Ingólfur


Ingólfur - 05.11.1905, Blaðsíða 1

Ingólfur - 05.11.1905, Blaðsíða 1
INGÓLFUR. III. ÁR. Reykjavík, sunniidagiim 5. nóv. 1905. 44. blað. Slilki ótal teg. illumgarn. Efni í dúka áteikn. ir XV.JT!lmannsfatacfni. ir Xvjólatauin f.llegu. I^akaléreftin tvíbreiðu. inlit og misl. sjöl ólfdúkar margar teg. A XVxIaböndin góðu. JMlammar ótal teg. v » aðmálin ensku. ryggisnálar og háraálar. H Vinaóttar og einl. peysnr. u llardúkar margar teg. TD -X Vyksópar og fataburstar Saumavélar ágætar einnig nýkomnar í verzl. EDINBORG. STIMPLA, STIMPILPÚÐA (með ýmsum litum) Kautsctuk-prentkassa ötvegar Eiuar Gunnars- son, Suðurgötu 6. Marconi-stööin Og „Mikla norræna“. í 51. tölublaði „Reykjavikur“ — sem er svo þétt sett ósanniBdum og vitleysum, að maður getur ekki varist þeirri hugsun af undaufarinni reynslu, að blaðið sé ritað til þess að senda það út um landið sér- prentað með meðmæium Sigfúear heima- stjórnar og landauðnar-foringja — er ritstjór- inn að reyna að breiða yfir giappaskotið, sem ráðherranum og danska flokknum á þingi varð á í sumar við samningu rit- símalaganna, að þeir tóku ekki eftir því fyr en um seinan, að 4. gr. þessara laga heimilar að halda áfram loftskeytasam- bandinu, sem komið er á við England frá Marconistöðinni við Rauðará, þrátt fyrir ritsímasamningÍBu alræmda og einkaréttiuu um aldur og æfi til allra hraðskeytaseud- inga milli íslauds og útlanda, sem ráð- herrann ætlaði mðð samningnum að veita mikla norræna ritsímafélaginu. Yér skulum nú skýra nokkuð fyrir möanum, hvernig Rvikur-ritstjóranum tekst þessi tilraun hans. Þegar danska stjórnin fékk ráðherra voru til að samþykkja, að hún seldi mikla norræua ritsímafélaginu í hendur einkarétt um aldur og æfi til &ð ráða yfir hraðskeyta- sambandi íslands við önnur lönd — með þeim öðrum ókjörnm 03s til handa sem vér ætlnm ekki í þessu sambandi að gera að umtalsefni — þá voru engin lög til á íslandi, er meinuðu möonum að stofua þar eða starfrækja hverskouar hraðskeytasam- bönd. Dað var frjálst hverjum sem vildi að gjöra slíkt, án þess að hann þyríti til þess leyfi annara on þeirra, er fyrirtækið á einhvern hátt korn of nærri rétti þeirra, en það voru þá eiukum þeir er land það áttu, er nota þurfti til sambandsins. Leyfis stjórnarinnar þurfti því aðeins, ef landið (eða sjórinn) sem notað var, var þjóðeign. Að þessu var þannig háttað, það er einnig viðurkent bernm orðum í athugasemdunum við ritsímalagafrumvarpið, þar sem sagt er: „Nú sem stendur hefu? hver og einn fulla heimild til að koma á og starfrækja ritsíma- og taisima-fyrirtæki hér á Iandi, án þess að þurfa leyfi landsstjórnarinnar eða sveitarstjórna, svo framarlega sem þeir þurfa ekki að nota við framkvæmd þess eða starfrækslu land eða mannvirki, sem landinn eða sveitarféiögunum tilheyra eða hafa umráð yfir að einhverju leyti, eða landheigissvæðið, sem liggur undir umráð þjóðfélagsins.“ Þetta segir ráðherrann sjálfur í athuga- semdum ritsímalagafrumv. í vor, og það það er enginn efi á því, að það er alveg rétt sagt. Þennan rétt, sem hver maður átti óskert- an hér á íslandi áður en ritsímalög síð- asta þings komu til, notaði Marconifélagið til að setja upp stöngina fyrir innan Rauð- ará tii viðtöku ioftskeyta hingað frá Eug- landi. J. Ó. segir í „Reykjavík“ að stöngin hafi verið sett upp „án nokkurrar heim- ildar iandsstjórnarinnar eða ríkisstjórnar- innar.