Ingólfur


Ingólfur - 19.09.1911, Blaðsíða 1

Ingólfur - 19.09.1911, Blaðsíða 1
INGÖLFUR IX. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 19. september 1911. 38. blað. Körónan á verkið. Alþingisforsetinn smánar Frakka. Eftir að fnllsett var grein um Rúðu- hneykslíð, sem prentuð er á öðrum stað í blaðinu, barst oss kosningablað hr. Skúla Thoroddsen, „Norður-ísfirðingur". Alt blaðið er eingöngu um Ráðuhneyksl- ið, og er þar margt sem lesendum vor- um mundi þykja fróðlegt að sjá, en því miður getum vér ekki prentað það alt npp. En þar er þó ein gréin, sem blað- ið segir að síðar eigi að prenta í „Þjóð- viljanum", og neyðumsfc vér til að leiða athygli lesenda vorra að henni, og prent- um hér upp kafla úrhenni; leturbreyt- ingar eru gerðar af oss. „------Þegar ég vistaði mig á einu af allra bestu og dýrustu hótelunum í Rouen, gerandi þá grein fyrir mér að ég vœri alþingisforseti Islendinga — sem og synandi skilríki fyrir því, frá frakk- neska konsúlnum í Beykjavík, í hvaða erindum ég var kominn, bjóst ég að vísu við veisluboði; en — það kom aldrei, og stóð mér þá líka hjartanlega á sama um það. Með sjálfum mér hlb eg að sjálfsögðu að frakknesku gestrisninni, sem mér var sýnd, og hugsaði — sem og mun hafa verið —, að það, sem borgurunum í Bouen hefði reyndar aðallega gengið til 'þess, að stefna til sín fjölda manna úr 'óllum áttum, hefði verið það, að ná í peningana þcirra------------o. s. frv. Af fyrri hluta þessarar klausu sést það nú enn skýrar en af símskeyti hans til danska blaðsins „Politiken", að al- þingisforsetinn hefir hvergi sagt frá stöðu sinni nema á Hotel de la Poste, Og að hann hefir þar sýnt skilríki frá frakkneska konsúlnum um hvert erindi hans sé; þetta er auðvitað óheyrilegur naglaskapur af alþingisiorsetauuni, því hvað í dauðanum varðaði þjónustufólkið á gistihusinu um það, hvert erindi hans var. Og þá er hitt ekki síður nagla- skapur er hann heldur, að öðruvísi en þetta þyrfti hann ekki að segja til sín, svo muni það óðar berast eins og eldur i sinu um alla Raðuborg, að alþingis- forseti íslendinga sé þ»r kominn, og muni slík stórtíðindi ekki vera lengi að berast til hátiðanefndarinnar; ogiþessu trausti situr þá alþingisíorsetinn í heila viku á Hotel de la Poste, og bíður eft- ir veisluboði; en er það kom ekki, „stóð honum það líka hjartanlega á sama", þó það væri einmitt til þess, að sita veislurnar, sém hann var þangað kominn. Með öðrura orðum, hér er eig- in játning mansins fyrir, að hann heflr, liklega af einskærum rataskap, hvorki hreyft leggg né lið til að gera sér mögulegt að framkvæma það erindi, sem honum var falið af þinginu og veitt fé til. En þá tekur út yflr alt, þegar al- þingisforsetinn ætlar að reyna að skella skuldinni af naglaskap sínum og rata- skap yflr á frakknesku þjóðina; „eg bló að frakknesku geshrisninni sem mér var sýnd", segir harin. Hugsið yður aðra eins ósvífni og þetta. Eftir að maður- inn er búinn að hundsa hið vingjarn- lega boð Frakka með því að geraekki svo mikið sem vart við sig hjá þeim, sem honum buðu, þá bregður hann þeim opinberlega um ógestrisni. En umboðs- maður vor, alþingisforseti íslendinga lætur sér ekki nægja þetta, heldur bæt- ir hann gráu ofan á svart með því að beina þeim getsökum að þeim, sem hon- um buðu, að þeim hafi reyndar ekki gengið annað til vinaboðsins, en að ná i peningana — þessar 60 kr. eða hvað það nú var, sem alþingisforsetinn borg- aði á gistihúsinu! Hvort þykir íslendingum sómi að al- þingisforseta sínum? Þykir mönnum ekki hlýleg sú kveðja sem hann sendir vinaþjóðinni ? Þykir mönnum ekki gott til þess að vita, ef þesai vináttuorð ber- ast suður til Frakklands? Hingað til hefir það ekki þótt fallegur siður á íslandi að svívirða þá, sem senda mönn- um kurteis vinaboð; en ef til vill er það ein af þeim nýbreytnum, sem hr. Skúli Thóroddsen hafði hugsað sér að koma í framkvæmd, ef hann hefði orð- ið ráðherra, abr. þingræðu