Ingólfur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Ingólfur - 01.11.1911, Qupperneq 1

Ingólfur - 01.11.1911, Qupperneq 1
IX. árg. 44. blað. k $ IKTOÓLFUR I kemur út elnu sinni í viku að minsta £ kosti; venjulega á þriðjudðgum. * Árgangurinn kostar 3 kr.j erlend- ^ is 4 kr. Uppsögn skrifleg og bund- ± in við áramót, og komin til útgef- J anda fyrir 1. október, annars ógild. | Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunn- ± ^ ar Egilsson Laugaveg nr. 38. — J J Má finna á afgreiðslunni frá kl. ▼ 1 11-12. ¥ * Afgreiðsla og innheimta í Kirkju- I J stræti 12 kl. 11—12 og 4—5 hjá J J P. E. J. Halldórssyni, lækni. J - ti tiiimi ,ni.....i.M.i.i.iintiiiiiiinnu t± aU. Kosningin í Reykjavík. Loksins er bin ógnrlega fcosninga- alda riðin yfir landið. í marga mán- uði hafa staðið af henni dunur og dynk- ir, eem óðum hafa magnast eftir því sem aldan færðist nær, þangað til ajálf- nr bresturinn kom þ. 28. Aldan er riðin yíir, og nú ern *em óðast að streyma að fréttirnar af þeím ummerkjum aem hún hefir eftir sig látið. Hvergi munn þessar kosningar hafa verið sóttar eins fast og í höfuðstað landsins. Nærri því dagsdaglega vorn fuudarhöld hjá báðnm flokkum upp á síðkastið, og þar gert alt ti! að ha!da saman hjörðinni, svo að ekkeit skyldi villast af fénaðinnm út fyrir landamæri flokkanna. Síðustu dagana rigndi niður „fregnmiðum“, sem stráð var út um alla borgina, inn á hvert heimili og á hvern húsvegg, þar sem hvor flokkur- inn nm sig jós yfir þingmannsefni hins ókvæðisorðum og hrakyrðum. Orð eins og „faDtur" eða „ósannindi“ og „lýgi“, þóttu ekki nógu sterk. Þessi orð voru búin að missa lit, voru búin að misia innihald í hinni svæsnu og æsln bar- áttu, svo að menn fóru að finna þörf- iná á einhverjum nýjum orðum, sem við mætti hafa um það, sem virkilega var lýgi og ósannindi. Ef alt hefði verið satt og rétt, sem hvor flokkurinn sagði nm þingmannsefni hins, þá er aannast að segja, að fénaðurinn hefði ekki verið öfutdsverðnr af því, að mega ekki fara yfir landaroærÍD. Vér andbanningar sátnm að mestu leyti hjíS, og horfðnm á bina bakbítast og rífast. Flokkaríg þeirra töldum vér oss óviðkomandi. Floklcsdeilumálið, sam- bandsmálið, vissum vér, að ekki gat komið til greina á næsta þingi. Um þingmannaefni beggja flokkanna vissum vér það, að margir innan flokkanna voru óáDægðir með þan. Hinsvegar banð flokkurvor, andbanningaflokkurinn, fram til þingsetu tvo v&linkunna heiðursmenn, Reykjavík, miðvikudaginn 1. návember 1911. sem enginn bafði nema gott til að segja, enda reyndist það svo, að hvorugur flokk- nrinn treystiat til að óvirða þá á neinn hátt. Það virtist því ekki vera ósenni- legt, og ekki óeðlilegt, að allir þeir mörgu kjósendur, sem voru óánægðir með þingmánnscfni síns flokks, og allir þeir mörgu kjósendur, sem eru oss and- banningum sammála í aðalmáli voru bannmálinu, teldu sér ekki enungis heimilt, heldur jafnvel sjálfsagt, að fara út yfir laudamæri flokkanna og fylgja oss að málum við þessar kosningar, enda voru þeir ekki fáir sem hétu oss lið- sinni sínu og tryggu fylgi. Úrslitin nrðu sannast að segja alt önnur en vér höfðum búist við, og ekki getum vér talið þau kjósendum höfuð- staðarins til mikils heiðurs, þó vér könn- umst hinsvegar fúslega við það, að úr- slitin hefðn getað orðið ennþá miklu verri. Þessi