“ Þetta er satt að því leyti, að heimildar frá lands- eða ríkis-stjórn var ekki ieitað til að setja stöngina upp, en landsstjórn eða ríkisstjórn þurftu ekki eftir áður sögðu að veita neina heimild til uppsetningar- innar, því að haimiidina átti hver maður að lögum. — Það var ekki farið fram á að nota land, er stjórnin hafði umráð yfir, eða sjóinn (landheigissvæðið). Og ekki heldur var farið fram á nein hlunnindi eða réttindi, er stjórnin gat veitt. Það er þess vegna alveg rangt, þar sem J. Ó. á öðrum stað í sömu grein heíir þau orð nm stöngina, að Marconifélagið hafi sett hana npp í óleyfi. Stöngin var sett upp með leyfi allra þeirra er hluí áttu að máli og einir áttu msð að leyfa uppsetn- ing hennar á þeim stað (landeiganda) — Undsatjórn eða ríkisstjórn áttu ekki með að banna hana — og stöngin var þvi sett upp í fullu laga-leyfi, en ekki í óleyfi. Nú segir svo í ritsímalögunum, sem kon- ungur er nú líklega búinn að staðfesta, í 4. gr. þeirra: „Nú eiga einstakir œenn eða félög hrað- skeytasambönd, sem á stofn eru komin og starfrækt hafa verið fyrir 1. júlí 1905, og er þá rétt að þeim sé haldið á fram eins og að undanförnu, ef eigendur óska“. Marconistöðin við Rauðará var tekin til starfa 26. júní 1905 og því virðist hún eiga að njóta góðs af þessu ákvæði 4. greinar. En það kæmi sér ekki vel vegna rit- símasamningsins og einkaréttarins, sem búið er að lofa mikla norræna félaginu, og danski flokkurinn hefir því hleypt Jóni Ólafssyni á stað til að skýra málið fyrir fólkinnog Dönum, og eru skýringar hans prentaðsr bæði á dönsku og íslenzku í Reykjavíkinni. Jón Ól. neitar því auðvitað harðlega að 4. gr. heimisi, að stöngin megi standa. Hann neit&r því ekki að 4. gr. geti í sjálfu eér átt við Marconistöðina. En hann vitnar til þess, að 1. gr. rit- símalaganna einskorði svið laganna við ritsímasambönd og málþráða svo og hvers kyns önnnr rafmagnssambönd til skeyta- sendi iga á íslandi oa í landhelqi við ís- land“. Það eru aðeins ritsímasambönd og raf- magnssambönd til skeytssendinga á Is- landi og í landhelgi við íslaud sem lögin ræða um og gefa reglur um, segir J. Ó. og þau gátn ekki eftir eðli sínu náð til og snerta því alls ekki sambönd landa milli. Og Marconistöðin rækir miliiianda- samband, þessvegna kemur hún ekki und- ir ákvæðin í 4. gr. riteímalaganna. Hún er í meiralagi fljótfærnisleg, þessi kenning J. Ó. Eftir henni gæti þáekkertland bundið með lögnm réttinn til að stofna hraðskeyta- sambönd við önnur iönd, því að ekkert iand hefir vald til að skipa með lögum öðrn en þvi sem gerist í landinu sjálfu eða innan landhelgi við það. Lönd geta aðeins lögskipað um skeytasambönd við önnur löndt, þegar samböndin ná inn í land þeirra eða landhelgi. En þá er líka sambandið „á landinu eða í landhelgi“ við það. Ritsímalög annara þjóða, t. d. Dana eru ekkert víðtækar orðuð en ritsíma- lög vor. Þau eiga samt við millilandasam- bönd engu siður en innanlandsssambönd, og hvaða ástæða er þátilað skilja ákvæði

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.