hans í vetur. „Þeir sem smáir eru, gleymast", seg- ir alþingisforsetinn í skeyti sínu til „Politiken". Eitthvað mun vera til í þessu; og það kann að vera, að þessi smánar og svívirðingarorð í garð Frakka gleymist, vegna þess að vér erum svo smáir; ef vér værum stærri mundi sví- virðing forsetans á Frökkum lenda á allri þjóð vorri, og vér raundum hljóta að bjóða fyrir það bætur opinberlega. En illa situr á hverjum manni, og þá ekki best á alþingisforseta Unds vors, að skáka í þvi skjólinu, að vér séum svo smáir og svo aumir, að óhætt sé að svívirða og smána hvern sem er, vegna þess að enginn muni telja það ómaksins vert að sparka í oss. Sér þessi maður nú ekki svo sóma sinn, að hann vilji nú eftir alt þetta draga sig út úr íslenskri pólitík af frjálsum vilja? Eða þykir honumhann enn ekki hafa hneykslað nóg? Það má þá verða meir en lítil yfirsjón, sem rek- ur hr. Skúla Thóroddsen óneyddan út úr alþingishúsi íslendinga. nefndin norska því raðað öllum um- boðsmönnum háskólanna í flokka, og átti hver flokkurinn að kjósa sér mann, sem orð skyldi hafa fyrir þeim. í fyrsta flokki var danski háskólinn og íslenski háskólinn; í öðrum flokki voru sænsku háskólarnir; í einum flokki voru allir Austur-Evrópu háskólarnir, og saman i flokki voru ennfremur allir frakkneskir, svissneskir, belgískir, hollenskir, ítalsk- ir og spánskir háskólar, o. s. frv. Sá flokkurinn, sem rektor háskóla vors lenti í, kaus sér próf. Kr. Erslev, rektor við Kaupmannahafnarháskóla til að hafa orð fyrir sér, og fekk því um- boðsmaður vor ekki tækifæri til að bera þar munnlega fram kveðiusendingu vora. Norska stórblaðið „Verdens Gang" unir því illa, að hátíðanefndin norska skyldi hafa hagað því svo, að íslendingnum gafst ekki færi á, að tala þar; „það er íslendingum að þakka, að vér getum haldið þetta hundrað ára afmæli" segir blaðið. í öllum skýrslum blaðanna er minst með mjög hlýlegum orðum á háskóla vorn og háskólarektor sérstaklega, og var þar þó vitanlega viðstaddur hinn mesti sægur af öðrum frægum og vel- metnum prófessorum frá gömlum og þektum háskólum, sem blöðin töldu sig ekki hafa pláss til að minnast á. Að lokum var háskólarektor var gerður að heiðursdoktor, ásamt 101 öðrum fræg- um vísindamönnum, en viðstaddir voru aðeins 16 þeirra, og er þetta oss því hinn mesti heiður. Hátíðahöldin í Kristjaníu. Þess hefir áður verið getið hér í blað- inu, að rektor við hinn nýstofnaða há skóla vorn, próf. B. M. Olsen, fór til Kristjaníu nú í haust, til þess að færa þar háskóla Norðmanna heillaöskir í til- efm af að 100 ár voru liðin síðan hann var stofnaður. Próf. Olsen hafði með- ferðis skrautrituð ávörp annað frá há- skóla vorum oghitt frá bókmentafélaginu. Var mikið um dýrðir í Kristjaniu um þessar mundir, og höfum vér aú. séð frásögn norskra blaða um hátíðahöldin þar. Þar voru samankomnir umboðs- menn allra helstu háskóla, úr öllum heimsálfum, og var það hinn mesti fjöldi. Við aðalhátíðina, sem haldin var í þjóðarleikhúsi Norðmanna, áttu um- boðsmenn háskólanna að bera fram kveðjur sínar; en timinn vanst ekkitil að íáta þá alla tala, og hafði hátiðar- annarhvor þeirra, haskólarektorsins eða viðskiftaráðunautsins, sem báðir höfðu stöðu sinnar vegna skyldu til að bera af oss blak, hefðn fengið próf. Erslev til að gefa opinbera yfirlýaingu um, að þetta hafi verið misgáningur; e/'Erslev hefðí færst undan því, þá hefðu hvaða meðöl sem er, verið leyfileg til að átelja ókurteisi hans í vorn garð. Hinar hrottalegu árásir fyrnefndra blaða á próf. Olsen virðist oss þó keyra fram úr öllu hófi. Og það er víst, að hin ókurteisa framkoma Danans í vorn garð verður honum og hans þjóð til meiri skammar en oss; norsk blöð hafa gert þetta mál að umtalsefni, og falla allar átölur þeirra á Danann — og Norðmenn, sem óviljandi urðu orsök til þessarar ókurteisi í vorn garð — en ekki á íslendinginn. Blöð Sjálfstæðisflokksins flutta um daginn þá fregn, að próf. Erslev hafi