Ingólfur


Ingólfur - 25.07.1905, Síða 2

Ingólfur - 25.07.1905, Síða 2
114 INGÓLFT7R. [25. júlí 1905. þjóðina, til að dylja það fyrir henni, að þeir voru viljandi og vísvitandi að gefa upp rétt hennar og þessa lands. En fyrir slíku gjöri ég ekki ráð. Ég gjöri ráð /yrir því að hann standi einn sér þingmaðurinn, sem ég heyrði í vetur halda þvi fram, að þingið 1903 hefði kast- að fram fyrirvaranum um undirskriftina aðeins og eingöngu tii þess að reyna að friða Iandvarnarmenn og þá er stæði beig- ur af rikisráðsákvæðinu, en það hefði annars ekkert meint með honum. Mál vor væru í góðum höndum hjá slíkum fulltrúum. En er nú undirskriftarmálið svo afar- þýðingarmikið ? Það er svo þýðingarmikið, að ef alþingi 1903 hefði verið sagt það, að forsætis- ráðherrann danski mundi verða látinn und irskrifa skipun íslandsráðherrans, þá hefði það samkvæmt beinum ummælum þess, neitað að samþykkja ríkisráðsákvæðið, felt það úr frv. Þar hefði gjört það af því að þá hefði það verið því ijóst, að leggja átti þann skilning í samþykt þess ákvæðis, að þingið vildi gefa upp landsréttindin, en það vildi það ekki. Undirskriftarspursmálið er ekki annað en ríkisráðsákvæðið í akýrari og áþreifan- legri mynd. Þingið 1903 neitaði því að það vildi samþykkja yflráð grundvallarlaganna dönsku yfir sérmálum vorum þó að það samþykti ríkisráðsákvæðið. Nú er farið að beita grundvallarlögun- um í sérmálunum, skipa sérmálaráðherra vorn samkvæmt þeim, svo að hann verði reglulegur danskur grundvallarlaga ráð- gjafi, eins og hinir döusku ráðgjafarnir. Það sama sem átti að fá fram með ríkisráðsákvæðinu. Og það er ætlast til að þingið iáti sér þetta lynda og afturkalli þannig eða falli frá fyrirvara sínum og yfirlýsingu, er það samþykti ríkisráðsákvæðið. Gjöri þingið það, þá getur það ekki um leið sagt að það haldi enn fram lands- réttindakröfum vorum. Það getur ekki kannast við að rétt sé að Danir, dönsku ráðgjafarnir ráði því, hver sé ráðherra vor og haldið þvi jafn- framt fram, að þó séum vér óháðir Dön- um og Danastjórn og ríkisþingi Dana, sem hefir öll ráð Danastjórnar í hendi sér. Það er ekki til nema ein leið til að gjöra sér grein fyrir, hvernig stendur á skipun Islands ráðherrans með undirskrift aldansks ráðgjafa, forsætisráðgjafans, sú nefnilega, að ákvæðið um skipun sérmála- ráðherra vor*, eins og annara ráðherra Dana sé að finna, ekki í stjórnarskránni, heldur i grundvallarlögunum dönsku, 13. gr. þeirra, eins og Danastjórn, en ekki íslendingar, álíta og halda fram, að ráð- herra vor sitji í ríkisráði Dana, ekki sam- kvæmt stjórnarskánni, þó að þar hafi fengist inn viðurkenning um að svo eigi að vera, heldur samkvæmt grundvailar- lögunum, 15. og 16. gr. þeirra. AHar aðrar útskýringar eru vífilengj- ur og villukenEÍngar, aðeins ætlaðar til að rugla menn og villa þeim sjónir. ' Lengst af hefir því verið haldið fram af ráðherranum, að þetta væri aðeins form, meinlaust form, að forsætisráðherr ann skrifaði nafn sitt „í hornið“ á skip- unarbréfi ráðherra vois. Það er nóg að minna menn á það, að ekki lét alþingi og íslendingar sér á sama standa um „formið“ á stöðulögunura 2. jan. 1871. Þó að lögin væru í öllu veru- legu — að sleptu fjártiliaginu frá Dan- mörku — samhljóða því er alþingi vildi ganga að, þá mótmæltu þeir þeim harð- lega og einarðlega, og lýstu þau ógild gagnvart sér, einkum og aðaliega fyrir þetta „form“, það, að þau voru gefu út af hinu danska löggjafarvaldi einu, sem þeir viðurkendu elcki réttan aðila. Formíesta íslendinga og alþingis þá bjargaöi landsréttindum vorum í það sinn. Eða lítum til Norðmanna. Hörðustu deil- urnar sem þeir hafa átt við Svía um þjóðréttindi sín, hafa ekki snúist um það, hvað ætti að verða lög eða hvað álykta skyldi, heldur um það, hverjir œttu at- kvœði um þau mál, Norðmenn einir eða Svíar jafnframt. Þeir hafa haft skiining á þvi, hvað „formið“ þýðir. Siðasta kenning ráðherrans, á Hrafnagils- fundinum, er sú, að undirskrift forsætis- ráðherrans þýði aðeins vottun um það, að íslandsráðherrann hafi „fullnægt hinum formellu skilyrðum fyrir því að geta átt sæti í ríkisráðinu“, að öðru leyti beri hann ekki ábyrgð á skipununni, hana hafi ís- landsráðherrann aðallega einn, og það þó