Ingólfur


Ingólfur - 25.10.1911, Blaðsíða 1

Ingólfur - 25.10.1911, Blaðsíða 1
INGOLFUR IX. árg. Reykjavík, miðvikudagiim 25. október 1911. 43. blaö. Þingmálafundur höfuöstaöarins í Barnaskólaportinu. Á sunnudaginn var, kl. l1/, e. h., hófst í Barnaskólaportinu fandur sá, sem þÍDgmannaefni höfuðstaðarins böfðu boðað til. Veður var hið besta, reynd- ar nokkuð svalt, og var þar samamafn- aðar hinn inesti mannfjöldi. Próf. Lárus H. Biarnason setti fund- inn og stakk upp á landritara Kl. Jóna- syni sem fundarstjóra, og var hann samþyktur með lófaklappi. Fyrsti ræðumaður var próf. Lár- us H. Bjarnason. Hann lýsti því yflr að Heimastjórnarmenn mundu ekki nota sér bolmagn sitt, þótt þeir kæm- ust í meiri- hluta, til þeas að samþykkja sambandslagafrumvarpið, enda kvað hann það ekki til neina vegna Dana, auk þess sem nú hefði verið sett í stjórnarskrána ákvæði um að bera slíka samninga við Dani undir þjóðaratkvæði. Um stjórnar- skrármálið sagði hann, að margar breyt- ingarnar væru góðar o* til bóta, en margar þeirra lika miður gððar. Með- al þeas, sem gott væri, taldi hann það, að nú getur meiri hluti þingmanna heimtað aukaþing, og eins var hann á- nægður með kosningarrétt kvenna, en það taldi hann ilt, að veita komiugar- rétt öllum þessum sæg, bæði konum og körlum, sem eftir núgildandi kosninga- lögum hafa hann ekki.; óþarft taldi hann ákvæðið um þjóðaratkvæði í ýms- um málnm, og því óþarfara sem kosn- ingarrétturinn væri rýmri; benti á, að nú væri ætlast til að hjú yrðu kjör- geng til þings, eu aftur á móti væru þau það ekki t. d. til hreppsnefnda. 0- nauðsynlegt taldi hann að hafa þrjá ráðherra og býsna kostnaðarsamt; nú mætti líka heimta aukaþing, að stjórn- inni nauðugri, og væri því enn síður þörf á þrem ráðherrum. Um bannmáKð sagði hann, að það væri ekki vel fallið til að- vera flokksdeilumál (!). Úr því sem komið væri taldi hann ógerning að breyta þeim eða fresta á næsta þingi; hvorugir ættu að vera hræddir við reynsl- una, bannmenn eða andbannÍDgar; kvaðst ekki vil.ja breyta Jögunum nema eftir kjósendaatkvæði. Mintist hann nú á ýmsar stjórnarat- hafnir Björns Jónssonar, svo sem banka- farganið, þar sem þeir, sem ákærðir voru, fengu ekki að sjá ákærurnar, og þar sem matsbókin, sem alt átti að bvggjast á, var falin. Talaði síðan um Thoremálið, þegar Biörn Jónsson vildi láta kaupa. „dallana" fyrir 500,000 kr. (spurði hvar Jón Þork. hafl verið þeg- ar atkvæði voru greidd um það mál). Rakti silfurbergsmálið. Mintist á af- skifti Björns Jónssonar af viðskifta- ráðunautnum og minti á 1200 kr. bitl- inginn til Skúla (hvað fengum við fyr- ir þá peniuga? Jú, ávarpið sæla!). Lauk hann svo máli sínu, að hann óskaði þess, að 28. okt. megi reynast laugardagur til lukku. — Hann heflr eflaust hitt óskastundina; en fyrir hverja? Næstur talaði Magnús Blöndahl, fyrv. alþm. Hann talaði um ekkert ann- að én silfurbergsmálið, sem gert heflr verið að umtalsefni í „Lögréttu" og „Þjóðólfi" undanfarnar vikur. Kallaði það „þrælslegar árásir" á sig. Grein- arnar væru 18 dálkar, og „meira eða minna níð og rógburður" um sig. Lýsti það „vísvitandi ósannindi" að þeir Guðm. Jak. hafi boðið tveim sömu réttindin á sama tíma. Um afhendingu silfurbergs- ins til franska bankans sagði hann, að árásin væri „svo .perfid', svo svívirði- leg, svo lævísleg og um leið svo heimsku- leg", aðengutali tæki. Alt kvað hann þetta vera „ósannindavef frá upphafi til enda". Annars kvaðst hann ekkert vita um þunga þess silfurbergs, sem afhent hafi verið til franska bankans, en kvaðst „taka félaga sinn fullkomlega trúanleg- an". — Vonar að laugardagurinn 28. okt. sýni það að „fjöreggi landsina verði borgið" með þvi, að Reykvíkingar kjósi sig og dr. Jön Þork.f! Þá talaði dr. Guðmundur Finn- bogason. Sambandsmálið. Ræðumaður kvaðst hafa tekið nokk- urn þátt í undirbúningi þess máls. Ver- ið eiun af