Ingólfur - 01.12.1907, Page 3
INGOLFUR
391
f
Ámi Thorsteinssou landfógeti
andaðist á föstudagsmorguninn 29. f.
m., nær áttræður að aldri.,
Hann yar fæddur á Arnarstapa und-
ir Jökli 6. apríl 1828. Yar faðir hans
Bjarni amtmaður Thorsteinsson, bróður-
son séra Jóns Steingrímssonar prófasts
á Prestbakka á Síðu; var ætt þeirra
úr Skagaíirði og liggur ein rót hennar
til Jóns biskups Arasonar; en móðir
Árna var Þórunn dóttir Hannesar
biskups Finnssonar.
Árni varð stúdent við Reykjavíkur-
skóia 1847, tók próf ílögum við Hafnar-
háskóla 1854, varð sýslum. Snæfellinga
1856; landfógeti og bæjarfógeti 1861.
Síðar vóruembættin greind og gegndi
Árni þá landfógetaembættinu unz það
var lagt niðnr 1904. Hann var kon-
nngkjörinn alþingismaður á þingunum
1877—1903 og forseti efri deildar
1886, 1887, 1893—1903.
Hann var frábær reglumaður um all-
an embættisrekstur sinn, svo að því er
við brugðið. Á alþingi var hann mjög
réttlátur og sanngjarn í forsetastöríum
sínum, eu tók að öðru leyti lítinn þátt
í lagasetning og talinn nokkuð íhalds-
samur. Bn góðan þátt átti hann í
ýmsum nytsömum frainkvæmdum ,svo
sem stofnun fornleifafélagsins og spari-
sjóðs Reykjavíkur. Hann hafði mikinn
hug á búnaðarmálnm; ritaði hann grein-
ir af skynsamlegu viti um tiskveiðar
og nokkur atriði landbúnaðar. Hann
hafði mikið yndi af garðrækt og
ber garður hans þess ljósust merkin,
því að sá garður er efalaust fjölskrúð-
ugastur biettur og bezt ræktaður á ölla
íslandi.
Árni var hófsraaður um alla hluti,
óhlutdeilinn, staðfastur og trygglyadur.
Kona Árna var Sophía dóttir Hannes-
ar kaupm. Johnsena, Steingrimssonar
biskups, og vóru þau syskinabörn. Hún
lifir mann sinn. Börn þeirra eru á
lííi: Hannes lögfræðingur, Árni söng-
skáld og Þórnnn kona Franz Siemsens
f. sýslumanns.
Talnabandið.
Enskur konsúll „fyrir Færeyjar
og ísland.“
Dönum heiir lengi verið um það hug-
að að tengja sem fastast sarnan „hjá-
lönd“ sín og „nýlendur“ norður í höf-
um. Þeir hafa kostað kapps um að fela
lönd þessi í eiuu heildarhugtaki og
leitast við að venja sjálfa sig og aðra
á að skoða þau öll sem tökir eða perl-
ur á sama bandinu. Færeyjar-lsland-
Grænland er þeim hugðnæm halarófa
og sumir þeirra geta, af ásettu ráði,
ekki nefnt svo eitt þeirra, að þeir nefni
þau ekki öll. Br stórdaninn Daníel
Bruun þar fremstur í ílokki og hefii
hann hvað eftir annað leikið þetta bragð
frammi fyrir alheimi, t. d. á Parísar-
sýningunni, til þess að innræta ölluin
að þessi lönd væri öll sem eitt og hvert
sem annað*. Hefir þetta orðið landinu
að stórtjóni og stuðlað drjúgt að því,
að ýmsir útlendingar halda að hér búi
réttlausir skrælingjar, eins og á Græn-
landi.
Nú hefir enska stjórnin hallast á þennan
*) Samskonar hragöi beittu Þjóðverjar
Dani þegar þeir tóku upp nafnið „Slesvík-
Holstein11. Gerðu þeir þar með Suðurjótland
og Holstein að einu huglaki í meðvitundmanna,
létu svo eitt yíir hvorltveggja ganga og hrifs-
uðu baiði löndin uf Dönum í einum rykk.
meiðinn og slipað sama lconsúlinn yfir
Fœreyjar og Island.
Maður sá sem skipaður er hefir áð-
ur verið konsúll Breta í Færeyjum.
Þar hefir houum verið reist íbúðarhús
og þar verður aðalheimili hans framveg-
is, en nú er bætt við hann konsúlstörf-
unum fyrir Islaud. Er búist við að
hann fái einhvein hérlendan mann til
þess að annast störfin í fjarveru sinni.
En til Jiess er þó ekkert fé veitt og
fær starfsmaðurinn vegsemdina eina að
verkalaunum.
