Ísafjarðarpóstur - 21.08.1909, Blaðsíða 2

Ísafjarðarpóstur - 21.08.1909, Blaðsíða 2
ÍSAFJARÐAR-PÓSTU R 13. tbl. 50 nokkrum pening nema þegar honum lá á að múta ein- hverjum, sem oft kom honum að haldi; telja menn víst, að hann hafi falið fjársjóði á Ítalíu, og nefnd manna var sett til þess að leita og ransaka það. Þó að Ungtyrkir færi ekki ver með soldan, en frá var sagt, þá sýndu þeir ekki öllum fjandmönnum sin- um slíka hlífð. Fjölda margir hinna helztu andstæð- inga þeirra voru drepnir, hengdir umsvifalaust og látnir dingla í snörunum á almannafæri öðrum til viðvörunar. Er það auðséð, að Ungtyrkir ætla sér að búa svo um hnútana, að hinn flokkurinn rísi ekki upp aftur. Sigur Ungtyi’kja vakti hinn rnesta fögnuð um alt Tyrkland. Vóru hvervetna haldnar fagnaðarhátíðir um landið þvert og endilangt og tóku allir þjóðflokkar landsins þátt í þeim. Höfuðborgin var uppljómuð og fallbyssuskotin dundu frá herskipunuiu og köstulunum þegar njTi soldáninn settist í valdasessinn. Vænta menn að Ungtyrkjum takist að rétta við hag Tyrklands, sem er í frámunalega illu horfi og langþjakaður af allskon- ar óstjórn og glapræði. Tvennar eru tíðirnar fyrir Abdul Hamid. Nú er hann fangi, sviftur frelsi og fé. Aður átti hann ráð á lífi og eignum margra miljóna manna heilan manns- aldur. Prjálið og óhófið í höllum hans var frámuna- legt. Hann lifði sem goð og hafði umhverfis sig feikna- grúa af þrælum og þýjum, pútum og pi'insum. Hann hafði 350 ski'ifara og hei'bei'gisþjóna, 370 þræla (kai'la og konur), 160 pi'insa og prinsessui', 120 varðmenn kvennabúrsins, 300 þjóna til þess að starfa við máltíð- ir, 315 ökusveina og hestadrengi, 600 matreiðslumenn, 560 þvottakarla og hundruð af hallarvörðum, vindla- burðarmönnum »keisai-alegum pípnasveinum«, ljósbex'- um og allskonar þessháttar hérvillu-»starfsmönnum«. Þjónustufólkið þurfti að sinna næi'felt 3000 til- skipunum á hverjum degi. Einkanlega þurftu meyj- arnar í kvennabúrinu mikið að láta snúast fyi'ir sig. Margir þessara matsuðumanna og þjóna höfðu aðra þjóna undir sér og allur þessi aragrúi var kostaður af almenningsfé. Ef matsveinn ætlaði að matbúa lítinn keti'étt handa soldáni, þá var sjálfsagt, að heimta heil- an uxa. Afgangurinn var svo seldur eða eldhúsfólkið skifti honum með sér. Kvennabúi'ið var einna dýrast af öllu þessu, sem soldán hafði umleikis. Meyjai'nar lifðu í austrænni dýrð, og bái'ust afarmikið á í klæðaburði og allskonar skarti, glitruðu beinlínis í dýrindis gimsteinum, sem flestir voru keyptir í París. Handspeglar, gimsteinaskrín og hárkambar voru úr rauða-gulli og skreyttir perlum og gimsteinum. Þá kostaði hestahaldið dómadags fé, og margir hestasveinarnir liöfðu hærri laun en æðstu embættis- menn á Norðurlöndum. Hallargaiðarnir voru og afar- dýrir, því að þangað safnaði soldán úr öllum áttum sjaldgæfum jurtum og dýi'agarð liafði hann mikinn, þar sem saman var kominn gi'úi af fágætum dýrum, einkanlega fuglum svo þúsundum skifti. Tekjur soldáns voru gifurlegar, sem bezt sést á því, að þegar Ungtyrkir fóru að færa niður gjöldin til hans, þótti þó ekki tiltækilegt, að hafa mánaðar tekj- urnar minni en 400 þusundir króna handa sjálfum lionum, en pxinsai'nir fengu 10 þúsund kr. um mánuð- inn. Aður eyddi hann margfalt meiru fé. Enn fremur var ákveðið, að hann skyldi greiða ríkinu 7 miljónir kr. árlega og var það afgjald af eignum, er sannaðist, að hann hafði látið embættisinenn sína taka með of- beldi af tyrkneskum boi'gurum. — Fyrir nokki'um ár- um skipaði soldán sérstaka nefnd lil þess að xitvega sér húslóðii', sem vói'u mjög verðmætar. Nefndin gerði sér hægt um hönd og gerði lóðirnar upptækar hjá fá- tækum einstaklingum. Fengu þeir ekki einn eyri í staðinn, og urðu að hafa þetta sem hundsbit1). Það er engin furða þótt fjárhagur Tyrklands sé hágborinn þegar svona er í pottinn búið. — Afsetning soldáns minnir mann á afdi'if Loðvíks 16. Frakkakon- ungs. Konungurinn svalg eignir landsins með viðlika áfergju eins og Abdul Hamid. Þegar franska þjóðin ætlaði að takmarka eyðsluna, þá reyndi hann að brjóta lög og njóta aðstoðar útlendinga til þess að kúga þjóð sína. Honum var hrundið af stóli, og nxx hefir sama sagan endui'tekist austur á Tyrklandi. (Að mestu eftir »Social-Demokraten«). V i ð b æ t i r: Ungtyrkjastjórnin hefur sýnt mikla rögg af sér síðan hún tók við völdum; hún hefir rekið 27 þúsund- ir manna úr embættum, og gert eignir margra þeirra upptækai'; í þeim flokki eru mai'gir menn, sem um lang- an tíma hafa gengt æðstu embættum landsins, og safn- að auðfjár; þessir náungar eru nxí ekki að eins sviftir embættum og þeinx virðingai'merkjum er þeir höfðu sæmdir vexið, heldur eru þeir einnig rúðir inn að skyrt- unni, eignir þeii'ra teknar frá þeinx með valdi, margir þeirra eru liafðir í vai'ðhaldi, og sumir hafa verið hengdir. — Það er aftökuaðferð Tyrkja, og er það gert á fjölförnustu götunx og strætum borgarinnai', og líkam- irnir hanga allan daginn fyi’ir augum þeirra sem um ganga, og sýnir þetta meðal annars, hvað siðmenning Ungtyrkja stendur enn á lágu stigi. Tilraun var gerð til þess að ná gamla soldáni úr varðlialdi frá Ungtyi'kjum 11 júní, en einhver hafði komist að því ráðabruggi svo snemma, að stjórnin gat sent lið á staðinn, til þess að mæta áhlaupunum. Bar- daginn stóð ytir nokki'ar klukkustundir og féll nxai'gt manna á báðar hliðar en svo lauk, að áhlaupsmenn urðu að llýja soldánslausii', og gat tilræði þetta vel hafa orðið til þess, að soldán hefði orðið líflátinn, til þess að ekkert umstang hefði þurft að hafa með liann fram- vegis af hálfu nýju stjórnarinnar. 1) Pað lítur næstum svo út, sem Magnús Torfason sé að líkja eftir soldáni í pessu, með lóðartökunum á ísafirði.

x

Ísafjarðarpóstur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafjarðarpóstur
https://timarit.is/publication/190

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.