Ingólfur

Útgáva

Ingólfur - 09.09.1906, Síða 1

Ingólfur - 09.09.1906, Síða 1
INGÖLFUR. IV. ÁR. Reybjavík, Sumiudagiim 9. sept. 1900. 39. blað. rsrti fást Hln ágætu ofnli.ol 1 neimflutt til manna á kr. 3,30 pr. sls.p. Einnig fæst ágæt steinolía á 21 Kr. fatíö neimflutt. ISTjX er tækifæri til að birgja sig til vetrarins. íslenzk allsherjarsýning 1907. Frá því ísland bygðist hefir aldrei — svo menn viti, verið haldin nokkur ís- lenzk sýning, þar sem öllum íslendingnm — jafnt konum sem körlnm, hafi gefist kostur á að taka sameiginlegan þátt í stofnun þannig lagaðrar sýningar, erjafnt væri allskonar búnaðar- og sjávarútvegs- sýning, sem iðnaðar, lista og íþróttasýn- ing o. s. frv. Auðvitað hefir sýning sú, er haldin var af Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík árið 1884 komist einna lengst í þessa átt, þó að henni, ýmsra óhjákvæmilegra atvika vegna, væri í mörgu óbótavant, sem yfir- leitt stafaði frá misskilningi fólks á ætl- unarverki og á hinu sanna verksviði sýn- inga yfir höfuð að tala. Allajafna var það nær því undantekningarlaus skoðun manna, að það sem sýna ætti af smíðis- gripum yrði að fela í sér frábært hugvit og um fram alt að vera einhverskonar vélauppfinning, auk þess að bera vitni um feikilegan hagleik, fagurt handbragð og fegurðartilfinningu mikla, o. s. frv., og kváðu — satt að segja — í byrjuninni, ekki allfáir iðnaðarmenn og ýmsir fleiri, er þó seinna tóku þátt í nefndri sýningu, sig — af þeim ástæðum, því sem næst óhæfa til að efna til að styðja að henni að nokkrum mun. Sýning þessi fékk — þó frumsmíði væri, að því leyti opinbera viðurkenningu, að hinn þáverandi lands- höfðingi Bergur Thorberg veitti sýningar- nefndinni af hinu opinbera umráðafé hans 300 kr., er bæði var varið til verðlauna- peninga úr silfri og bronce og jafnframt til prentunar á heiðurs- og viðurkenning- arskjölum, o. s. frv. Mig minnir — þó nú sé æði langt um liðið, að silfurverð- launapeningarnir væru að tölu um: 30 og úr bronce um 50; hver tala heiðursskjal- anna var, man ég ógerla, enda varðar það hér ekki miklu, en sýnir að eins, að sýningarhluttakendurnir hafa þó ekki verið svo sárfáir, þar sem að minnsta kosti má gera ráð fyrir að naumlega helfingur (o: af: hálfur) allra sýningarmunanna hafi hlotið nokkur verðlaun. Síðan þessi sýning gekk um garð, hafa allmargar sveita- og héraðssýningar — víðsvegar um land — verið haldnar; þó hafa þær að því er mér er kunnugt, að mestu leyti lotið að allskonar búnaðar eða búpenings- sýningum en að líkindum ræður að innan- héraðsiðnaður hafi ekki allsjaldan slæðst með og jafnvel hlotið verðlaun jafnhliða búpeningi og búnaðarvinnu o. s. frv. Pessar sýningatilraunir íslendinga og sá árangur, sem orðið hefir af þeim, — jafnframt því, sem menn smátt og smátt hafa fengið æfingu í sjá hvað er sýning- arbært og sýningarfært, — hafa þannig bent mönnum á, að íslenzk allsherjarsýn- ing er á engan háttókleift fyrirtæki fyr- ir Islendinga eins og þeir eru nú á veg komnir í mörgum greinum. — Hin svonefnda „íslenzka hjálendusýn- ing“ — af gárungunum nefnd „Skrœl- ing)asyningu, er haldin var í fyrra í Kaupmannahöfn að tilhlutun hinnar dönsku sjóliðsforingjafrúar Emmu Oad og ýmsra fleiri, mætti að maklegleikum