Ingólfur - 01.12.1907, Síða 1
V. árg.
48. blað
Reykjavík, sunnudaginn 1. desember 1907.
17 Baltie Street, L.E1TH.
óska eítir allskonar fiski, söltuðum gærum og haustull til
umboðssölu.
líoti þeir tækifærið, er sæta vil góðri sölu og greiðum
skilum.
«
COMMISSION AGENT3.
17. BALTIC ST. LEITH.
Ekki er ein bára stök.
[Ræða, er Bjarni Jónsson frá, Vogi
flutti á samkomn í Bárubúð í gærkveldi.]
íslendingum varð engi
allr dagr und sal fjalla
hægr, siz hvarf en fagra
hugarglóð landnáms þjóðar.
Litt sér rekkr, er rakki.
ráðbani landsins, smáður
erlendum unir böndum,
allrar við þjóðarfalli.
Ormstunga.
Svo segir í sögu Ólafs konungs
Tryggvasonar um Harald Gormsson að
„þá ætlaði Dana konnngr at sigla liði
því til íslands ok hefna níðs þess, er
allir íslendingar höfðu hann níddan.
E>á var í lögum haft áíslandi, atyrkja
skyldi nm Dana konung níðvísu fyrir
nef hvert, er á var landinu. Bn sú var
gök til þess, at skip þat er íslenzkir
menn áttu, braut í Danmörk, en Danir
tóku fé alt, ok kölluðu vágrek, ok réð
fyrir því bryti konungs------------Har-
aldr konungr, bauð kunngum manni
at fara í hamförum til íslands, ok freista,
hvat hann kynni segja hánum. Sá fór
i hvalslíki. En er hann kom tillands-
ins, þá fór hann vestr fyrir norðan
landit. Hann sá at fjöll öll ok hólar
váru full af landvættum, sumt stórt ok
sumt smátt. En er hann kom fyrir
Vápnafjörð, þá fór hann inn fjörðinn
ok ætlaði á land at ganga; þá fór ofan
úr dalnum dreki mikill, ok fylgdu hou-
nm margir ormar, pöddur ok eðlur, ok
blésu eitri á hann; en hann lagðist á
brott ok vestur fyrir land, alt fyrir
Eyjafjörð. Fór hann inn eftir þeim
firði; þar fór móti honum fugl svá mik-
ill, at vængirnir tóku út fjöllin tveggja
vegna, ok fjöldi annara fugla, bæði stór-
ir ok smáir. Brott fór hann þaðan ok
vestr um landit ok svo suðr á Breiða-
fjörð, ok stefndi þar inn á fjörðinn; þar
fór móti honum griðungr mikill ok
óð á sæinn út ok tók at gella ógrliga;
fjöldi landvætta fylgdi hánum. Brott
fór hann þaðan ok suðr um Reykja-
nes ok vildi ganga upp á Vikarskeið.
Par kom á móti hánum bergrisi ok
hafði járnstaf í hendi ok bar höfuð hana
hæra en fjöllin, ok margir aðrir jötnar
með honum.“---------
Yður mun þykja eg hefja ræðu
mína með undarlegum hætti, en það er
þó eigi. Því að sannmæli er það sem
eitt skáJd Austmanna segir, að sú þjóð
er dauðadæmd, sem þekkir eigi sögu
sína1). Nú hef eg eigi tíma til að rekja
sögu vora alla og læt mér því nægja
að minna yður á það, að stórhugur
þeirra Broddhelga í Vopnaíirði, Eyjólfs
Valgerðarsonar í Eyjafirði, Þórðar Gellis
í Breiðaíirði og Þórodds goða í Ölfusi
fældi Danakonung frá herför hingað til
landsins. Hitt þarf eigi að minna á,
að Vopnafjarðardrekinn er nú engin ó-
vinahræða og að eigi mun Eyjafjarðar-
örnin draga svo mikinn súg á flugnum,
að erlendum ágangsseggjum gangist hug-
ur við, og að þeim mun eigi verða
felmt að heyra Breiðafjarðargriðunginn
gella, né standi ógn af þeim bergrisa
er nú veður fram flóann á móti þeim.
