Ingólfur


Ingólfur - 02.07.1905, Page 2

Ingólfur - 02.07.1905, Page 2
102 INGÓLFTTR. [2. jvilí 1905] í austur og vssíur um allan bæinn, og leitið fyrir yður, þér muuuð ailtaf koma aftur i vefnaöarvörubúöina að „INGOL.FSHVOL,I“, og Þ., Mest og bezt og odýrast úrval af allri vefnaðarvöru. að ónýta járnbrautabrú með dynameii (sprengitundri ). Leynilögreglumaður og strœtislög- reglumaður voru skotnir til bana í Varsjá í gcer. Morðingjarnir kom- ust undan. Yale-háskólinn vann sigur á Harvald í áttcering kappróðri; munurinn þrír fjórðu úr bátslengd. Alþingi sett. Þrír Estrúpsliðar forsetar — Vel byrjað. Alþingi var sett í gær. Þingirenn gengu úr aiþingishúsÍQU út i dómkirkjuna kl. 12 Séra Árni á Skútustöðam tilaði þar. Síðan var gengið inn í alþingiasalina og og rannsökuð kjörbróf. Var viðurkent, að ekki væri rétt að skifta kjördæmi Reykjavíkur niður í deildir á þann hátt, sem gert var við síðuatu koaaingu. Þrátt lyrir þið var «a/'aþingmaðurinn öuðm. Björnsson tekinn gildur. Nefnd var sett til þess í annað sinn að athuga, hvort hr. Guttormur Vigfúason væri iöglega kjörinn á þing ogsitur hann þ»r nú tii bráðabyrgða. Þvi næst var gengið til kosninga : í sameinuða þingi var hr. Eiríkur Briem kosinn forseti. í neðri deild var forseti hr. Magnús Stephensei?. í efri deild hr. Július Havsteea. Til efrideildar voru kosuir: Jóhannes Jóhannesson og Sigurður Stefánsson, í viðbót við þá sem eru þar áður. Hraöskeyta tilboö, Um síðustu helgi komu king?.ð tveir menn til þess að leita samninga við al- þingi um loftskeytasamband við útlönd. Frá Marconi-félaginu kom hingað Mr. Capito umboðsmaðúr með fullu umboði tiJ þese að somja við alþingi, býður hjnn betri kjör en áður hafa þekst frá því félagi. Einnig er hingað kominn erindreki frá hinu heimsfræga félagi Siemens & Hajske i Borlín. Það féiag er hið öflugasta féiag í heimi, er býr til allskouar rafurmagrts- áhöld. Býður erindvekinn oss samband frá Noregi (og Færeyjum millistöð) til íslands og allra fjögra kaupstað.anna á þennan hátt: Það á að kosta alis ekki nærri því 800,000 kr., keidur að eins um 660,000 kr. Enn f;emur hsfir hann ge t vandlega áætlun um rekstiirskostnaðinn urn árið, þar með viðh ild, hann vill verða hjá bonum um 50,000 kr. En þá fáum vér allar tekjur af sambandinu. Veðfé fyrir tryggilegu sambandi m. m. býður hann í hverjum stórbanka í heimi er vill. Jafn gleðilegum tíðindum og glæsilegum hefir e n g i n n átt von á. Óhollustan í lærða skólaimm. Um langan tíma hefir ekki heyrst nema ein einasta rödd um það efni; það er eins og þar sé alt eins og það á að vera og þjóðina varði ekkert uui, hvað þar fer fram. En það er öðru nær en svo sé; ástandið þar er, ef til vill, bágbornara en nokkru sinni áður, og það er ábyrgðar- hluti fyrir fjárhaldsmenn pilta og aðra þá, er til þekkja og eigi er varnað máls- ins, að vilja ekki, eða þora ekki að gjöra vart við óhollustuna. Dæmalaust urðum við glaðir, allir sem nokkuð hugsuðum um skólann, þegar við vissum að hann fengi nú loksins nýjan rektor, nýja reglugjörð, nýja stjórn. En hvað við hlökkuðum til og þóttumst hafa himin höndum tekið! Nú átti engin harð- stjórn að vera. til framar, og engin óstjórn, engir daglegir vitnisburðir, engar nótur, engin hlutdrægni, í stuttu máli ekk- ert það, er áður hafði eitrað skólalífið. Að vísu setti marga hljóða þá er það frétt- ist, hverja stjórnin hafði sett í embætti ’við skólann, en þá er skóli