æðiharðri mótspyrnu frá hálfu flestra sannra íslend- inga, bæði utanlands og innan — og er á engan hátt þess verð, að hennar séhér minst sem upphvatningar eða fyrirmynd- ar 1 þessu máli. Því miður var aðaltil- gangur hinnar dönsku frúar ekki mann- gæzkan tóm með sýningu þessari, í garð íslendinga, og sjálfsagt er, að hún hefir óútreiknað og óafvitandi farið á hreinu hundavaði að íslendingum með því að meta þá, vilja þeirra og þeirra obeygjan- lega þrek, þegar á þarf að halda, að vett- ugi (i alle Henseender at undervurdere dem). Má vera að frúin skilji nú, hvað leitt hefir af fruntaskap hennar. Hún getur máske nú getið sér til af hverjum rótum skilnaðarhreyfingin hjá íslendingum er runnin, og hvaða afleiðingar gátu þar af orðið fyrir Danmörku. Hinir stjórn- kænu landar hennar hafa án efa séð, að hverju verða vildi. Einnig mætti geta sér þess til, að frúin í tómstundum sínum gæti getið upphafsins á gátunni um al- þingismannaheimboðið til Danmerkur. Eins og er tekið fram hér að ofan, að íslendingar yfirleitt, bæði karl og kona séu nú það langt á veg komnir, að þeir séu færir um að inna af hendi smíðar og handavinnu, er þeir á engan hátt þurfi að bera kinnroða fyrir hvar sem stendur og hvar sem kemur, þá virðist einmitt nú á þessum sjálfstjórnartímamótum þeirravera hið allra bezta tækifæri og tilefni fyrir þá að efna þegar í stað til nefndrar sýn- ingar, þannig að hún geti orðið haldin á komanda sumri, sem bæði er alþingisár og verður að líkindum eitt hið allra viðburða- mesta sumar, er íslendingar nokkru sinni hafa lifað. íslendingar verða mjög vel að gæta þess, að fulltrúar þjóðarinnar voru boðnir af sjálfum Danakonungi sem gest- ir hans og sjálfrar hinnar dönsku þjóðar; þeim var veitt sú sæmd og sýnd sú virð- ing og velvild sem eiginlega er hægt að hugsa sér að nokkur geti veitt öðrum; þvi skyldum vér þá ekki af fremsta megni gjalda í sömu mynt? Siðferðisleg kurteisi krefst þess, að vér íslendingar eða þjóðfulltrúar vorir bjóði aftur á móti, og það hafa þeir þegar gert og boðið er þegið. En upp á hvað höf- um vér eiginlega að bjóða, annað en þol- anlegan mat? Vér höfum enn engin söfn svo teljandi sé; vér höfum engin mann- virki, sem vert þyki að skoða; vérhöfmn engan æfðan söngflokk, engan hornablást- ur (Hornmusik), engan skemtigarð, — með fám orðum sagt: vér verðum að flýja á fjöll upp með gesti vora, því það er nátt- úran ein, sem getur skemt þeim hér hjá oss, en hvorki vér sjálfir eða það sem vér höfum afrekað. Framh. Páll Þorkelsson. Sigfús söngskáld Einarsson og frú hans Yalborg dvelja hér í bænum vetr- arlangt. Ætla þau að kenna á hljóðfæri (harmoinum og fortepiano) og söng. Hafa þau þegar fengið nokkra nemendur, en sjálfsagt fjölgar þeim mikið, er fólk fjölg- ar hér í bænum með haustinu og menn setjast inn til náms. Það er og þarfa- verk, er þau taka sér fyrir hendur, því að eigi er lífsgleðin of mikil þótt menn læri nokkrar þær listir, er fegra mega og auðga ævina hér i Reykjavík. Riða vill og Ingólfur þeim mönnum að leita til Sigfúsar, sem þurfa að láta stilla hljóðfæri sín. Þau hjón búa við Hverfisgötu I húsi þeirra G-arðars Gislasonar og félaga hans.

x

Ingólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.