Ingólfur


Ingólfur - 02.04.1905, Blaðsíða 2

Ingólfur - 02.04.1905, Blaðsíða 2
50 INGOLFUR. [2. apríl 1905.] hefir sagt sömu vitleysuna. Vér eigum eklci að fást um það, þótt ráðherrann traðki vilja þingsins framan af, meðan þingræðisplantan er að festa rætur. Br það þetta sem þú átt við? Mér er nær að halda, að þá yrði það ráðherra-einveldis-plantan, sem festi rætur, en ekki þingræðisplaDtan. Því að hvenær var henni sáð? Kannske þegar Alberti valdbauð alþingi að samþykkja ríkisráðsflffyginn og löggjafarn- ir sögðu: „Vér þökkum, vér þökkum, vér samþykkjum allir“. Jón Ólafsson segir í sömu aDdránni sem hann sagði þessa vitleysu um aðhlynning á nýgræðingnum, sem aldrei var sáð til eða settur niður, að þingræði hafi þjóðirnar aldrei feDgið með lagasetningu, heldur hafi þær unn- ið sér það með baráttu fyrir yfirráðunuin, þingræðinu. Vér Islendingar ættum þá lílca, að ætla mætti, að berjast fyrir þingræðinu, ef vér eig- um að öðlast það. Vera vakandi yfir því að vilji þingsins sé haldinn og stefnu þess trú- lega fylgt af stjórninni. En eftir þinni kenningu og J. 01. eigum við einmitt að láta ráðherrauu ráða stefnunni og beygja vorn vilja. Alþingi á að ,.styðja stjórnina“ þótt hún breyti gagnstætt tilætlun- um þess og fyrirmælum, þingið á að breyta skoðun sinni til þess að vera í samræmi við stjórnina; það á að vera vegurinn til þing- ræðis! iSTei, þá vil eg heldur benda þér á það, sem Lárus Bjarnason sagði á alþingi 1903 um þingræðið. Hann sagðist vona „að þing- ið vaki sórstaklega yfir því, að ráðherranum haldist eklti uppi að brjóta aðallögmál þings- ins, þingræðið. Það lögmál verður að inn- lífast svo hverjum þingmauni, að hann snúi strax baki við ráðherranum, þótt bróðir sé, ef ráðist er á það lögmál“. Þetta var rösklega talað. Og aðrir þÍDgmenn tóku í sama strenginn, öllum þótti þetta sjálfsagt. Nú eru aðeins eftir efndirnar. Við skulum vona að þær fari eftir, en eg er orðinn svo kvíðafullur um framkvæmdirnar hjá mönnum, þótt orð þeirra sé góð og glæsileg. Mín skoðun er þetta: Þar sem Hafstein stígur ekki fult fyrsta fet sitt á ráðherrabraut- inni án þess að brjóta á bak aptur yfirlýst- ann vilja alþingis í höfuðmáli þjóðarinnar og heldur áfram sömu iðju í öðru stórmáli, þá á alþingi nú þegar í sumar að grípa þingræðið með því að taka taumhaldið af honum. Það getur orðið örðugra seinna. Þingið á að gera tvent í einu: Það á að bjarga þjóðréttindum landsÍDS, sem Haf- stein er að koma fyrir kattarnef, og beygja ráðherrann undir vald þingsins. Það vinnur þá að því að tryggja þjóðinni sjálfstæði þá, er hún á með réttu gagnvart Dönum, og aflar alþingi og þjóðinri þing- ræðis. En hvað verður þá um Hafstein? Er það ekki slæmt fyrir hann ? Það kemur okkur ekkert við. Alþingi á að vinna fyrir þjóðina og landið, en ekki fyr- ir H. Hafstein einan. Gestur Pálsson og ljóðagerð lians. Gestur Pálsson orti lítið eitt af ljóðmælum, tæplega 50 kvæði, svo kunnugt sé. Kvæði þessi orti hann flest á yngri árum; hugur hans hneigðist meir að söguskáidskap með aldrinum og á síðustu árum orti Gestur ekkert að kella. Houum hefir sjálíum verið það Ijósara, eu þeim sem hafa gefið út rit hans, að kvæði hans ættu að ganga með honum í gröfina. Allur þorri þeirra var óprentað- ur er hann dó og sýnir það að Gestur þekti sín* takmörkun, því að kvæðio eru flest Iítilfjöileg. Þó skýra þau á ýmsan hátt líf og eðli Gests sem skálds og manns og réttmætir það að vonum þetta brot um ljöðmæli Gests. — Gestur var einn þeirra listamanna, sem eru kailaðir ólánsroenn („súbjekt“) í lif- anda lífi og andans afbrygði (,,gení“) þegar þeir eru komnir uudir græna torfu. Samtíðarmenn Gests hafa eðiilega orðið drjúgastir á það að koma hinu fyrra inn i meðvitund manna og má þar til nefna Jón Óiafsson, er samið hefir æfiminning Gests við Reykjavíkurútgáfuna „Skáldrit" 1902. Þar segir að Gestur hafi verið drykkjumaður, skuldaþrjótur, þreklaus, ósjálfstæður, blaðamenska hsfi látið honum illa o. s. frv. o. s frv. „í lífinu fór hann allur í moIa“ segir Jón að lokum og þar er loksins komið að kjarna málsins. Gestur varð hvorki koauaglegur em- bættismaður, eða fjáður. Hann hafði hvorki þetta ensk-amerska bolmagn til þess að