Ingólfur - 23.10.1904, Blaðsíða 3
[23. okt. 1904.]
INGOLFUR.
175
Góð bók.
Kæri ritstjóri.
Þér báðuð mig að sbrifa eitthvað í blað
iðar. Þegar ég kom beim til min í
gær, rak ég mig á bókarskruddu, sem
vantaði bæði framan af og aftan af. Eg
fór þó að blaða í henni og sá þá að
hún var mjög góð. Eg hugsaði mér því
að skíra lesöndum blaðs iðar frá aðal-
efninu í henni. -
Það gerist í litlum bæ í Noregi, og
lísir bókin því, hvernig slíbur bær lifir
alveg sínu lifi og hve lengi hann getur
bægt öllum djúpstraumum andans frá
sér. Elestir bæarbúar hafa mibinn á-
trúnað á höfðingum sínum og telja þá
vera mestu menn í heimi. Höfðingjar-
nir liggja í eilifum illdeilum hverir við
aðra. Stundum er ein lítil renna næg
til að hleipa þeim í bál og brand. Ef
einhver rís upp á móti höfðingjunum,
þá er hann sviftur atvinnu og útilokað-
ur frá öllum góðum félagsskap. Höfð-
ingjarnir hafa nasaþef af að það só fínt
að filgjast með sem þeir kalla og blaðra
stundum um hin og þessi stórskáld, sem
þeir hafa heirt nefnd. Lísingin á skemti-
félagi þeirra, klubbnum, er mjög góð.
Með stakri árvekni er þess gætt, að
þangað komi enginn, sem ekki heirir
þeim bestu til. Og svo verða firir manni
þrír fólagsmenn, sem eru einkar skemti-
legir. Það er slátrarinn, sem hefur flot-
ið inn á krónunum sínum, fábjáninn og
fillirúturinn fluguskigni. Þessir þrír
vaka ifir virðingu fólagsins. Sá flugu-
skigni þolir öngan, sem drekkur, fábján-
inn vill ekki hafa nema gáfumenn, en
slátrarinn gætir göfginnar. Lisingin á
þessum þrem broddum er firirtak. — í
bænum eru auðvitað tveir sterkir flokk-
ar, hver öðrum andvígur. Annar kall-
ar sig hægri (conservativ), hinn vinstri
(radical). En allur munurinn liggur í
því, að annar vill veita fé til rennunnar,
hinn ekki. Annars eru þeir svo inni-
lega skildir í hugsunarhætti, að enginn
verulegur munur verður gerður á þeim.
Höf. tekst reglulega upp þar sem hann
lætur mestu frelsishetju bæarins í sam-
komu einni halda þrumandi ræðu um smá-
sálarskapinn og andlegann dauða í bæn-
um. Ræðan er svo innilega lítilsigld og
aumingjaleg, en maðurinn svo innilega
sannfærður um að hann hafi rekið sár-
beitt sverð í gegn um alt, sem er lítið
og lágt. Ekki tekst honum siður upp,
þar sem hann lísir nokkrnm níum mönn-
um, sem hafa verið í þeim miklu ment-
astraumum og skilið þá. Þeir eru gáf-
aðir, en sínilega mjög veikir. Allir fir-
irlíta þá. Svo iítur út sem þeir muni
eigi geta brotið af sór okið, og höf.
virðist láta þá (endann vautar á bókina
og sést þetta því ekki firir víst) sigla
inn í tölu „snobbanna" (skriðkikvend-
anna) og fást við rennumálið með djúp-
ri alvöru.
Áslákur.
Höfaðborgin.
D. Thomsen leiddi kaupmannafélagið
uudir Triggva gamla og stjórnina núna
í vikunni. Auðvitað fekk hann ekki
nema nokkra kaupmenn til að ganga
undir okið. En það ok verður víst „auð-
velt og sú birði lóttu firir Th., því að
göfugur og óeigingjarn mun tilgangur-
inn vera. Stjórnin hefur nú lagt reið-
tigin á og girt rækilega. Ætla má að
ekkl særi gjarðirnar, en hvort bakið
eimist er annað mál. En þá er ekki
annað en að setja á stofn smirsl- „maga-
sín“.
Þessir vildu ekki láta beisla sig: Beni-
dikt Þórarinsson, Björn Ejistjánsson,
Einar Árnason, Gunnar Einarsson, Gunn-
ar Þorbjarnarson, Guðmundur ólsen,
Halberg, Jón Þórðarson, og Nielsen.
Thomsen kve nú segja öllum að Jón
Ólafsson hafi sagt sér að .ráð-gjafinn
hafi sagt sór að hann vissi um verð á
símskeitum, sem send verða eftir band-
spotta þeim, sem bóndinn á Ingólfshvoli
batt ifir geilina milli íslands og Dan-
merkur, þá er hann var síðast á ferð-
inni í rápherraerindum.
