Ingólfur


Ingólfur - 05.01.1911, Blaðsíða 2

Ingólfur - 05.01.1911, Blaðsíða 2
2 INGÓLFUR Carlsberg -æ* Lageröl — Pilsner — Porter Carlsberg Lys Mork Skattefri næsta fund; á þeim fnndi voru við- staddir þeir Þórhallur biskap og Jón Jensson yfird. Þeir lýstu því báðir yfir á fundinum, að þeir hefðu ekkert út á þá menn að aetja sem Stúdentafélagið hafði koiið, en þeim þætti aðeins að- gerðir Stúdentafélagains óviðurkvæmi- legar. Á hinn bóginn teldu þeir víat að öll nefndin mundi geta gengið að því, að forsetar alþingis gengju inn í nefndina, eða jafnvel að þingmenn meiri hlutans kysu aðra 4 menn úr sínum flokki í nefndina. auk hinna fjögra. Bftir miklar umræður var það loksins samþykt á fundinum að félagið óskaði þess, að meiri hluta flokkurinn á þingi skyldi kjósa 4 menn í nefndina til við- bótar við hina. E»að var gert, og hlutu kosningu: Bjarni Jónsson frá Vogi, Björn Kristjánsson bankastj., Ari Jóns- son alþm., og Ólafur Ólafsson fríkirkju- prestur. Nú var þá loksins jafnvægi komið á í nefndinni, og þau firn orðin, að flokk- arnir höfðu komið sér saman. En nefndin lét ekki hér staðar numið, heldur sneri hún sér til forseta alþingis og bað þá að taka sæti í nefndinni; og hún sneri sér ennfremur til formanns Kaupmannafélagsins, forseta Búnaðar- félagsins, form. Ungmennafélaga íslands, skipstjórafélagsins „Aldan", Iðnaðar- mann afélagsins, verkmannafélagsins „Dagsbrún“ og forseta Bókmenntafé- lagsins, og eru nú állir þessir menn í nefndinni. En Stúdentafélagið, sem átti upptökin að því að nefndin komst á laggirnar og að byrjað var að hugsa uai minnis- varðamálið nú, hefir ekki þótt þess virði að forseti þess væri kvaddur í nefndina, eða að kosiun yrði maður úr þess hóp til að eiga þar sæti. Það er ekki auð- velt að segja hver ástæða er til þess, að nefndinni hefir þótt sæma að ganga fram hjá einu af helstu félögum bæjar- ins, sérstaklega þegar þess er gætt að meiri hluti hinna upphaflegu nefndar- manna munu vera félagar í Stúdenta- félaginu, og félagið auk þess sjálfkjörið, allra hluta vegna, til að eiga mann í nefndinni. En félagið mun þó eflaust meta mest heppileg úrslit þessa máls. Það var Stúdentafélagið sem bestann þátt átti í því að jafnvægi komst á nefndina og að flokkarnir féllust í faðma, og það mun vafalaust líka telja sér skylt að forðast nú að kveikja í tundrinu og eyðiieggja þannig vinnu sína. Argos. Raddir úr heimi vísindanna. Ef nokkrir hafa lesið bækling land- læknis Guðm. Björnssonar um skaðsemi áfengis, munu þeir hafa rekið augun í að á kápunni eru prentaðir ýmsir ritn- ingarstaðir úr guðspjöllum bannpostula og annara heilagra manna, líkt og vottorð um undursamlegan bata á margra ára kveisu eru prentuð á kápunni á Bramabókunum, eða vitnisburðirnir um undursamlega sáluhjálp eru prentaðir í Herópinu. Landlækninum mun hafa þót tryggi- legra að geta borið fleiri menn fyrir ýmsum þeim kenningum, sem bæklingur- inn flytur og skulum vér ekki lá hon- um það, ef þær eru margar jafn áreið- anlegar og kenningin um brennivíns- bakteríuna; reyndar minnast Brama- bókarvottorðin á kápunni ekkert á skepnu þessa, þar er Guðmundnr Björns- son einn um hituna. En ef landlæknirinn skyldi einhvern- tíma hér eftir finna hvöt hjá sér til að gefa út samskonar „Brama-Lífs-EIexír- bók“, vildi Ingólfur gjarnan mega leggja sinu skerf til vottorðanna, og vonum vér fastlega að iandlæknirinn smái hann ekki. Hér setjum vér nú til að byrja með tvö vottorð, ef til vill koma fleiri seinna. Dr. med. Wilh. Sternberg segir í Die Alkoholfrage, Leipzig 1909, bls. 73: Nach alledem musz man zu dem Schlusz gelangen: Je