að hann skrifi ekki undir skipunarbréfið sjálfur, því að undirskrift sé ekki skil- yrði fyrir ábyrgð ísiandsráðherrans sam- kvæmt stjórnarskránni. Þotta er alt saman tómur skáldskapur hjá skáidinu H. Hafstein. Hann ætti að bianda minna af skáldskap inn í atjórnarstörf sín en hann gjörir. Undirskrift dansks ráðherra undir á- lyktun konunga veitir ályktuninni alt það gildi er hún hefur og leggur alla ábyrgð á allri ályktuninni á þann ráðherra, sem undirskrifar. Ábyrgð forsætisráðherrans á skipun íslandsráðherra og atkvæði hans um hana er alveg sama og að því er skip- un annara danskra ráðgjafa snertir. Hitt er hreinn skáldskapur, sem væri verður þess að komast á dönsku, tii þess að dansk- ir lögfræðingar og stjórnmálamenn gætu haft skemtun af honum. Og hver eru svo hin formellu skilyrði, er íslandsráðherr ann á að hafa til að mega koma í rikis- ráðið. Hver önnur on þau &ð hafa verið skipaður dauskur ráðgjafi samkvæmt grundvallarlögunum. Undirskrift forsæt- isráðhorrans gjörir hann einmitt að dönsk- um ráðgjafa, svo vottorðið er auðvitað á- gætt II Ráðherrann heldur auðsjáanlega, að það gjöri ekkert til, þótt forsætisráðherrann undirskrifi skipunarbréfið, ef ráðherra vor ber líka ábyrgð á skipun slnni. En það er stórkostlegur raisskilningur. Það er auðvitað, að ráðherra vor ber ábyrgð á skipun sinni. Það gjöra allir ráðgjafar, þó þeir uudirskrifi ekki skipun síns. í því tilliti er ekkert sérkenniiegt við stjórnarskrá vora. Það sem gjörir undirskrift forsætisráð- herrans hættulega fyrir sjálfsforræði vort og ráð yfir eigin málum vorum, er það, að dönskum ráðgjafa, sem er verkfæri dansks þings en osa algjörlega óháður, fær með því atkvœði um það, hver er skipaður ráðherra i vorum málum og hver ekki. Það er form, en þýðingarmikið forra, því það er band á vilja konungs í vorum málum. Þó að konungur vildi verða við óskum alþingis um skipun ein- hvers ákveðins manns í ráðherrasessinn, þá getur forsætisráðherrann hindrað það með því að neita að undirskrifa, og hann gjörir það áieiðanlega, e/ nýja ráðherraefnið ekki er að þeirra skapi, dönsku ráðherranna, eða riki8þingsins danska. í stuttu máli, þingræðið, sem vér erum að guma af, er eintómur reykur og hé- gómi, ef danskur ráðgjafi þarf að undir- skrifa skipun ráðherra vors. Það bætir okki úr skák, eius og menn skilja, þó að, eins og sumir vilja láta sér nægja, íslaudsráðherrann skrifi einnig und- ir skipunarbréfið. Forsætisráðherrann má als ekki koma nærri skipuninni. Hann má ekkert at- kvæði um hana eiga. Eitt er það enn sem fært hefir veiið til varnar undirskriftinni, en það er sú fjarstæða að hún er vavla nefnandi. Þ;-.ð er að ráðherra vor sé alríkisráðherra að nokkru leyti og þurfi því sem slíkur skip- unar samkvæmt grundvallarlögunum. Nú segir beint í stjórnarskránni að ráðherra vor hafi það starf á hendi að framkvæma fyrir konung eða með honum æðsta vald í hinum sérstakiegu málum íslands, og svo segir, að hann megi ekki hafa neitt ann&ð ráð- herraembætti á bendi; en hann hefði einmitt annað ráðherraembætti á hendi (ð: önnur ráð- herrastörf) ef hann ætti einnig að vera alríkisráðgjafi eða danskur ráðgjsfi hvað sameiginlegu eða almennu málin snertir. En þá kveðja konungs til alþingis nú í sumar. Legg ég ekkert uppúr henni? Hún segir ekki uudirakriftina ólöglega, og það þurfti hún að gjöra. Hún hefði þurft að segja að miuusta kosti, að dansk- ir ráðgjafar hefðu hvorki né ættu að hafa nein áhrif á „ákvörðun konungs um það hvort ráðherraskifti eigi að vorða á ís- landi“, ef nokkuð væri með heuni sagt málinu til bóta. Málameðferð ríkisþings- ins hefur ekki beint þessi áhrií einsog nú stendur, það vissum vér áður, en rík- isþingið ræður yfir ráðgjöfunum dönsku og getur haft áhrif á þá. Það sýnir iíka hve djúft er tekið hér i áriuni, or bent er til þess að þetta mikla sjálfstæði vort hafi sýnt sig í vetur við ráðaneytisskipt- in dönsku. En það sem þá kom fram, var ekki annað enn það, að danski for- sætisráðherrann gaf ekki um að skifta um íslandsráðherra. En oss er ekki nóg minna en að hann geti það ekki, honum sé það mál óviðkomandi/ En undirskrift- in saunar það gagnstæða.

x

Ingólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.