Ingólfur


Ingólfur - 05.01.1911, Blaðsíða 4

Ingólfur - 05.01.1911, Blaðsíða 4
4 INöOLFTTR D. D. P. A. W. Verð á olíu er í dag: 8 og 10 potta brúsar 16 aura pr. pott „Sólskær Standard Whitea. 8 — 10— — 17 — — — „Pennsylvansk Standard White“. 8 — 10 — — 19 — — — „Pennsy 1 vansk Water White". 1 eyri ódýrarl pottarinn í 40 potta brúsum. Brúsarnir léöir sliiftavimim ók.eypis. Menn eru beðnir að gæta þess, að á brúsanum sé vörumerki vort bæði á hliðunum og tappanum. Ef þíö viljið fá góða olíu, þá biðjið um þessi merki hjá. kaupmönnum ykkar. Allir andbanningar og aðrir, sem hafa vín um hönd og sem þekkja gœði vinanna hjá J. P. T. Brydes-verslun og vita hversu ódýrt verzlunin selur þau, láta sér ekki detta í hug að kaupa þau annarsstaðar. Yður, sem ekki enn hafa reynt þau, viljum vér aðeins benda á að vínin eru frá verslunarhúsinu Kjær & Sommerfeldt 1 Kaupmannahöfn. sem eru konungl. hirðsalar. Geta betri meðmæli átt sér stað? Gerið þvi vínkaup yðar við «T. JE3. “1“. JbSrydes—verslun því vínin þar eru holl — góð — ódýr — og ósvikin. Pantið sjálflp vefnaðarvöru yðap beina leið frá verksmiðjunni. Mikill sparnaður. Allir geta fengið sent burðargjaldslaust gegn eftirkröfu 4 HltP. af 130 Ctm. "|33C,©1Ö'UL svörtu, bláu, brúnu, grænu eða gráu vel lituðu klæðí úr fallegri ull í prýðilegan og haldgóðan sparikjól, eða sjaldhafnar- fot fyrlr einar 10 ls.r. — i mtr. á 2,50. Eða 3’/4 mtr. af 133 ctm toreiöu svörtu, dimmbláu eða gráleitu nýtýzku-fataefni í haldgóðan og fallegan karlmannafatnað fyrlr eÍUar 14 K r. 50 aU Ef vörurnar líka ekki verður tekið við þeim aftur. Aarhus Klædeveveri, Aarhus, Danmark. dressel;huys vindlar eru beztir. — Ódýrast tóbak. — Bjól pundið kr. 2,50. AUSTURSTRÆTI 10, J. J. Líimtoortson. Frá Landsímanum. Laudsímastöðiu í Keflavík verður lokuð frá Vi 1911. Reykjavík 81/1S 1910. Eggert Claessen yfirréttarmálaflutningsmaður Pósthústsræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5 Talsími 16. ,E1 Charanco‘ í Tóbaksverzlun R. P. i.evf, Austurstræti 4. F élagsprentsmið jan. 26 þegar einhver þeirra hafði orðið fyrir tré, sem fallið hafði um koll, eða villidýr sært þá. Ella var Gisborne einn síns liðs. Að vorinu bættist skóginum lítið af nýju laufi, var hann þur og sást ekki að vorið hefði nein áhrif á hann fyr en rigningin kom. Að eins heyrðist i næturmyrkrunum nokkru fleiri öskur og óp. Hann heyrði hávaðann af vanalegu slagsmáli milli tígrisdýranna, öskur hinna drambsömu hafra eða hið sífelda nagg, þar sem gamall villi- göltur hvesti höggtennur sínar á trébol. Þá lagði Gisborne bissu sína frá sér. Hann notaði hana auk þess eigi oft, þvi honum fanst það synd að drepa. I hinum óttalegu sumarhitum í maí, ‘þegar skóg- urinn titraði í hinu heita gufulofti, gætti Gisborne nákvæmlega að hinum minsta reykjarmekki, sem kynni að segja til skógarbruna. Þá kom regntíminn þjótandi, skógurinn hvarf honum sjónum i molluþok- unni og þungir dropar ‘buldu á hinum breiðu blöðum alla nóttina, niður rennandi vatnsins'og hávaðinn, þá er brast