Ingólfur - 24.11.1907, Qupperneq 3
INGOLFU&
187
En eitt vil eg nefna, sem eg tel hik-
laust afleiðingar doðans, sóðaskaparins
og íþróttleysisins, og það er virðingar-
leysi þjóðarinnar fyrir sér sjálfri, og
undirlægjuháttur margra manna við
erlendar þjóðir.
íþróttamaðurinn hefir venjulega
hrausta sál í hraustum líkama, en hjá
sóðanum veikist hvorttveggja. íþrótta-
maðurinn veit að hann getur treyst sér
sjálfum og lítur ekki upp til annara
manna, en sóðinn, sem ekkert kann fyr-
ir sér, hlýtur að verða var við vanmátt
sinn og líta upp til annara.
Og þarna, — einmitt í þessu höfum
vér eitt af okkar stærstu þjóðarmeinum,
einmitt af því að vér höfum gleymt
því> er forfeður vorir kunnu, og kastað
frá oss reynslu undanfarinna kynslóða.
Mín heitasta ósk væri sú, að það
þyrfti aldrei að koma íslendingum í
koll meira en það heflr gert, og nútíð-
ar íslendingar gætu bætt úr þessu í
tíma. Eg þykist líka sjá viðleitni í þá
átt í landinu, og vil þá sérstaklega
benda á starfsemi Ungmennafélagsius,
sem eg vona að beri góða og holla á-
vexti fyrir þessa þjóð. Það félag hef-
ir sett sér fyrir mark og mið að hefja
íslenzkar íþróttir og íslenzka góða siði
úr þeirri niðurlægingu, sem þeir eru nú
í. Og félagið hefir þennan stutta tíma
sem það hefir lifað, starfað með svo
góðum árangri, að það hefir orðið ís-
lenzku þjóðinni til sóma. íslenzka þjóð
in ætti því að taka félagi þessu tveim
höndum og gera veg þess sem mestan
í landinu. Annars er það sorglegur
vottur fávísinnar, áhugaleysisins og doð-
ans í landinu að þingið skyldi neita
þessu þarfa félagi um lítilfjörlegan
styrk í sumar. En þegar maður gætir
þess, að nú virðist þingið vera skeið-
völlur embættisgæðinganna að lands-
sjóðstúninu, en sveltubyrgi fyrir sjálfa
þjóðina þá er þetta ekki svo kynlegt.
Og það væri heldur ekkertsamræmi ef
þeir menn, sem hafa stungið landsrétt-
indum íslands undir pottinn, þar sem
krossarnir, nafnbæturnar og embættin
sjóða eins og blómursiður, handa þeim
sem hafa lengsta fingur, færu að styrkja
og vernda íslenzkt þjóðerni.Það hefði verið
synd og staðfestuleysi sem flokksmenn
þeirra myndu alls ekki hafa fyrirgefið
þeim.
En hvað sem þessu líður ber eg þó
það traust til þjóðarinnar að hún bæti
fyrir þetta afglap þingsins.
Eg vona að vér séum ekki orðnir
svó úrkynjaðir að vér viljum ekki reisa
við og endurfegra þjóðerni vort, og eg
vona að menn sjái nauðsynina á þvi,
að nýtt og gamalt haldist í hendur.
Lífvænleg þjóð hefir alt af opinaug-
un fyrir því sem er nýtt og gott, og
hlustar eftir þeim röddum frá framtíð-
inni, sem kalla á hana og vísa henni
veginn yfir til þess ,’marks, sem hún
hefir sett sér. En hún gleymir heldur
ekki því sem er gamalt og gott, því að
hið góða og fagra er alt af fætt til þess að
lifa frá kyni til kyns. Sú þjóð, sem
drepur það sem gott er og gamalt í
brjósti sínu er sjálf á veginum til
dauðans.
Það gamla og hið nýja eru tvær
systur; á andliti annarar eru rúnir
reynslunnar skráðar, og hún bendir oss
eins og móðir sem kennir oss að ganga.
Hin er ung og brosfögur, lokkandi eins
og draumur, og breiðir móti oss faðm-
inn eins og unnusta.
Báðar þessar systur eiga heimtingu
á aðsetu í hjörtum mannanna og þjóð-
anna, og hvorug þeirra má afskift verða
ef vér eigum að komast heilir í höfn.
Að gleyma þeim er að gleyma sjálf-
um sér og taka í nábleika hendi dauð-
ans, sem togar oss niður í djúpið.
Hjálmar hugstbri.
fsasxæsggsm.
Landbúnaður á íslandi.
„fskyggrllegar liorfur".
Blaðið „Heimskringla" í Winnipeg
flutti fyrir nokkru (19. sept. þ. á.) grein
um íslenzkan landbúnað með fyrirsögn-
inni „ískyggilegar horfur“. Segirblað-
ið, að ritgerð hafi staðið í„Austra“20.
júlí, eftir einhvern E. J., með þessari
fyrirsögn. Hafi greinin verið birt þar
athugasemdalaus frá ritstj. hálfu og
muni því óhætt á henni að byggja,
„enda komi hún heim við margt aða
jafnvel flest annað, sem ritað hefir ver-
ið á síðari tímum um landbúnaðará-
stand íslands“.
