Ingólfur - 23.10.1904, Blaðsíða 2
174
INGOLFUR.
[23. okt. 1904.]
stjórnarmenn og aðrir ekki, hverjar skoð-
anir sem þeir annars kunna að hafa. Eg
f e 1 d i Stefán frá kosningu í firra og
þessvegna er ekbi víst að hann vilji nú
stiðja mig sem ráðherra. Þessvegna
er það ekki „nír sigur heimastjórnar-
manna“, að hann var kosinn“.
Eg sárskammaðist mín íirir mína
flónsku og þagði first, en svo reindi ég
til að láta á engu bera og sagði:
„Göfgi ráðherra þetta hefur mig lengi
grunað“.
Og svo fór ég að tala um annað.
„Það kve hafa staðið einhver óhróður
um iður í saurblöðunum vegna þess, að
þér hafið látið leggja ritsíma hingað til
íslands i þessari utanför iðar“.
Hinn göfgi ráðherra brosti og sagði:
„Það er ekki nítt að vér séum skamm-
aðir“.
„Já það er satt göfgi ráðherra — já
þvílíkt — hvílík skömm firir ,heimastjórnar-
landið‘“, sagði ég, „og svo eru þeir altaf að
segja að þér farið ekki eftir vilja þingsins,
eins og það sé ekki útilokað þegar vér
höfum fengið ,þingræðið‘“.
Hinn göfgi ráðherra svaraði:
„Mér þikir það leiðinlegt herra Oddur
jafnskinsamur og þér eruð, en ég sé að
þér skiljið ekki sítúasjónina“.*
Ég fór aftur að skammast mín. En
hinn göfgi ráðherra hélt áfram að tala:
„Þegar vér útveguðum Islendingum
stjórnarbótina, þá útveguðum vér þeim
einnig þingræði og það á tvennan
hátt, en það virðast menn ekki hafa skil-
ið enn. Alþingið ræður því hver verð-
ur ráðherra, eða með öðrum orðum: Það
er valinn ráðherra úr þeim flokki, sem
fjölmennastur er á Alþingi, en svo er
annað þing, sem nefnt er „hið danska
ríkisráð“, og þar verður líka að vera
þingræði. Ég hef þessvegna skift þing-
ræðinu þannig að Alþingi ræður því, að
ráðherrann sé úr fjölmennasta flokknum,
en „hið danska ríkisráð" ráði úrslitum
málanna“.
Og hinn göfgi ráðherra stóð upp til
merkis um að samtalinu væri lokið.
Og ég sagði:
„Já einmitt nú skil ég“.
Og ég hneigði mig kurteislega, kvaddi
og fór.
Od d u r.
Asetylen-gas.
Mörgum bæarbúum er víst nú orðið
kunnugt, að asetylen-gasstöð sú, er
kaupm. W. 0. Breiðfjörð sál. lét gera
við hús sitt, hefir tekið til starfa og til
þessa reinst mjög vel. Ég hefi heirt
það, að margir menn hér i bænnm álitu
gas þetta mjög hættulegt; því væri bæði
mjög hætt við að springa í loft upp og
einnig eitrað. Af því að þetta er á
litlum eða engum rökum bigt ætla ég
að skira lítið eitt frá eðli gastegundar
þessarar og hvernig hún hefir reinst er-
* í>. e. málavegsti. Hitt er höfðingjamál. K.
lendis, þar sem hún er alt af að riðja
sjer til rúms, einkum í smærri bæum.
Asetylen-gas er litarlaust og gagn-
sætt samband af vatnsefni og bolefni í
hlutfallinu 8 : 92, þ. e. a. s. að í 100
pd. af asetyleu-gasi eru 92 pd. afkolefni
og 8 pd. af vatnsefni. Það er hér um
bil 10°/0 léttara en loft. Aub asetylen
eru íms önnur sambönd af vatnsefni og
ko’efni til; þau má flest nota til ljós-
metis og brenua misskært, sum einnig
með mislitum loga, gulum og bláum.
Af öllum þessum gastegundum hefir
asetylen-gas sbærastan loga og einnig
most Ijósmagn. Asetylen má frímleiða
á ímsan hátt. Þó er framleiðsla þessúr
kolkalki sú eina, sem þíðingu hefir firir
daglega notkun þess. Kolkalk er stein-
kent, eldfast efni, grásvart að lit. Það
er tilbúið á þann hátt, að kol og kalk
er brætt saman í rafmagnsofni við 3000
— 4000° hita.
Ef kolkalkinu er ksstað í vatn, sekbur
það, og jafnskjótt birjar vatnið að ólga
eins og við ákafa suðu. Bólur þær,sem
stiga frá kolkalksstikkinu upp úr ifir-
borðinu, eru asetylen-gas. Vatnið volgn-
ar dálítið og minkar um leið. 1 pd. af
bolkalki þarf hér um bil 1 pela af vatni
og mindar 150 pt. af gasi. Vatnið er
æfinlega haft meira en bein þörf er, til
þess að ílátið, sem gasið er framleitt í,
ekki hitní um of. Ef ílát það, 8em gas-
ið er framleitt í, er lofthelt, að undan-
teknu litlu opi, sem loftheld pípa er
skrúfuð á, þá hleipur gasið eftir píp-
unni og inn í annað stærra hólf, þar
sem má geima það og nota hvenær sem
vill. Hólf það, sem gasið er geimt í,
er líkast sbál, sem hvolft er ofan í
vatnsstamp; skáiin er þannig gerð, að
hún sígur eða liftist upp eftir því hvort
gasið er notað eða því er safnað, en
vatnsflöturinn lobar ávalt firir hana að
neðan. Áður en gasið er notað er því
þríst í gegnum vökva, sem þvær það, og
því næst í gegnum víða pípu, sem síar
það og þurkar; úr þeirri pipu er það
leitt þangað sem á að nota það.