Hanncs ráðgjafi var tekinn inn í
Reikj avíkurklúbbinn á miðvikudaginn
var. Einn heilsulaus firverandi embætt-
ismaður hafði borið það í Hannes að
ritstjóri Ingólfs vildi fella hann frá inn-
töku og hefði safnað líði í því skini.
Hann kve vera stakasta illmenni, þessi
ritstjóri. Oft og einatt hefur hann
drukkið Halberg í bjórþrot svo að ágæt-
ismenn hafa ekki fengið nóg til að sof-
na af, þegar þeir hafa átt að vera próf-
dómendur; og er það þó aðalskilirðið
firir því að geta verið sanngjarn í dóm-
um. Hann kve og hafa gjörspilt æsku-
lið landsins og hvatt hann til ofstopa
og hriðjuverka. Hann sökti 500 sjó-
mönnum niður á mararbotn bara að
gamni sinu. Sagt er að hann hafi margt
fleira ilt gert og er bó hald manna, að
hann muni hóreftir fara I enn verri
ham. En í þessu hafði þó hinn sann-
sögli og guði þóknanlegi firv. embættis-
maður ætlað honum of ílt. Því að hann
greiddi atkvæði með þessum píslarvotti
frelsisins, og var þvi óþörf sú hin mikla
vina-skjaldborg, sem þar var um hann
slegin. En aldrei er of varlega farið.
í gær var framið hér ritsímaát. Er
það mikið og þarft verk af Jóni Ólafs-
sini og D. Thomsen að kenna öllum
stjórnarlömbunum ritsímaát. Má þess
nú vænta úr þessu, að ritsíminn verði
bráðum fulljórtraður. — Yið þetta há-
tíðlega tækifæri drupu ræðurnar sætari
en hunang af vörum málsnillinganna
og munu þær verða birtar síðar í blað-
inu.
Igúst Bjarnason, heimspekingur, tal-
ar um Búdda og kenningar hans á þriðju-
daginn kemur.
"I"
Frú Sigríður Jónsdóttir
ekkja Jóns heitins Þorkelssonar skóla-
meistara dó á föstudagskvöldið.
. . En ilmur horflnn innir first,
hvers urtabigðin hefur mist.
Á sjó og landi.
Druknun. Báti hvolfdi á Seilunni við
Bessastaði í ofsaroki 13. þ. m. og drnknaði
maður einn, er Jón hét Jónsson. Hafði
nilega flutst hingað austan úr Holtnm.
Þrem mönnum öðrum var bjargað, þeim
er á bátnum voru. — En báturinn var
frá skútu, sem „Fram“ heitir og á Jón
Laxdal verzlunarstjóri í ísafjarðarkaupstað.
í St. Louis komu saman rafurmagns-
fræðingar úr öilum heimi i sumar til að
bera saman bækurnar i ainni grein. Þar
kom Valdemar Paulseu með uppgötvnn
sina að einangra Marconi skeiti. Var þá
þegar gert íélag til að nota hana. Voru
í þvi menn úr öllum löndum. Ea öllu var
þessu haldíð leiudu til oktoberbirjunar.
Til
TRIGGVA GUNNARSSONAR
á 69. afmælisdegi hans 18. okt. 1904.
(Stælt).
Triggvi
diggvi
kadi-vidi-viggvi
kadi-vidi-vingin-dingin-diggvi.
„Pabbilu
babbi!
Kadi-vidi-vabbi,
kadi-vidi-vingin-dingin-
Ddbbi.
Nótt hjá níhílistum.
Saga eftir A. Conan Doyle.
„Fljótandi líkkista!“ sagði þessi ungi
níhílisti í draugslegum róm.
„Eru geimsluklefarnir jafnhátt ogsvefn-
klefarnir eða undir þeim“? spurði Petro-
kine. „Undir“, svaraði ég einbeittur. Þó
að ég þurfi varla að geta þess, að ég
hafði ekki neina hugmind um það.
„Hverju svaraði þíski jafnaðarmaður-
inn Bauer ávarpi Ravinskýs, háttvirti
herra“?
Hér hættum við talinu. Það var aldrei
úr því skorið, hvort higgindi min hefðu
getað bjargað mér úr þessu eða ekki,
því að forsjónin kom mér úr einni klíp-
unni og í aðra, og hana enn stærri.
Hurð var skelt niðri og fótatök heirð-
ust nálgast. Svo var barið hart á dirnar
og tvö minni högg á eftir.
„Þetta er reglumerkið!“ sagði Petrokine