fanatischer die Lehre der absoluten Abstinenz gepredigt wird, desto sicherer kann man annehmen, dasz ihre Apostel nichts verstehen. (Á íslensku: Eftir þessu hljóta meni að komast að þeirri niðurstöðu: að með því meira ofstæki sem kenningin um algert bindindi er prédikuð, með því meiri vissu geta menn ályktað að post- ular hennar eru gersamlega skilnings- lausir). Og Próf. Alf. Torp segir í Samtiden, 9. h. 1910, Nogle tidsbetragtninger: Avholdssaken utvikler sig her med en fanatisme og en tranghet, som tyder paa, at dens ledere er helt blottet for videnskabelig syn og tænkesæt. Idet den sigter mot den enkeltes umyndig- garelse og sætter forbud og ,Tvang i stedet for viljens opovelse tÆ selvbe- herskelse, blir den likefrem en Kultur- fare. (Á íslensku: Bindindismálinu þokar hér áfram með slíku ofstæki og þröng- sýni, er bendir til þess, að forvígismenn þess séu gersneyddir vísindalegum skoð- unar- og hugsunarhætti. Með því að takmark þess er að gera einstaklinginn ómyndugann og það setur þvingun og bann í stað þes* að stæla viljann til stjórnar á sjálfum sér, verður það menn- ingunni blátt áfram hætta). Vér vonumst nú til að oss veitist sú ánægja að sjá þessa tvo vitnisburði í vottorðasafninu á kápunni á næita bann- bæklingi landlæknising. Gætu þá þessi tvö vottorð komið í staðinn fyrir mynd af höfuudinum. Ingiraundur skýrir frá mannvirkinu mikla. Frá aldaöðli hefir vinaþjóðunum ís- lendingum og Dönum leikið mikill hugur á því að komast sem allra næstir hvorir öðrum og langað til að brúa þetta mikla djúp sem náttúran hefir verið svo hlá- leg að síaðfesta á milli þeirra. En djúpir eru íslands álar og seint hefir brúarsmíðin gengið. Sá er fyrstur gerði verulega gang- skör að því var Kristján konungur vor IX — hásællrar minningar. Hann byrjaði á brúuni Dana megin og lagði í hana töluvert af pappír og kallaði stjórnarskrá. Líka lagði hann í hana þá Goos, Rump og Nellemann en það var nú minna, Því miður dó Kristjðn löngu seinna og var graflnn. Yar þetta hinn mesti hnekkir — sérstaklega fyrir familíuna — en þó var bót í máli að Friðrik var eftir. Hann vann að brúnni af mesta kappi — lagði í hana bæði; fínustu middaga, dýrindis vín og sand af geð- ugustu skálræðum — að ógleymdu dinglum danglinu góða, sem er öllum þeim minnisstætt, sem ekki fengu það. Hann togaði alþingismennina okkar út yfir pollinn og gerði þá að undir- smiðum, en að yfirsmið gerði hann Hafstein, sem svo aftur togaði hann hingað og lagði hann sjálfan í brúna. Og nú er Friðrik úr sögunni. En Hannes vann sleitulaust að brúnni í mörg ár og lagði í hana bæði fossa- hljóminn, himinblámann og heiðjökla- hringinn auk fyrirgefning syndanna og misskilninginn sem aldrei framar átti að vera, og þegar þetta var ekki nóg þá bætti hann við kláru kampavíni, íslensku stúlkunum og iöngum útreiðar- túrum og settist svo niður að Ioknu verki og orkti brúardrápuna. En enginn þorði þó ennþá að ganga brúna, því hún var líkust fögrum regn- hoga af allri vætunni, sem í hana hafði verið látin. En þá kom Björn. Hann lagði í hana annað og mun haldbetra. Hann lagði í hana lof um Dani og smjaður, sem jafnvel þeim þótti nógu sterkt og hann lagði í hana stoðir úr kröftugustu afneitunum sem ekkert var tálgað af, hann tvinnaði saman blekk- ingarvef Heimastjórnarmanna og í»a- foldar-ósannindum og tengdi með því allt saman af hinni mestu list. Eu brúarstrengirnir sem voru einsog mjúkasta silki, voru allir úr ósvikinni íslenskri Dana ást, sem hann snrapart hafði fuudið og sumpart sjálfur búið til og sem var svo smágerð að enginn nokkurntíma hafði séð hana eða vissi af að