Landvættir eru horfnar til fjallanna,
eða þær hafa orðið úti í ódáðahrauni
liðinna alda. Þessvegna þora nú allir
óvinir að landinu og láta eins og hvalir
á hverjum firði.
Oss er því nú nauðugur einn kost-
ur að litast um og gæta þess, hvort
allar dísir muni nú dauðar. En er vér
hugsum það mál, þá er það auðsætt að
eigi er sfórhugur höfðingja vorra svo
vigbúinn, vængbreiður, hávær eðajárn-
varinn, að neinum standi ógn af hon-
um. Ef svo væri háttað skapi þeirra,
mundu þeir eigi tala svo margt um ó-
máttugleik þessarar þjóðar til sjálfstæð-
is, sem nú gera þeir, og eigi fagna yfir
því að erlendir menn reki þæratvinnu-
greinir hér, sem vér eigum einir að
reka, og reka erindi erlends valds með
hugdeigju sinni, skammsýni og geðleysi.
Og eigi mundu þeir þá gera þá verð-
lagsskrá yfir vonir vorar og hugsjónir,
sem nú hafa þeir, og telja þær minna
virði en stundarhagnað í orði — aðeins
í orði. En þótt það væri gott að þeir
hefðu þann stórhug er eg nefndi og
þótt það sé rauualegt, hve lítið þeir
hafa af honum, þá eru eigi allar dísir
dauðar enn, ef þorri þjóðarinnar vill sjá
rétt og hag sinn, skifta rétt milli von-
ar og ótta, og skilja að ekki eru aðrir
lærdómar betri en þessi: Sjálfur leið
þú sjálfan þig. Ef þorri manna vildi
gera það, þá væri þess meiri von að
hér risi upp þær landvættir, er bægðu
illhvelum frá ströndum vorum; þá verð-
ur þess meiri von, að móti erlendum
illvættum byggist stórhugur alþjóðar
sem dreki ógurlegur; þá eru þess góð-
ar vonir að íslenzkur drengskapur hafi
svo vítt vængjatak, að erlendar send-
ingar komist eigi inn á firði landsins,
eða inn í þær skorir í fylkingu vorri,
sem kapp og viðsjár valda, svo að þær
megi kljúfa afla vorn og drotna2) þá má
vænta þess að einurð landsmanna heimti
fullan rétt oss til handa, og kann þá svo
við að beraað hún gelli ógurlega; þá mun
drengilegur og karlmannlegur vilji þjóð-
arinnar ganga fram sem járnvarinn jöt-
unn, mun hafa sér til stuðnings járn-
staf mikinn, þar sem er óbilug trú lands-
manna á réttu máli og á sínum eigin
styrkleik og framtíð þessarar þjóðar.
Ef slíkar landvættir rísa upp hjá oss,
þá mun oss hlíða, en ef vér berum eigi
gæfu til þess, þá munu nú taldir frels-
is og frægðardagar þessarar þjóðar og
aldrei verða annað en endurminning,
sem nú er nær þúsund ára gömul. Enda
mun sú endurminning þá brátt gleym-
ast og heiður íslendinga hverfur af
jörðinni.
Af því mundi margt ilt stafa, en
eigi þori eg að lýsa því með inínum
eigin orðum. Þvi að þá muudu menn
eigi trúa mér, en segja má eg yður sýn,
sem bar fyrir uorskt skáld. Eru þess
þá meiri líkur að menn sjái, hvert horfir
ef erlendir menn segja.
Austmaðurinn segir svo frá : „Eg
sat fyrir skömmuhjá knnningja mínum
á hæð einni. F'ramundan okkur lá
fögur bygð og fagurlimaður skógur á
öllum vatnt-bökkum. Þá mælti ég:
„Hér er mönnum gott að una lífi sínu;
því að skógur þessi hefir gnótt auðs
handa öllurn." En svarið var þetta:
„Nei, Walle stórkaupmaður á allan
skóginn.“ En þá sá ég örn svífa yfir
og fiska vaka þar á öllum ám. „Þó
er hér gott að búa, fuglar eru í skógi
en fiskur í vötnum, svo að öllum má
vel endast“, svaraði ég. „Nei, Walle
á alla veiði í vatni og í viði . . .