„Heimskringla11 prentar upp kafla úr
þessari Austra-grein, vinsar úr henni
helztu fullyrðingarnar, sem blaðið telur
alt gullvæga lærdóma og skipar þeim
niður í töluliði, á þann hátt, sem hér
greinir:
„Af þessum kafla er þetta Ijóst“,
(segir ,,Hskr.“):
1. Að landbúnaðurinn er í afturför
2. Að minna land er nú ræktað eða
búsetið en áður var.
3. Að vinnuhjúa-eklan er orsök í
þessari afturför.
4. Að hún orsakast af því að, gjald-
þol bænda megnar ekki að veita hjú-
um þeirra viðunanlegt kaup, vegna
þess:
5. Að bújarðirnar gefa ekki af sér
nægilegan arð til að launa nauðsynleg-
an vinnukraft á þeim.
6. Að bændurnir rísa ekki undir
þeirri gjaldabyrði, sem nú hvíliráþeim
— þrátt fyrir lág vinnulaun.
7. Að sumir bændur eru búnir að
yfirgefa jarðir sínar og fluttir að sjávar-
síðunni, ásamt með hjúum þeirra.
8. Að bændur með konum þeirra,
og börnum verða undir þessum kjörum
að leggja miklu meiri verk á sig en
þeir þurftu áður að gera.
9. Að þær stórjarðir, sem áður vóru
nefndar „höfuðból“ og þóttu arðvæn-
legar til búskapar eru nú setnar að
nafninu til aðeins.
10. Að með þverrandi gjaldþoli bænda
aukast skuldir þeirra svo:
11. að þeir verða að takmarka líf-
eyri sinn, til þess að geti staðið sem
næst í skilum. Af þessuleiðir svoþað:
12. Að margur maður ogkona verða
slitin, biluð og gömul fyrir örlög fram,
og að þetta ástand baki landinu það
tjón, sem ekki verði metið til fjár“.
(13.) „Ofan á þetta bætist vaxandi
vankunnátta og áhngaleysi verkalýðs-
ins á flestum störfum, og það hvað
vinna gengur seint og ógreiðlega frá
hendi, þó að til sé heiðarlegar undan-
tekningar".
Þessar kenningar E. J. í „Austra“
hefir enginn nent að leiðrétta, en úr
því að „Heimskringla“ treystir þeim
eins og nýju neti, byggir á þeim og
breiðir þær út, þá er réttast að benda
á, hve þær eru marklausar. Og það
er ofur-auðvelt, ef litið er á landhags-
skýrslurnar.
Skýrslurnar sýna að fleira er af lif-
andi pening í landinu síðustu árin, en
nokkru sinni að undanförnu, sem sög-
ur fara af. Nautpeningur hefir aldrei
verið eins margur síðan um 1700. Þá
vóru taldir tæpu þúsundi fleiri en árið
1905. Eu nautpeningurinn gefur nú
miklu meira af sér en þá, sakir betri
hirðingar og betri markaðar fyrir afurS-
irnar, en áður var.
Saubfé hefir aldrei verið jafnmargtsem
nú og fer sífjölgandi. Síðustu fimm ár-
in, sem skýrslur ná yfir, hefir það fjölg-
að nær um 40 þúsund. Á sama tíma-
bili hafa hross fjölgað um tæp 10 þús.
Rafkttif land fer sívaxandi: Síðustu
15 árin jukust tún um 12635 dagslátt-
ur og varð sá auki meiri 5 síðustu ár-
in, en 10 næstu ár á undan. Og síðan
um aldamótin hafa túnasléttur verið
rúml. 20 sinnum meiri á hverju ári
heldur en fyrir 30—40 árum. Kálgarð-
ar hafa aukist nærfelt um þriðjung
síðustu 5 árin.
í hlutfalli við þetta er heyja-afiinn.
Bæði úthey og taða hefir aukist til
muna. „Töðufallið eftir aldamótin er
meira en fyrir þau af því að túuin eru
stærri og betur ræktuð allvíða“.
„Meðaltal uppskeru af jarðeplum
r’ofum og nœpum er40°/o hærra 1900—
1905 en síðustu 10 ár fyrri aldar (og
eldri tún þarf ekki að nefna). Sé ein-
göngu litið á uppskeruna 1904 og 1905,
verður munnrinn yfir 100°/0“.
Enn sýna skýrsluruar að svarðartekja
vex stórum og er það órækt vitni um
betri hirðing áburðarins (taðbrensla fer
minkandi).
Þetta litla ágrip er nægilegt að koll-
vorpa öllum fullyrðinguuum um „hnign-
un landbúnaðarins". Það sýnir einmitt,
að landbúnaðurinn er nú með meiri
efling og blóma en nokkrn sinni áður.