troða sér gegnum þröngina að kjötkötlunum eða þá huudsuáttúru, sem þarf til þess að flaðra upp um hvern bónda ef biti er í vændum. Það er tnílegt að Gestur hafl verið drykkjuniaður og skuld- að skóaranum sínum; það er mér ókunn- ugt, enda stendur mér það á litlu; en hitt er vist, að hann fór ekki í Iífinu „ailur í mola“ — hann var betra ssgnaskáld, en nokkur annar íslecdingur hefir orðið fram á þennan dag. E»að má vel vera, að mönnum finnist ekki mikið til um það, að Gestur er bezta sagnaskáld eða söguskáld íslcndinga, ef lítið er til þess, að sú grein skáidskapar er mjög þroskalítil á íslandi, en sennilegt þykir mér að æfi Gests og starf haus hefði verið metið á annan hátt, on gert var, ef hanB hefði ritað á aðra túagn, en íslenska. Landar hans litu meir á aukaaíriðin, óreglp. og skuldabaslið, en á þá miklu kölltin, sera Gestur hafði og fann hjá aér til þesa að grípa á kýlum þjóðar sinnar. Rit hans eru þýdd á nokkrar erlendar tungur og hefir verið skrifað um hann bæði á dönsku og þýzku, eða fleiri tungur. Enginn þeirra ritdóma minnist einu orði á það, að Gestur hafi skuidað mönnum og ekki afborgað æskuskuldir sínar, þótt hann hafi í þrjú ársamfleytt haft 1400 kr. tekjur! Ég hefi því miður orðið heizt til lang- orður um þennan hégóma; en af því að þessi ósiður og takmarkalausi smásálar- háttur er svo einkennilega islenskur og skiljanlegur í sambandiviðalian hugsunar- hátt og skoðun rnanna á verðmæti skáld- skapar til þjóðmenningar, þá virðist naum- ast vanþörf á að minna á hann stöku sinnum.------- — Gestnr Pálsson varð ekki skáld í baðstofunni á Miðhúsum í Reykliólasveit, eða við sumbl með sambekkingum í Reykj avíkurskóla. Áhrif erlcndra rithöfunda, utanfarir og fjölbreytileg æfikjör hafa eðliiega, ásamt meðfæddri skáldskapargáfu vakið hann til lífsins, ef svo mætti að orði kveða. Vafalaust tel ég einnig, að Gestur hafi fjörgast af félagsskap sínum við ýmsa listgæfa samlanda sína í Höfn, er þar vóru honum samtíða við nám; enda var þá félageskapur ísledinga allur á annan veg en uú er orðið. * * * Kvæði Gests eru bæði fá og smá. All- ur ytri frágangur kvæðsnna er mjög af vanefnum ger; Gest skorti brageyra og brýtur því bág við alla smekkvísi í þeim efnum. Honam er ekki aðeins átakanlega örð- ugt um stuðla og höfuð3tafi, sem hreim- urinn í öllurn íslenzkum kveðskap styðst við, heldur er málið, sjálft orðavalið hið lakasta, mjög ósamkvæmilegt því efni, sem hann yrkir um. „Og raun hans varð mikil og i;eikind- in ströng“, eða „Hann stóð 4 aftni lífsins sem einstæðingur ber“ — þessi vísuorð eýna vel, að Gestur vissi að stuðlar eru stoð hreimsins í kveðanda og vildi setja þá, en hann hafði ekki eyra til þess að heyra, hvort þeir væru rétt settir eða ekki. Gestur heflr verið ósöngvinn maður og gætir þess víða, t. d. í lýsingu hans á gítarslætti frú Öunu í „Vordraumi.“ Það eru orð, köld og innantóm og vantar all- an þann yi og aðdáun, allan þann skiln- ing á söngsins valdi, sem til þess þarf að lifga lýsinguna. Þessi ósöngvi er einkennileg um Gest, sem var íslendingur; þeir eru færri, sem finna það ekki „á sér“ þ. e. a. s. heyra það á bljómnum, hvort rétt er kveðið. Sakar þessi ágalli, eða réttara sagt vöatun, ekki aðeins kvæðin að miklum mun, heldur ongu síður frásögustíl Gests, aem er þurr og þunglamalegur, þótt hann hinsvegar kunni meistar&Iega að hafa setn- ingar eftir gömlum kerlingum, eða hroka- fullum piestum og öðxum þeim, sem verða á vegi haus. En það er vafasamt, hvort nokkurt af ritsmíðum Gests sýair eins ótrúræða við- kvæmni eða, næmi fyrir ölluxn áhrifum, sem þessi kvæði. Það er ísland, ástvinir hans og þeir sem verða að lúta í Iægra haldi í lífinu, sem hann velur sér að yrkisefni. Og þessi tvö skopkvæði, sem eru í bók- inni, eru kannske það bezta, sem ort hefir verið í þeim anda á íslenzka tungu — ekki að formi heldur fyndni. Kvæði þessi eru þess vorð að litið sé nokkru nánar á þau. Hið fyrra „SkopstæIing“ — parodi — er til Matthíasar „af guðs náð“ — og hafi nokkur hitt Akkilleshæl náungans, þá hitti Gestur hann þar. Matthías er þar, að vanda, kominn upp fyrir skýin sjálf og „fróar sér við himinljósin rík“ o.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.