Ingólfur - 11.08.1910, Qupperneq 3
INGOLFUR
127
Finnland stenztl þó stjórnin særi.
— Strádráp eina færið væri —
Heimak er illra heilla glíma
Háð um beggia kvala-tíma!
Enn mun þungu þræla-bandi
Þoka af hönd sá manndóms-andi,
Sem hefir unnið, eljan-sterkur,
Átu-fen og villimerkur.
S-te-pfva-n. §. Stepfianaaon.
[Úr Breiðabliknm.]
Réttu þeim næsta!
í 49. tbl. „ísaf.“ þ. á. kennir Á. Jóh.
í dæmieögum og líkingúm, sem eigaað
sanns það, hversu mjög áfengisnautn
einstaklingsina komi öðrum við. j Yér
höfum aldrei neitað því, að að unt sé
að setja hana í orsakasamband við aðra
hluti, eins og allt annað. En Á. Jóh.
og bræður hans virðast stöðugt gleyma
tvennu: Því fyrst, að ölvaðir menn
eru látnir bera ábyrgð gerða sinna, al-
veg eins og aðrir, og því öðru, að allir
hlutir geta að illu orðið ef orsakasam-
bandið er þannig rakið.
Hvernig lízt þeim t. d. á þetta:
Maður „falsaði víxla, 125 kr., 100
kr., 65 kr., 40 kr., 60 kr., 30 kr. =
420 kr. —
Peningunum kveðst hann aðallega
hafa eytt á kveldskemtunum templara
i vetur fyrir inngang þar, kaffi og aðra
drykki handa sjálfum sér og öðrurn0.
Vilja þeir nú láta gefa reglunni sök
á þessu og því um líku?
Þéssi saga er þó ekki nein dæmi-
saga. Hún er sönn, og það verða ein-
hver ráð til þess, að ættfæra hana, ef
til þarf. Og þótt reglan eigi vonandi
fáa slíka, þá er þó vissara fyrir Á. Jóh.
og aðra að fara varlega á dæmisögu-
brautinní.
Bananas
í
Söluturninum.
Norskir „gaukaru.
Norska blaðið „Ugens Nyt“ frá 9.
apr. þ. á. flytur fréttagrein af Þela-
mörk upp eftir „Fremtiden". Þar má
sjá eitt af mörgum dæmum þess, hvernig
„ofstjórnin “ gefst, og hvað mönnum
getur dottið í hug, til þess að komast
í kring um ófrjálsleg lög.
Þarna er auðvitað að eins söktbann,
en þó eru lögin brotin svo freklega, að
margir hafa það fyrir atvinnu, aðselja
vín í stórum stýl. Þeir eru kallaðir
„stórgaukar“, og koma hvergi nærri
sjálfir. „Smágaukar" heita svo hinir,
sem kaupa af þeim og selja öðrum.
Þeir nást stundum, en segja aldrei til
stórgauksins. Störgaukurinn hefir allt
af nóga smágauka, stundum 10—15,
því að þetta borgar sig, þegar brenni-
vínsflaskan er seld á 4 kr. og „Sprit“
á 8 kr.
Stundum er þessi verzlun rekin svo
að segja á almannafæri, en stundum
er það látið berast út meðal drykk-
felldra manna, að einhver ákveðinn steinn
eða furustofn úti í skógi sé þeirrar
náttúrn(I), að séu lagðar á hann 4 eða
8 kr. og gengið svo úr augsýn. þá
verði þær horfnar eftir fjórðung stund-
ar, en komin í staðinn ein fiaska af
br.víni, eða „spritti". Þetta er svo
reynt og bregzt aldrei. En ef ekki er
gengið nógu langt ;frá, verða engin
býtti.
„Þetta er versta ástand, sem hugsan-
legt er,“ segir heimildarmaður. „Það
er ekki nóg með það, að menn drekka
eins og svín, heldur verða þeir að
bófum á þessu — bæði þeir sem kaupa
og þeir sem selja. Þessi leyndardóms-
fulla sala er einkennilega ginnandi.
Jafnvel bindindismenn játa að það væri
langt um betra, að kaupa vín í sam-
lögum“.
„Þarna þyrfti aðflutningsbann“, munu
Templarar segja. En þeir hafa sjálfir
sagt á öðrum stað um bannlögin okkar:
„ Jú, auðvitað verða lögin brotin. . .“ —
Ójá, ætli það ekki? Og það er geðs-
leg tilhugsun! Þeir mega hlakka til
þess, að sjá árangur iðju sinnar.
