Ingólfur


Ingólfur - 05.11.1905, Blaðsíða 3

Ingólfur - 05.11.1905, Blaðsíða 3
[5. nóv. 1905.] INGÓLFTJR. 175 Þjóðrcrjar í Suðvestur-Afríku áttu bardaga við Hott- entotta og mistu 11 roenn, er féliu, en 36 særðust. Bardaginn stóð allan daginn. Brezka flotadeildin sem nú er á siglingu við Ameríku undir forustu Hinriks prins af Battenberg, kom til Annapolis og var tekið með mikium fögnuði af flota Bandaœanna- Bóstnrnar & Rússlandi halda áfram af megtu ákefð. í sumuro borgum hefir byltingaræðið veriðsvo mik- ið að afskifti lögreglunnar hafa ekki ver- ið um skör fram, en sumstaðar, einkum í Poltava, hafa hermenn og lögregluþjónar beitt hinni ferlapustu grimd. í Odessa og Kieff eru hamslausar æsingar og óstjórn. Hefir skríllinn framið hin mestu óhæfu- verk gegn Gyðingum og skemdir á eignum þeirra. — Þrjú hundruð fangar, er höndlaðir höfðu verið fyrir æsingar, vóru látnir lausir í Varsjá eftir kröfu byltingarflokks. En neitað var að sleppa lausum öðrum 50, reis af því blóðugur bardagi og féllu 16 menn en 73 særðust. Verkfallanefndin í Pétursborg heflr á- kveðið að hætta verkföllum. Er mánans geislar titra. Er máoans geislar titra yfir silíurgljáðum sæ, og sveipa fjöllin hvít með ljóssins trafi, og kyrðin helga, djúpa, hreina faðmar borg og bæ, mér bezt eg uni fram hjá dökku hafi. Þar raular aldan ljóðin sín við fornan fjöru- stein og fitlar lótt við klettajötuns fætur, Og hljóðin sem að berast eru sævar-andvörp ein, þar úti fyrir hafmey döpur grætur. í hálfrökkrinu sé ég hana sitja öldum á og upp úr votu baði hárið greiða, og tunglsgeislarnir falla um brjóstin björt og smá, og blika skært um ennið hvíta, breiða. Þó óljóst sjái’ eg drættina er andlitið þó frítt og augun djúp, sem hafið fagur-bláa, Hvert bráleiftur er sendir hún er hlýtt, svo harma-blítt að hrært það gæti jafnvel steina gráa. Sem imynd þeirrar fegurðar, sem ekki er til á fold, og aldrei finst und gullnu sólartjaldi, — sem drauma minna fegursta hugsjón klædd f hold, ’ún horfir á mig sveipuð hvítum faldi. Og söngur hennar ómar svo blitt, svo rauna- blítt, sem búi sorg i hverju minsta hljóði; hver tónn er djúp af löngun, sem töfrar eyr- að þýtt, og titrar bæði’ í hugsun og i blóði. Og lögin, sem hún spilar þau eru ’in insta þrá, ’in insta sorg er býr í mfnum óði, ær líða til mín tónanna töfravængjum á og tala við- mig sorgarblítt í bljóði. Og dreymandi eg horfi á hafsins fögru dís, en hrekk svo við af þys frá lífsins glaumi, og líkt mér finnst og leggist um mig allan kaldur ís, og alt mér hverfur — likt og mynd í draumi. Jónas GuÖlaugsson. Fréttabréf úr Berufirði. ----- 25. okt. Grasvöxtur var góður í sumar og nýt- ing égæt, því að þurkar voru ómuaanlega góðir hér á Austfjörðum í sumar. Göður fiskafli var framan af sumrinu, eu lítill seinni partinn hér í firðinum, eins og víðar á Austfjörðum. Nýtt má það heita hér í Beruf., að herra verzluriarstjóri G. Iwersen á Djúpav. er að byggja handa sór nýtt hús, stórt og vandað, sem hann ætlar víst að byrja verzluu í næsta ár á Djúpav. Er það hald masna, að „görnlu húsmóðurinni" sé ekkert um þessa væntani. „nýju húsmóð- ur“. Faktor fyrir Ör. W. verður hér Björn Stefáusson frá Vopnaf. — „Kaup- féiag Breiðdæla" heflr mikil verzlunarvið- skipti nú orðið á svæðinu af Stöðvarf suður að Lónsheiði, og er Björn Stefáns- son í Breiðdalsvik duglegur kaupstjóri. — „Friðþjófur" Zöllners tók 500 markaðs- sauði í Skálavík (hér við Berufj.) hélt síð- an til Seyðisfj. að taka þar sauði. Verð á markaðssauðum (lifandi vigt) í Kaup- fél. voru: 100 —115 panda sauðir á 14 a. pr. pd. 115—130 á 15 a., yflr 130 4 16 a. Hjá Ö. & W. á sláturfé 48 pd. skrokkur á 22 a. pundið. Er verðiagið fernskonar, eftir skrokkþunga, fer lækkandi um 2 