Hér hefir dönsku stjórninni eflaust
þótt hlaupa vel á snærið að geta lítils-
virt ísland í augum heimsins, því að
varla leikur vafl á því, að þetta tiltæki
er af hennar rótum runnið. Að minsta
kosti hefir hún lagt ljúft samþykki til
þess.
Það eru órjúfanlegar orsakir til þess,
að upptalning „hjálendnanna“ hlaut að
verða endaslepp í titli þessa nýja kon-
súls: „Færeyjar-ísland“ —því að Græn-
land er „lokað land“, þar sem enginn
ódanskur má stíga sínum fæti og ein-
okun danska ríkisins getur leikið sér í
kyrrþey að dauðateygjum þjóðarinnar
eins og fressköttur að feigri mús. —
Að öðrum kosti er ekki hætt við, að þá
perlu hefði vantað á bandið.
Óvíst er enn, hvort utanríkisráðgjaii
Dana heflr gert þetta með eindæmi sinu,
án þess að leita umsagnar ráðgjafa ís-
lands. En deig hefir þá enn verið ein-
urðareggin Hafsteins, ef hann hefir lát-
ið óskorið þetta innlimunarbandið.
Tiltækið er augljóst spor aftur á bak,
og miðar tii hnekkis virðingu og sjálf-
stæði lands vors. Er stjórnarráðmu
skyldast að ganga fram í því að fá þessu
breytt þegar í stað. Það ætti ekki að
vera ókleift.
Og enginn íslenzkur maður ætti
að styðja tilræði þetta með því gerast
undirtylla Færeyjakonsúlsins. Slíkt dáð-
leysi má engum uppi haldast.
Keykjasaudur.
f'sfimar hefir talsvert yerið unnið að
heftingu sandfoks á Reykjasandi á Skeið-
um; biefir þar verið. tekin til fyrirmynd-
ar aðferð Eyjólfs Guðmundssonar í
Hvamrni, sem svo *vel hefir gefist á
Landi. Skóggræðslumálastjórnin, Ryd-
er höfuðsmaður og Prytz prófessor, höfðu
að einhverju leyti hönd í bagga með
framkvæmd verksins, en kostað var
það af landssjóði, Búuaðarfélagi íslands,
sýslusjóði Árnessýslu og jarðarieganda.
Alls var unnið fyrir um 900 kr. Þar
af varið til grjótgarðahleðslu 385,40
og til timburgirðinga 531,27 kr. —
Lengd grjótgarðanna 700 faðrnar og
timburgirðinganna 415 faðmar. Faðm-
urinn í grjótgörðunum kostaði 55 aura
en í timburgirðingunni 1,28 kr.
Timdurgirðingarnar voru settar þar
sem erfitt var að ná í grjót. Þann
kost hafa þær fram yfir grjótgarðana
að þær má draga upp og hækka eftir
því sem að þeim berst sandurinn.
Fyrir þessu verki stóð Gunnlaugur
Kristmundsson, sem var við sand-
græðslunám erlendis.
(„Freyr“).
Jólabazar Þjóðólfs. Bróðir vor
Þjóðólfur er farinn að hafa til sýnis
gripi þá, sem eiga að vera til sölu á
jólabazar blaðsins. Fyrsti gripurinn
er kvarnastokkur, sem hringlar mjög
mikið í. Lætur mjög fagurlega í hon-
um og heyrist svo sem hann segi:
„Sál í mér la-la“. Stokkurinn heitir
„Jónasarvinur“.
Tímatal.
Tveim rímfróðum mönnum, öðrum í
„Ingólfi“ 12. tölublaði þ. á., og hiuum
í „Austurlandi“ 5. tölubl. s. á.. ber
ekki saman um íslenzkt tímatal og
rímtöflur. Muh ef til vill orsök þess
að þeir hafi ekki við hendina rit þau
við að styðjast til samanburðar, sem
til eru á íslenzku um tímatal og
viljum vér geta þeirra hér: Rím:
Hólum 1671. Rím Þórðar biskups: Skálh.
1692. (gamlaatíl). Lesrím Jóns bisk-
ups Árnasonar: Hól. 1707. Fingrarím
hans: Kmn. 1739 (og síðar) — Lesrím
Odds læknis Hjaltalíns: Beitistöðum
1817 (um tunglkomur), og B. Gunn-
laugssonar: „Nokkrar einfaldar reglur
til að útreikna tunglsins gang“,: Viðey
1828. Eftir ritum þessum mætti all-
mikið fara.
Um páskakomu væri fróðlegt að vita,
hvort þá bæri upp á þessi ár: 1954,
2049, 2076, 2106, 2201 og 2297?
jRrib.