fulltrúum Reykvikinga á Þing- vallafundinum 1907 og með samþykt þeirri, er þar var gerð. Síðan hefði hann ekki tekið þátt í deilunum um það af því hann hefði verið erlendis. Kvaðst þó ekki mundu hafa samþykt samb«ndslagafrv. óbreytt eins og það kom frá nefndinni. Nré væri þessu máli svo komið, að þingið hefði afgreitt það í því formi, að stjórn og þing Dana vildi ekki hingað til við því líta og virtust Danir oss nú miklu^fráhverfarí en áð- ur og helst undir það búnir að bíða rólegir og sjá hve vel vér færum með það sjálfsforræði, er vér þegar hefðum, án þess að gefa oss kost á nýjum íamu- ingum. Eu tæ\ist íslenskri stjórn að fá Dani til samninga á ný, þá mætti ekki afgreiða það mál án þess að leggia þ»ð áður undir þjóðaratkvæði og kvaðst ræðumaður halda fast við það. Stj órnar skr iírmáliö. Ræðum. kvaðit í fiestnm atriðum geta veitt stjórnarskrárfrv. síðasta þings fylgi sitt. Hann taldi það rétt, að ákvæðið um ríkisráðið hefði ekki verið tekið upp í frv. og hefði hann aldrei skilið, að íslensku löggjafarvaldi væri óheimilt að fella burta úr stjórnarskránni ákvæði, er það hefði i hana sett. Hann vildi að konur hefðu kosningarrétt og kjör- gengi sem karlar. Enginn efi væri á þvi að margir af þeim sem nú hefðu kosningarrétt, kynnu engu betur með hann að fara en þeir, sem frv. ætlast til að fengju hann. T. d. um þau ákvæði í frv. erræðu- maður taldi illa til fundin nefndi hann það ákvæði 12. gr., að þingmaðar yrði að hafa verið búsettur að minsta kosti eitt ár á íslandi áður en ko«ning fer fram. Hvers vegna á að útiloka t. d. íslenskan vísindamann í Khöfn. Mund- um við hafa haft efni á því að útiloka Jón Sigurðsson? Þá nefndi hann hve fráleitt væri að heimila þjóðaratkvæði um mál, en setja jafnframt tkilyrði er beita mætti til þess að fyrirbyggja þjóð- aratkvæðið. Meiri hlutinn gæti sett í hvert lagafrumv. það ákvæði að það óðlaðitt gildi áður en 4 mánuðir eru liðnir frá þyí er það er afgreitt frá þinginu. Ræðumaður kvaðst þri vera með því að breytingar yrðu gerðar á frv. ef það yrði unt án þess að fresta stjórnarskrár- breytingunni um meira en eitt ár. Bannmálið. Ræðumaður byrjaði með því að minna á sambandsmáliS. Um hvað er þar barist? Um þjóðarrétt og þjóðfrelsi. Hverjar ástæður eru þar bornar fram? Þær að íslendingar séu sérstök þjóð, ólik öðrum þjóðum í ýmsu og með eér- stökum þörfum. Að þjóðin þekti best sjálf þarfir sínar og hvernig þeim verði best fullnægt. Að hún hafl aldrei af- salað sér rétti sínum. Bendi Danir oss á að vér séum þó í sambandi við þá og að þeir hafi tögl og hagldir, svara sjálf- stæðismenn: Máttur er ekki réttur. Segi Dauir að þeir séu 33 sinnum fleiri, svara sjálfstæðismenn: Höfðatala er ekki réttur. Segi Danir, að vérhöfam afsalað oss réttinum, svara sjálfstæðis- menn: Sýnið oss afsalsskjalið. Haldi Dani* því fram að vér getum ekki verið sjálfstæðir og að vér förum í hundana ef þeir ráði ekki fyrir oss, þá svara sjálfstæðismenn: Hver á að sjá um sig. Lofið þið okkur þá að fara í hundana. Sé ois sagt að það verði oss dýrara að vera sjálfstæðir, þá svara sjálfstæðismenn: Þrælar einir meta frelsi til peninga. Sé oss aagt, að elska bræðraþjóð vora, segja sjálfstæðis- menn: Það viljum vér gjarnan, en ekki meira en sjálfa os3. Heimfæram nú þetta upp á bannmál- ið. Um hvað er þar barist? Um per- sónurétt og persónufrelsi. Hverjar á- stæður eru þar færðar fram? Þær að hver maður hafi sinar þarfir meira eða minna ólíkar þörfum annara. Að hver maður viti sjálfur best, hvernig þörf- nm hans verði fullnægt. Og enginn hafi þar sérréttindi. Segi bannmenn að þeir hafi tögl og hagldir, svörum vér and- banningar: Máttur er ekki réttur. Bendi bannmenn o»s á, að 3/8 þeirra er at- kvæði greiddu um málið séu með þeim, svörum vér: Höfðatala er ekki réttur. Segi bannmenn að vér höfum afsalað oss réttinum til að ráða því hvað vér etum og drekkum, þá