Ingólfur


Ingólfur - 02.04.1905, Blaðsíða 1

Ingólfur - 02.04.1905, Blaðsíða 1
INGÓLFUR. m. ár. Reykjavík, suimudaginn 2. apríl 1905. 1B. iilað. STIMPLA, STIMPILPÚÐA (með ýmsnm litum) Kantsctnk-prentkassa útvegar Einar Gunnars- son, Suðurgötu 6. 4 ALYEGr NÝ.TTI4 Langfrjálslyndasta lífsábyrgðarfélagið á Islandi er „ S T A B “ 0mboðsmaður: Jens B. Waage. CfTj újVi |Yfj Cffh CfCá Cftu CffU CfCj CfCj JtU dfKi Cftí Cftá. Fjárneminn Eftir Göthé. Caecream (kei-krím) nefnist ný tegund af feiti, sem sérstakiega er ætlað í alis konar kökur í staðinn fyrir smjðr eða svínafeiti. Caecream nota eingöngu í kökur, og er þá miklu drýgra en smjör, þar sem 12 kviat af því jafngilda 16 kvintum af bezta smjöri. Caecream m& Iíka blanda með x/s emjöri, og er miklu betra en að blanda smjör með svíuaveiti. Caecream er nýlega farið að nota á Bretlandi, en hefir nú þegar áunnið sér svo mikiðlof, einkum meðal bakaranna, að fjöidi af vottorðum um gæðiþess hafa borist verksmiðju þeirri, er framleiðir það. Caecream ættu allir bakarar að reyna, og sömul. allar húsm. sem baka kökur sínar heima Caecream er tiltölulega mjög ódýrt og fæst aöoina 1 Yerzlununni EDINBORGK Snauður og xneð sorg í hjarta, — svo ég dróst fram ár og daga; fjárþröng tók mig fast að baga, fór ég þá í gimsteinsleit. Aldrei skyldi ég kveina og kvarta, — knúði eg reku og fór að grafa. „Sjálfur fjandinn sál skal hafa“, — svo með blóði byrst ég reit. Rangsælis um reitinn fór ég, — rauk úr jörðu vafurlogi; skollafæti og fífutogi fór ég að þylja heitin grimm. Öfluga þar eiða sór ég, og svo gróf ég sem í bræði, unz ég fólgna fénu næði. — Nóttin var svo niðadimm. Kom þá ljós eitt langt úr austri líkt og skin af stjörnu bæri, stjömu sem á flugi færi, — fóru klukkur þá að slá. Lenti allt í flumi og flaustri fyrir mér, því allt í einu bar að svein með bragði hreinu, — horni glæstu hélt hann á. Af því horni ljómann lagði, lýsti sveini fagureygum íturvöxnum, arinfleygum, o’ni teiginn strax hann steig. Drekktu, vinur! Sveinninn sagði. Sýnist mér það lítill vandi; — trauðla var það illur andi, er mér bar svo bjarta veig. Drekk nú í þig dáð og hreysti! duga mun það, svo þú beitir aldrei framar ógn né leitir aftur hingað auðs i storð. Góður enginn göidrum treysti, ger þitt verk með karlmannsgeði! Yinnuþrek og vinagleði! — só þitt mikla máttarorð. * Úr brófi landvarnarmanns til kunningja hans i sveit. (Niðurl.) En Deuntzers yfirlýsingin, segir þú, bætti hún ekki úr þessu undirskriftarhneyksli, sem þú kallar það ? Hann lýsti þó yfir því, að hann ætlaði ekki að sækja um lausn fyrir ráðh. okkar, þó að ráðaneytis-skifti yrðu í Danmörku. Hefir Deuntzer kannske sagt í þessari yfir- lýsingu að hann sæi það, að hann hefði ekk- ert átt með að fjalla um skipun (eða burtför) Islandsráðherrans ? Hefði hann gert það, þá hefði lýsingin farið i rétta átt. Hún hefði verið afsökun á afskiítum forsætisráðherrans af máli, sem honum kom ekkert við og hann viðurkendi að hann hefði ranglega blandað sór i. En hann hefir nú þvert á móti eiumitt sagt það eins greinilega og orðið getur með þess- ari