Ingólfur

Issue

Ingólfur - 18.12.1904, Page 1

Ingólfur - 18.12.1904, Page 1
INGÖLFUR. * II. ÁR. Reikjayík, summdaginn 18. des. 1904. 52. blað. ÞÝZKAR BÆKUR OG BLÖÐ r A I. Undirritaður annast sölu á alls konar islenzkum afurðum og vöruinnkaup aðeios fyrir kaupmenn og kaupfélög. — Óþektir nýir viðskiftamenn geri svo vel að senda sýslumannsvottorð um að þeir hafi verzlunarleyfi. Fljót og góQ aí'groiösla. Xjitil ómaÞLslaun. & 17 Baltic Street. Leith. Langfrjálslindasta lífsábirgðarfélagið á átyegar E. Gunnarsson, Suðurgötu 6, Rvík iiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiimi i i«11 iiT^TTTT^^TTTTTi 111 ■ i* *^T7T711111 iT ■ i n 111 n i i_i Ingólíur. Blöðin, sem eftir eru að koma út, til nýárs, á að prenta í stærra upplagi en nokkurt annað islenzkt blað og útbýtast gefins inn á hvert heimili í Reykjavík, og um nágrennið, svo að þeir sem ekki hafa þegar kynnt sér blaðið fái nú færi á því. Ingólfur væntir að fá marga nýja kaup- endur um áramótin. Þeir eru beðnir að géfa sig fram við afgreiðslumanninn bókb. Guðbjörn Guðbrandsson, Laugaveg 2. Hvergi annað eins tækifæri til að fá auglýsingar sínar útbreiddar. Gjörið svo vel og sendið auglýsingarn- ar fyrir laugardag í Félagsprentsmiðjuna. KVEÐJA. SVO þú ert liðinn frá lifanda heim’. Sem ljós út í dauðans náttskuggageim er horfinn þinn auðugi andi. Mér kom það svo óvart — en alt um það ég ætti því fagna, að hlaustu stað í friðlausra föðurlandi. Það geri ég einnig, en sirgi samt að sagan er öll, hve þitt líf var skamt, þótt örðug sé andvaka nætur og ljósbjartur dagurinn langur þeim, sem leitar, en finnur ei hvíld í heim’ og hjartafrið horfinn grætur. Þín sál var sem undraland auðugt og vítt, þar ímist var haust eða sumar blítt, er framleiddi fegursta gróður. En hildjúp tára und hlátrum bjó, þótt hjartað gleddist, það skorti ró, sem barn fjarri blíðlindri móður. Þú fanst ekki veraldar frægð né auð, en fegurð æskunnar heim þér bauð i hlía, sólheiða sali. Þar ástin og lífsgleðin undu sér, en ólán og þunglindi filgdu þér um djúpa, helmirka dali. Hve misjöfn var æfin, mirk og Ijós! hve mörg þér angandi brosti rós, er bliknaði einatt aftur. Og þú áttir minna af þreki og ró en þrá, sem leitaði, von, sem dó, því tæmdist þér trú og kraftur. í afdal snæþöktum átthögum fjær var angurlaus hvíla þér reidd og vær þar enginn má ró þína rjúfa. Já, gott er mæddum að gleima þraut og gott er að búa við ættjarðar skaut um vetur og vordaga ljúfa. íslandi er „ S T A E “ . Umboðsmaður: Jens B. Waage. Og ef þú vakir — mun endað stríð og alkir þér runnin friðartíð? — Ég veit ei, en vil því trúa. En sofir þú er það sælt og rótt að sökkva í draumlausa, eilífa nótt og gleima svo gráti og lúa. * * Svo eitt sinn mæltir þú áður við mig: „Sem útlaga þreittum á villistig skín ljómandi leiðarstjarna, svo filgja mér Ijóð þín og lísa æu. — Nú líði til þín með kærleiksblæ minn söngur um för þína farna. H u 1 d a. „Hjálendu“síningin danska. Það er í ráði hér í Höfn að sína i sumar komandi muni, landslag, híbíli og það, sem mest vert er um, fólk frá Grænlandi, eium Dana hinum vest- heimsku, Færeium og — Islandi, öllum þeim hlutum Danaveldis, er Danir kalla „Bilandene“ (o: hjálendurnar). Síning þessi á að verða í Tivoli, aðalsumar- skemtistað Khafnarbúa, þar sem allir útlendir ferðamenn koma, þeir er Kauprn. höfn gista. Auk fjölda Dana, er vér hirðum eigi að nefna hér, hafa nokkrir íslendingar lofað forsprökkum firirtækis- ins filgi sínu. Það eru þeir Hannes Hafstein ráðherra og dönsku embættismennirnir Finnur Jónsson og Valtír Guðmnndsson. Hugmindin mun first komin frá félagi einu dönsku, er nefnist „Kunstflidsfor- eningen". Það er stofnað firir nokkru, er i fjárkröggum, og ætlar að græða fé á siningu þessari. Skal nú nokkuð nánar talað um sin- ingu þessa, að því er ísland snertir. Þess skal fyrst getið að vér ísleding- ar í Höfn erum firir löngu orðnir leiðir á þessu eilífa hjálendustagi Dana. Vór getum eigi séð, að það sé réttnefni, að kalla ísland danska hjálendu og þvi sið- ur nilendu, þvi að það vita allir menn með heilbrigðri skinsemi, að ísland hef- ur aldrei verið dönsk nílenda (Koloni). Vér viljum ekki láta misbjóða rétti vor- um né særa þjóðernistilfinningu vora með slikri staðleisu. Að því, er síningu þá hina ofan- nefndu snertir, teljum vér sérstaklega ástæðu til að vekja athigli landa heima á því, hvernig á að fara með oss. Það á að sina lifandi fólk frá íslandi sam- hliða skrælingjum frá Grænlandi og Blökknmönnum frá Vestindium í Tí- voli. Á þeim sama stað hafa Kínverj- ar, Arabar, Sigeunar og fleiri slíkar þjóðir áður verið til sínis. Higgjum vér að Útlendingar þeir, er þar kæmu og aðrir ókunnugir (og það eru Danir ifirleitt) mindu brátt álikta, að íslendingar væru jafnt settir þessum þjóðum, að þvi er menning snertir. Mætti þetta því verða oss til svívirðu eigi alllitillar. Skilja það og líklega flestir, að eigi mundi það laða huga manna til lands vors, að sínd séu þar afskræmi af íslenskum bóndabæ eður skrípamind af Geisir. Auk þess virðist oss það heldur sem Danir skoði oss sem gripi en menn, er þeir vilja fara að sína oss, eins og vér værum þursar eða undur náttúrunn- ar. Það þikir oss vanvirða, ef setja á íslenskar konur á pall með Eskimóa dætrum og blökkumannakonum. Það er enda að sögn ætlan Dana, að hafa þær konur, er kinnu að stunda nám við stofnun þá er Kunstflidsforeningen hefur, til sínis i Tivoli. Þarna lísir sér vinarhugur og bróðurþel Dana til vor, sem nokkrir islenskir landshornamenn og þjóðmálaskúmar eru alltaí að fiagga með. Vér getum ekki skiliðþað, hversvegna ráðherrann hefur látið ánetjast til þess að taka þátt í þessu. Virðist það vera æði misviturt, ef hann hefur haldið sig gera landi sinu sóma með þessu tiltæki. Og ef hann hefur ekki gert það í hugs- unarleisi eða fávisku þá er hans sök enn

x

Ingólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.