Ingólfur


Ingólfur - 17.11.1907, Blaðsíða 2

Ingólfur - 17.11.1907, Blaðsíða 2
182 INGÓLFUR 17 Baltie Street, LEITH, óska eítir allskonar fiski, söltuðum gærum og haustull til umboðssölu. Noti þeir tækifærið, er sæta vilja góðri sölu og greiðum skilum. COMMISSION AGENTS. 17. BALTIC ST. LEITH. 1787. Árin 1787—1800 komu þó að meðaltali árlega 55 skip. 1801 —1810 komu að meðaltali 42 skip árlega en á næsta tíu ára tímabili að eins 33 skip árlega. 1810 komu ekki nema 10 skip hingað og 1813 að eins 12 skip. Rétt fyrir miðja öldina komu að með- altali 100 skip árlega (nálega 7500 smál. alls). Aldamóta árið komu hingað 384 skip (75770 smálestir) og 1905 komu 430 skip (106174) smálestir). „Frá 1787—1800, og til 1891- 1900 hafa siglingar til landsins fjórtán fald- ast, 1901 — 1905 er 21 sinni rneiri sigling hingað en á árunum 1787— 1800. Alveg er það skýrt og ótvírætt, hvernig siglingarnar hingað aukast við verzlunarfrelsið 1854, en þær vaxa þó mikið stórkostlegar eftir 1876. — Þegar litið er á þessar 100000 smáleatir, sem koma hingað síðustu árin, þá furðar það mest hvernig landsmenn hafa getað lifað meðan hingað komu einar 2500— 4400 smálestir á ári eins og var 1787—1820“. Eiustök ár kom þó eigi nærri því svona mikið til landsins t. d. 1778 er hingað komu ein 6 skip er rúmuðu að eins 640 smálestir og 1809 var^ lestarúm skipa þeirra er hingað komu ekki nema 858 smálestir. „Frá 1787—1854 er öll íslenzk verzl- an bundin við Danmörku og þótt Danir hafi tekið á leigu annarstaðar eitthvað af skipum til þess að fara hinga, skiftir það engu. Frá 1854 er verzlanin frjáls við allar þjóðir, og þær byrja að sigla hingað, einkum nágrannaþjóðirnar. Sig- urður Hansen hefir reiknað út hve mik- il siglingin var frá öðrum löndum en Danmörku 1855— 1872 og síðan hafa aðrir haldið þeim útreikningi áfram“. Samkvæmt þeirri skýrslu hafa sigling- arnar frá Danmörku verið þessar, af öllum siglingum til landsins,: (Fyrir 1854 100 °/0*) 1855 — 60 81,o °/o 1861—70 66,8 % 1871 — 80 61,o °/0 1881—85 46,* 7o 1886—90 37,x 7o 1891—95 30,o 7o 1896-00 27,5 7« 1901 — 05 30,8 7o Hér er eigi rúm til að skýra frá hvaðan siglingarnar eru, en þó skal þesB getið að 1905 vóru 41,s °/0 af siglingunum frá Bretlandi, 24,2 °/o frú Noregi og Svíþjóð og 3„ °/0 frá öðrum löndum. Hér sést hve seglskipin verða að þoka fyrir guíuskipunum að því er flutninga til landsins snertir: Gufuskip Seglskip. 1886—90 mt. 60,9 : 39,, 1896—00 - 71,8 : 28,, 1901—’05 - 85,e : 14« Niðurlag. Nú hefir verið farið yfir landhags- skýrslurnar allar ásamt verzlunarskýrsl- unum og þótt greinir þessar sé orðnar all-Iangt mál er víðast fljótt yfir sögu farið. Hefi ég ritað um þessar skýrsl- ur til þess að sem fleetir kynntust þeim, þvi að mér er kunnugt um, að þær eru í mjög fárra manna höndum þó að þær sé sendar embættismönnum og hreppsnefndum. Ég hefi á stöku stað bent á það, sem betur mætti fara í skýrslugerðinni en þó að eins laus- lega enda ætlaði ég mér ekki að skrifa ritdöm um skýrslurnar. Eg hefi ekki viljað lengja þessar greinir með hug- leiðingum um hag landsins né álykt- unum af skýrslunum því að ég ætla lesöndunum að gera það sjálfum. Ég vildi að greinir þessar yrðu til þess að sem flestir kyntu sér skýrslurnar því að þær eru mjög fróð- legar og ættn að vera sjálfsögð bók á hverju heimili. Vil ég að endingu til- greina ummæli Jóns Sigurðssouar þessu til sönnunar og öðrum til íhugunar: „Sá bóndi mundi harla ófróður þykja um sinn eigin hag, og lítill búnaður, sem ekki viasi tölu hjúa sinna eða heim- ilisfólks, eða kynni tölu á hversu margt hann ætti gangandi fjár. En svo má og hver sá þykja ófróður