hún var til. Mest vann hann að smíðinni í Höfn og nú um dagiun rak hann smiðshöggið á brúna í Skræiingjafélaginu. DaDÍr eru stórhrifnir og þeir hafa áformað að brúarsmiðnum sjálfum skuli veitast sú æra að ganga hana fyrstur manna. Hann ætlar að prófa hana síðast í janúar þegar hann kemur heim á þing. -----En þó hann láti ekki á miklu bera, Björn gamli, í því efni þá er mér samt sagt að hann sé ekki allskostar rólegur á kvöldin í rúminu sínn þegar hann hugsar til þess ferðalags. Því setjum nú svo að einhver Heima- stjórnar-blekkingar-vefurinn bilaði. Eða einhver ísafoldar-ósannindin væru ekki nógu kröftug. Eða jafnvel Dana-ástin reyndist of vatnsborin? Þá væri ekki gaman að standa á miðri brúnni uppi yfir dýpsta álnum í Atlantshafi. — — — Og sem vinur Björns og gamall, dyggur flokksmaður, hrópa ég til hans: Farðu sjóveg, í öllum bænum farðu sjóveg og láttu þá konungkjörnu fara brúna. Þeir mega ganga í vatnið. Tillögur 1 fánamálinu. Eftirfarandi þrjár tillögur voru sam- þyktar á fundi Landvarnarfélagsins í gærkvöld, með öllum atkvæðum: 1. Þar sem íslendingum verður eigi á löglegan hátt meinað að sýna á landi uppi lit sérstaks þjóðernis og merki sjálfstæðisréttar með því að draga íslenskan fána á stóng, skorar fundurinn á fánaeigendur alla að viðhafa þenna fána einan, nema þeir komist ekki hjá öðru sem um- boðsmenn annara ríkja. Ennfremur telur fundurinn það sjálfsagt, að opinberar stofnanir ís- lenskar nætti að veifa dönskum fána, þar sem þeim og ber engin skylda til fánanotkunar yfirleitt. 2. Fundurinn telur það ótvírœða slcyldu allra þeirra, er landvarnarmenn vilja heita og skilnaðarstefnuskrána viðurkenna, að nota íslenska fánaun, þar sem því verður viðkomið, og annan ekki, ef þeir vilja fána veifa. 3. Fundurinn ætlast til þess, að þing og stjórn íslensku þjóðarinnar vinni að þyí, að hinn íslenski fáni geti sem fyrst öðlast alþjóðaviðurkenn- ingu sern siglingafáni íslendinga, og nemi þau ákvæði úr lögum lands- ins, er eigi eru samrýmanleg þessu. Eunfremur kans félagið 5 manna nefnd til að vinna að framgangi fánamálsins. Frá Gróttu til Gvendarbrunna. Á gamlárskvöld var veður hið besta, heiðskýrt og var margt manna á ferli allt kvöldið, og sumir fram á nótt. Frá kl. 8 um kvöldið og fram til kl. 10—11 lék Hornsflokkurinn mörg lög uppi við Mentaakólann, en múgur og margmenni var á gangi í Lækjargötunni á meðan til að hlusta á hljóðfærasláttinn. Flug- eldum var skotið víðsvegar um bæinn og frá sumum skipunum á höfninni og mikið var um gleðskap alstaðar í bænum. Kappsund var háð nú aftur í ár á nýársdag. Veður var kalt og hráslagalegt, en þó var fjöldi manns samankominn á bæjar- bryggjunni til að sjá víkingana þreyta sundið. í sjónum var aðeins 2° hiti og auk þess nokkur ylgja, svo ekki var árenni- legt fyrir þá að leggja út á djúpið. Vegalengdin sem kapparnir áttu að synda, var 50 stikur og voru þeir 4 sem kepptu. Fremstur þeirra varð Stefán Ólafsson, sá sami, sem sundið vann í fyrra. Hann synti þessa vega- lengd á 42 sek., og vaDn því aftnr í ár sundbikarinn; ef hann vinnur hann enn á ný næsta ár, fær hann bikarinn til eignar. Tveir urðu jafn fljótir, og syntu þeir vegalengdina á 48 sek., en sá sem sein- astur varð á 54 sek. Leikfélagið hefir nú leikið „Kinnarhvolssystur“ fimm sinnum og altaf fyrir fullu húsi. Mönnum geðjast ágætlega að leiknum og þá sérstaklega að leik frú Stefaníu í síðasta þætti, en sá leikur á það líka fyllilega skilið að allir, sem geta, fari að sjá hann, ekki síst ef það er satt, sem heyrst hefir, að frú Stefanía ætli

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.