í grænum greinum, sveigðum af vindinum, ogeldingarnar mynduðuallskonar myndirá himnin- um bak við hið þétta blaðskrúð, þangað til sólin kom aftur fram og skógurinn stóð í hitanum og rauk upp af honum undir hinum heiðskýra himni. Því- næst fékk hitinn og hinn þurri kuldi, er þar fór á eftir, tréin til þess að fölna og taka á sig gulbrúnan lit. Þannig kyntist Gisborne skógi sínum og var mjög hamingjusamur. Kaup hans var honum borgað reglulega á hverjum mánuði, en hann þurfti mjög lítið á peningum að halda. Seðlahrúgan óx í handraðanum, þar sem hann geymdi bréf sem hann fékk heimanað, og þegar hann greip til einhvers af þeim, var það einungis til þess að kaupa eitthvað fyrir þá frá grasgarðinum í Kalkútta eða til þess að borga einhverri skógvarðarekkjunni styrk, sem hin indverska stjórn mundi aldrei hafa fallist á. Gott var að fá kaup sitt, en hefnd var einnig nauðsynleg og hann hefndi sín þegar hann gat. Kveld eitt, er honum varð mjög minnisstætt, kom sendiboði gapandi og lafmóður, til þess að segja honum frá að skógvörður nokkur hefði fundist dauður á bökkum 27 Kanyefljótsins og var annar helmingur höfuðsins molaður eins og hefði það verið eggjaskurn. í býtingu fór Gisborne að leita að morð- ingjanum. Það eru einungis ferðamenn og einstaka sinnum ungir fyrirliðar úr hernum, sem verða nafnfrægir af veiðiafrekum sínum. Skógarverðir framkvæma shikar (veiðiskap) sinn eins og part af dagsverki sínu og enginn fær vitneskju af því. Gisborne fór gang- andi á vetvanginn. Þar var ekkjan veinandi hjá líkinu, sem lá á börum og tveir eða þrír menn voru að skoða fótaförin í hinni röku mold. „Þetta er „Rauður", sagði einn þeirra, „ég vissi að hann myndi fara að drepa menn fyr eða síðar en áreiðanlega eru nóg villidýr jafnvel handa honum. Þetta hefir hann gert af eintómri illgirni." „Rauður hefir bæli sitt milli klettanna á bak við saí-tréin“ sagði Gisborne,; hann þekkti hið grunaða tígrisdýr. „Ekki lengur, sahib, ekki lengur, hann reikar sjálfsagt freyðandi af ílsku til og frá. Minnist að hið fyrsta morð tígrisdýrs er ætíð þrefalt morð. Ef til vill er hann hér á næstu grösum meðan vér tölum þetta. „Kanske hann hafi farið til næsta kofa“ sagði annar, „hann er ekki svo langt héðan. Wallah! hver er þetta?“ Gisborne sneri sér við eins og hinir. Maður kom gang- andi meðfram hinum þurra fljótsfarvegi. Hann var hakinn að öðru en mittisskýlu, en hafði á höfði sér blómsveig úr hnappsettum blóm- um. Svo litið heyrðist til hans þegar hann gekk á mölinni, að jafn- vel Gisborne, sem vanur var hljóðlausum gangi indverskra veiðimanna, undraðist. „Tígrisdýrið, sem drap þennan mann“, mælti hann án þess að heilsa, „hefir farið til þess að drekka og nú liggur það og sefur undir klettunum hinum megin við hæðina þarna.“ Rödd hans var skýr og hvell, alt öðruvísi en hið vanalega væl hinna innfæddu og þegar hann lyfti höfðinu i sólskininu, þá leit ásjóna hans út, sem væri það engill, sem villst hafði í skóginum.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.