setningu sem þú til færir, að það væri hann (og ekki íslandsráðherrann) sem ætti að ráða þvi, hvenær íslandsráðherrann færi frá, og þá líka hver hann yrði, eða skipun hans. Ég er hissa á því, að þú skulir ekki sjá það, hvað þetta er greinileg staðfesting á undirskriftarhneykslinu. Og þykir þér ekki Hafstein hafa farið grát-skemtilega að, að ganga fyrir óviðkomandi ráðgjafa og spyrja hann, hvenær hann ætlaði eða ætlaði ekki að setja sig frá? Var ekki full ástæða til fyrir okkur, höfuð- staðar hetjurnar, að færa honum innvirðulegar þakkir fyrir tilvikið? En, segir þú, það kom líka fram, þetta sem Deuntzer hafði lofað eða lýst yfir, nú, þegar ráðaneytisbreytingin varð í Danmörku. Ráðherrann okkar var ekki látinn fara frá. Nei, hann var ekki látinn fara frá. Deuntzer kallinn efndi það, sem hann hafði lofað Haf- stein, vesalingnum. Hann lét hann ekki fara frá i þetta sinn. Væri ekki ástæða fyrir okkur íslendinga til að halda þakkarguðsþjónustu um alltland fyrir þessa orðheldni Deuntzers við Hafstein, undirráðgjafa sinn? Hann hefði þó sannarlega verið illa stadd- ur— og stjórnarblöðin hans, svo mikið sem þau lögðu upp úr loforðinu hans Deuntzers — ef Deuntzer hefði svikið. Og hvað kærum við okkur um hitt, ef Hafstein helzt við völdin? Þér þykir kannské ég taki nokkuð djúpt i árinni er ég með þessu gef i skyn, að ís- lendingar, þeir sem ráða auðvitað, láti sór annt um það eitt, eða að þeim só fyrst og fremst um það hugað, að Hafstein fái að sitja kyrr í sínu feita embætti, helst til elli- ára — hvað sem liður öllu öðru. En sannarlega er ekki annað að sjá, en að full ástæða só til að segja þetta. Þvi að menn eru hættir að hafa annan áttavita, annað leiðarljós, en gjörðir Hafsteins Alt sem hann gerir er rétt. Alt sem fer i bága við hans gerðir er rangt. Vér höfum nú fengið þingræði, segir þú; þó að einhverjir gallar kunni að finnast að öðru leyti á stjórnarsambandinu við Dani, að forminu til eða á pappirnum, þá mun það ekki koma að neinu, þingræðið okkar græðir alt. En vér höfum þó því að eins þingræði, að þingsins viiji ráfii. Ef ráðherrann ræður og þingið hlýöir, er ráðherra-einveldi. Og við höfum í rauniuui ekki orðið varir við neitt þingræði ennþá. Miklu fremur hitt, ráðherra- einveldið: Hafstein gengur fyrsta sporið á ráðherra- braut sinni í þveröfuga átt við vilja þingsins í stærsta áhugamáli þess, eyðileggur yerk þess þar. — Og í öðru.stærsta málinu, firð- ritamálinu, fer hann einnig beint utan við vilja þingsins og breytir eins og einveldis konungur. t báðum þessum málum, stjórnar- máli íslands og firðritamálinu fer Hafstein í alveg þveröfuga átt við þá, sem þingið vildi að íarin væri. Það er þá Hafstein sem ræður stefnunni, en ekki þingið. Ekki lýsir það því að vér höfum þingræði. Þú segir, að við megum vara okkur á að vera ofstrangir í kröfum við ráðherrann fyrsta sprettinn, við verðum að hlynna að „hinu unga þingræði11 okkar, meðan það só að festa rætur hjá oss „alveg einsog menn fari með nýgræðingspiöntu“. Þetta hefir þú frá Jóni Ólafssyni; hann

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.