Bæjarfréttir,
Þrumuveður.
Á föstudagskvöldið gerði hér þrumu-
veður meira en menn þykjast vita dæmi
til um langan aldur. Eldingarnar voru
svo tíðar, að enmir kváðust hafa talið
undir 100 íkveikjur á liðugum klukku-
tíma (um miðnættið), en ekki ber
mönuum saman um þær tölur. Elding-
arnar voru flestar í vestri að sjá út yfir
flóann og margar afarfagrar.
„Yesta“
kom á þriðjud. frá útlöndum. Meðal
farþega: Bjarni Jónsson viðskiftaráðu-
nautur, Guðmundur Finnbogason heim-
apekingur, Jón Krabbe skrifstofustjóri
o. fi., helzt enskir ferðamenn.
íslandssundið.
Það verður háð á sunnudaginn kem-
ur, eins og áður hefir verið getið, suð-
ur við sundskála; hefst kl. 11. Vand-
kvæði þóttu á undir- og útbúningi öll-
um síðast, og hafa nú íþróttamennirnir
lofað að bæta úr því, og skuli nú allt
verða sem fullkomnast.
Landlæknir
sigldi til hafnar þ. 7. þ. m. með
„Ceres"; ætlar að kynna sér nýustu
aðferðir við sóttvarnir og sótthreinsun.
Sæm. læknir Bjarnhéðinsson gegnir
störfum hans á meðan.
Héðan og handan.
„Lögrétta"
segir það „sannfrétt" í gær, að ráð-
herra hafi í hyggju að fresta þingi
þangað til í maí næsta vor. Væntan-
lega lætur stjórnin nú til sín heyra um
það, hvað satt er í þessu.
Hún þarf lika að fara að láta til
sín heyra um fleira t. d. það, hverja
stefnu hún ætlar að taka í skattamál-
unum. Mörgum mun þykja óviðurkvæmí-
legt að þegja þau fram af sér allt til
þings.
Eimreiðin.
3. hefti þ. árs er nýkomið út. í
því eru þesssr ritgerðir:
Ólafnr Friðriksson: Um fjárhag vorn
og framtíð, Sigurður Jónsson: í önn-
um dagaina (3 kvæði), Guðm. G- Bárð-
arson: Loftsiglingar og fluglist n (með
myndum), Halldór Hermannsson: Vín
og vínbann,* Þorv. Thoroddsen: Vís-
indalegar nýjungar og stefnubreytingar
nútímans, Gunnar Gunnarsson: Fimm
kvæði og svo ritsjá og íalenzk hring-
sjá eftir ritstjórann, V. G.
igúst Bjarnason
meistari hefir nú lokið svari sínu
gegn bannfirrum Halldórs Jónssonar í
„Lögréttu", og hefir hann malað Hall-
dór mjölinu smærra, svo sem að líkind-
um lét. Því miður voru greinar herra
Á. B. svo langar, og líks efnis þvi, er
áður hefir staðið í „Ingólfi“, að hann
sá sér eigi fært, rúmsins vegna að taka
þær upp eftir „Lögréttu“, en benda
vill hann lesendum sínum á þær, ef
þeir vilja sjá rökfærslu bannmanna
tætta sundur alvarlega.
„(rjallarhorn“.
Fyrsta tölublaðið er komið hingað.
Blaðið saknar fr.varps millilandanefnd-
arinnar og leggst á móti núverandi
stjórn. Lítið annað er á þvi að sjá.
Þeir kaupendur Jngélfs4
sem skulda fyrir blaðið eru vinsamlega
beðnir að greiða skuldir sinar hið fyrsta.
Kaupendur Jngólfs',
sem eigi fá blaðið með skilum, eru
vinsamlegast beðnir að gjöra afgreiðsl-
unni aðvart um það.
Félagsprentsmiðjan.
* Merkisritgerð, sem siðar mun verða
nánar getið bér i blaðinu. Ritstj.
14
hann. Auk þess var hann þjóðlega sinnað þingmannsefni í Vieilles-
Haudriettes-kjördæminu.