var settur í haust, voru þó allir skólapiJtar og vanda- menn þeirra gláðir og vongóðir og á einu máli um það, að nú mætti engin snurða koma á eindrægnisbandið í skólanum. Þess vegna hafa þeir í lengstu lög reynt að forðast vandræði, og það vita líka all- ir, sem vilja vita það, að þeim er ekki að kenna um ástand skólans, En hvernig stendur þá á því, að sam- búð pilta og kenaara er eins ill og þá er hún hefir verst verið, og óánægjan með skólastjórnina fullt eins rík og nokkru sinni áður? Því mun eg leitast við að svara. Þess væri full þörf, að minnast greini- lega á hina nýju reglugjörð skólans, en það yrði oflangt mál, að tína hér til jalt það úr henni, er orðið hefir, og hlýtur að verða, ágreiningsefni og óánægju, enda vænti eg, að þess verði eigi laugt að bíða, að á það verði minst sérstaklega. Þess eins nægir að geta, að hrnni er beitt þann- ig, að nú eru piltar reknir miskunnar- laust úr skóla fyrir smásyndir, sem jafn- vel kennarar játa að ekki hefðn kostað nema eina litla nótu samkvæmt gömlu reglugjörðinni, og þótti hún þó ckki frjáls- leg. Sumir piltar, sem áttu þessa með- ferð í vændum, hafa orðið fljótari til bragðs og flúið skólann á miðju skólaári. Sumum þótti rektor ólsen ekki frjáls- lyndur maður í skólastjórn sinni. Hann lét þó ávalt meira hlut skólapilta ráða því, hvenær þeim yrði veitt mánaðarleyfi. Þetta þótti núverandi skólastjórn of frjáls- legt, og tók af piltum allan tillögurétt um það mál. Ólsen lét einnig pilta sjálfa kjósa sér umsjónarmenn. í vetur gjörði skólastj. tilraun til þess að brjóta bág við þá venju. Þetta er nú til marks um frjálslyndi skólastjórnarinnar. Þá er viðbúð kennara við pilta og kenslan sjálf. Eg skal færa til dæmi; það þýðir ekkert að bera á móti þeim, því að þau má sanna með vitnum, hve- nær sem þörf gjörist: Kennari segir við heilan bekk: „Þið eruð svín skólans, svín, svín!“ Sami kennari viðpilt: „Jeg skal gefa þér á kjaftinn, svo þú liggir". Þó er sambúðin við þenna kennara slysa- lítil og má kalla að hann komi sér vel í samanburði við annan kennara. Sá kenn- ari gjörir sér að skyldu að styggja pilta í viðræðum sínum, því nær daglega. Einu sinni bað piltur hann um að mega fá sér að drekka. „Haldið þér kjafti“, segir kennarinn. Annað sinn segir piltur: „Eg kannast eigi við að hafa komið dónalega fram hér“. „Og þér gjörið það nú hvar sem þér eruð“, sagði kennarinn. Ekki veit eg, hvað spillt getur ungum sálum og vakið hjá þeim reiði og hatur, efekki þctta. Ætli góðir foreldrar tali þannig við böru sín? Ætli þeir vilji láta tala þannig við þau? Um kensluna sjálfa er það að segja, að þar er alt í gamla horf- inu, þar sem bezt þykir ganga, annar- staðar verra. Alltaf hlýtt jafnmikið yfir, en jafnlítið gjört til þess, að lífga kensl- una og gjöra hana aðlaðandi. Það mátti líka við því búast, að ný reglugjörð með gömlum kennurum yrði eins og nýtt vín á gömlum belgjum. Þó tekur kenslan í eðlisfræði og stjörnufræði útyfir. 1 allan vetur hafa piltar verið að jagast um það við kennarann, að fá að sjá verkfæri þau, er keypt hafa verið fyrir skólans fé, og ætlast er til að notuð séu við kennsluna. Hann hefir jafnan farið undan í flæmingi og sagt, að þau kæmu bráðum þangað til í seinustu kenslustundinni í 6. bekk; þá þvemeitaði hann. Og þegar hann var spurður um ástæður fyrir því, svaraði hann:, „Þið hafið ekki hegðað ykkur

x

Ingólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.