar elfur, skógarhöll og vorgræna vallendishaga. Þá fann hún sem barn hve birti í önd, hún blessaði íslands vogskornu strönd og hálendið ónumda unga. Þar vildi hún una til dauðadags og deia í brosöldum sólarlags hátt ofar dalanna drunga. Þú ættland, veittir þeim óðul þín, sem elskuðu frelsið heitar en sín þá snortin þau voru af valdi. En aldrei sló hjarta í hreinni barm en hennar, sem bjó ifir þingstum harm og hugstór við háfjöll þín dvaldi. * * * Og sveinninn hlustar í hljóðri ró uns hinsta bergmálið leið og dó og dagsljós í djúpið er runnið. Hann veit, að Helga í hrauni því bir sem heillavættur — og strengi knír uns frelsið er íslandi unnið. Hulda. Þegar ég fór aö heilsa ráöherranum. Ég fór í kjólinn minn og strauk pípu- hattinn. Ég lét í þetta sinn Árna Nikk greiða mér og laga slauffuna vegna þess, að ég hef heirt sagt að Balschmidt hafi kosið Jón Jensson. Það bar ekkert við á leiðinni upp í „Hvítahúsið" og þar var mér tekið með ljúfmannlegri kurteisi eins og síðast. Ég hneigði mig kurteislega firir hinum göfga ráðherra og sagði: „Velkominn úr utanförinni-------frægð- arförinni, göfgi ráðherra". Hinn göfgi ráðherra brosti vingjarnlega og svaraði: „Komið þér sælir hr. Oddur“. Hinn göfgi ráðherra benti mér á stól og við settumst niður. „Göfgi ráðherra, þér hafið auðvitað frétt firir löngu um sigurinn sem vér „heima- stjórnarmenn“ unnum hér í Vík.“ Hinn göfgi ráðherra svaraði: »Já“. Þá sagði ég: „Það er meinleg prentvilla í Þjóðólfi, eða ef til vill hefur það fallið úrí prent- smiðjunni. Það er nefnilega ekki kallað- ur „Nír sigur heimastjórnarmanna“, að Stefán í Fagraskógi var kosinn i Eiafjarð- arsíslu. Mér finnst það svo skrítið — svo undarlegt, að kalla það sigur heima- stjórnarmanna þegar kosinn er maður, sem tekur það berlega fram, að hann sé ekki heimastjórnarmaður, en gleima, að taka það fram þegar flokksmaður er kos- inn“. Hinn göfgi ráðherra brosti og með- aumkvun lísti sér í augnaráðinu. Hann svaraði og sagði: „Það er leiðinlegt herra Oddur, jafn- skinsamur og þér eruð, að þér skuluð ekki skilja þetta, jafn einfalt mál. Leta se moa* þ. e. a. s. á. íslensku, heimastjóm- in það er ég. Þeir, sem vilja að ég haldi áfram að vera ráðherra eru heima- * l’Etat c’est moi.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.