Það eitt er satt í þessari Austra-
grein, að vinnufólksekla hefir verið all-
mikil og hamlað því, að landbúnaður-
inn tæki ennþá meiri og skjótari fram-
förum en orðið hefir. Efling sjáfarút-
vegs og annara atvinnuvega hefir og
dregið úr viðgangi landbúnaðarins í
svip, svo að fólk hefir ekki fjölgað í
sveitunum. En þar sem fénaður allur
er nú miklu fleiri en áður, jarðabætur
og uppskera stórura meiri, þá má fljót-
lega sjá, hver |fjarstæða það er,
sem höf. segir um „vaxandi vankunn-
áttu“ verkalýðs á flestum störfum og
að vinna „gangi seint og ógreiðlega“.
Verkin sýna merkin, að meira er af-
kastað en áður og fcemur það af því,
að menn kunna nú betur til verka en
fyrrum.
Fullyrðingin um það að menn og
konur verði „biluð, slitin og gömul
fyrir örlög fram“, fremur nú en áður,
rekur sig óþægilega á aMwrs-skýrslurn-
ar. Þær sýna, að mannsævin er óðum
að lengjast á íslandi, og íslendingar
eru að verða allra mauna langlífastir.
Með þessu er auðvitað ekki borið á
móti því, að ýmsir menn eldist hér
fyrir örlög fram, þ. e. gæti lifað lengur
ef þeir hefði við betri kjör að búa —■
en má ekki með öllum sanni segja það
um þorra manna meðal allra þjóða
heimsins? Og þar sem íslendingar
verða nú manna elztir, þá er það sönn-
un þess að þeir eldast síður fyrir ör-
lög fram heldur eu einstaklingar með-
al annara þjóða.
Lilja.* *
IAlja min kæra
Ijóðin nún vil eg þér einni færa,
eg elsha svo bládjúpu augun þin
og eilífa hreinleikann sem þar skín
og himin þms sakleysis hvítan sem hreinasta
lín.
Ástin mín eina,
einasta bót hinna þyngstu meina
eg sókkvi mér niður í sönginn þinn
af sœlunnar lind teigar andi minn,
í liliómleikum þínum eg hluttekning Ijúfustu
fitin.
Einar P. Jónsson.
Allskonar fatnaður, lítið brúkaður,
sliísi, nf og g-'ömul, liöfuðföt, skófatnaður
o. fl., fæst með gdðu verði ú
Bergstaðastræti 29.
* Kvæði þetta kom út í siðasta tölubl.,
*n er feirt nýju vegna miaprentana, þ«y,
Jónas Hallgrímsson.
i.
Sungið við afhjúpun minnisvarðans.
Þér Jónas Hallgrímsson, ísland var alt,
þess afl og þess fegurð lék þínum á
strengjum.
Þótt hamingju-stigirnir hallir
yrðu þér jafnan og auðlánið valt,
hafa ávöxt borið hjá frónskum drengjum
þeir hollu hreimarnir snjallir.
Skáldjöfur lands vors, vér elskum þig allir!
Þýður sem vorblær, sem háfjallið hár,
svo hreinn sem faðir-vor barns á tungu,
sem stálið er andinn þinn sterki.
Lifi’ hann hjá þjóðinni aldur og ár
og eldmóð hann tendri’ í hjörtunum ungu;
það verður þess vísasta merki,
íslenzk sé þjóðin í orði’ og verki.
Heill sért þú, loks til vor heimkominn I
Þótt hvíli bein þín í öðru landi,
þá áttu þó hér aðeins heima.
Ættjörðin lítur hér ástmög sinn;
um aldur hjá oss nú mynd þín standi;
þér aldrei skal ísland gleyma.
Svífi þinn andi’ yfir öllu hér heima!
J. Ó.
II.
„Þú varst íslands æsku sál!
Óminn þinna sólskinsljóða
geymir enn þá íslenzkt mál;
andi hlýr frá þinni sál
fyllir loftið. — Lyftum skál
Listaskáldsins okkar góða!
Enn þá geymir íslenzkt mál
óminn þinna sólskinsljóða.
Enn er gott að hlusta’ á hann,
hulduljóða skáldið þýða,
sem hvert hlóm í hrekku ann;
blærinn, lindin, fossinn kann
enn þá ljóðin eftir þann
ástvin hjartra sumartíða.
Enn er gott að hlusta’ á hann,
hulduljóða skáldið þýða.
ísland geymir ekki margt,
ef það gleymir minning þinni.
Hvort það bauð þér blítt eða’ hart‘
hreiddirðu á það lofsins skart,
sást þar ljóma sifelt bjart
sólskin yfir framtíðinni.
— Só því, Jónas, sífelt bjart
sólskin yfir minning þinni.“
Þ. G.
Dísa.
Alveg ertu Dísa
einstók perla,
og olxk að flestu
öðrum konum;
auðug af hreinskilni
og hluttékningu,
en blásnauð af hrœsni
og hégómleika.]
lögur ertu að vísu,
en fegri sumar
konur mér fundust
við fyrstu sýn,
því veldur þín göfgi
að mér virðist þú,
sem gyðja gulltógur
frá Gimlis sölum.
Aldrei er í hug mér
svo heldimm grima
að rödd þín ei rjúfi
rökkurtjóldin.
Alt eins og vordögg
ungu laufi
eru mér falslausu
orðin þín.
Einar P. Jónsson.