Stutt er níðan farið var að nota fse-
tylen til ljósmetis í stórum mæli, First
árið 1894 hepnaðist að framleiða ase-
tylen svo ódírt, að það gæti keft við
annað Ijósmeti og siðan hefir það ávalt
lækkað í verði ór frá éri. Því var strags
tekið tveim höndum, og áður en næg
reinsla var fengin, fóru þekkingarlausir
menn að fást við það; verkfærin voru
einnig, eins og gefur að skilja, ófull-
komin i firstu og stundum svo að segja
engin, með því að gasið var notað eftir
að því hafði verið þríst saman, svo að
það mindaði vökva. Þetta var gert til
þess að spara rúm og ómak. Það gat
því eigi hjá því farið að slis vildu til
og þau svo alvarleg að lögreglan ekarst
í leikinn og setti strangar reglur um
notkun þess. Vátryggingc.rfélögin hækk-
uðu afgjöld af húsum, sem þess konar
ljós var notað í, o. s. frv. Af þessu
leiddi, að ní og betri verkfæri voru upp-
fundin; reinslan síndi mönnum þá réttu
leið og nú er tilganginum náð. Yá-
triggingarfélögin taka eigi lengur nein
aukaafgjöld og reglugerðirnar eruorðnar
vel viðunandi eða jafnvel sanngjarnar,
enda má nú með sanni segja að eigi só
meiri hætta að asetylenljósi en af stein-
olíulömpum og það hefir ennfr. þann kost
að það hitar lítið frá sór, einsog flest skær
ljós gera, og ómögulegt er að velta því,
þar sem það streimir í fastnegldum píp-
um. Annað mál er það, að flest má
gera hættulegt, ef menn beinlínis vilja.
Það er hægt að nota asetylen sem sprengi-
efni, eins og menn t. d geta hleift eim-
lest af braut sinni. Alveg samskonar
hætta, sem stafar af asetyleni, stafar
einnig af steinkolagasi og þó er stein-
kolagas leitt í hvert einastahús í öllum
stærri borgum heimsins og bæði notað
sem eids- og ljós-matur.
Hvað hinu viðvíkur, að það só mjög
eitrað, þá er ekki gott að segja hvernig
sú hjátrú er til orðin. Auðvitað er það
að gas þetta er eitrað eins og öll sam-
bönd af kolefni og vatnsefni. ímsir
frægir vísindamenn (t. d. Berthelot og
Gréhaut) hafa rannsakað þetta og komist
að þeirri niðurstöðu, að asetylen væri
eigi eins eitrað og vanalegt steinkola-
gas; dír lifðu lengur í lofti, sem var
blandað asetylen, heldur en í samskonar
blöndu af steinkolagasi. Afasetylengasi
er skörp likt, líkust sterkri lauklikt, sem
strags varar menn við, ef gas er í her-
berginu, og það löngu áður en nokkur
hætta er að. Steinkolagaslikt er ekki
eins auðkonnileg- og þó hefir það eigi
staðið notkun þess firir þrifum.
Asetylenljós er mjög skært og mjall-
hvítt og likara dagsbirtunni en flest
önnur Ijós. T&flan sínir þrjár ljósteg-
undir bornar saman við sólarljósið. Það
sem i sólar'jósinn. er af hverjum lit (þ.
e. hver litur í litabandi [armar]) er haft
firir eining eða mælikvarða. Taflan lítur
þá svo út:
Lit r Raf- magn glóöar- lampi Auers gas- glóðar- ljós ABe- tyleu- ífós Sólar- ljós
Rautt 1,48 0,37 1,83 1
Gult 1 0,9 1,02 1
Grænt 0,62 4,3 0,71 1
Blátt 0,91 0,74 1,46 1
Fjólblátt . . . 0,17 0,83 1,7 1
Ultra íjólblátt. 0 0 0 1
Vanalegt steinolíuljós hefi ég eigi talið
moð, vegna þess að ég veit eigi hvernig
litunum í því er ferið, en sórhver getur
sannfært sig um, hvernig bæði því og
þr'm ljósum, sem óg hefi talið, er háttað
í þessu efui, með því að kveikja á þeim
í herbergi þegar níbyrjað er að rökkva
eða dagsbirta er ekki of sterk og sjá
hvort bjarminn er líkur. Auðsætt er að
því líkara sem Ijósið er dagsbirtunni,
því þægilogra er það firir augun og því
líkari sínast allir litir sjálfum sér, þ. e.
a. s. því sem þeir sínast í dagsbirtunni.
(Frh.) Jón Isleifsson.