Ingólfur - 21.12.1914, Qupperneq 4
INQÖLFUR
,áoo
r»nnsökuðu þessar sögur og lýstu yflr
þv/, að þær væri ástæðulausar, og lögðu
við drengsk*p siuii? Er það satt, að
eitt stórt blað í New-York hafi neitað
að prenta merkilegt samtal við sendi-
herra Þýzkalands, Barnsdorff greifa, en
í. þess stað verið með slettur til þess
mæta manns? Itmlendir rilenn í Yest-
urheimi hafa sjálfir borið fram þessar
ásakanir, og vitið fyrir víst að þessar
fregnir eru ois, sem hér höfumst við
og vitum um hug og afrek þessara
tveggja hetjuþjóða, eins og hnífsstunga
í hjartað. Hví er yður öllum ókunn-
ugt um, að Rússland er sá rétti írum-
kvöðull að ófriðnum?
(Frh.)
Söderbom.
Smásaga eftir Albert Engström.
Þegar Söderbom hafði fengið nokkur
staup, kom altaf tryliingurinn i hann.
Hann var hár maður vexti og herði-
breiður og hafði skotið þjóðfélaginu
skelk í bringu alt frá því er hann var
orðinn svo fullorðinn, að hann gæti
farið að róa. Lagið var hið vanalega.
Fyrst fór hann að gráta svo að allur
•krokkurinn skalf, og meðan því fór
fram, var hann ekki hættulegur. Með
blíðmælgi og lagni mátti þá koma hon-
um út á veginn, en úr því var bezt
að setja hlera fyrir gluggana og harð-
loka dyrunum. Þegar hann svo komst
ekki inn aftur varð hann óður, barði
með hnefum og hælum, bölvaði öllu í
sand og ösku, reif upp girðingar, ham-
aðist á hurðunum með heitingum um
blóðsúthollingar, kvaðst skyldi tæma
blóðdreitilinn af þeim öllum saman.
Þegar það nægði ekki að heldur, tók
hann upp hnif og var hálfa nóttina að
itinga honum í hurðir og húsveggi svo
að konur og börn grétu og mennirnir
bétu því, bæði sjálfum sér og konum
sínum, að þetta skyldi vera siðasta
skifti, iem þeir legði lag litt við Söder-
bom.
Hann var líka einn af því tæginu,
sem rífur af sér garmana til þess að
hræða aðra, og það hafði bor.ð við
nokkur skifti, að hann, meðan á grát-
inum stóð, hafði farið úr hverri spjör
nema skónum, til þesi að verða dálít-
ið liðugri þegar til orustunnar kæmi—
enginn þorði að honum, því að hann
var sannarlega hræðilegur þar aem hann
fór um veginn nakinn og sveiflaði hnífn-
um alt í kring um sig.
Þanníg hafði Söderbom látið í mörg
ár, og urðu menn æ hræddari við hann
•em lengur leið. En þar eð það
var ávalt hann sem bauð, var ekki
svo auðvelt að komait nndan honum,
og brennivín fá menn ekki á hverjum
degi.
En svo kom nýr prestur í sóknina,
ungur maður, og fyrsta starf hans var
að kynnast sóknarbörnum sínum. Hann
var hinn geðþekkasti útlits, gat masað
við kerlingar og karla, jog meira að
segja mjög ivo skynsamlega, enda þótt
honum væri varla vaxin grön enn þá
og hann væri litill vexti.
Sunnudagskvöld eitt var hann að
drekka kaffl hjá Karlson hafnsögumanni.
Og þegar minst varði heyrðist oinhver
fyrirgangur úti á veginum. Karlson
leit út um gluggann. Mikið rétt, það
var Söderbom, sem var kominn í enið
■itt núna.
— Hver er Sijderbom? spurði prest-
urinn.
— 0, það er nú bezt að loka öllu
vandlega, því anuari getur orðið mann-
dráp, mælti Karlson. — Söderbom er
fullur enn einu sinai, og þá tekur hann
ávalt upp hníf og iterkur er hann eins
og björn og reglulegt óargadýr. Hann
hefir verið það siðui hann var barn.
— Það er leitt f.ð heyra, mælti prest-
urinn. — Hefir hann veitt nokkrum
manni áverka?
Karlson leit á konu sína.
— Ó—nei, það held eg hann hafinú
ekki gert. Manst þú eftir því, að hann
hafi skorið nokkurn mann? Þegar eg
fer að hugsa út í það, þá hefir hann
nú aldrei gert það, greyið. En hann
verður stundum óður og rekur haífinn
í allar hurðir meðfram veginum þegar
hann er í þeim hamnum.
— Nú, en hefir hann þá slegið nokk-
urn? Einhverntíma hlýtur hann að
hafa unnið ofbeldiiverk, úr því menn
eru svo hræddir við hann.
— ó— nei, þegar eg fer að hugsa
um, þá get eg ekki munað eftir neinu
þesikonar, en ekki er hann árennileg-
ur — alt hverfið lokar iig inni þegar
hann er úti og í þessu ástandi.