Hér fór um bygðina danskur farand-
sali og keypti ósköpin öll af fornum
munum. Svo kom hann aftur með vör-
ur úr borginni og menn keyptu af hon-
um. Seinast kom hann með kænsku og
slægð og egndi fyrir menn með guðs-
orði og góðum loforðum og nær í skóg-
inn fyrir gjafverð. En þá blés hann
sig upp og ók í vagui um héraðið og
slettist skarnið af hjólunum á lands-
menn. Þenna maun kölluðum við bara
Hans, en sonur hans er „herra stórkaup-
maður Walle“. Hann gengu rum bæinn
Fandur í BárubúO 2. og 4.
fimtudagskveld 1 mánuði hverj.
kl. 9.
!) „eit folk som ei les soga, er forbaima“.
Anders Hovden, Solhúv,
s) Latneskur málsháttur segir „Divide et
impera“, þ. e. „deildu og drottnaðu“. Sbr.:
„Divide et impora — Danskurinn iilter, “
með háan hatt og sinnir lítið um eign-
ina nema að höggva skóginn til skemda,
svo að bráðum verður þetta fagra skóg-
arhérað auðn.“ Hann þagnaði og ég
spurði: „Á hverju lifir þá fólkið ef
það á ekki skóginn, því að hér er skóg-
ur en enginn plógur?“ „Á skuldum.
Þeir flana um skóginn í daglaunavinnu
og geta ekki unnið fyrir mat sínum,
kofinn þeirra steudur á erlenJri eign,
en þeir lifa í húsmensku og þrældómi.
Þeir mega fá ugganna af fiskinum og
bakið af fuglunum, en sultarkvíðans
flóabit kvelur þá.“
Slík verða forlög vor, ef vér berum
eigi gæfu til að vekja þær landvættir
til lífsins, sem fyrr nefndi eg. Því að
nú senda erlendir konungar eigi endr-
um og sinnum kunnuga menn í ham-
förum hingað, heldur er hór jafnan
krökt af allskonar kindum, er þröngva
vilja kosti vorum.
Þér munuð nú hugsa, sjómenn góðir,
að yður varði eigi meira um þetta en
aðra landsmenn og mun það vera rétt.
En alla landsmenn varðar þetta svo
miklu,að jafuan verður það fyrst að
nefna. Þó vil eg nú snúa máli míuu
til yðar og geri það af góðum og gild-
um ástæðum.
Sú er hin fyrsta, að stórhvelin er-
lendu ráðast fyrst að skipurn yðar og
svelgja í sig sjóinn undan þeim þang-
að til þau geta ekki fiotið, en siðan
munu þau hrekja landsmenn frá strönd-
unum. Fara þá íslendingar sömu fór-
ina, sem áður fóru landvættir þeirra,
fyrst til fjallanna, en krókna síðan í því
Odáðabrauni, sem vér leiðum yfir land-
ið ef vér skipurn eigi nýjum landvætt-
um til landvarnar.
Sú er önnur ástæða, að eg ann þessu
félagi vel þess sóma að standa frainar-
lega á vígvellinum og mundi helzt
kjósa að það yrði ilihvelum þessum
bana-bára.
Fyrst verður á yður leitað og þér
eigið einskis úrkosti annars en berjast.
— Er þessi barátta lík sjóferð að því,
að annaðhvort er að duga eða drepast.
Þess vegna treysti eg því, að þér látið
eigi þá þvættituggu glepja yður sýn,
að vér séum eigi færir um að vera
frjálsir menn. Yður mun ljóst, að sá
sem korninn er í sjóinn getur ekki val-
ið um. Hann verður að gera alt sér
til bjargar, hversu óvænlega sem áhorf-
ist. Svo er og þessu farið. Baráttan
er byrjuð, írelsið er ströndin. Henni
þarf að ná eða farast ella. Eða hald-
ið þér að atvinnugrein yðar sé borgið
ef þér ráðist á skip með erlendum auð-
félögum og verðið aldrei annað en há-
setar, — ef þér verðið hatðir til þess
að draga fiskinn og slægja, en erlendir
menn eta hann og eignast allan ágóð-
ann? Þá munduð þér öfunda þorskinn
á öngliuum, svo aumur yrði þá hagur
yðar. — Eða viljið þér treysta því, að
atvinna yðar eigi jafa óhult ból í inaga