við þessi hátíðahöld flutt kveðju frá „Kaupmannahafnarháskóla og lýðháskóla Reykjavíkur" og hafi próf. Olsen þagað við þessu. Blöðin fóru mjög þungum orðum nm próf. Olsen, fyrst og fremst fyrir það, að hann skyldi hafa „látið" próf. Erslev hafa þarna orð fyrir há- skóla vorum, og þvínæst fyrir þsð, að próf. Olsen skyldi ekki mótmæla, er oss var sýnd sú háðung, að háskóli vor var kallaður „lýðháskóli." Þá þegar var tekið fram hér í blaðiuu, að ekki væri rétt að leggia neinn dóm á framkomu próf. Olsen að svo komnu, áður en ná- kvæmar fregnir lægju fyrir um þetta mál. Nú hö/um vér fengíð af því ná- kvæmar fregnir, og nu vitum vér það, að próf. Olsen gat ekki að því gert, að Erslev var látinn flytja kveðju háskóla vors; þvi hafði norska háskólanefndin svo fyrir komið, með því að setja ís- land og Danmörku í flokk sér; frá danska háskólanum voru þarna viðstadd- ir 5 prófessorar, en aðeins 1 frá oss, og er það því sýnilegt, að Danir höfðu þar afl atkvæða er kjósa skyldi fram- sögumann. Það var ilt að próf. Erslev skyldi verða fyrir kjörinu, hann hefir áður gert tilraun tii að smána báskóla vorn; en við því varð nú ekki gert. Hitt er ilt, að hvorugur þeirra ís- lendinga, er í Kristianiu voru staddir á þessum tíma, próf. Olsen eða Bjarni Jónsson viðskiftaráðanautur, skyldu verða til þess, að mótmæla þeirri ósvífni sem háskóla vorum var sýnd að hálfu Danans. Ois er það að sönnu fyllilega ljóst, að það hefði ekki aukið veg vorn, þó þeir hefðu þá þegar í hátíðasalnum risið upp til mótmæla; sá blettnr, sem Daninn reyndi að klína á oss, varð ekki þveginn af með veisluspjöllum. Vér höfum líka heyrt það sagt, að próf. 01- sen hafi á eftir einslega átalið þetta við próf. Erplev, og hafi hann sagt, að það hafi einu^en verið af misgáningi hjá sér, er tunn kallaði háskóla vorn „íýðháskóla"; en þetta erekkinóg. Að vorri hyggju hefði það verið réttast, ef Rúðuhueykslið. Yfirlit yfir aðfarir alþingisforsetans. Þetta hneykslismál virðist núloksins liggja nokkurnveginn Ijóst fyrir í öllum einstökum atriðum, og sknlum vér því hér gefa nokkurskonar yfirlit yfir það helsta, svo að menn alment geti áttað sig á því. —------- Alþingisforseti Skúli Thóroddsen fær í vetur, meðaD á þingi stóð, bréf frá forstöðunefnd 1000 ára hátíðar Norman- dís, og er honum í því bréfi boðið að vera viðstaddur þau hátíðahöld, sem fram eigi að fara i Paris tvo nánar tillekna daga. Alþingisforsetinn var ekki ófús á að fara þessa för, en af alþektri hæ- versku sinni vildi hann ekki sjálfur sækja um styrk til fararinnar, heldur urðu nokkrir af flokksbræðrum hans til að bera það upp sem breytingartillögu við fjárlögin, að alþingisforsetanum yrðu veittar 1200 krónur til að sækja hátíð- ina. Breytingartillaga þessi var feld í neðri deild. — En hinn hæverski al- þingisforseti var þó ekki af baki dott- inn fyrir það; nú var þessum lið kom- ið að sem breytingartillögu við fjárauka- lögin, við einustu og síðustu umræðu þeirra í sameinuðu þingi. Þetta var greinilegt brot á þingsköpunum, en hr. Skúli Thóroddsen var þar sjálfur for- seti og hann úrskurðaði tillöguna rétti- lega framborna. Var nu ferðastyrkttr- inn samþyktur. Síðan mun alþingisforsetinn haía skrif- að hátíðanefndinni héðan að heiman, og tilkynt henni, að hann ætlaði sér að koma til Búðuborgar; eins og áður er sagt var alþingisforsetanum boðið tíl Parísar, og er það því nokkuð óljóst af hvaða ástæðu hann hefir ákveðið sér að fara til fiúðu, því þangað hafi hon- um ekki verið boðið, að því er séð verð- ur af boðsbréfinu. Mag. Guðmundur Finnbogason fékk líka styrk af landsfé til að sækja 1000 ára hátíð Normandis; hann fór af stað nokkru á undan alþingisforse^anum; en áður enn hann fór, bað alþingisforset- inn hann að vera sér innan handar þegar til Frakklans kæmi, bað hann að skrifa sér leiðbeiningar til Leith, og gaf honum utanáskrift sína tii Leith.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.