Hann hélt áfram:
„Nei, það sé langt frá mér, að gera lítið úr hinum óeigingjörnu,
mikilsverðu gagnsemdarverkum, sem lögreglumennirnir vinna dag
hvern fyrir mannval það, sem hér er samankomið í Parísarborg. Og
aldrei mundi ég, herrar mínir, hafa látið mér detta í hug að taka að
mér að verja Crainquebille, ef ég hefði ímyndað mér að hann hefði
smánað gamlan hermann. Það er borið á skjólstæðing minn, að
hann hafi sagt: „Niður með kýrnar!“ Það er fullgreinilegt, hvað þessi
orð þýða. Ef leitað er í orðabók yfir götumálið, þá stendur þar svo:
„Kýr, táknar mann í þjónustu lögreglunnar; Gripomenus-.“ „Niður
með kýrnar,“ er talsháttur í vissum hluta þjóðfélagsins. En nú er
þetta mergurinn málsins: Hvernig hefir Crainquebille sagt þetta?
Og hefir hann í raun og veru sagt það? Um það hlýt ég að efast
með leyfi yðar, herrar mínir.
Ég gruna alls ekki Matra lögregluþjón um það, að hann tali á
móti betri vitund. En, eins og ég hefi sagt, á hann örðugt starf.
Hann er oft þreyttur, ofreyndur, úttaugaður. Þegar svo stendur á,
má vera að á hann sæki nokkurs konar ofheyrnir. Og þegar hann
ætlar nú að segja yður herrar minir, að Dr. David Matthieu, riddari
heiðursfylkingarinnar, yfirlæknir við Ambroise-Paré-spítalann, mikil-
hæfur vísindamaður og í helztu manna röð, hafi hrópað: „Niður með
kýrnarl", ja, verðum vér vissulega að játa að Matra þjáist af mein-
lokum, eða, ef svo frekt mætti að orði kveða, af ofsókna-æði.
Og jafnvel þótt Crainquebille hefði hrópað „Niður með kýrnar,“
þá yrði og að rannsaka það, hvort þessi orð væru nokkur meiðyrði
i hans munni. Crainquebille er lausaleiksbarn drykkfeldrar sölukerl-
ingar, og spilltur af víni allt frá fæðingunni Eins og þér sjáið, er
hann nú farinn og fáviti af 60 ára hundalífi. Ég veit að þér munið
fallast á það, herrar mínir, að hann sé ekki sakhæfur.“
11
„Ja, hvernig skyldu þeir nú hafa það með vagninn minn?“
Á þriðja degi kom málflutningsmaður hans, herra Lemerle, til
hans, einhver yngsti maður í lögmannsstétt í Parísarborg, formaður
undirdeildar einnar í Frakklandssambandinu.
Crainquebille reyndi að skýra honum frá málavöxtum, en það
tókst ekki alls kostar vel, því að hann var óvanur að tala í samhengi.
Má vera að hann hefði þó getað bjargað sér með dálítilli hjálp. En
lögmaðurinn hristi höfuðið tortryggnislega við öllu, sem hann sagði,
fletti skjölum sinum og tautaði:
„Hm, hm! Þetta er ekki nefnt á nafn í málsskjölunum.“
„Yðar vegna,“ sagði hann að lokum og strauk ljósleita yfirskeggið,
„væri það ef til vill ráðlegast að meðganga. Ég fyrir mitt leyti verð
að álíta, að leiðin, sem þér hafið valið, sem sé að þræta nái alls eigi
tilganginum.“
Upp frá því vildi Crainquebille gjarna að hann hefði meðgengið,
ef hann einungis hefði vitað hvað það var, sem hann átti að með-
ganga.
IU.
Bourriche dómstjóri var fullar sex mínútur að yfirheyra Crainque-
bille. Yfirheyrslan mundi hafa skýrt málið betur, ef hinn ákærði
hefði svarað spurningunum, sem fyrir hann voru lagðar. En Crainque-
bille var ekki æfður í mælskulist, og svo varð hann alveg mállaus af
lotningu og ótta, frammi fyrir slíkum höfðingjunv Hann sagði því
ekki neitt. Dómsljórinn bjó sjálfur til svörin, og með þeim var hann
alveg ruddur. Ályktunarorðin voru þessi:
„Þér játið þá að þér sögðuð: „Niður með kýrnar!“
„Já, ég sagði „Niður með kýrnar“, af því að lögregluþjónninn
sagði „Niður með kýrnar“. Þá sagS ég „Niður með kýrnar“.“