— Hvaða karlmenni eruð þið hérna
í hverfinu, sem Iíðið annað eins og þetta.
Eg skal fara út og tala við hann;
— Nei, í öllum gnðanna bænnm, ger-
ið það ekki, prestur minn! Það getur
hlotist slys af því!
— Eg fer nú út, samt sem áður, en
það fær enginn að fara með mér.
— Já, en þér-----------
— Verið þið sæl á meðan!
Presturinn fór út. Það var orðið
mjög dimt og í nokkurra ikrefa fjar-
lægð reikaði Söderbom með sínu vana
lagi, var að reka hnífian hvað eftir
annað í þilið á vörugeymsluhúsi kaup*
mannsins, og fylgdu því óhljóð og heit-
strengingar um manndráp og önnur of-
beldiiverk.
Það sem gerðist með þeim presti og
Söderbom fékk enginn að vita. En
óhljóðin hættu og að nokkrum mínútum
liðnum kom presturinn inn aftur. Hin-
um stóra rýting Söderboms hélt hann
á í hendinni.
Karlson rak upp stór augu.
— Hvernig fóruð þér aðhonum? Við
stóðum alveg á öndinni af hræðslu.
— Söderbom mun aldrei verða með
rosta oftar, mælti prestur. Þeisir mean,
sem að eins reka hnífinn i húsveggina
og eru stórorðir, eru minst hættulegir.
— Fyrirgefið, prestur minn, en þér
hafið þó ekki tekist á við hann og
unnið hann þannig, þér, sem eruð svo
ungur og lítiil vexti, þó eg ætti nú
ekki að vera að tala nm það.
Presturinn hló.
— Eg gerði honum ekkert mein.
Samt sem áður held eg að Söderbom
sé nú settur frá harðýðgis-veldi sínu
hér í hverfinu. Eu nú verð eg að
fara. Þökk fyrir og verið þið sæl!
— Þorið þér virkilega að fara ein-
samall? Söderbom----------
— Eg er alla ekki hræddnr og þarf
enga aðstoð. Verið þið nú sæl!
Karlson og^kona hans horfðu forviða
á eftir prestinum og svo hvort á annað.
— Þetta^var nú prestur!
Það varð í almæli daginn efdr, ad
presturinn hefði tekið kutann af Söder-
bom. Daginn þar á eftir óx fregnin
eins hratt og snjóskriða ofan úr fjalli.
Presturinn hafði átt að vera að því
kominn að höggva hendur og fætur af
Söderbom, og nú hélt hann sig innivið
og batt um ikeinur sínar.
Sunnudaginn j næstan eftir fóru allir
•em vetling gátu valdið til kirkjunnar.
Eu það sem mönnum blöskraði þó mest,
var það, að Söderbom var þar einnig
viðstaddur. Það var jafnvel enginn
jafn alvarlegur og hann, haon bændi
sig og söng og hann leit til prestsins
sem einhverrar æðri veru.
Og þeiau hélt áfram. Söderbom varð
framvegis eins og hann var nú byrjað-
ur að vera, og kirkjan var full af fólki
á hverjum sunnudegi. Að nokkrum
árum liðnnm fékk presturinn stærra
branð, og var hans þá saknað einlæg-
lega af allri sókninni, ekki hvað minst
af Söderbom.
Eg hitti prestinn fyrir nokkrnm ár-
um og spurði hann, hvernig hanu hefði
farið að við Söderbom.
— 0, það var ósköp einfalt. Eg
þekki á fólkið í eyjaklasanum, og það
var nauðsynlegt fyrir mig að koma mór
vel í sókninni til þess að geta gert mér
von nm að fá annað betra brauð. Söder-
bom hefði getað kreist mig i sundur, ef
hann hefði viljað, eða skilið ástæðurn-
ar, en eg hagaði seglum eftir vindi og
treysti á sannindi þau er dómurinn um
slika menn felur í sér, þessi dauðýfli,
■em ógna altaf en slá ekki. Egjgekk
rakleitt til hans, þar sem hann hoppaði
eins og vitfirringur, og sagði: — Hættu
þessu, annars verður þú barinn! Fáðu
mér hnífinn! Undir eÍD», anuar kem-
ur ikeilurinn!
Og karlinn varð hfhræddar. Hann
skalf eins og strá í vindi og sagði
biðjandi: — Elsku góði, sláðu mig ekki!
— Eg skal ekki berja þig ef þú lofar
að bæta ráð þitt. Og ef eg kemst að
því, að þú fer að vera með vitleysu
aftur, kem eg hingað og lem þig með
reyr. Farðu til kirkju á sunnudaginn
kemur. Eg vil fá að horfa á þig. Það
skal enginn fá að vita neitt um þetta,
meðan eg er hér í sókninni. Eg er
nýi presturinn! — Karlinn var hið
auðsveipasta grey á jörðinni. Það vóru
að eins drykkjufélagar hans, sem höfðu
gert hann svona og héldu svo að hann
væri ógurlegur bardagamaður. Skál!
Og við klingdum-glösum, því að við
vórum í miklu boði með nógu kampa-
víni hjá presti einum við hirðina.
