Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 10.11.1906, Blaðsíða 2

Ingólfur - 10.11.1906, Blaðsíða 2
188 samvinnan milli vor og þeirra að geta stofnast án nokkura kala eða úlfúðar frá fyrri deilum. En auðvitað er það á hinn bóginn, að stefna landvarnarflokksins getur aldrei vikið frá því takmarki sem henni er sett og því er oss nauðsynlegast að hrjóta gagngjört til mergjar, hvað felst sannar- lega í þeim tillögum til breytinga á stjórn- arástandinu frá hinum flokkunum, [sem virðast miða í áttina. Fullkomið sjálfstæði íslands er mark vort og mið, en á þeirri leið verður að stíga mörg spor og vér getum þessvegna vel átt samleið með þeim, sem nefna ef til vill ekki á stefnuskrá sinni vort síð- asta tahmark ef þeir kveða að eins skýrt á um fylgi sitt við það næsta spor í átt- ina, sem vér teljum æskilegt og fært að stíga. Krafan um algert sjálfstæði íslands að iokum hefir komið fram í, og búið undir öllu því, sem ritað hefir verið um stjórn- armálið í blöðum landvarnarmanna. Engin breyting, er bægt getur oss frá því tak- marki um langa ókomna tíma, getur orð- ið þegin af landvarnarmönnum. En jafn- hliða þessu verða menn að minnast þess, að Róm var ekki bygð á einum degi, og algert afnám alls stjórnmálasambands við erlent ríkísvald heimtar af oss alt það sama, sem aðrar þjóðir hafa orðið að gjalda fyrir óháða stöðu sína í þjóðafé- laginu. Hver sú breyting, sem komið gæti til mála að ganga að af hálfu laudvarnar- manna, verður fyrst og fremst að byggj- ast á þeirn grundvelli, að samband vort við Dani, hvert svo sem það verður, sé stofnað með fullfrjálsu samningsvaldi ís- lendinga frá þeirra hálfu. Með því höf- um vér brotið það mál til mergjar niður á fastan grundvöli hins elzta sáttmála, er landsmenn gjörðu við útlent vald, vegna þess að þeir gátu ekki staðið einir, og hefði vel mátt una við og getað leitt oss til þess þroskastigs, er sjálfstæði heimtar, ef sáttmálinn hefði verið hahlinn eftir orð- um hans og anda. í slíkri viðurkenning Dana um samningsvald vort felst einnig að réttum þjóðarlögum viðurkenning um drottinvuld vort yfin eigin málefnum og þess vegna er það stórvægilegur ávinn- ingur í framsókn vorri til fullkomins sjálfstæðis, sem aflast með stofnun sam- eiginlegrar nefndar beggja þjóðanna, er leggi til um ákvörðun sambandsins milli lands og ríkis- Ekkert gat skjótar og rækilegar rutt úr vegi vorum einni meg- inhindrun þess, að samþegnum vorum geti skilist, að vér erum frjálsir að því að ala oss upp sjálfa til fullkomins sjálfstæðis á þann hátt, er oss þykir henta. Svo framarlega sem starfað verður að samnÍDg nýrra sambandslaga milli vor og Dana á þessum grundvelli geta allir land- varnarmenn án þess að víkja frá hugsjón sinni og stefnu tekið það til athugnnar, hvar vér viljum sjálíir setja þjóðarvaldi voru takmörk eins og nú steudur. En innan þeirra marka geta landvarnarmenn ekki, án þess að bregðast sínu eigin mál- INGOLFUR. efni, látið sír lynda neina erlenda íhlut- un eða afskifti af stjóru né 1 ggjöf lands- ins. Hin næsta óhaggaulega krafa vor verður því að vera algerð aðgreining sér- mála vorra, er vér sjálflr sköpum oss með sambandslögunum,fráölium dönskum valds- gtofnunum að undanteknum konungi vor- um einum eða þeim er hann kynni að setja í sinn stað í sérmálastjórn íslands. Með þeim skilningi er landvarnarmenn halda föstum um áhrif og merking ríkis- ráðstengslanna, leiðir það af þessu með öðrum orðum, að vér krefjumst þess hvað s?m öðru líður, að sérmál vor skuli vera borin upp fyrir konungsvaldinu idan rik- isráðsins danska. Eins og Ingólfur hefir oftlega drepið á áður hafa tillögur landvarnarmanna um það, hvert næsta spor ætti að stíga til breytinga, hlotið að vera nokkuð með ýmsu móti og sérstaklega hljóta nýir at- burðir og horfur málsins eftir því sem tíminn líður að ráða miklu um það, hvar vér viljum láta staðar numið, með næstu skipun stöðu vorrar og stjórnar. En það er hvorttveggja, að landvörn hófst upp- haflega gegn ákvæðinu um ríkisráðstengsl- in, enda er það og víst að rneð afnámi þess hefir einni megiuhindrun, auk þeirr- ar sem áður var nefnd, .verið rutt úr vegi vorum til þess sjálfstæðis, er fyrir oss vakir að ísland skuli hljóta að lokum. Skoðanir almennings og hugir allra betri manna landsins eru óðum að hneigjast