Ingólfur


Ingólfur - 08.11.1911, Blaðsíða 3

Ingólfur - 08.11.1911, Blaðsíða 3
INGÖLFUR 179 því sem fyr er Mgt, og virðiit því ó- þarfi að fara frekar út í þá sálma. Ég hef nú rakið hinar ýinsu greinar þrœlalaganna með öllum hinum stór- hneykslanlegu, heimskulegu og svívirði- legu þrælaákvæðum þeirra. Og þó er þess vert að geta, að lögin eru miklu skárri í þeirri mynd, er þau nú ligg.ja fyrir aamþykt af alþingi, heldur en á horfðist, þegar frumvarpið kom fyrst inn á þingið frá hendi höfuð-bannpaur- anna. Og þess skal jafnframt getið, að þær breytingar til bóta, sem fram varð komið, stöfuðu svo að segja allar frá, andstæðingum laganna. Bf þrælalaga- höfundarnir hefðu sjálfir fengið að ráða, hefði í lögunum verið enn þá miklu fleiri og hneykslanlegri ákvæði enn nú er, þótt ótrúlegt megi virðast og ósenni- legt, að hægt hefði verið við það að auka. Hér skulu nefnd nokkur dæmi af handahófi: Samkvæmt hinu upphafiega frumvarpi þeirra bannhöfðingjanna, mátti gera upptækt ekki einungis það áfengi sem óleyfilega var flutt inn í landið eða am landið, heldur einnjg þau flutn• ingstæki, sem til þess voru notuð. Ef maður tók sér far með póstvagninum til Hafnarfjarðar, og uppvist varð um hann, að hann hefði meðferðis eina flösku af brennivíni þá mátti gera upp- tæka ekki einungis flöskuna lieldur jafnvel líka vagninn og hestinn, ogþað þótt eigandinn hefði enga hugmynd um, að áfengið væri fiutt á vagninum. Um þetta ákvæði farast dr. Jóni Þorkels- syni svo orð á þingi: „Mér er spurn: Gangi maður með „pytlu" í hendinni á þá að höggva hendina af eða á að gera manninn sjálfan upptækan og selja hann til ágóða fyrir landssjóð? Eða hafi maður pela í buxuavasanum á þá að gera buxurnar upptækar?11 — Það er von að hann spyrji! í 4. gr- hins upphaflega frumvarps segir svo, að víni því sem óselt sé þeg- ar lögin gangi í gildi, skuli helt niður. Þetta er líkast því sem óvita krakkar væru hér að fjalla um löggjafarmál, og mun þetta ákvæði hafa verið sett með það fyrir augum, að útrýma bæri áfeng- ingu með öllu úr heiminum! Og hvergi er þes« getið, að eigendur þessa áfeng- is fengi þaðj endurgoldið á nokkurn hátt. — hér er um átrúnað að ræða, eins og bannmenn segja, þá játa þeir opinber- lega að þeir eru að ráðast á trúarbragða- frelsi í landinu og vilja hefta það með lögum. Þegar bannmönnum verður þungt um vörnina, játa þeir stundum sumir þeirra að hér sé að vísu brotinn réttur, en að þetta brot sé svo lítið, að engu tali taki. Eins og allir geti ekki lifað góðu lífi í landinu, þó að þeir fái ekki að drekka virkileg vín, segja þeir. Hvað sé meiri óþarfi en víndrykkjan? Það er nú ofurskiljanlegt að bindindismenn freist- ast til að líla svona á málið. Þvi þeir hafa sjálfir afsalað sér sínum rétti og missa einkis í þó bannlögin komist á. Hagurinn er allur þeirra megin, þvi þeim veitist sú ánægja að aðrir fá ekki að njóta þess sem þeim er bannað, og þeir verða ekki daglega mintir á það, hvers þeir verða að missa. En hví á að troða undir fotum smekk allra þeirra manna, sem ekki þurfa að vera i bind- indi* Hvar á að nema staðar, ef á að banna með lögum alt það sem meiri hlutinn telur óþarft. Hvað er óþarfara en silkikjólar ? Væri ekki nær að verja þvi fé sem í þá gengur til einhvers þarfara? £f þeir, sem efni hafa á að kjallarannm á IngólfshYoli fœst £Z > 30 tegundir Whisky < xO 20 tegundir Cognac o ~5 O -o 12 tegundir Portvín CPQ. c: =o 12 tegundir Sherry CD. > Fjölmwgar tegundir af Kampavíni, Likðrum, fínustu co C/3 £= borðvínum, Bauko, Ákavíti. crq