kosningaúrslit hafa kent oss það, að hér í bæ eru miklu flairi Júd- asar, en vér höfðum búist við. Þau hafa ennfremur kent oss það, að flokks- böndin eru svo mögnuð hér enn, að málefnin verða að engu við hliðina á þeim. Eu það er fjarri því, að þessi kosn- ing höfuðstaðarins sé á nokkurn hátt ósignr fyrir það málefni, er vér sett- um hæst. Það er fjarri því, að nokk- nð megi ráða um fylgi vort andbann- inga af atkvæðatölu þeirra Halldórs Daníelssonar og Guðm. Finnbogasonar. Þessi kosningaúrslit sýna í því ofni ekki annað enn það, að í herbúðum vor andbanninga er fjöldi mans, sem heflr talið það meira um vert, að koma í veg fyrir að pilitík Björns Jónsgonar fengi nokkurn styrk, heldur en það, að greiða nú atkv. andstæðingum Þræl&lag- anna og eiga það á hættu sð stuðla ef til vill á þann hátt, þó óbeinlínis sé, að kosningu dr. Jóns og M. Blöndahls. Yér teljum víst, að þetta hafi ráðið at- kvæðum margra þeirra manna, sem í hjarta sínu fylgja oss að málum. Sannleikurinn mnn vera sá, að þe«s- nm úrslitum mun aðallega hafa ráðið það hatur og sú fyrirlitning, er menn hafa fengið á ólánspólitík hr. Björns Jóns- aonar og hans klíku. Vér andbanning- ar höfum þar orðið milli steins og sleggju og höfum því óverðskuldað orðið fyrir nokkru af skellunum. Vér sjáum það nú, þótt um seinan sé, að það var bárnaskapur að ætla sér að bera ákveð- ið málefni til signrs gegnnm allan þennan flokks eld. Vér sjáum það nú að í þeirri baráttu hlutum vér að verða undir. Það er vor yflrsjón að sjá þetta, ekki fyrir; en yflrsjónin liggnr í því, að vér höfðum skakka hugmynd um pólitiek- an þroska og pólitískan móral kjósenda og má hver lá oss það, sem vill. Kosningadagurinn í Reykjavík. Fyrsti vetrardagur rann upp yfir höf- uðst&ðinn, kaldur og hrádagalegnr og andandi köldum gu*ti framani alIaSjálf- stæðismenn. Göturnar voru hélaðar um morguninn og það var ekki fjarri því að vera einsog einhver jólablær yfir öllu. Undireina þeg&r út var komið nm morguninn urðu fyrir manni álnarlang- ir „fregnmiðar" frá báðum flokkunum á hverju götuhorni, með ógurlega stór- nm itöfum og ennþá stærri orðum. Á einum miðanum stóð eitthvað í þá átt- ina, að frelsi íslands og sjálfstæði væri undir þvi komið að Magnús Blöndahl og dr. Jón yrðu kosnir. Á öðrnm mið- anum stóð eitthvað á þá leið, að sómi íslands og æra væri í veði, ef próf. L. H. B. og Jón sagnfræðingur yrðu ekki kosnir. Aumingja ísland, það sýndist ekki verða hjá því komiat, að það færi í hundana, hvernig sera færi; og anm- ingja kjósendurnir, það var von að þeir væru á báðum áttum með það, hvar þeir ættu að setja krossinn. Á skrifstofum flokkanna var ekki lítið um að vera. Smalarnir þutu þar inn og út einsog maurar úr hól, og hlupu hver í kapp við ann&n til þess að ná í þá, sem enn voru veilir, og hafa siðasta orðið við þá, áður en þeir færu til kosninganna. Snemma um daginn sendi Sjálfstæð- isiskrifstofan út hryssu eina til að agi- tera. Dró hún á eftir sér vagn, en á vagninum var heljarmikið léreft, sem þanið var út á tvo vegn og þará voru letruð nöfn frambjóðendanna með hring fyrir framan, og kross í þeim hringnn- nm, sem voru við nöfn þeirra M, Th. S. BI. og dr. J. Þ. — Likabaugir tvær, eða smábjöllur voru á vagninum og glamraði ámátlega í þeim þegar hryss- an tók fjörkippi. Vagninn var kallað- ur „líkvagninn," en ekki er þe*s getið að merinni væri neitt nafn geflð. Héit hún nú áfram agitatiouaferð sinni um bæinn og varð mönnum hvervetna star- sýnt á merina. En skörnmu eftir &ð byrjuð var kosningarathöfnin var hryss- ann á ferð sinni stödd i Lækjargötunni og lullaði i hægðum aínum; varð henni þá litið við í fyr*ta sinn svo hún sá við nöfn hverra krossinn var settur á léreft- inu. Fyltist hún þá hinni mestu skelf- ingu eins og vonlegt var, og tók á rás og ætlaði aér að reyna að hlaupa und- an þessum ófögnuði; en við þetta snögga viðbragð valt vagninu um koll, svo að nöfn þeirra dr. Jóns og Silfurbergs- m&nnsins drógust óþyrmilega niður í skítinn; þetta sáu margir Sjálfstæðis- menn og þótti það mikill fyrirburður; sló nú ótta miklum og óhug á liðið, svo að sjálfstæði íslands var hin mesta hætta búin. En gamli Björn bað Sjálf- stæðismennina «ð kappkosta að likjast óknyttastráknum, sem ekkert vildi gera nema hann væri beðinn að gera það Jarðarför Þ. Egilsson kanp- manns fer fram frá heimill hans í Hafnaríirði laugardag- inn 4. nóvemher. Húskveðj- an byrjar kl. 11 */, f. h. „fyrir hana mömmu.“ Eins bað gamli maðurinn nú Sjálfstæðiskallana að „gera það fyrir hana mömmu“ að kjósa Sif- urbergsmanninn og Dr. Jón, þó mein- gallaðir værn. Og gerðu þetta sumir fyrir hans orð. Kosningaathöfninni var ekki lokið fyr en um kl. 9, og höfðn þá kosið um 1700 manns af h. n. b. 2200 kjósend- um, en margir voru ýmist dánir, veikir eða fjærverandi, svo að ekki mun meira en 200 manns hafa setið heima, afþeim, sem hefðn getað neytt kosningarréttar síns. Um kl. 10 var farið að telja sam- an. Ingólfur hafði lánað hornherberg- ið í norðurenda Barnaskólans, þar eem gluggarnir vita út að tjörninni. Var þar á efstu rúðurnar letrað með stór- um stöfnm INGÓLFUR, en fyrir neðan nöfn frambjóðendanna. Á hverj- um hálftíma var síðan birtnr fyrir aft- an nöfnin atkvæðafjöldi hvers fyrir sig. Var stundum þéttur hnappur af áhorf- endum fyrir framan þennan glugga Ing- ólfs, og beið með áfergju og eftirvænt- ingu eftir nýjum tölum. Þar voru sem áhorfendur bæði Sjálfstæðismenn og Heimastjórnarmenn og flokksleysingjar; meðai arinsra mátti þar sjá um tíma hr. Magnús Tb. S. Blöndahl. — Kl. 3*/a var upptalDÍngnnni lokið. Og var þá enn slæðingur af fólki fyrir utan glugga Ingólfs. Talið var upp inni í leikfimishúsinu í Birnaskólanum, Af þingmannsefnun- um vorn þar fyrst allir viðstaddir við upptalninguna, nema Halldór Daníels- son. lin þegar fór að líða á nóttina, og það fór að verða ljóst hvað verða vildi, þá olnbogaði dr. Jón sig út i gegnum mannþröngina, þar sem hún var þéttust, og hvarf; og skömmu síð- ar fór Silfurbargsmaðurinn sömu leið. Þegar upptalningunni var lokið sást varla einn einasti Sjálfstæðismaður, þeir vorn allir farnir að sofa á sínnm lár- berjum. Nokkur orð um iðnsýninguna. Útbýting verðlauna. Þegar iðnsýningin var opnuð næst- liðinn 17. júni heyrði ég marga dást að þvi, hvað öllu væri þar vel niður raðað, og sýningin yfir höfuð góð. Gleðiómurinn sem »ýning þessi vakti hér í borginni erjnú að mestu dáinn út, enda er nú allangur tími liðinn frá því henni var lokað. Það er furðu litið sem sést hefir í blöðurn vornm um sýninguna, og hefði hún þó fyllilega verðskuidað það, að

x

Ingólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.