um landsins hag, sem ekki þekkir nákvæmlega fólkstölu á landinu, eða skifting hennar, eða tölu ganganda fjár, eða sérhverja grein í atvinnu landsmanna. í fám orðum að segja, sá sem ekki þekkir ásig- komulag landsins, eða sem vér köllum hagfræði þess, í öllum greinum sem glöggast og nákvæmlegast, hanu getur ekki með neinni greind talað um lands- ins gagn og nauðsynjar; haun veit ekkert, nema af ágizkan, hvort landinu fer fram eða aftur; hann getur ekki dæmt um neinar tillögur annara í hin- um merkilegustu málum, né brotið sjálfur uppá neinu, nema eftir ágizkan; hann getur ekki dæmt um neinar af- leiðingar viðburðanna, sem suerta landsins hag, nema eftir ágizkan. En þessar ágizkanir eru svo óvissar í alla staði, og óáreiðanlegar, að menn mega heita að vaða í villu og svíma fyrir þær, og það því heldur, sem menn verða að beita þeim meira, það er að segja þvi almennari sem hugsan manna verður um landsins hag, og því oftar sem menn verða kallaðir til ráðuneytis um landsins almennu málefni“*) Fundist hetir peningabudda á göt- um bæjarins með 1 kr. 66 aur. í. Réttur eigandi getur vitjað hennar til Sigurðar Málmkvist Laufásvegi 38 Reykjavík. * Skýrslar um landshagi á íslandi, Khöfn 1858; formálinn. Fornir siðir. Það er gott og sjálfsagt fyrir hverja þjóð, að horfa fram undan sér og skima eftir þeim löndum, sem vonirn- ar og framtíðardranmarnir benda henni á. Sú þjóð, sem gerði það ekki stæði í stað, og felli fyr eða síðar fyrir því almenna lögmáli lífsins: að þeir sem standa í stað dragast aftur úr og verða síðan öðrum sterkari öflum að bráð. Nei, fram verðum vér að horfa, það er ekkert efamál. En það getur lika verið gott og nauðsynlegt að líta við og við aftur, og renna augunum yfir það land, sem ferill þjóðanna liggur yfir. Á því get- ur verið margt og mikið að græða. Fortíðarinnar land er og á að vera eins og skýrt og glöggt landabréf, sem reynsla þjóðanna hefir skráð öllum þeim stöðum, sem þýðingu hafa haft á göngu þeirra yfir til framtíðarlandsins. Og það er oft og tíðum nauðsynlegt íyrir oss að nthuga þá staði, og færa oss þannig í nyt reynzlu þeirra, sem á undan oss hafa gengið. Að minsta kosti er það víst, að allt sem gott er og fagurt í sögu fortíðar- innar, er þess vert að lifa í nútíðinni. Því sem er gott og fagurt er svo far- ið, að tímans tönn nagar það ekki, það er altaf nýtt og hefir altaf sama rétt til að lifa og vera viðurkent. Áhrif þess eru altaf hin sömu. og altaf jafn gagnleg og góð fyrir mann- kynið. Að vísu breytast flestir hlutir þ. e. skipta um form og lögun, en kjarni lífsins er og verður altaf sá sami, og náttúran kringum oss talar til allra kynslóða á sömu tungu. Af þeim á- stæðum eru margir hlutir jafngagnleg- ir öllum kynslóðum, og ómetanlegur skaði fyrir eina kynslóð, að týna því sem kynslóðirnar á undan henni hafa lært og reynt. Það er það sem vér köllum afturför orðsins sönnu merkingu, því vér erum þá skemra á veg komn- ir en þeir, sem undan oss hafa gengið. Og því miður sjást þess oft dæmi að slík afturför á sér stað á vissum svæðum, jafnvel þar sem menningar- straumarnir líða með þyngstum hruða og mestu afli, hvað þá bjá afskektum fámennum þjóðum, sem aðeins hafa fengið litla hvísl frá höfuðstraumi menningarinnar. Þær þjóðir eru gjarn- ar á að standa í stað, og dregast smám samau aftur úr. Þangað til þær að lokum hafa jafnvel gleymt því, ' sem þær einu sinni höfðu lært. Þetta er því skaðlegra, sem slíkar þjóðir eru aflminni; og óhjákvæmilegt er að slík afturför gagnsýri og eitri aðrar gjörð- ir og hugsanir þeirrar þjóðar. Sé þessu ekki kipt í lag í tíma, má sú þjóð teljast á fallanda fæti, og