O Allskonar öl áfengt og óáfengt. O' Ot bfl Limonade, Sítrón og Sódavatn, og margt fleira. co 02 > Th. Thorsteinsson. d "O Enn fremnr aegir svo í einni grein þess frnmvarps, að með brot gegn lög- um þessum skuli farið aem almenn saka- niál 1 Hér sést best, hvað vakað hefir fyrir þessum herrum, sem sömdn þræla- lögin: Það er sú skoðun, aða sú staðhæfing, að neysla áfengis, hversu lítið sem er, sé glæpur! Á þeasari hýsterisku villikenningu eru þrælalögin bygð, og eftir henni eru öll ákvæði þeirra mótuð, og er þvi ekki furða þótt oft lendi í ógöngum og vitleysu. Og þessari villukenningu ætla nokkrir móð- ursjúkir bann ofstækismenn að þröngva upp á allar heilhrygðar sálir í landinu og leggja hin þyngstu sektarákvæði við, ef menn vilja ekki fallast á þessa svörtu ofstækistrú þeirra. Ekki er furða þótt allar mentaðar þjóðir heimains glápi á okkur eins og eitthvert viðundur; en bannmennirnir eru hreyknir af því, og halda að veg- ur vor vaxi af þvi! 0, sancta simpli- citas! A lþingiskosningar. í Dalasýslu er kosinn: Bjarni Jónsson frá Vogi með rúml. 130 atkv. Guðm. G. Bárðarson hlaut um 70 atkv. Fregnirnar um atkvæða- töluna eru þó ekki áreiðanlegar. í Suður-Þingeyjarsýslu er kosinn: Pétur Jónsson á Gautlöndum með 327 atkv. Sigurður Jónsson á Arnarvatni hlaut 126 atkv. í Yestur-Skaftafelssýslu er kosinn: Sigurður Eggerz sýslum. með 131 atkv. Gisli Sveinsson lögmaður hlaut 57 atkv. Snæfellsnessýslu er kosinn: Halldór Steinsson læknir með 243 atkv. Hallur bóndi á Gríihóli hlaut 144 atkv. í Strandasýslu er kosinn: Ouðjón Quðlaugsson kaupfélagsstjóri með 100 atkv. Ari Jónsson hlaut 96 atkv. í Húnavatnssýslu eru kosnir: Þórarinn Jónsson á Hjaltabakka með 264 atkv. og Tryggvi Bjarnason í Kot- hvammi með 245 atkv. Séra Hálfdán Guðjónsen hlaut 175 atkv. og Björn Sigfússon hlaut 163 atkv. í SkagaQarðarsýslu eru kosDÍr: ólafur Briem umboðsmaður með 249 atkv. og Jósef Björnsson skólastj. með 231 atkv. — Rögnvaldur bóndi í Rétt- arholti hlaut 182 atkv., séra Árni á Sauðárkróki hlaut 137 atkv. og Einar bóndi á Brimneii hlaut 23 atkv. i í Norður-Þingeyjarsýslu er kosinn Benedikt Sveinsson fyrv. ritstjóri, með 91 atkv. — Steingr. Jónsion lýslum. hlaut 90 atkv. í Eyjafjarðarsýslu eru koanir: Stefán Stefánsson á Fagraskógi, með 432 atkv. og Hannes Hafstein banka- stjóri með 395 atkv. Kristján Benja- mínsion á Tjöm hlaut 111 atkv. og Jóhannes Þorkelsson á Fjalli hlaut 108 atkv. í Suður-Múlasýslu eru kosnir: Jón Jónsson frá Múla með 329 atkv. og Jón Ólafsson fyrv. rititj. með 299 atkv. Sveinn bóndi í Firði hlaut 236 atkv., próf. Magnús Blöndal hlaut 193 atkv. og Ari bóndi á Þverhamri hlaut 36 atkv. 1 Norður-Múlasýslu eru kosnir: Jóliannes Jóhannesson sýslurn. með 209 atkv. og séra Einar Jónsson með 202 atkv. Séra Björn Þorláksson hlaut 136 atkv. og Jón bóndi á Hvanná hlaut 169 atkv. Athygli karlmanna viljum vér vekja á þvi að vér lendum hverjum, iem óskar þen 31/* m. af 135 sm. breiðn ivörtu,’ dökkbláu eða gráu nýtýsku ullarefni r falleg og aterk föt fyrir einar 14. kr. 50 aura. — Efnið ■endum vér farfrítt gegn eftirkröfu, og tökum það aftur ef það er ekki að óskum. Thybo Molles Klædefabrik, Köbenhavn. Frá Gróttu til Gvendarbrunna. Froat hefir verið alla undanfarna viku og kaldranalegt veður. Venjulega stormar. Símslit hafa verið óvenjulega mikil undanfarna viku. Aldrei fult samband og oft ekki lengra en upp á Akranes. Nú mun líminn vera kominn í lag víð- ast hvar. Látin er Kara dóttir Kl. Jónssonar landritara eftir