a. Þykir það gott verð, og er það lægra i Kaupfél., hæzt 18^/g, nema á dilkakéti 18. og 20 a. Gærur 36 a. pd., mör 20 a., hv. haustull 60 a. misl. 50, og sama hjá Ö. & W. Lestrarfélag var stofnað hér í Beruness- hreppi 1898, og hefir það sum þessi ár ætlað að sofna útaf, en vaknaði nú vel í haust og er voniu að lif færist í það. Búnaðarfélag var stofnað hérárið 1901 af Marteini búfræðing Þorsteinssyni, sem nú er verzlunarm. á Fáskrúðsf. og Jóni búfr. Sigurðssyni skrifara í ReykjaVík, og er starfað í því töluvert á ári hverju síð- an. Nú er í ráði að stofna til hlutaveltu í vor til að styrkja Búnaðarfél. vort, því að ekki á það önnur verkfæri ennþá, en plóg og herfi sem að mestu var keypt fyr- ir ágóða af lilutaveltu, sem sá er þetta ritar og áður nefndur Marteinn héldu fyrir nokkrum árum. Kaupfélagsdeild var stofnuð hér haust- ið 1903 í „Kaupfél. Breiðdæla", og önnur deild í Geithellnahreppi í sama félagi. Byggði svo Kaupfél. skúr á Djúpav. í vor til að afhenda vörurnar í honum. „Flakkarar“ bafa farið hér um í haust. Komu tveir úr vestri og tveir úr austri. Fóru þ8ir á hvern bæ, og alla leið inní baðstofu, án þess að berja að dyrum, ef enginn var úti, betluðu peninga alstaðar og mat sumstaðar. Höfðu þeir fyrtöldu víst góð daglaun stundum, t. d. einn dag hér um 16 kr. Hinum var víst minna gefið hér. Sögðust þeir vera Persar, rænt- ir öllu sínu fé og frama af heiðingjum — (Tyrkjam), og þeir drepið suroa sína nán- ustu vini. Hefðu fyrir 10—15 sálum að sjá. Höfðu þeir með sér meðmæli á þýzku, ensku og íslenzku rituð. Þeir sem seinna komu höfðu nú einnig með sér Nýja testa- mentið ritað á grisku máli, og allir þótt- ust þeir vei guðhræddir. Hvað skyldi annars satt í þessu efni að þeir séu ræntir aumingjar úr Persiu? Sumir hafa þá skoðun að þeir séu rétt- nefndir Ietingjar og prakki út fé með lýgi og séu alls ekki utan frá Persíu. Flakkara þessa ætti ekki að venja hingað með gjöfum. Getur ekki landsstjórnin bannað þeim landgöngu í þessum erindum? Það ætti hún að gera ef leyfilegt væri, því að það er ósómi að þessu betli þeirra; væri nær að styrkja eitthvað innlent og einhverja innlenda með gjöfum. G. S. Á sjó og landi. Jóhanncs Jóhannesson sýslum. Norð- mýlinga hefir verið hættulega veikur af blóðspýtingi, en var íafturbata, þegarsíð- ast fréttist. Húsbruni. Barnaskólahúsið áBakka- gerði í Borgarfirði eystra brann til kaldra kola 6. f. m. Húsið var vátrygt fyrir 1400 kr., en var miklu meira virði. Ja- kob Jönsson kaupmaður átti vörur í hús- inu, sem nema mundu 2000 kr. og fleiri eignir og braun það alt. Vátrygging á vörunum stóð aðeins til septemberloka, svo að Jakob hefir orðið fyrir miklu tjóni. — Lestrarfélag Borgfirðinga átti bækursínar í húsinu og vóru þær taldar um 600 kr. virði. Ókunnugt er um uppkomu eldsins. Eins dæmi er það, að „Hekla“ náði botnvörpung enskum, er var að veiðum í landhelgi suður í Garðsjó, á þriðjudaginn var og flutti hann til Hafnarfjarðar. Þar var hann dæmdur í 1100 kr. sektog upp- tækur afli og veiðaifæri. Trúlofuð er ungfrú Karen Watnhe á Búðareyri í Seyðisfirði og Goorg Gaorgs- son læknir Fáskrúðsfirði. Skarlatssótt kom upp í húsi einu á Oddeyri nýlega. Læknis var vitjað tafar- laust og sjúklingurinn einangraður, svo að vonlegt þykir að sýkin útbreiðist ekki. (NI.) Dáinn af eitri. Þórður bóndi Þorðar- son frá Leirá lézt hér í bænum á þriðju- dagskveldið af refaeitri („stryknínu) er hann hafði sopið á. Hann tók við eitrinu i lyfjabúðinni og átti að afhenda það lækn- inum á Akranesi. Nýja bankahúsið er komið upp, ver- ið að setja þakið á það þessa dagana. Það er einiyftur kumbaldi og verður ljót- ast ásýndum hinna stærri húsa i bænum.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.