Á. Á. þýddi, með leyfi höf.
Ný slátrunaraðferð
á sauðfó.
Mikilsverð umbót.
„Svo má illu venjast, að gott þyki“
segir málshátturinn, og vaninn er það,
og annað ekki, sem lokað hefir augum
almennings fyrir því, hve hrottaleg og
ómannúðleg sú aðferð er, sem hér hef-
ir tíðkast við ilátrun á sauðfé —háls-
skurðurinn. Þessi slátrunaraðferð hefir
tiðkast hér frá alda öðli, einstöku menn
hafa fnndið tii, að hún var hrottaleg og
óviðfeldin, og tilraun var gerð fyrir
nokkrum árum að breyta til, að rota
féð í stað þess að skera. Einar dbrm.
Guðmundsson á Hraunum i Fijótum
fann upp „helgrímuna“, svo nefndu,
en það var leðurgríma, sem var spent
um höfuð kindinni, var í grímnna fest-
ur dálítill gaddur, sem slegið var á með
hamri, og kindin rotuð þannig. Þetta
áhald tókst mönnum misjafnlega að nota,
og ekki náði það útbreiðslu, svo telj-
andi væri, og gleymdist brátt með öllu.
Um hálsskurðaraðferðina hafa menn
deilt; finst víst allflestum jekkert við
hana að athnga, enAlíklegt er það sarnt,
að þeim, sem annara nenna að hafa fyr-
ir að hugsa dálítið um þetta, getijekki
skilist það, að viðfelduara værijað veita
skepnunum skjótari og kvalaminni dauða
en unt er að gera með hálsskurði.
0g þeir menn eru væntanlega ekki
svo fáir, sem ijá þetta, en hafa þó not-
að þessa aðferð, af þvi þeir þektu ekki
aðra betri; hafði ekki hugkvæmst neitt
ráð til að bæta úr þessu. Eu þessætti
þá að mega vænta, að }egar ný aðferð
er fundin, þá veitti menn henni at-
hygli, reyndi hana og tæki hana upp
of vel reyndist.
Og nú stendar einmitt svo á, að ný
aðferð er npptekiu og reynd, það er
að ikjóta féð með iitlum skammbyssum.
Þið er dbrm. Ágú»t Helgason í Birt-
ingaholti, sem fyrstur manna hefir tek-
ið upp þessa aðferð. Byrjaði hann á
því í fyrra, aðferðin gafst ágætlega, og
hefir nú fjöldi manna í grend við Ágúst
tekið upp aðferðina, og er ekki minst
um það vert, að Ágúst fekk því til leið-
ar komið, að Sláturfélag Suðurlands tók
þessa aðferð upp nú í haust, og hefir
alt íé, sem það hefir slátrað i haust
verið aflífað með þessu móti.
Byssurnar, sem notaðar eru, koita 3
kr. og skotið kostar a/4 eyris fyrir kind-
ira. Koítuaðurinn þarf því engan að
fæla, og sá ætti enginn að eiga skepa-
ur, sem ekki tímir að sjá af þessum
aurum til að veita þeim kvalaLusan
dauðdaga.
Hér er um einkar þarfa og góða ný-
breytni að ræða, og fyrir því vekur
Suðurland athygli á þessu, að það telur
sjálfsagt, að aðferðin verði aiment upp
tekin, og hinn ógeðslegi og hrottalegi
hálsskurður látinn hverfa úr sögunni.
Aðferð þíni var ivo þrautreynd nú
í haust, að fallsaunað er, að hún gefst
ágætlega, og á því skilið að verða al-
ment við höfð.
[„Suðurland“].
Gísli S veinsson
yfirdómslögmaðup.
Skrifstofutimi ll1/,—1 og 4—5.
Mlðstrasti 10. Talsíml 34.
Símnefni Talsíml 450
Ag-ency Reykjavík.
II. Gunnlögssou & P. Stefánsson.
Emboðsverzlnn.
Lcekjartorg 1.
Ryekjavík, Iceland.
UfflboðiTSislua.
Ó. G, Eyjólfsson & Co.,
Reykjavík — Rotterdam.
íslenzkar vörur teknar til umboðssölu-
Útlendar vörur pantaðar fyrir kaup
menn og verzlunarfélög.
Gott verð. — Vandaður varningur.
8tórt sýnishornaBafn.
Eiríkur Einarsson
yfir dómslðgmaður,
Laugaveg 18A. Talsími 433
Flytur mál fyrir undirrétti og yfirdómi.
Annast kaup og sölu fasteigna.
Venjulega lieirna kl. 12—1 og 4—5 e. h.
arnaa
■
Sælgsetis- og tóbaksverzlun.
Hótel ísland.
Síml: 389.
sSveinn Bjornsson
4 yfirréttarmálafiuíningsmaður
4 Hsifnarstrsðti
H. Benediktsson
Reykjavík.
Sími 284 Símnefni: Geysir
— 8
Ritstjóri: Benedikt Sveinsson.
Félagsprentsmiðjan.