Erlend símskeyti
til Ingólfs frá K. £.
Khöfn. 2ð/u kl. 41°. e. h.
Látinn er norskur leikari, Henrik
Klausen (63 ára gamall).
Þýzka stjórnin hefur lagt fyrir rík-
isþingið lagafrumvarp um félög og sam-
komur, en samkvæmt þeim á þýzk tunga
.að talast við almennar samkomur. Yfir-
völdin geta þó veitt undanþágu frá
þessu. [Hér er að líkindum átt við for-
réttindi þýzkunnar i hinum pólsku
löndum Prússa].
Ástandið í Portúgal heldur áfram að
vera athugavert. Lýðveldissinnaflokkur-
inn eykst veruiega.
Við jarðskjálftann í Karatag (í Buch-
ara) fórust 4000 manna, en 200 varð
bjargað.
Hraðlest milli Barcelóna og Velenzía
(á Spáni) féll í gær niður af brú yfir
Canesfljótið. Fundist hafa 20 lík og 80
særðra manna.
Ríkisþingsmennirnir, er tóku þátt í
íslandsförinni, halda Hafstein ráðherra
veizlu í kvöld.
Prússneska stjórnin hefir lagt fyrir
þingið (landdaginn) frumvarp, er heirn-
ilar stjórninni að taka pólskar landeign-
ir eignarnámi í þarfir þjóðarinnar.
Paulsen kaupmaður í Sandved á Sjá-
landi hefir verið tekinn fastur fyrir víx-
ilfalsanir að upphæð 400,000 krónur.
Til Þorsteius Erliugssouar.
Hirðmenn sköju’ út hneykslið það
að lieyrðist konungs-drápan þin —
Gott! þér kom í kollinn að
kasta perluni fyrir svín.
7. okt. 1907.
Steplian Q. Stepliansson.
KartöfLur
“VíxiToor
nýkomið í verslun
Kristins Magnússonar.
Tálssími 17.
Nýtt lierfi. Sigurður Sigurðsson
búfr. pantaði í sumar sléttunarherfi fyrir
Guðmund Sigurðsson plægingarmann í
Garðsauka, og skrif'ar hann nú Sigurði
um herflð á þessa leið:
„Nú er ég búinn að reyna herfið.
Vafalaust heíir ekki komið öllu betra
herfi hér til* lands, sem hfier það ætl-
unarverk að rífa heila og ófúna strengi
niður í smælki og mjúka mold. Auk
þess hefir það aðra kosti fram yfir
önnur heríi, t. d. gengur aldrei úr
skorðum, það má draga það yfir gróna
jörð án þess að hún rispist, létta það
og þyngja eftir vild, o. s. frv. Þá er
það mikisvert, hve fyrirhafnarlítið er
að taka það í sundur þegar þarf að
fiytja það milli bæja, og að það er
hættulaust í flutningi þar sem tindarn-
ir leggjast flatir niður. Herfið er
rammsterkt og stórvirkt11.
Þetta herfi kostar 70 kr. í innkaupi,
og fæst hjá Audrew Hallingwort í
Kristjaníu.
(,,Freyr“).
Græöir.
Samkvæmt ákvörðun
stofnfundar, verður fundur
haldinn í fiskveiðafélaginu
Græðir miðvikudaginn 11.
des. kl. 6 e. rn í Bárubúð.
Áríðandi að aliir féiags-
menn mæti, þar á íundinum
verður ákveðið um starf fé-
lagsins n. ár ásamt fi.
Stjórnin.
með
cemi týnd á göt-
uin hæjarins.
Skilist í Félagsprentsmiðjuna.
sem haldið vautaði á, týndist á leiðinni
frá Söluturninum til bæjarbryggjunn-
ar fyrra laugardag. Silfurhólkur var
á stafnum og í hann var grafið
nafn eiganda.Finnandier beðinn að skila
stafnum til ritstjóra Ingólfs og taka
við fundarlaunum.
i — a neröorsi tii íeigu
á Laufásvegi 17. fyrir einhleypa menn.
Carl F, Bartels
ú.rara.löm*
Laugavegi 5, Talsimi 137
Hefir mikið úrval af allskonar úrum
og klukkum, úrkeðjum karla og kvenna-
armböndum, armhringum o. fl.
Munið að kaupa úrin með Fálka-
merkinu.
Kæfubelgur.
Sá sem skilið hefir eftir kæfubelg
við bæjardyr mínar s. 1. sumar, vitji
hans hið bráðasta, ella verður farið
með hann sem óskilafé.
Hábæ við Grettisgötu
Þórður Þórðarson.