svörum vér: Sýn- ið oss afsalsskjalið. Haldi bannmenn því fram að vér séum ekki færir um að stjórna oss sjálfir um mat eða drykk og að vér förum í hundana ef vér hóf- um matfrelsi eða drykkjarfrelsi, þá svör- um vér: Hver á að sjá um sig. Lofið þið okkur að fara i hundana. Sé oss sagt að það sé dýrara að vera sjálf- ráður um mat og drykk, þá svörum vér: Þrælar eínir meta frelsi til peninga. Sé oss sagt að vér eigum að elska bræður vora, drykkjumennina, og fórna þægindum þeirra vegna, þá spyrjum vér: Á að fyrirskipa kærleikann meðlögura. Setjum svo að 200 eyðilagðir drykkju- menn séu í landinu. Það er þá vel að reynt sé að hjáipa þessum mönnum á allan hátt sem frjáls mannúðarstarfsemi getur, en á alt landið að vera eitt drykkjumannahæli? Á öll þjððin að snúast um þessa menn og brjóta rótt á öllum hinum þeirravegna? Nei. Þaðer ekki þægindamissirinn, sem veldur því að vér mótmælnm bannlögunum, en það er frelsisránið, réttarbrotið! Hjarðir þat vitu nær heim skulu ok ganga þá of grasi. En oss er sagt að vér séum svo vesalir að vér kunnum oss eigi magamál og að því verði að taka af oss yfirráð yfir munni og maga. En ef vér kunnum ekki með þau yfirráð að fara, hvernig munum vér þá vera settir yfir meira. Og svo er samræmið. Kampavín má ekki flytja -inn i landið, en hverjum manni er heimillt að panta sér heila skipsfarma af eitri og drepa sig þúsund sinnum ef hann vill. Er það ekki und- arlegt að berjast fyrir þjóðfrelsi en meta persónufrelsið að engu. Hvers virði er þjóðfrelsið sé því beitt til að gera alla þjóðina að þrælum. Sé þetta ekki kjós- endamál, hvaða mál eru það þá? Ræðumaður lauk máli sínu hér um bil á þessa leið: Eg býð mig fram utan flokka. Eg geri það vegna þess, að hvorugur þeirra flokka, er nú deila um völdin, er mér svo hugþekkur, að ég vilji blanda blóði við hann. Ef menn halda, að enginn geti komið að liði á þingi nema sá sem soramarkaður er undir einhvern flokk, þá vona ég að það sé misskilningur. Ég hefi altaf ímyndað mér að á þingi þjóð- arinnar ætti að ræða málin með rökum og að taka ætti tillit til gildra raka, hvaðan sem þau koma. É% veit ekki heldur til þess, að atkvæði þingmanns sé léttara á metunum þegar atkvæði eru grcidd nm roíilÍD, þó hann sé utan flokka. Og ég hygg, að það muni ekki vera neitt tjóD, þó á þingi sæti einn eða fleiri, er ekki þyrfti að á teygja flokksklafann, en gætu fylgt í hvert skiftið þeim flokki að málum er hann teldi hafa réttara fyrir sér. En ríki sá andi i fiokki, að ekkert mál skuli fram ganga, hversu gott sem er, ef það kem- ur frá manni er ekki hefir flokksmark- ið á sér, þá er það vottur þess, að ekki er barist um heill þjóðarinnar, heldur um stundarhag flokksins. Það er von mín, að flokkar þeir, sem hér deila, láti það ekki á sér sannast, og geri þeir það ekki, þá ætti ég að geta starfað eins til gagns á þingi þó ég standi ut- an þeirra. Ég er nú 38 ára að aldri, og ég vona að ég hafi fengið þann þroska og þá mentun að ég geti myndað mér nokk- urn veginn skynsamlegar skoðanir á þeim málum er fyrir koma á þingi og jafnframt vona ég, að ég hafi nóg þrek og djörfung til að fylgja því fram í hverju máli er ég veit sannast og rétt- ast. ^ Upp á það býð ég mig fram til þing- mensku fyrir höfuðstaðinn. Halldór Daníelsson yfirdóm- ari lýsti því yfir að hann væri í hvor- ugum flokknum, og greindi í ýmsum atriðum á við þá. Hann talaði fyrst um sambandsmálið og sagðist álíta að það gæti ekki orðið tekið upp á næsta kjörtímabili. Heimastjórnarmenn hefðu lýst því yfir, að það ætti ekki að ráða neinu við þessar kosningar og ekki held- ur mundu þeir reyna að ráða þessu máli til lykta þó þeir yrðu í meiri hluta. Þessi yfirlýsing væri írauninni óþörf, því það stæði ekki í þeirra valdi þótt þeir vildu, að ráða málinu til lykta á næsta kjörtímabili, þvi að sam-

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.