þegar dags- brún nýrra tíma gægist yfir tinda van- þekkingarinnar getur oftast að líta hana eins og stirðnað nátttröll, sem hefir starað svo lengi í myrkrið í kring- um sig, að það hefir gleymt bjarma fortíðarinnar, og þolir því ekki ljósið þegar það kemur. Þessi afturför gengur sjaldan stór- um skrefum, að minsta kosti ekki í byrjun, og er því oftast, sem leynd og hægfara meinsemd, er smam saman grefur um sig, án þess að menn verði þess áþreifanlega varir. Og í því ligg- ur mikil hætta, því þær meinsemdir er vér sjáum glögt, reynum vér að láta lækna í tíma ef oss annars er að nokkru ant um líf vort og heilbrygði. Það sem oss virðist því næsta meinlaust I dag, getur á morgun verið orðið að ólæknandi sjúkdóm. Líf mannsins og þjóðanna er að mörgu leyti líkt lifinu í náttúrunni í kringum oss. Eins og trénu nægja ekki geislar sólarinnar og regn himins vanti það jarðveg þar sem það geti fest rætur, eins kemur mönnunum og þjóðunum að litlu haldi frjófgun og sólskyn nútímans, séu þær rætur laus- ar, sem liggja í jarðvegi fortíðarinnar. Þetta er aðeins dæmi og mynd, sem mörgum finst máské gripin úr lausu lofti, en mér finst ég alstaðar í sögu þjóðanna og lífi einstaklinganna flnna glöggar sannanir fyrir þessari skoðun. Þegar þjóðirnar hafa gleymt dygðum liðinna tíma, hefir dauðinn rétt þeim kræklótta hendina og bent þeim á stundaglasið, sem óðfluga tæmdist, þótt aðeins eitt sandkor,. rynni í einu. Frá el8tu þjóðum til Rómverja, frá Rómverjum til vorra tíma staðfestir reynslan þetta. Frh. Sigur stjórnarþýja á fána íslands! Verkið lofar ujoistaraun! Nýjasta afreksverk stjóruarþýjanna er það, að skera sundur snæri á stöng- um þeim, er borið hafa íslenzka fán- ann hér í bænum. Síðustu næturnar hafa þýin skorið sundur fánasnærin og dregið þau úr öllum stöngum sem þeir náðu íil í allri Reykjavík. Þetta hafa þau gert í þeim lofsverða tilgangi, að aftra því að íslenzkir fán- ar væri Uaktandi á liundrað ára af- mœli Jónasar Rallgrímssonar! Stjórnarþýin höfðu nasasjón af því, að Jónas Hallgrímsson var ekki af þeirra sauðahúsi; þau höfðu heyrt að hann hefði verið ósvikinn íslendingur og þsu vissu, að Stúdentafélagið í Reykjavik hafði gengist fyrir að reisa honum minnisvarði sem átti að afhjúpa 16. þ. m. Þessvegna áttu þau víst að íslenzki fáninn yrði hafður á loft við þetta tækifæri nenia þau tækju til sinna ráða. Liðið settist á rökstóla og hittu hinir vitrustu í flokknum þegar á það ráð sem samboðnast var þeirri samkomu og stefnu „flokksins“. Þýin brýndu kuta sína og lögðu af stað í krossferð- ina (því að þau eiga von á dannehrogs- kross fyrir tilvikið) eftir fund á fimtu- dagskveldið var. Skáru þau þá niður snæri á nokkrum stöngum og stálu snærunum. Og loks á laugardagsnótt- ina tóku þau til aftur, fóru um allan bæinn og skáru snærin úr þeim stöng- um, sem eftir vóru. Með þessu tilviki komu þýin í veg fyrir að allir gæti dregið fána íslands á stöng á afrnæli Jónasar, sem ella hefði gert það. En margir gátu þó komið stöngum sínum í lag á laugar- dagsmorguninn svo að þýin höfðu ekki annað upp úr krafstrinum en það að gera stangaeigendum svo sem eisnar krónu skaða, við að taka niður steng- urnar til lagfæringar — en „það eru sgú líka peningar“, eins og amtmaður- inn sagöi! Hugmyndina er sagt að þýin hafi féngið frá flokksbræðrum sínum á ísa- firði, sem beitt hafa sama drengskapar- bragði gegn íslenzka fánanum. Þessi „dánumenska“ verður eflaust í minnum höfð og við getið þegarsaga fánamálsins verður samin síðar meir. Og mun þjóðin kveða upp maklegan dóm „yfir höfði Jóni“ fyrir afrekið.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.