Ingólfur


Ingólfur - 05.11.1905, Blaðsíða 2

Ingólfur - 05.11.1905, Blaðsíða 2
174 INGÓLFUR [5. nóv. 1905.] íslenzku laganna svo, að þau eigi aðeins við innanlandfi skeyt s'mbðnd? Enda leiddi sá skilningur J. Ó., pro- curator danska flokksina og mikla norræna frá Skyllu í Karybdis, því að hvorki land- stjórnin eða ríkisstjórnin (o: danska stjórn- in) hefði þá nokkra vörn fyrir einokunar- höftum þeim, er þær vilja leggja á þjóð- ina með ritsímasamningum sínum, þar sem millilanda-skeytasamböndum væri þá alls ekki skipað með lögum á íslandi og því hverjum manni frjálst enn að stofna loft- ritasamband við t. d. Marconifélagið á Englandi. En látum nú útrætt um þessa lokleysu Jóns Ól. Það er einmitt nóg að ritsímalögin næðu um rafmagnssambönd til skeyta- sendinga á Islandi og í landhelgi við Is- land því að stöngin er á íslandi; því verður þó ekki neitað; þar er um rafmagnssam- band á íslandi að ræða, þó að samband- ið sé ekki alt á íslandi. Ef 2 ríki, sem liggja saman, hafa bæði í lögum eínum samskonar bann og rit- símalögin innihalda gegn því að einstakir mcnn án leyfls landsstjórnarinnar stofni og starfræki hraðskeytatambönd „í Iandinu eða í landhelgi við það,“ þá þækti víst flestum fullvel búið um hnútana. Ea eftir kenningu Jóns Ól., þyrfti mað- nr sem vildi fara í kringum banDÍð ekki annað en. að láta sambandið ná lítið eitt inn á land nágranna- ríkisins, því að þá væri sambandið í hvorngn(!!) ríkinu og lög hvorugs ríkisins næðn þá til þess. Og þetta er ekki tómur hugarleikur. í Danmörku eru lögin sem veita ríkinu einkarétt til hraðskeytasambanda, eins og áðnr er drepið á, einmitt alveg eins orðuð í þessu atriði og ritsímalög vor, og eins og kunnugt er liggja lönd Danmerkur og Þýzkaland saman. Ætli nú Danir vildu ganga inn á skilning J. Ó. og samþykkja að ekki þurfi annað en að láta aðra stöð- ina vera Þýzkalandsmegin við landamær- in, til þess að þeir réðu engu um stofnun eða starfrækslu sambandsins? Það ætti þá að vera nokkurnvegin ljóst kverjum manni, að orð ritsímalaga vorra ná og hljóta að ná til allra hraðskeyta- tækja, sem hér eru sett upp, hvort held- ur er til innanlands sambanda einungis eða til sambanda víð önnur lönd. En úr því að svo er, þá fellur Marc- onistöðin við Rauðará undir 4 gr. laganna og nýtur góðs af undantekningarákvæði laganna. Hún á þá rétt til þess að halda áfram í skjóli ritsímalaganna. Það var ekki tilgangur laganna, að verka fram fyrir sig, ónýta fyrirtæki, sem menn voru búnir að byggja á hinu eldra réttarástandi, frelsinu til að setja á stofn hraðskeyta- sambönd án sértaks leyfis, frelsi, sem hefir verið hér rikjandi þangað til ritsímalögin komu. En J. Ó. er ekki af baki dottinn, þó að hann verði að játa að ritsímalögin og undantekning þeirra grípi yfir Marconi stöðina við Rauðará. Hann segir nú: „Lögin gátu ekki eítir eðli sínu náðtil sambandsins milli landa. Þó að orð þeirra væru svo víðtæk að þau næði til þess, þá kæmi það okki að gagni, alþingi og stjórn hefði þá farið út fyrir valdsvið sitt. Sam- kvæmt alþjóðarétti um allan heim er eng- um heimilt að setja upp eða halda uppi (starfrækja) firðritunarsambandi nema með leyfi ríkisstjórna þeirra er h!ut eiga að máli“. J. ó. þykist með öðrum orðum þekkja einhver alþjóðalög sem standi yfir lögum einstakra rikja og banni einstökum borg- urum þessara rikja það sem íög þeirra leyfa eða láta borgurunum vera frjálst að gjöra. Þessi alþjóðalög eru nú auðvitað hvergi til nema í heila Jóns ÓI. og ekki einu sinni þar. Hann hefir bara búið þessa sögu til handa fáfróðum heimastjórnar- mönnum. 