Iangvinna vanheilsn, og vsr hún grafin í gær. „Islands Falku fer til útlanda i nótt. kaupa silkikjóla handa konum sínum og dætrum, fá a8 gera það, þá freista þeir með dæmi sínu fátækari manna og það leiðir ef til vill til að þeir komast í skuldir, verða gjaldþrota, fara á hrepp- inn. Bönnum aðflutning silkis í landið! Hafi löggjafarvaldið rétt til að ráða því hvað menn eta og drekka, þá hefir það ekki síður rétt til að hlutast til um það hverju menn klæðast. Og þó það sé brot á skýlausum rétti einstaklingsins, þá er það svo lítið! En þetta skýlausa brot á persónufrelsi manna er framið i nafni kærleikans. hað á að vera nauðsynlegt til að út- rýma áfengisbölinu úr landinu og fyrir- hyggja það um ókominn aldur. Það sé fjarri mér að neita þvi, að í þessu landi eins og annarsstaðar sé til áfeng- isböl. Hér eru eflaust til menn sem drekka sjálfum sér til skaða og skamm- ar, og gera sig jafnframt meira eða minna óhæfa til að gegna þeim skyld- um er á þeim hvila. En þessir menn eru tiltölulega fáir og eg neita því að hér sé um þjóðarböl að ræða. Okkar þjóð er eflaust eins hófsöm þjóð um á- fengi og nokkur önnur Norðurálfuþjóð, og landshagsskýrslurnar virðast sýna, að áfengisnautnin hafi stöðugt farið mink- andi, og hröðustum fetum síðustu árin. Þetta er eflaust að þakka að mestu leyti hinni öflugu bindindisstarfsemi sið- asta aldarfjórðungs, seni og því að þjóðin er að mannast og skilur æ betur skað- legar afleiðingar óhófsins. Það er þvi næsta undarlegt, að einmitt þegar þjóð- in gengur hröðustum fetum sjálfviljug i hófsemdaráttina, að einmitt þá skuli dembt á hana nauðungarlögum, sem segja henni skýrt og skorinort, að hún kunni sér ekki magamál. Að einmitt þegar hún sýnir það í verkinu, að hún kann að nota það persónulegt frelsi sem hingað til hefir verið talið heilagt, þá skuli þetta frelsi tekið af henni með lögum. Og þetta á að gera eingöngu af tifiiti til þein-a manna sem ekki kunna sér hóf, manna sem með breytni sinni ganga úr tölu siðaðra manna. Það er ekki nóg, að þeir sem að þessum mönnum standa fórni þægind- um sínum þeirra vegna, og að frjáls líknarstarfsemi geri fyrir þá alt sem unt er. Öll þjóðin á að snúast um þá og fórna mannréttindum þeirra vegna. Eng- in fórn er of dýr fyrir þessi óskabörn, sem ekki hlýða fyrstu skyldu hvers manns, að kunna sér hóf, að láta skyn- semina stjórna sér. Mér finst þetta öfgar. Eg neita þvi, að þessir menn eigi að vera óskabörn þjóðarinnar. Eg neita því, að nokkur þjóð eigi að setja mðnnum lífernisregl- ur sem eingöngu eru sniðnar eftir þörf- um þeirra sem eru andlega haltir og vanaðir. Eg neita því að menn eigi að hengja bakarann fyrir smiðinn. Mundi ekki hitt vera nær, að skerða frelsi þeirra manna, sem með breytni sinni hafa sýnt að þeir misbeita því. Denibum innflutningsbanni á þá menn sem þurfa þess með, af því þeir drekka frá sér vitið. Lögbjóðum persónulegt innflutningsbann, með þeim hætti, að bannað sé að flytja vín inn í þann skrokk, sem verður vitlaus af því og hættulegur öðrum mönnum. Mér er sagt að til sé eitthvað þessu líkt í Am- eríku. Þar sé, þegar sérstök skilyrði eru fyrir hendi, bannað að veita sér- stökum mönnum áfengi. Þeir eru settir á svarta töflu. Ef mönnum þykir það ófrjálslegt að taka frelsið af þeim sem í verkinu hafa sýnt að þeir kunna ekki með það að fara, hvernig á þá að rétt- læta að taka það af þeim sem kunna með það að fara. Hvernig á að rétt- læta það, að setja heila þjóð á svörtu

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.