til sannfæringar um brýna nauðsyn gagngerðr- ar breytingar á stjórnarástandinu. Yér landvarnarmenn höfum reist flokk vorn til þess að afla oss samvinnu annara að tak- marki voru, og því eigum vér fyrstir allra að gleðjast yfir því sem unnið er af öðr- um flokkum eða flokksmönnum í sömu átt, og síðastir allra að gera samvinnu eifiða milli vor og þeirra með óþörfum ýfingum, er snerta ekki né efla að neinu þann málstað er vér viljum berjast fýrir og láta sitja í fyrirrúmi fyrir öliu öðru, unz hann vinst. Varöveizla íslenzkra rímhalaga, Allir sem unna viðreisn og endurfæð- ing þjóðlegra lista hér á landi, hljóta fremst af öllu að óska þess, að oss mætti takast að forða frá gleymsku öllu því í grundvelli vors fyrra þjóðlífs, sem byggja verður á listir komandi tíma hjá oss. Yér vitum allir, hve mjög orðsins list gnæfir yfir allar aðrar Iistir hjá íslend- ingum og á það rót sína að rekja til eðl- is og uppruna frumbyggjenda þessa lands, til örbirgðar vorrar og menningarskorts á síðari tímum, og loks að miklu leyti til landshátta vorra, Landnámsmenn Iifðu svo að segja öllu sínu andlega lífi í hetju- sögum og kvæðum, og menning þeirra miðaði til afreksverka er gáfu hetju-skáld- unum ný yrkisefni mann frá manni. Á lægingartímum þjóðarinnar lifði andi henn- ar í sálmarími og söguljóðum þeirn, er [10. nóv. 1906]. kallast rímur. Fátækt manna og hin er- lenda kúgun bældu niður og kæfðu önn- ur ytri lífsmörk listarinnar hjá þjóð vorri. Að undantekinni lít lfjörlegrl skurðlist og öðrum ófullkomnum listariðnaði, lifði feg- arðarþrá og skapandi afl andans hjá þjóð- inni á þessurn tímum, einungis í huga manna og á tungu þeirra. Og loks hafa sömu yfirburðir orðlistarinnar hér á landi Dærst og varðve.tst af hinum miklu fjar- lægðum milli einstaklinganna í fámenni voru, svo að Iistarþróttur og efni íslend- inga hafa sótt áfram í sömu átt, einnig eftir að okurkló útlendrar kúgunar og svefnþorai ókunnugra yfirráða yfir oss hefir að nokkru leyti létt af þjóð vorri á síðustu tímum. Önnur tegund listar, sem er náskyldust list bundins og óbundins máls, sönglistin, hefir þó ef svo mætti segja, létt sig upp úr auðn þeirri og dauða, er ríkt hefir um andans líf bjá þjóðinni. Pví hefir ekki verið gefinn nægilegur gaumur, að vér eigum þar gimstein, illa geymdan að vísu eins og flesta aðra dýrgripi vora, en þó ekki glataðan með öllu. Pað sem hér er átt við eru rímnalög frá þeim tímum er rímnakveðskapur var. algengur á íslandi og þjóðin var sjálf höfundur laganna. Þessi einkennilega sönglist íslendinga hefir varðveitst lengur en sá almennings- siður að stytta kvöldvökur með rímna- kveðskap. Eftir að meiri smekkvísi í Ijóðagerð hafði af misskilningi snúið sér frá söguljóðunum til annara yrkisefna og dyradómur Jónasar Hallgrimssonar hafði unnið bug á Fróðáiundrum leirburðarins hjá hinum og þossum flækingsskáldum vorum á síðustu öld, lifðu samt lengi á vörum þjóðarinnar lög þau er báru fram rímnakveðskapinn. Ómurinn af íslenzk- um kvæðalögum barst niður til vorra tima frá áheyrendum alþýðusöngvaranna, sem voru illu heilli og ófyrirsynju flæmd- ir af baðstofubekkjunnm. of snemma. í stað þess að deyða þennan lífseiga vísi alíslenzkrar þjóðlegrar kvæðalistar hefði átt að vernda hann og styrkja og reisa við á hærra stig bæði með máli og tón- um. Fyrr en annað hærra og betra var í boði handa fólkinu áttu ekki alþýðu- söngvarar rímna og mansöngva að víkja. En þótt trygð alþýðunnar hafi svo lengi staðist hin skaðlegu og vanráðnu frumhlaup framfara og útlendra stælinga frá yfirstéttinni íslenzku jafnt í þessu sem öðru, þá er þó yfirgnæfandi hætta á því, að hin ósviknu rímnalög vor glatist óðum með hverju ári sem líður án þess að sann- arleg vísindaleg rannsókn sé hafin til þesí að forða því frá gleymsku, sem enn finst af því tagi á vörum þjóðarinnar, Eg get alls ekki látið mér. nægja fyrir mítt leyti að hvíla mig við þá von, að séra Bjarná Þorsteinssyni takist að leysa þetta hlutverk af hendi með þeirri aðferð sem hann beitir og með svo litlu fé sem hann getur varið til þessa. Fyrst og fremst er það öldungis óhæfilogt að taka góð- ar og gildar uppskriftir hinna og þessara á rímnalögum hér og þar .út um bygðir landsins. Sá sem safnar slíkum lögum,

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.