0g gæti það ekki verið nokkrum erfið- leikum bundið fyrir alþjóðar-valdið(?!) að líta eftir Marconi-stöngum, að þær væru ekki reistar leyfislaust einhversstaðar inn- an einhvers ríkis, þegar ríkið lætur sig það engu skifta og vill ekki styðja alþjóða- boðorðið með lagabanni til þegna sinna. Á þessari vitleysu um alþjóðaboðorð í þessa átt byggir svo J. Ó. hitt, að Dana- stjórn — ríkisstjórnin— hafi ein heimild til að veita leyfi til millilandasambands, en það sé fyrir utan valdsvið alþingis og sérmálastjórna íslauds. Þetta er eðlilega haugavitleysa, eins og grundvöllur þess. Konungur hefir bæðí hér og í Danmörku gefið einkaleyfi til ritsímalagningar, og eins gaf hann í vor mikía norræna rit- símafél. einkarétt til ritsimalagningar hingað til lands. Þetta er rétt. Eu konuDgur úrskurðaði um sama leyti að leggja skyldi fyrir alþingi frv. til rit- símalaga, þannig samin, að Marconi-stöð- inni eins og ölium öðrum eldri fyrirtækj- um skyldi leyft að standa eins eftir sem áður. Og þetta frv. er nú sjálfsagt orð- ið að lögum. Það er þá svo komið, að ritsímasamn- ingurinn og 4. gr. ritsímalaganna fara hvort í bága við annað. Ritsímasamning- urinn Iofar mikla norræna, að það skuli vera eitt um skeytasendingar til og frá íslandi, en 4. gr. ritsímalöghelgar Marconi- félagiuu rétt til loftskeytasendinga til Rauðarár-stöðvarinnar. Hvort af þessu tvennu á nú að víkja fyrir hinu? Msrconi-stöðin sem styðst við lög eða samningurinn, sem er gjörður með konungsúrskurði ? J. Ó. segir þá að lög geti ekki breytt konungsúrskurði. Jón hefir þar einmitt hausavíxl á hlut- unum. Lög geta eiumitt breytt konungs- úrskurði. En hér kemur til greina, að konuugsúrskurður getur ekki breytt lög- um og samningurinn gat það heldur ekki. Hítnn breytti ekki, gac ekki breytt og ætl- aði ekki að breyta að neinu réttindum einstakra manna. 'Fil þess þurfti lög (ritsímalög) enda var þegar tekið að und- irbúa þau. Meðan þau voru ekki komin til, hafði samningurinn engin áhrif árétt- indi þegnanna. Hann var þegnunum að því leyti alveg óviðkomandi. Enda áleit stjórnin það, því hún hélt honum leyndum. Hann var aðeins loforð stjórnarinnar, skuld- bindandi loforð, sem hún átt að efna, meðal annars með því að útvega félaginu lög- tryggingu fyrir þeim rétti er þvi var heitinn. J. Ó. hefir ekki skilið það eða vitað, að samningar eru ekki lög, og það þó þeir séu gjörðir með konungsúrskurði. Marconistöngin var sett upp og farin að starfa fyrir 1. júlí 1905, en til þess tíma viðurkenna ritsímalögin að öllum hafi ver- ið frjálst að stofna hraðskeytasambönd hér á landi (hvort heldur til innanlands- eða utanlands-viðskifta). Þetta tímatakmark settu lögin, og þess- vegna verða menn að hlíta því. Hitt hafði engin áhrif á réttindi manna hvenær ritsímasamningurinn var gjörður. Það var jafnheimilt að stofna Marconi- stöðina eftir sem áður fyrir honum. Hvort er þá rétthærra, Marconi-stöðin eða einkaréttur mikla norræna, þar sem þeim lendir saman? Marconistöðin að sjálfsögðu, þar sem brjóta þarf lög á henni ef mikla norræna fær einkaréttinn, sem stjórnin hefir heitið því. Hvernig fer stjórnin þá að efna lof- orð sitt eða skuldbindingu við mikla norræna ? Marconi-loftskeyti. Poldhu, */u í gær var birt skjal frá Rússakeis- ara, þar sera hann heitir þingbundinni stjórnarskipun. Kveður hann svo að orði: að óeirðirnar, sem riki í landinu fái sér hins mesta harms og áhyggju; og heill þjóðfélagsins krefjist þess, að allir leggist á eitt að kefja niðar deilurnar sem skjót- ast. Skjalið heitir hverjum manni óskertu skoðana- og mál-frelsi og rétt til félags- skapar. Löggjafarsamkoman veitir stétt- um kosningarrétt, sem hafa hann ekki nú. Sagt er að birting þessa boðskapar hafi fremur mýkt hugi minna; hefir verið tekin upp aftur vinna við þrjár höfuð- járnbrautir á Norður-Rússlandi. Þó hafa Social-Demókratar í Pétursborg birt yfir- lýsingu um það, að baráttunni væri enn ólokið. Verkföll halda áfram í Varsjá þrátt fyrir boðskap keisara. Heimta jafnaðar- menn fullkomna uppgjöf saka til handa þeirra, er hneptir hafa verið í varðhald sökum stjórnmála-afskifta. Á stjórnbyltingarfundi í Pétursborg í dag hétu forsprakkarnir á lýðinn, að reka valdsstjórnina af höndum sér. Heilbrigðlsnefndin í New-York hefir breytt svo um varúðarráðstafanir sín- ar, að reglur þær er áður giltu um far- þega á 3. farrými skuli framvegis einnig ná til farþega þeirra á fyrsta og öðru far- rými, er koma til hafna í Bandaríkjunum írá öðrum löndum.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.